Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Fréttir Hrikalegar atvinnuleysistölur á Akureyri Einn af hverjum tíu á vinnumarkaði atvinnulaus Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii Atvinnuleysi á Akureyri er nú meira en það hefur nokkru sinni verið áður og lætur nærri að einn af hveijum tíu á vinnumarkaði sé atvinnulaus. Inni í þeim tölum er að vísu fiskvinnslufólk sem er atvinnu- laust tímabundið vegna verkfalls sjó- manna, en sé litið á ástandið burtséð frá því er það samt sem áður miklu verra en áður hefur veriö. í því sambandi nægir að nefna að um áramótin 1992-1993 var tala at- vinnulausra á Akureyri 491 og hafði hærri atvinnuleysistala ekki sést í bænum áður. Nær allt síðasta ár var tala atvinnulausra yfir 400 en um áramótin var talan hins vegar 730 auk um 280 manna sem vinna við fiskvinnslu og koma á atvinnuleysis- - þetta er landsböl, segir formaður atvmnumálanefndar skrá vegna sjómannaverkfallsins. „Ég sagði það í haust að svona myndi þetta fara ef ríkisvaldið gerði ekkert til að spyrna við fótum. Iðnað- urinn er að hrynja og ég óttast þaö að þetta eigi eftir að versna. Ég tel víst að frekara atvinnuleysi verði í verslun og þjónustu þegar undirstöð- umar eru brostnar," segir Heimir Ingimarsson, formaður atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar. Heimir segir að bæjaryfirvöld hafi engar fleiri lausnir til að bæta ástandið en þegar hafi verið gripið til. „Við höfum í mörgum tilfellum gripið inn í og stuðlað að endurreisn fyrirtækja sem farið hafa í gjaldþrot eða verið í erfiðleikum, en við getum ekki haldið því áfram og höfum eng- ar töfralausnir. Þótt atvinnuleysið komi verr við okkur en aðra vegna þess hversu illa iðnaðurinn hefur farið þá er þetta ekki okkar einka- vandamál, þetta er landsböl," segir Heimir. Ekkert atvinnuátak fyrir atvinnu- lausa er í gangi um þessar mundir, en Heimir segir að Akureyrarbær hafi fengið úthlutun í næsta átaki í samvinnu við Atvinnuleysistrygg- ingasjóð. Þar sé um að ræða 150 mánaðarstörf sem væntanlega verði skipt niður á fleiri aðila. Vandamálið sé hins vegar að finna verkefni á þessum árstíma. „Fyrirtæki hafa ekki tekið því vel aö fá niðurgreitt vinnuafl einhverra hluta vegna og við gerum fólki engan greiða með því að setja það bara í einhverja vinnu,“ segir Heimir. Fáskrúösflöröur: Sjómannafé- lög eiga að verja félaga sína gegn kvótabraski - segir Eiríkur Stefánsson Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði; „Þama er komið í höfn, allavega frá útgerðarinnar hendi, það veiga- mesta í þessari deilu sem nú er í gangi,“ sagði Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúðsfjarðar, en VSF og Út- gerðarfélagið Akkur á Fáskrúðsfirði, sem gerir út rækjuskipið Klöru Sveinsdóttur, hafa gert samning: „Útgerðarfél. Akkur og VSF gera með sér eftirfarandi samkomulag. Akkur lýsir því yfir að það mun aldr- ei láta sjómenn taka þátt í leigu né kaupum á fiskkvóta". Ofanritað stað- festa með undirritun eigendur Akks og stjórn VSF. „Það er enginn fognuður hjá Sjó- mannasambandinu út af þessum samningi - hvort við ætlum að fara að losa einhveijar ákveðnar útgerðir undan verkfallinu. Við spurðum þá hvort ekki væri eðlilegt að þeir út- gerðarmenn sem kæmu og væru til- búnir að semja um kröfur okkar fengju að gera það og hvort ekki ætti að athuga um fleiri útgerðir sem til- búnar væru að gera svona samning. Þannig væri LÍU brotið á bak aftur,“ sagði Eiríkur Stefánsson. Hvað útgerð togarans Óttars Birt- * ings varðar þá eru útgerðarmenn skipsins ekki í LÍÚ og verkfallið bein- ist ekki að þeim, aðeins að félögum í LÍÚ. „Þetta verkfall er aðeins um kvóta- kerfið. Þar sem sjómannafélög eru starfandi í svo til öllum byggðarlög- um á íslandi þá eiga félögin sem slík að geta varið sig gegn þeim útgerðar- mönnum sem ætla að stunda þann ófögnuð að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum eða leigu á kvóta. Það hefur komið upp angi af þessu hér en var algjörlega hafnað af sjómönn- um. Sjómannafélögin eiga skilyrðis- laust að veija félagsmenn sína gegn svona kvótabraski," sagði Eiríkur Stefánsson. Þetta húsnæði Brunabótafélags íslands við Laugaveg hefur staðiö autt I fjögur ár. Brunabótafélag fslands: DV-mynd JAK Fasteign við Laugaveg staðið auð í fjögur ár Fimm hæða hús Brunabótafélags íslands að Laugavegi 103, alls 1734 fermetrar, hefur staðið autt í fjögur ár. Þrátt fyrir viðræður við ýmsa aðila hefur hvorki orðið af sölu né leigu. „Það gefur augaleið að þetta er mikið tap. Við höfum verið í viðræð- um við kaupendur og leigjendur öðru hveiju en ekki orðið af samningum. Stundum hefur húsnæðið ekki hent- aö viðkomandi og stundum hentar rekstur væntanlegs leigjanda ekki okkur. Stundum hefur viökomandi ekki verið tilbúinn aö borga nóga leigu,“ segir Benedikt Sigurösson, fjármálastjóri VÍS. Hann vill ekki tjá sig um hversu mikiö hafi borið á milli i sambandi við tilboð. Benedikt segir það alltaf matsatriði hvort sé betra að samþykkja lága leigu eða láta húsnæðið standa autt. Það fari eftir rekstri leigjanda. „Það að húsiö skuli standa autt endurspeglar ástandið á markaðn- um. Það er alltof mikið til af hús- næði sem enginn hefur not fyrir,“ leggur Benedikt áherslu á. -IBS Sjómannalisti fyrir alþingiskosningarnar Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Á aðalfundi Skipstjórafélags Norð- lendinga var samþykkt áskorun til sjómannasamtakanna þess efnis að íhuguð verði stofnun stjórnmála- flokks, sjómannahsta, fyrir næstu kosningar til Alþingis. Þá beindi fundurinn því til utanrík- isráðherra að stjórn Aflamiðlunar verði settar skýrar starfsreglur til að fyrirbyggja misvísandi leyfisveit- ingar eða geðþóttaákvarðanir varð- andi útflutning á ísuðum fiski í gám- um á erlenda markaði. Brýnt sé að þær reglur séu auglýstar og séu öll- um viðkomandi ljósar og skipum verði ekki mismunað í leyfisveiting- um eftir veiðigreinum. Þá skoraði fundurinn á þingmenn Norðurlands að beita sér fyrir tafar- lausri afgreiðslu þyrlukaupamálsins og benti fundurinn í því sambandi á nýlegt dæmi þar sem þyrla Land- helgisgæslunnar mátti frá hverfa þegar Bergvík VE strandaði. Stuttar fréttir Vistmenn á Sólheimum fengu ekki greidd laun fyrir vinnu sína í fyrra fyrr en eftir afskipti trún- aðarmanns. Viðræður um fram- lög til heimilisins eru í hnút. Sjónvarpið greindi frá þessu. Landsbankinnfundar Bankastjórar; Lahdsbarikans ætla að hitta kaupendur SR-mjöls að máli í dag. Bankinn krefst ábyrgða eða greiðslu á lánum sem hann hefur veitt fyrirtæk- inu, alls um einum milljarði. Sendihetra í Makedóníu Ríkisstjómin hefur stofnað til stjómmálasambands við Make- dóníu í fyrrum Júgóslavíu. Ákvörðun um sendiherraskipti verður tekin síðar. Fáaromistuflugvélar Orrustuflugvélar Varnarliðsins hafa oft verið færri en 12 að und- anfömu. Skv. Sjónvarpinu era dæmi um að þær hafi aðeins ver- ið 4. Gámaþjónustan hf. keypti um áramótin eignir hreinsunarþjón- ustu Hirðis. Þá hefur Gámaþjón- ustan skuldbundið sig til aö standa við þá samninga sem Hirðir hefur gert. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt til að blýinnihald vatns á flöskum sé ekki meira en 5 mikrógrömm. Á Heiðarfjalli hefur blýinnihald vatns mælst allt að 5,8 míkrógrömm. Verð á bensíni hækkaði ekki um áramótin þrátt fyrir skatta- hækkanir. Á hvern lítra lagðist 1,40 króna skattur. Gasolía lækk- aði hins vegar um 60 aura lítrinn. Þjóðarbókhlaðan vígð? Til framkvæmda og frágangs á Þjóðarbókhlöðunni verður varið 415 milljónum króna í ár. Skv. Morgunblaðinu er stefnt að því að vigja húsiö 1. desember í ár. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.