Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskri ft - Ðretfing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993. Stöndugu fyrirtækin: Tugir millj- ónaípóli- tíska styrki? Samkvæmt þeirri breytingu sem Alþingi samþykkti í gærkvöld á skattalöggjöfinni geta stöndug fyrir- tæki í landinu styrkt stjórnmála- flokka um tugi milljóna króna á ári og fengið stuðninginn dreginn frá skatti. Lagabreytingin gerir ráð fyrir að fyrirtækin geti varið allt að 0,5 prósentum af tekjum til slíkra fram- laga. Miðað við tekjur Eimskips á síðasta ári gæti fyrirtækið stutt stjórnmála- flokk um ríflega 30 milljónir og notið skattafrádráttar á móti. _ Hvað önnur fyrirtæki varðar gætu til dæmis Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna stutt flokka um 90 milljón- ir, Flugleiðir 60 milljónir, Sjóvá- Almennar 23 milljónir, Hekla tæp- lega 20 milljónir, Grandi 14 milljónir ogíslandsbanki9milljónir. -bjb/kaa - sjá einnig bls. 2 Ákærðfyrir ' aðsvíkjaút mæðralaun Maður og kona í Reykjavík, sem fengu skilnað að borði og sæng í okt- óber 1987, hafa verið ákærð fyrir fjár- svik með því að hafa svikið út mæðralaun af Tryggingastofnun rík- isins á tæplega þriggja ára tímabili. Samkvæmt heimildum DV hefur Rannsóknarlögregla ríkisins fengið fleiri mál til meðferðar frá trygging- aráði. Ágúst Þór Sigurðsson, deildar- lögfræðingur hjá Tryggingastofnun, sagði í samtali við DV í morgun að ljóst væri að mikið væri um að fólk sviki út peninga með þessum hætti. Hann sagði að dómsniðurstöðu yrði beðið en þá yrði væntanlega ákveðið hvort málum yrði vísað til lögreglu í meira mæh en verið hefur. Umræddu fólki er geflð að sök að hafa leynt Tryggingastofnun því að þaö hadfl haldið áfram sambúö og fengið 316 þúsund krónur í mæðra- laun í tæp þrjú ár eftir aö skilnaður fékkst að borði og sæng. Ríkissak- sóknari krefst þess að fólkið verði dæmt til refsingar og krefst Trygg- ingastofnun skaðabóta frá fólkinu. Skattrannsóknastjóri ríkisins sagði í morgun aö ekki væru samráö á milli embættisins og Trygginga- stofnunar í þvi tilliti að kanna hvort barnabætur væru sviknar út með hhðstæðum hætti og gert er með mæðralaunin. -Ótt „Þau komu berfætt með sitthvort barnið í fanginu í sængum eða teppum. Þau náðu ekki að taka eina einustu flík með sér og stóðu hér á náttfotunum einum fata,“ sagöi Lálja Guðlaugsdóttir, nágranni hjóna með tvö böm, sem björguð- ust naumlega úr brennandi ibúðar- húsi á Húsavík í morgun. Bömin era eins og tveggja ára og konan sem bjargaðist komin að þvi að eiga þriðja bamið. Lilja segir að klukkan haf! veriö 5.15 í morgun þegar hjónin, bæði á þrítugsaldri, hafi komiö til sín og þau hafi hringt á slökkvihðiö. „Það var einhver eldur í húsinu því þau vöknuðu við reykskynjara og það hefur sjálfsagt bjargað þeim að hann fór í gang. Þeim varð ekkert meint af annað en þau voru skelk- uð yfir þessum ósköpum. Þau voru ekki búin aö búa þarna nema í nokkra mánuði og voru að gera húsið upp. Mér skilst aö þau hafi átt það og allt hafi verið ótryggt," sagði Lilja. Eldurinn kom upp í húsinu núm- er 38 við Garðarsstræti, sem er hæð og ris, og aö sögn lögreglu var slökkvihð fljótt á staðinn. Þegar DV náði tah af lögreglu í morgun á vettvangi var húsíð iha brunniö og þakið nánast hrunið. Þótt vol hafi gengið að slökkva mesta eldinn var mikil glóð í einangrun sem virðist vera sag og plast. Búið var að dæla óhemjumiklu af vatni á húsið í morgun. „Það er alveg óhemjuglóð í þessu og slökkvistarf stendur áfram. Þeir geta ekki sleppt dropa af þessu þá fuðrar þetta upp alveg um leið. Þeir halda þessu bara í horfinu. Þaö er útséð um að þetta verði slökkt endanlega á næstunni. Þetta svona kraumar og verður haldið í kæhngu,“ sagði lögreglumaður í samtali við DV á niunda tímanum í morgun. Ekki náðist tal af hjónunum í morgun þar sem þau voru að jafha sig eftir atburðinn og lögreglan átti eftir að taka af þeim skýrslur. Miög kalt var á Húsavík í morgun ogfimmtilsexvindstig. -pp Þingmenn yfirgáfu Alþingishúsið upp úr klukkan þrjú í nótt og fóru t jólafri. Miklar annir hafa verið í þinginu und- anfarna daga og voru því margir fríinu fegnir. Þrasið og masið virtist þó hafa létt lund margra því að þrátt fyrir þreytu slógu menn á létta strengi þegar þeir fóru út í nóttina. Að liðnum mánuði kemur Alþingi saman að nýju og má búast við að þá mæti þingmenn úthvíldir til vinnu á ný. DV-mynd GVA Grindavík: Fékk skot í f ótinn Skipverji á Borgari GK slasaðist iha á fæti þegar hann varð fyrir skoti úr haglabyssu um miðjan dag í gær. Maðurinn var að veiða skarf við annan mann í nágrenni Grindavík- ur. Hljóp skotið af þegar þeir vora að rétta byssuna á milli sín. Menn- imir vora tveir í bátnum. Gerðu þeir þegar viðvart og sigldu til hafnar í Grindavík. Var sá særði fluttur á slysadehd Borgarspítalans. Að sögn lækna slapp maðurinn betur en á horfðist. -hlh Risastóm bruggverk- smiðju lokað Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði lokaði bruggverksmiðju við Lyngás í Garðabæ í nótt. Svo virðist sem eig- endur tækjanna hafi tekist að hella niður öhum gambranum áður en lög- reglan komst inn í húsið. Tunnur sem í var hálft þriðja tonn af gambra voru þar inni og gambrinn flóði um aht gólf. Þá var einnig lagt hald á 200 htra suöutæki. -pp LOKI Að vera lausirvið þingmenn í heilan mánuð er auðvitað besta jólagjöfin! Veöriöámorgun: Frost 2-9 stig Vestan th á landinu verður suð- austankaldi og víða snjókoma, einkum suðvestanlands. Norðan th verður norðan- og norðvestan- átt, 5-8 vindstig, hvassast austan th og él. Suðaustanlands verður norðankaldi eða stinningskaldi og léttskýjað. Frost verður á bh- inu 2-9 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 lll ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Lágmúla 5, s. 681644 Þegar til lengdar latur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.