Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Síða 13
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 ,13 pv__________________Meiming Regnboginn - Maöur án andlits: ★ ★ lA Maður með framtíð í frumraun sinni í leikstjórastólnum tekst kyntákninu Mel Gibson að laða fram einhvern besta kvikmyndaleik ungs leikara sem sést hefur á hvíta tjaldinu, hjá nýhðanum Nick Stahl. Þaö eitt væri nægilegt hrós fyrir Gibson, en gott ef hann sýnir ekki líka að hann gæti verið efni í næman og náttúrlegan leikstjóra. Gibson ieikur sjálfur annað aðal- hlutverkið, Justin McLeod, mann sem hefur dregið sig úr skarkala heimsins eftir að hann afskræmd- ist í slysi, sem batt enda á feril hans sem kennari. Bæjarbúar líta hann hornauga en láta í friði þar til ungur drengur, Chuck Norstadt (Stahl) biður hann ásjár. Hann þarf hjálp við að ná inntökuprófi í her- skólann sem látinn faðir hans var í. McLeod vill í fyrstu ekkert með hann hafa en stráksi er ýtinn, knú- inn jafnframt af forvitni um þenn- an umtalaða nágranna. Á heildina litið er Man Without a Face gott verk, sem vantar dálítið upp á að hafi fuil möguleg áhrif, aðallega vegna þess að sagan nær ekki að hringa sig um sína drama- tísku miðju. Kjarni myndarinnar er hvemig sambandið milli kenn- arans og nemandans þróast í vin- áttu og hvernig McLeod, fóðurfíg- úran sem Norstadt þarfnast svo mjög, kemur honum yfir erfiðasta hjallann í tilfinningaþroskanum, sjálfs- myndina. Þessar tvær persónur eru afskaplega vel skrifaðar, sérstaklega drengurinn en vegna þess að myndin er líka um fordóma og skort á umburðarlyndi þá flyst áherslan yfir á viðbrögð samfélagsins áður en myndin hefur unnið nægilega vel úr því sem á undan gengur. Við handritsgerðina hefur svolítið mikilvægt orðið að víkja úr bók Isa- bellu Holland. Þetta kann að skýra hvers vegna myndin endar dálítið skyndilega. Það væri ekki sanngjarnt að greina frá því hvað það var, en Kvikmyndir Gísli Einarsson að hafa það með hefði gjörbreytt inntaki myndarinnar. Svipað var upp á teningnum þegar Fried Green Tomatoes var breytt í kvikmyndahandrit. Gibson getur ekki bundið sannfærandi enda á myndina, en hann bygg- ir hana afskaplega vel upp, með rólegri stígandi og þægilegri framvindu. Eins og oft vill verða þegar leikarar fara á bak við myndavélina leggur Gibson áherslu á persónurnar í verkinu og sambandið milh þeirra. Nor- stadt er umkringdur fjölskyldu sem hann vill sem minnst með hafa og Gibson vinnur sérstaklega vel úr þeim hluta. Nýliðinn Stahl sýnir undraverða leikhæfileika. Ung persóna hans er dýpri og flóknari er flest það sem fullorðnir leika í dag og það er með ólíkindum hvað stráksi sýnir mikla breidd í leiknum. I ári uppfullu af góðum leik frá ungum leikurum ber hann höfuð og herðar yfir alla. Gib- son sjálfur hefur sjaldan verið betri, þykir eflaust gott að komast aðeins úr hetjuhlutverkunum sem hann hefur verið viðloðandi undanfarið. Hann á eftir að eiga lengri feril en nokkurn grunaði í fyrstu. Man Without a Face (Band. 1993) Handrit: Malcolm MacRury eftir bók Isabellu Holland. Leikstjórn: Mel Gibson. Leikarar: Gibson (Forever Young, Air America), Nick Stahl, Margaret Whitton (Secr- et of My Success), Fay Masterson (Power of One), Gaby Hoffman (This is My Life), Geoffrey Lewis, Richard Masur. SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30TONNARÉTTINDA 10. jan.-4. mars. Á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19.00-23.00. Verð kr. 22.500. Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) 11. jan.-1. mars. Undanfari pungapróf. Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 19.00-23.00. Verð: kr. 20.000. Bæklingur sendur ef óskað er Upplýsingar og innritun í síma 689885. SIGLINGASKÓLINN LÁGMÚLA7 -meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla (ISSA) ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR • LIFANDI NÁMSKEIÐ Linda P. Samuel Marie Ný 7 vikna námskeið Áhersla á talmál 10 kunnáttustig Hámark I0 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 • SÍMI 25330 uldu og Loga BARNADANSAR SAMKVÆMISDANSAR c SUÐUR-AMERÍSKIR DANSAR GÖMLU DANSARNIR ROCK-TJÚTT BYRJENDUR - LENGRA KOMNIR HÓPTÍMAR - EINKATÍMAR FAGLÆRÐIR DANSKENNARAR Innritun stendur yfir í síma 71200 milli kl. 12-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.