Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
5
Húsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
Aldursflokkaskipting:
6-9 ára,
10-13 ára,
14-16 ára,
16 ára og eldri.
i
JÚdó GYM
I
Emholti
125
Reykiavik
Simi
627295
Einhver gerði sér litið fyrir og stal nokkurra ára gömlu grenitré fyrir utan hús
í Þverholti rétt fyrir áramótin. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að
verki en horfna tréð var eitt margra sem plantað var fyrir utan húsið fyrir
nokkrum árum og myndað hafa þyrpingu fallegra grenitrjáa sem glatt hafa
augu vegfarenda. DV-mynd JAK
Júdó
Jiu-jitsu
Sjálfsvöm
Líkamsrækt
Opnunartími
mán.-föstudag kl. 08-22
Laugardaga 11-16
Sunnudaga kl. 12-5
Fréttir
Fjárhagsáætlun borgarinnar 1994:
Skatttekjur nema
rúmum tfu milljörðum
- framkvæmdum í skóla- og dagvistarmálum raðað 1 forgangsröð
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar fyrir þetta ár gerir ráð fyrir því
að skatttekjur borgarsjóös nemi alls
rúmum tíu milljörðum króna. Geng-
ið er út frá því að útsvarið hækki í
8,4 prósent og gefi þar með 7,6 millj-
arða króna í tekjur auk þess sem
fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði
hækki í 0,4 prósent og gefi rúman
milljarð í borgarsjóð. Samkvæmt
fj árhagsáætluninni gefur fasteigna-
skattur á atvinnuhúsnæði um 1,1 til
1,2 milljarða króna og skattur á
verslunar- og skrifstofuhúsneeði um
250 milljónir króna. Fjárhagsáætiun-
in verður lögð fram í borgarstjórn á
fimmtudag.
Eins og fram hefur komið í DV er
gert ráð fyrir að arðgreiðslur af um
28 milljarða króna hreinni eign fyrir-
tækja borgarinnar hækki úr tveimur
prósentum í þijú til fjögur prósent á
riæsta ári. Þannig gætu arðgreiðslur
fyrirtækjanna hækkað um 250 millj-
ónir króna en í heildina geta borgar-
yfirvöld nýtt sér um 900 milljónir
króna úr stærstu fyrirtækjunum,
Hitaveitunni, Rafveitunni og Vatns-
veitu Reykjavíkur.
Heimildir DV herma aö 400 millj-
óna króna skatttekjur vanti í borgar-
sjóö miðað við áætlun í janúar á síð-
asta ári og verði að grípa til niður-
skurðar í framkvæmdum, rekstrar-
hagræðingu og aukinna arðgreiðslna
borgarfyrirtækja í borgarsjóð til að
mæta því. Þá er hugsanlegt að tekin
verði ákvörðun um að grípa til at-
vinnuskapandi aðgerða á næsta ári.
Ef af því verður þýðir það lántökur
fyrir borgarsjóð.
Fyrirhuguðum framkvæmdum í
borginni á þessu ári hefur verið raö-
að í forgangsröð og þykir víst að
haldið verður áfram byggingu heim-
iiis fyrir aldraða í Mjódd og byggingu
Rimaskóla og Húsaskóla í Grafarvogi
auk bygginga leikskóla og viðbygg-
inga við eldri grunnskóla í borginni.
Búist er við samdrætti í vinnu við
Korpúifsstaði en verið er að endur-
meta uþjónustuna þar og er hugsan-
legt að þar rísi nokkurs konar þverf-
ismiðstöð fyrir íbúa í Grafarvogi.
-GHS
Landakot:
Sameining við Borgar-
spítala í byrjun ársins
ar á flölda starfsmannanna fyrr en
eftir nokkur ár en sameiningu verði
komið á að forminu til.
Gert er ráð fyrir því að rekstur
sjúkrahúsanna verði að einhverju
leyti sameiginlegur eftir sameining-
una. Landakot verður rekið áfram í
sama húsnæðinu og áður þó að
áherslur í rekstri spítalans breytist.
Gert er ráð fyrir því að rekstur svo-
kallaðra stoðdeiida, viðhalds og
birgðavörslu verði sameiginlegur
auk þess sem deildir verði fluttar til
og nýting á húsnæðinu batni.
„Þetta samstarf skilar nú þegar á
hverju ári 200 milljóna króna spam-
aði. Menn vonast til þess að hægt sé
að ná enn frekari hagræðingu með
enn frekari sameiningu," segir Ámi
Sigfússon, formaður stjómar Borg-
arspítalans.
-GHS
Búist er við að drög aö samkomu-
lagi um sameiningu Borgarspítalans
og Landakotsspítala hggi fyrir mjög
fljótlega og aö spítalarnir sameinist
formlega í janúar eða febrúar. Undir-
búningshópur á vegum stjóma spít-
alanna hefur unnið að sameining-
unni að undanfomu og segir Ami
Sigfússon, stjómarformaður Borgar-
spítalans, að undirbúningshópurinn
hafi unnið að könnun á því hvemig
tilfærslur veröi milli spítalanna og
hver hagræðingin verði. Ámi segir
að ekki verði gerðar neinar breyting-
Um leið og við óskum landsmönnum öllum
gieðilegs árs og friðar er það okkur sönn
ánægja að bjóða ykkur velkomin til okkar í
stærstu húsgagnaverslun landsins á nýju ári.
Síðastliðið ár heimsóttu verslunina þúsundir
viðskiptamanna, fyrirtæki og stofnanir og
allt okkar glaðlega og og vel þjálfaða starfs-
fólk lagði sig fram um að veita góða og
persónulega þjónustu því við höfum mikinn
metnað í að viðskiptavinir okkar verði sem
ánægðastir því vissulega er það undirstaða
verslunarinnar.
Árið 1994 munum við í Húsgagnahöllinni
halda áfram að efla það viðskiptatraust
sem velferð okkar byggir á. Við munum
halda áfram að bjóða hið fjölbreytilegasta
úrval fallegra og vandaðra húsgagna frá
hinum ýmsum löndun en Húsgagnahöllin er
aðili að innkaupasamböndum eins og IDÉ
MÖBLER á Norðurlöndum og REGENT
MÖBEL í Evrópu. Einnig erum við einka-
umboðsaðilar að nokkrum vel þekktum
amerískum fyrirtækjum og getum því með
sanni sagt að aðeins í Húsgagnahöllinni
getur þú séð mesta alþjóðlega úrval Iandsins
af húsgögnum á einum stað.
Árið 1993 verður okkur minnistætt því
þetta ár náðum við því takmarki að geta
alltaf boðið lægsta verðið á markaðnum
því þótt Húsgagnahöllin sé aðili að erlendum
innkaupahringjum þá erum við einnig með
vörur sem fást víða annars staðar og þú
getur verið örugg(ur) um að þær og allar
aðrar vörur eru á besta verðinu hjá okkur.
Ef þú ert einn af þeim sem hafa enn ekki
litið til okkar er þá ekki kominn tími til
að líta inn? Við munum taka vel á móti þér
og veita þér góða þjónustu. Hjá okkur er
alltaf heitt kaffi á könnunni og næg bílastæði.