Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 25 Sviðsljós Paul ásamt samleikara sínum, Tim Robbins, í sinni nýjustu mynd, The Hudsucker Proxy. Leiðist viðtöl Paul Newman á að baki 40 ár í leiklistinni og þó hann hafi hægt á ferð- inni er hann ekki farinn að spá i að draga sig i hlé. Leikarinn Paul Newman á að bató nærri 40 ára feril í leitóist- inni. Þrátt fyrir þennan langa tíma er eitt sem hann hefur aldrei náð að sætta sig við; viðtölin sem frægðinni fylgja. Hann lítór viðtölum við að fara til tannlæknis í rótarfylhngu. „Tannlæknirinn fullvissar þig um að þetta verði alveg sársaukalaust en þú veist að hann er að ljúga þessu til að fá þig til að setjast í stólinn. í mínum huga eru tann- læknar alveg eins og blaðamenn," segir leikarinn. Paul Newman hefur því verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að neita viðtölum. Hann sættir sig þó við þau öðru hverju til að hjálpa við kynningu á nýjum kvikmynd- um. Ein shk verður frumsýnd í byijun næsta árs. Það er gaman- myndin The Hudsucker Proxy. í þeirri mynd leikur hann Sidney J. Mussburger, útsmoginn kaup- sýslumann sem gerir allt fyrir gróðann. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að taka hlutvertónu í The Hudsuc- ker Proxy var handritið. Að hans sögn var þetta eitt besta handritið sem hann hefur lesið í langan tíma en meirihlutinn af þeim handritum sem honum berast eru að hans mati afskaplega þunn og illa skrif- uð. Hann hafði líka gaman af mynd- inni, enda hafði hlutverk af þessu tagi ektó borist honum í hendur síðan hann lék í Sting á sínum tíma. Paul Newman hefur sex sinnum verið tilnefndur til óskarsverð- launanna. Fyrsta óskarinn fékk hann þó ektó fyrr en 1985 og þá var það heiðursóskar fyrir ævistarf hans við kvikmyndir. Ári seinna fékk hann svo annan óskar fyrir myndina The Colour of Money. En það eru verðlaunagripir sem Paul metur miklu meira en óskars- verðlaunin. Það eru þeir sem hann hefur unnið í kappakstrinum sem er hans aðaláhugamál. „Þar ertu í kapphlaupi við klukkuna og vinn- ur út á eigin verðleika, þar hefur póhtíkin engin áhrif.“ Nýjar bækur The Sacred Triangle of Pagan lceland Út er komin á vegum Mímis ný bók eftir Einar Pálsson, fyrsta bókin sem hann Vitni óskast Að kvöldi fimmtudagsins 30. des- ember sl. (á tímabilinu 18-24) voru unnar verulega skemmdir á Honda Prelude árg. ’91 sem lagt hafði verið á bílastæði Menntaskólans í Reykja- vík við Amtmannstíg. Þeir sem geta gefið upplýsingar vegna fyrrgreinds atburðar eru beðnir að hafa samband við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Verðlaunum er heitið. -GRS ritar á ensku. Nefnist bókin The Sacred Triangle of Pagan Iceland og fjallar hún um tengsl steinaldarmenningar Bret- landseyja, raetur í Egyptalandi og hin miklu fræði sem kennd voru við speking- inn Pýþagóras. Ljóðabók eftir Þórð Helgason Út er komin Ijóðabókin Aftur að vori eft- ir Þórð Helgason. Viðfangsefni bókarinn- ar er fyrst og fremst ástin í víðasta skiln- ingi orðsins. Bókin er 41 síða og kostar kr. 1500. Tilkynningar Félagsstarf aldraðra Gerðubergi Bankaþjónusta á morgun kl. 13.30-15.30. Félag eldri borgara Kópavogi Spilamennskan 1994 hefst á tvímenningi í Gjábakka að Fannborg 8 kl. 19 í kvöld. Hallgrímskirkja Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja Aftansöngur í dag kl. 18. Seltjamarneskirkja Foreldramorgunn kl. 10-12. Félag eldri borgara Margrét Thoroddsen er til viðtals í dag. Panta þarf viðtal. Lögfræðingur félagsins er til viðtals á fimmtudag, 6. janúar. Panta þarf viðtal á skrifstofu félagsins, s. 28812. Nýársdjass á Sóloni íslandusi í kvöld, 4. janúar, leikur nýstofnaður djasskvintett á Sóloni íslandusi. Kvintett- inn skipa Sigurður Flosason og Jóel Páls- son, saxófónar, Eðvarð Lárusson á gítar, Þórður Högnason kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónleikamir hefj- ast kl. 21. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 MÁVURINN eftir Anton Tsjékhof 5. sýn.fid. 6/1,6. sýn. sun! 9/1,7. sýn. lau. 15/1,8. sýn. sun. 23/1. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Fös. 7. jan., nokkur sæti laus, fös. 14. jan. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon lau. 8. jan., fid. 13. jan. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Sun. 9. jan. kl. 14.00, laus sæti v/forfalla, lau. 15. jan. kl. 14.00, sun. 16. jan. kl. 14.00. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna Iinan996160. Leikfélag Akureyrar Höfundur leikrita, laga og söngtexta: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgelr Tryggvason Leikstjórn: Hlin Agnarsdóttlr Lelkmynd og búningar: Stígur Steinþórs- son Lýsing: Ingvar Björnsson Leikendur: Saga Jónsdóttlr, Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- þór Albert Helmisson, Inglbjörg Gréta Gisladóttir, Skúli Gautason, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Dofri Hermannsson og Oddur Bjarni Þorkels- son. Undirlelkarl: Reynir Schiöth 5. sýning laugard. 8. jan. kl. 20.30. 6. sýning, fjölskyldusýning, sunnud. 9. jan.kl.15. Miðasalan er opin alia virka kl. 14-18 og fram að sýn. sýningardaga. Sunnud. kl. 13-15. Simsvari tekur við pöntunum utan af- greiðslutima. Simi 24073. Greiðslukortaþjónusta. Happdrætti.Norðurlands- deildar SÁÁ Hinn 18. desember sl. var dregið í happ- drætti Norðurlandsdeildar SÁÁ. Eftir- farandi númer hlutu vinning: 1. Kr. 300.000 húsbúnaðarúttekt hjá Vörubæ, Akureyri, nr. 1813.2.-4.100.000 kr. heim- ilistækjavinningur frá Kaupfélagi Eyfirð- inga á nr. 3056, 3139 og 6561. 5.-8. 50.000 kr. heimilistækjavinningur frá Kaupfé- lagi Eyfirðinga á nr. 1156, 1816, 2471 og 4377. 9.-18.10.000 matarkörfur frá Kaup- félagi Eyfirðinga kom á nr. 566,927,2332, 2797, 3765, 4056, 4470, 5482, 5860, 7409. 19.-38. 5.000 kr. matarkörfur frá Kaupfé- lagi Eyfirðinga komu á nr. 79, 541, 805, 1001,1222, 2056, 2149, 2914, 3335, 3435, 344, 4169,4387,5930,6580,6587,6627,6747,7012, 7121. Vinninga má vitja á skrifstofu SÁ- Á-N, Glerárgötu 28,2. hæö. Opið kl. 16-19 á fimmtudögum. Sími 96-12397 og 96-24297. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið Frumsýning 7. janúar EVALUNA Eva Luna eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson . Tónlist og söngtextar: Egill Olafsson Útsetningar: Rikharður Óm Pálsson Hljómsveitarstjóri: Ami Scheving Dansar: Michaela von Gegerfelt Lýsing: Lárus Bjömsson Leikmynd: Óskar Jónasson Leiksfjóri: Kjartan Ragnarsson Leikendur: Agnes Kristjónsdóttir, Ari Matthías- son, Ámi Pétur Guðjónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Bryndís Petra Braga- dóttir, Edda Heiðrún Backman, Egiil Olafsson, Ellert A. Ingimundarson, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Magnús Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Margrét Pálma- dóttir, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Sofíía Jakobsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Theódór Júliusson, Valgeröur Dan, Þór Tuliníus, Þröstur Leo Gunnarsson o.fl. Hljómsveit: Kjartan Óskarsson, Kjartan Valdi- marsson, Pétur Grétarsson, Richard Korn, Stefán S. S.tefánsson, Vilborg Jónsdóttir og Óskar Ingólfsson. Frumsýning 7. janúar, uppselt, 2. sýn. sun. 9. jan., grá kort gilda, uppselt, 3. sýn. mið. 12. jan., rauð kort gllda, fáein sæti laus. Stóra svið kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach Lau. 8. janúar. Stóra sviðið kl. 14.00 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sunnudag 9. janúar Litla sviðið kl. 20.00. ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen Fimmtudag 6. janúar, laugardag 8. janúar. Ath.l Ekki er hægt aö hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiðslukortaþjónusta. Leikféiag Reykjavíkur - Borgarleikhús. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiin É VGENÍ ÓNEGÍN eftir Pjotr I. Tsjajkovský Texti eftir Púshkin í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sýning föstudaginn 7. janúar kl. 20. Sýning laugardaginn 8. janúar kl. 20. Sýning föstudaglnn 14. janúar kl. 20. Sýning laugardaginn 15. janúar kl. 20. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega. Sýningardaga til ki. 20. SÍM111475- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. Munið gjafakortin okkar LEIKFÉLAG MOSEELLSSVEITAR „ÞETTA REDDAST!“ í Bae jarleikhúsinu Mosfellsbæ 8. janúar 1994. Ökumenn íbúðarhverfum Gerum ávallt ráð fyrir börnunum yUjJFEHOAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.