Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Spumingin Hvernig er eldvörnum háttað á heimili þínu? Þóra Kristjánsdóttir: Viö erum meö reykskynjara. Halla Aradóttir: Ég er meö reyk- skyrtjara. Jón Jóhannsson: Við erum með all- sæmilegar eldvarnir. Vilberg Vilbergsson: Ég er meö reyk- skynjara og duftslökkvitæki. Sigríður Ólafsdóttir: Ég er með reyk- skynjara. Jóhannes Hinriksson: Það eru tveir reykskynjarar, eldvarnateppi og slökkvitæki heima. Lesendur Tímamót 1 blaðaútgáfu á íslandi: Fagna góðri lendingu Tímans Guðmundur Jóhannsson skrifar: Það hafa áreiðanlega fleiri en ég andað léttar þegar útvarp og sjón- varp fluttu þær fréttir að Tíminn, sem síðast var gefinn út af hlutafé- laginu Mótvægi hf., hefði nú loks náð góðri lendingu með samningi Fram- sóknarflokksins við dótturfélag Fijálsrar fjölmiðlunar hf. um útgáfu Tímans frá og með byrjun árs 1994. Margir, einkum við á landsbyggð- inni, höfum aöeins keypt eitt dag- blað, þ.e.a.s. Tímann, og látið það nægja, nema kannski um helgar og keypt þá annaðhvort DV eða Mbl. Nú, þegar sterkt útgáfufyrirtæki hef- ur tekið að sér að sjá um útgáfu Tímans, tel ég næsta víst að fram- sóknarmenn t.d. láti það ekki aftra sér aö kaupa sitt gamla blað, þótt það hafi verið í samkeppni við DV og skoðanir ekki falhð saman í þessum tveimum dagblöðum. Það væri t.d. stórkostleg nýbreytni að fá DV og Tímann saman í einni útgáfu, þ.e. sama blaðið í einu, þótt síðdegisblað væri. Þetta kynni að spara mikið í rekstri, t.d. dreifingu, og fleiri áskrif- endur að fást í leiðinni. Það sem gild- ir er áframhaldandi útkoma Tímans, „Það væri t.d. stórkostleg nýbreytni að fá DV og Tímann saman i einni útgáfu," segir bréfritari m.a. sem áfram hlýtur að styðja þá þjóð- málastefnu og sjónarmið sem blaðið hefur stutt. - Eins og reyndar kemur fram í ummælum framkvæmda- stjóra og annars útgáfustjóra Frjálsr- ar fjölmiðlunar vegna hinnar nýju útgáfu. Að mínu mati er þessi samningur Framsóknarflokksins við dótturfyr- irtæki Fijálsrar fjölmiðlunar hf. um útgáfu Tímans sannkölluð tímamót í blaðaútgáfu hér og verður merkur kafli í sögu blaðaútgáfu á íslandi. Það eitt að leigutípú er ákveðinn til næstu tíu ára er sönnun þess að hér er horft til langtíma en ekki björgun- araðgerða til bráðabirgöa. Þá fagna ég því að hinn mæti þingmaður Framsóknarflokksins skuli setjast í ritstjórastól, a.m.k. fyrst um sinn. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að því starfi gegni flokksbundinn fram- sóknarmaður, aðalatriðið er að þar sé traustur maður og pennafær, maður sem hefur innsæi og áhuga á þjóðmálum, innlendum sem erlend- um, og leggi sjálfur mat á hvað hæfir til birtingar og hvað ekki. Láti ekki stjórnast af þrýstingi utanaðkom- andi til að vega ósæmilega eða per- sónulega að mönnum, þótt hinir sömu freistist tl að fara offari í dóm- hörku og árásarhneigð sinni. - Ég óska Tímanum og öðrum er að hon- um standa og stuðla að útkomu hans um ókomin ár velfamaðar. Minnislaus gagnrýnandi Bjarki Bjarnason skrifar: Sumt bókmenntafólk hugsar í formúlum. Það vill helst að skáld- verk fylgi ákveðnum sagnaminnum, sennilega til að það sé auðveldara fyrir það að lesa þau og skilja. Þann- ig virðist komið fyrir gagnrýnanda DV, Jóhönnu Margréti Einarsdóttur, sem skrifaði um bók mína, „Klöru og Kölla“ í blaðinu þann 20. des. sl. Jóhönnu finnst greinilega að höf- undur sögunnar svíki ht af því að hann gerist svo ósvífinn að láta sög- una enda á annan veg en ákveðið sagnaminni segir th um. Eftir að gagnrýnandinn hefur komist að þessari eftirminnilegu niðurstöðu, hefur hann aht á hornum sér í skrif- um sínum um söguna, kemur með óröstuddar fuhyrðingar, byijar að vorkenna einni sögupersónunni, sakar höfund um ritstuld og telur söguna meira að segja ófyndna sem ætti að vísu ekki að vera fréttnæmt þegar skrifað er um íslenskar bækur. Kannski á maður ekki að ansa svona iha unnum ritdómi. Það er hins vegar leitt til þess að vita að minnislausu fólki skuli vera hleypt í ritdómarasæti á DV. Af hverju skýra fjölmiðl- ar aldrei samhengið? Að mati bréfritara vantar betri fréttaskýringar um ástæðu þess að hörmung- um á Balkanskaga lýkur ekki. Simamynd Reuter Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: Því miður hafa flestir íslenskir fjölmiölar brugðist þeirri skyldu sinni að upplýsa okkur lesendur um hvers vegna raunverulega er barist í Bosníu. Af hverju EB, Sameinuðu þjóðimar eða NATO stöðvi ekki hhd- arleikinn þama syðra. Ahtaf er verið að gefa lesendum í skyn að nú séu ráöamenn Evrópu rétt að fara að binda endahnút á deilurnar. - En allt kemur fyrir ekki. Endalausir langhundar um gang stríðsins í smáatriðum eru svo sem ágætis viðbótarlesning fyrir þá fáu sem eitthvað vita um ástæður þess- ara flóknu átaka. En fyrir þorra al- mennings, sem afar sjaldan hefur verið upplýstur um þessi mál, væri mun skárra að hafa færri hörmung- arfréttir og meiri og reglulegri sam- hengisfréttir. Því er þó nánast aldrei th að dreifa nema rétt einstaka sinn- um í leiðumm Jónasar á DV, svo undarlegt sem það nú er. Og af hveiju eru lesendur ekki upplýstir jafn reglulega um raun- verulegar ástæður þess að EB og NATO stöðva ekki þennan harmleik? Því miður verða flestir þeir íslend- ingar sem eitthvað vhja skhja í at- burðarásinni þama á Balkanskagan- um eða annars staðar að kaupa er- lend blöð og timarit th aö fá eitthvert samhengi á lágmarksafstööu th hennar. Vepjulegt fólk hefur í raun hvorki aðstöðu, að ekki sé nú talað um tíma, th aö verða sér úti um þá erlendu pressu sem nauðsynleg er th að ná því efni sem vantar í íslensku press- una. Nefnhega reglulegar fréttaskýr- ingar. Á fáum stööum í veröldinni eru gefin jafn mörg blöð út og á is- landi. Og einsdæmi er hversu mörg útvörp og sjónvörp era fyrir jafn fáa hlustendur. En aht kemur fyrir ekki. - Allir em háöir sömu flatneskjunni. Háskólínnverð- uraðbakka Sigurður Ámason skrifar: Það er al varlega úr takt við tím- ann þegar forráðamenn Háskóla íslands fuhyrða að verið sé að styðja gott málefni með því að spha í hinum nýju sphakössum Háskólans. Nema það sé gott málefni að afla tekna vegna starfsmanna H.í. sem eru staðnir að því að hringja frítt úr Háskól- anum vitt og breitt um land eða jafnvel til útlanda! Hvað sem líð- ur samanburði nýju spilakass- anna við aðra slíka eða spila- maskínur yfirleitt er það lögbrot að halda úti spilavíti á vegum skólans. Háskóhnn á að sjá sóma sinn í að bakka út úr þessari starfsemi og láta miðahappdrætt- ið nægja. Verðmætieykst- af koma versnar Jón Árnason hringdi: Hehdarafli og útflutningur sjávarafurða á þessu ári nemur um 77 mihjörðum króna og hefur aukist um 8%. Hvað sem liður minnkun eða aukningu mihi teg- unda hlýtur hehdarverðmætið að vera það sem gildir. Á sama tíma versnar þó afkoma fólks svo hratt að ekki em dæmi um annað eins langt aftur í tímann. Þýðir þetta þá einfaldlega að engu máh skipti hve mikiö aflaö er, aht hverfi í sjálft sig? Eða eru landsfeðurnir, nú og fyrr, bara eyðsluklær? Minnisstæðast konumáárinu Helga Ólafsd. hringdi: Ég las DV-viðtölin 30. des. sl. um minnisstæðasta atburð árs- ins. Ég varð fyrir vonbrigðum með flestar kynsystur mínar. Upp í hugann kemur ómerkileg utanlandsferð í einhverju formi: það var til Mallorca, til Japan og Kína, á hstahátið í Svíþjóð eða á Englandi, bridge í Frakklandi og boltakeppni eða frægðarferhl í Evrópu. Ein vih fara á sniðuga staði, óthtekið, og önnur ætlar að flytja til útlanda. - Kleinukonan góða og fiðlarinn frægi, Sigrún Eövaldsdóttir, héldu sig við heimaslóðir. Ofsóknir Sigfús Sverrisson skrifar: I tilefni af fréttum af s voköhuðu „sjoppustríði" vil ég taka fram eftirfarandi: - Síðan ég festi kaup á sölutuminum Teningnum, Snorrabraut 38, hefur ekki verið vært fyrir árásum og ofsóknum frá eiganda sjoppunnar á hom- inu. Hann hefur sakað okkur um aö skulda sér fyrir rafinagn, enda þótt fyrir hggi kvittanir um að ég hafi greitt mitti - Hann hefur brotið skhtið og hef ég lögreglu- skýrslur undir höndum sem sanna að hann hafi játað á sig þann verknað. Hann hefur hengt upp miða í búð sinni þar sem full- yrt er aö ísinn í söluturni mínum sé ónýtur og að ég noti vaskinn undír gólftuskur og ís. Þetta era auðvitað upplognar sakir. Ég á ekki sökótt við neinn mann og biö um að fá frið með minn rekst- ur. SR-mjöliðekki tðskiptanna? Jens hringdi: Ég lýsi furðu minni á því hvern- ig staðið eraðsölu hlutabréfanna í SR-mjölinu. Það er eins og ekki hafi átt að selja þaö nema einum fyrirfiam ákveðnum aöha. Hann hefur sannarlega ekki veriö th skiptanna hlutur ríkisins að þessu sinni. - Vih ríkið kannski ekki vita af hærra verðtilboðinu? Eða treystir það bara útgerðar- fyrirtækjunum sem flest eru á liausnum eöa á ríkisframfæri?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.