Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Eignir þínar gefnar Við útboð SR-mjöls, opnun tilboða og mat á þeim var ekki farið eftir hefðum og góðum siðum, þótt í húfi væru mörg hundruð milljónir af eign íslenzkra skattborgara. Við 800 milljón króna dæmi var ekki beitt sömu ná- kvæmni og beitt er við 8 milljón króna dæmi. Alþjóðlegar hefðir og reglur á þessu sviði eru mörgum kunnar. Tilboð eru til dæmis undantekningarlaust opnuð við formlega athöfn, þar sem gögnin eru rifm upp í viður- vist votta og þeirra, sem að tilboðum standa. Lesnar eru upp niðurstöðutölur tilboðanna við athöfnina. Síðan heQast samningar við lægstbjóðandi. Ef í ljós kemur, að tilboð hans er svo gallað, að ekki þykir hætt- andi á að taka því, er tekinn upp þráðurinn við þann, sem næstlægst bauð. Ákvörðun um slíka breytingu fylg- ir fóstum reglum, sem raktar eru í útboðslýsingu. Þegar um staðgreiðslu er að ræða, hlýtur að vera erf- itt að halda fram, að ekki séu líkur á, að bjóðandi hafi bolmagn til að kaupa. Annaðhvort reiðir hann fram umrædda upphæð eða ekki. Ef hann gerir það ekki, snúa menn sér þá fyrst að næsta aðila, en ekki fyrirfram. Hver einasta málsgrein í alþjóðlegum stöðlum útboða var brotin, þegar einkavinavæðingamefnd ríkisstjómar- innar lét bjóða út SR-mjöl. Tilboðin vom til dæmis opnuð í kyrrþey og umsvifalaust var ákveðið að þiggja ekki stað- greiðsluverð þess, sem lægst bauð í fyrirtækið. Annaðhvort em málsaðilar hins opinbera, það er ráðu- neytis, nefndar og banka, svo óhæfir til starfa, að þeim er ekki kunnugt um reglumar, eða þá að þeir eru svo spilltir, að þeim er hjartanlega sama um þær. Önnur hvor skýringin er rétt að minnsta kosti, kannski báðar. Afleiðing vinnubragðanna er, að skattgreiðendur tapa tugum milljóna, er renna í greipar þeim, sem em þóknan- legir hinum opinbem aðilum, er stóðu að útboðinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um, að ísland er ekki alvöru- lýðræði, heldur bananalýðveldi í þriðja heims stíl. Eitt einkenna bananalýðvelda er, að gripnar em al- þjóðlegar hefðir og þeim snúið upp í ranghverfu sína, svo sem gert var 1 útboðsmáh þessu. Svipað má segja um einkavinavæðinguna í heild. Hún siglir undir fólsku flaggi einkavæðingar, en er upptaka á almannafé. I alþjóðlegri einkavæðingu er átt við markaðsvæð- ingu, þar sem fyrirtæki hins opinbera eru sett út á gadd samkeppninnar. Hér á landi felst einkavæðingin fyrst og fremst í, að opinberri einokun er breytt í tvöfalt gráð- ugri einkaeinokun, samanber Bifreiðaskoðun íslands. Framlag íslands til þessara mála er annars vegar einkavinavæðing og hins vegar einkaeinokunarvæðing, en alls engin markaðsvæðing. Þetta byggist á fullvissu stjómmálamanna, ráðgjafa þeirra og embættismanna um, að þeir komist upp með það. Kjósendum sé sama. Er SR-mjöl var gefið einkavinum og sægreifum, hafði það þá aukaverkun að setja sægreifa í þá stöðu, að þeir sitja við tvær hhðar borðs og hafa ekki lengur sömu hagsmuni og sjómenn af háu löndunarverði. Þetta kann að opna augu sjómanna fyrir því, sem kjósendur sjá ekki. í máh þessu sker í augu, að ráðherra, ráðgjafar og bankamenn hafa ekki fyrir neinum frambærilegum rökstuðningi fyrir framgöngu sinni. Þeir fuhyrða bara í síbylju, að aht tal um röng og spiht vinnubrögð sé á misskilningi byggt, án þess að rökstyðja þá skoðun nánar. Gjafir sem þessar munu halda áfram meðan kjósendur velja leiðtoga, er líta á kjósendur sem sauðfé, enda hefur ekkert komið fram, sem bendir th, að þeir séu annað. Jónas Kristjánsson „Stefnt var að því að á þriðja ári ríkisstjórnarinnar skyldi ríkissjóður rekinn hallalaus... Nú er þriðja starfs- ár ríkisstjórnarinnar aö hefjast." k. BlÍlfPp|P . v„,. r0m \j'. lHui1 ' Er vaxtalækk- unin blekking? Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar þegar hún kom til valda var að hækka vexti um 2-3%. Vaxtahækkunin hefur verið réttlætt af forsætisráðherra með því að fullyrða að vaxtastigið hafi verið falskt á þeim tíma þar sem halli var á ríkissjóði. Fjárlagahalli þrátt fyrir gríðarlegar skattahækkanir Yfirlýst stefnumið ríkisstjórnar- inn^r er aö draga úr fjárlagahallan- um án þess að hækka skatta. Stefnt var að því að á þriðja starfsári rík- isstjómarinnar skyldi ríkissjóður rekinn hallalaus og þá fyrst væru forsendur til að vextir lækkuðu aftur. Nú er þriðja starfsár ríkis- stjómarinnar að hefjast. Fjárlaga- halhnn stefnir í 14 mihjarða á þessu ári þrátt fyrir að skattahækkanir séu meiri en nokkru sinni fyrr, þjónustugjöld í heilbrigðisþjón- ustunni eru aldrei meiri en nú, skattleysismörkin þau lægstu sem menn muna, vextir í húsnæðis- lánakerfmu þeir hæstu, barnabæt- ur hafa lækkað, vaxtabætur hafa lækkað. Þrátt fyrir allar þessar skattahækkanir og álögur stefnir í að fjárlagahallinn verði á árinu 1994 á bilinu 15-20 milljarðar kr. Engin af þeim skilyrðum sem for- sætisráðherra hefur talað um að yrðu að vera til staðar til að vextir gætu lækkað era það. Þrátt fyrir það hafa vextir sem betur fer lækk- að örhtið að undanfornu. Samt eru vextirnir enn hærri en þeir vora þegar ríkisstjórnin tók við um mitt ár 1991. Jafngildir seðlaprentun En hvað hefur þá gerst? Ríkis- stjómin notaði handaflið tU að lækka vextina. Handaflsaðgerðir KiaUarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík fólust í eftirfarandi: Bindiskylda viðskiptabankanna við Seðlabank- ann var lækkuð. Breyting var gerð á lausafjárhlutfalU viðskiptabank- anna og Seðlabankinn greiddi við- skiptabönkum vexti á bindiskyldu- na aftur í tímann. Þessar aögerðir þýddu að á miUi 8 og 9 miUjörðum kr. var dælt með handafli út í hagkerfið, aðgerð sem jafngildir seðlaprentun. Við þær aðstæöur á markaðinum hlutu vextir að lækka. En vextir hafa ekki lækkað eins og ríkisstjórnin bjóst við því markaösöflun á fjár- magnsmarkaðinum vita að um handaflsaðgerð var að ræða og for- sendur fyrir lækkun skorti. Vaxtalækkunin lætur standa á sér Þetta staðfesta nýlegar fréttir í Morgunblaðinu um að raunvextir á óverðtryggðum lánum í við- skiptabönkunum séu á biUnu 14-16% og það að lífeyrissjóðirnir treysta sér ekki tU að kaupa ríkis- tryggða pappíra á markað á þeim vöxtum sem skráðir era á pappír- ana. Þetta er skýlaus yfirlýsing af hálfu markaðsaflanna um að þeir hafi vantrú á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu ríkis- stjórnarinnar tU að lækka vexti. Það þarf engum að köma á óvart því nú er verið að ganga frá fjárlög- um fyrir árið 1994 með rausnarleg- um haUa upp á 15-20 mUljarða kr. Vaxtalækkunin er því tálsýn því ekki síðar en um mitt ár 1994 verða áhrifin af 9 mUljarða kr. seðla- prentunargerð ríkisstjórnarinnar að mestu leyti fjöruð út, fólkið og fyrirtækin sitja eftir með sárt ennið en forsætisráðherrann keypt sér frið fram yfir sveitarstjórnarkosn- ingar. Finnur Ingólfsson „ Vaxtalækkunin er því tálsýn því ekki síðar en um mitt ár 1994 verða áhrifm af 9 milljarða kr. seðlaprentunaraðgerð ríkisstjórnarinnar að mestu leyti Qöruð út.“ Skoðanir aimarra Traustur málsvari á alþjóðavettvangi MUliríkjaviðskipti hafa óvéfengjanlega færst mikið í aukana á síðastUðnum áram... Sama gUdir um hlutverk Landsnefndar í viðskiptalífi á íslandi. Heimsmarkaðir era að opnast og ísland stendur nú á þröskuldi þess að tengjast Evrópubandalagiriu í viðskptalegu tilhti. Það er því mikUvægt að á íslandi sé fyrir hendi traustur málsvari fyrirtækja og ein- staklinga í viðskiptum á alþjóðavettvangi." Baldvin Björn Haraldsson, framkv.stj. Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins, í Mbl. 30. des. Arfleifðin inn íframtíðina „íslendingar standa á tímamótum í þeim skUn- ingi, aö dyr umheimsins sem áður stóöu hálfluktar, opnast nú hægt og sígandi. Við eigum að taka þeim breytingum opnum örmum, og færa okkur í nyt möguleikana sem gefast til að auka velmegun lands- ins. En sagnaþjóðin og bóka þarf Uka að skjalda viö- kvæma arfleifð gegn herhlaupum. Besta leiðin til þess er að efla innlenda menningu með öllum hætti. Menningin, Ustimar era ekki afgangsstærð. Þær eru undirstaðan, og sá banki, þar sem arfleifðin er ávöxt- uðinníframtíðina. ÚrAlþ.bl.31.des. Stöðugleikinn er megingrundvöllurinn „Ekki er hægt að gera ráð fyrir að ytri skUyrði verði íslendingum hagstæðari á næsta ári en á þessu. En engin ástæöa er, á hinn bóginn, tU aö ætla að þau verði verri. En þeir ljósu punktar, sem nú sjást, eru merki um það að vel hafi famast við efnahagsstjórn landsins. Tekist hefur að tryggja almennan vinnu- frið á þessu kjörtímabili. Stöðugleikinn, sem vinnu- friði fylgir, er megingrundvöUurinn fyrir öðrum efnahagsþáttum og hversu vel þeir takast." Davíð Oddsson forsætisráðherra í Mbl. 31. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.