Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Afmæli
DV
Valdimar Kiistinsson
Valdimar Kristinsson, bóndi og
fyrrv. skipstjóri að Núpi í Dýrafirði,
erníræðurídag.
Starfsferill
Valdimar er fæddur á Núpi. Hann
lauk prófi frá Héraðsskólanúm á
Núpi 1924 og var á íþróttanámskeið-
um 1928 og 1929 og kenndi íþróttir
á Núpi 1929-30. Valdimar lauk fiski-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1935.
Valdimar hóf ungur sjómennsku á
opnum árabátum en var síðan á
seglskipum, vélbátum og togurum.
Hann hóf að róa á eigin báti 1927
og var skipstjóri á vélskipum við
þorsk- og síldveiðar 1934-47. Valdi-
mar tók við búi á Núpi ásamt Hauki
bróður sínum 1938. Hann var
grenjaskytta í Mýrahreppi í aldar-
fjórðung.
Valdimar stofnaði ásamt Eiríki
Þorsteinssynio.fl. útgerðarfélagið
Sæhrímni hf. á Þingeyri 1939 og var
formaður þess á meðan það starf-
aði. Hann var í hreppsnefnd Mýra-
hrepps 1946-70 og oddviti 1958-70,
sat í stjóm Kaupfélags Dýrfirðinga
1962-78 og var form. þess 1967-78 og
einnig form. útgerðarfél. Fáfnis á
Þingeyri frá 1967. Þá var hann um
skeið í stjóm Búnaðarfél. Mýra-
hrepps, form. Slysavarnafél. Mýra-
hrepps, safnaöarfuUtrúi, form.
skólanefndar Mýraskólahverfis, í
sáttanefnd Mýrahrepps, í kjörstjóm
Mýrakjördeildar, varaform. Spari-
sjóðs Mýrhreppinga og fulltrúi á
kjördæmisþingum Famsóknar-
flokksins á Vestfjörðum.
Valdimar fékk silfurbikar frá
Glímufélaginu Ármanni 1929 en
hann tók þátt í glímusýningum er-
lendis á sínum tíma. Hann er heið-
ursfélagi Ungmennafélags Mýra-
hrepps og Kaupfélags Dýrfirðinga.
Fjölskylda
Valdimar kvæntist 15.5.1941 Ás-
laugu Sólbjörtu Jensdóttur. Hún er
dóttir Jens Jónssonar, bónda og
kennara frá Fjallaskaga, og konu
hans, Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur
frá Neöri-Breiðadal í Önundarfirði.
Böm Valdimars og Áslaugar: Ásta
kennari, maki Hannes N. Magnús-
son, látinn, tæknifræðingur og
framkvæmdasljóri, þau eignuðust
tvö börn; Gunnhildur hjúkr-unar-
forstjóri, maki Halldór Friðgeirsson
verkfræðingur, þau skildu, þau eiga
fimm börn; Rakel, hjúkrunarfor-
stjóri, maki Magnús Sigurðsson
hagfræðingur, þau skildu, þau eiga
tvö börn; Hólmfríður auglýsinga-
teiknari, maki Halldór Ármann Sig-
urðsson dósent, þau eiga tvö böm;
Kristinn, framkvæmdastjóri og
fyrrv. skólastjóri, maki Guðrún ína
ívarsdóttir þjúkmnarfræðingur,
þau eiga þrjú böm; Jensína íþrótta-
kennari, maki Georg Vilberg Janus-
son sjúkraþjálfari, þau eiga tvö
böm; Ólöf Guðný arkitekt, maki
Ágúst Þórður Amórsson verkfræð-
ingur, þau eiga tvö böm; Sigríður
Jónína húsmóðir, maki Ólafur Már
Guðmundsson myndhstarmaður,
þau eiga fjögur börn; Viktoría mark-
aðsstjóri, maki Diðrik Eifíksson
framkvæmdastjóri, þau eiga tvö
börn.
Systkini Valdimars voru átta en
fimmerulátin.
Foreldrar Valdimars: Kristinn
Guðlaugsson, f. 13.11.1868, d. 4.9.
1950. b., kennari, organisti og odd-
viti á Núpi, og kona hans, Rakel
Jónasdóttir, f. 4.6.1868, d. 2.4.1948.
Ætt
Kristinn var sonur Guðlaugs, b. á
Þröm í Garðsárdal í Eyjafirði, Jó-
hannessonar, b. á Þröm, Bjarnason-
ar. Móðir Kristins var Guðný Jónas-
dóttir, b. á Veturliðastöðum í
Fnjóskadal, bróður Jóhannesar á
Þröm.
Rakel var dóttir Jónasar, b. og
Valdimar Kristinsson.
smiðs í Litlabæ í Blönduhlíð, Jónas-
sonar, b. og feriumanns í Réttar-
holti í Blönduhlíð, Sigfússonar, b. á
Miðlandi í Öxnadal, Jónssonar.
Móðir Jónasar í Litlabæ var Hólm-
fríður, stórráða í Ásgeirsbrekku,
Þorláksdóttir, ríka á Stóru-Ökrum,
Símonarsonar. Móðir Rakelar var
Margrét Hallsdóttir, b. á Skúfsstöð-
um í Hjaltadal, Jónssonar.
Helga ívarsdóttir
Helga ívarsdóttir húsmóðir, Hæðar-
garði 29, Reykjavík, er sextug í dag.
Fjölskylda
Helga er fædd í V-Meðalholtum í
Gaulverjabæjarhreppi og ólst upp á
þeim slóðum. Hún gekk í Bamaskól-
ann í Gaulveriabæ.
Helga giftist 12.10.1957 Erlendi H.
Bjömssyni, f. 1.4.1931, húsgagna-
smiðameistara. Foreldrar hans:
Bjöm Ólsen Bjömsson, verkamaður
á Siglufirði, og Korkordia Ingimars-
dóttirhúsmóðir.
Böm Helgu og Erlends: Bjöm, f.
2.11.1956, matreiðslumeistari, maki
Þórunn Brandsdóttir, f. 2.10.1951,
þau em búsett í Garðabæ og eiga
eitt bam, Þómnn átti þrjú böm fyr-
ir; ívar, f. 28.11.1958, húsgagnasmið-
ur, maki Þóra Ingvadóttir, f. 15.12.
1961, þau em búsett í Reykjavík og
eiga tvö böm; Magnús, f. 24.6.1963,
húsgagnasmiður, búsettin- í Reykja-
vík; Sigríður, f. 20.12.1965, húsmóð-
ir, maki Jón Víkingur Hálfdánar-
son, f. 24.6.1961, þau em búsett i
Reykjavík og eiga tvö börn.
Systkini Helgu: Jón, f. 17.2.1924,
bóndi í V-Meðalholtum; Helgi, f. 31.1
1926, bóndi í V-Meðalholtum; Sig-
Helga ívarsdóttir.
urður, f. 8.2.1927, d. 26.1.1964; Sig-
ríður, f. 22.3.1928, d. 22.4.1951; Helgi,
f. 2.6.1929, bóndi, Hólum, Stokkseyr-
arhreppi; Guðmundur ívar, f. 18.6.
1930, vörubílstjóri á Selfossi.
Foreldrar Helgu: ívar Helgason,
f. 9.2.1889, d. 28.12.1962, bóndi, V-
Meðalholtum, Gaulveriabæjar-
hreppi, og Guðríður Jónsdóttir, f.
18.8.1896.
Helga tekur á móti gestum að
heimili sínum, Hæðargarði 29 (503),
eftir kl. 16 á afmælisdaginn.
Gunnlaug Þórðardóttir,
Klifagötu 10, Öxarfjarðarhreppi.
95ára
Steinunn Björnsdóttir,
Stafni, Bólstaðarhlíðarhreppi.
85 ára
Lára Lúðvíksdóttir,
Dalbraut 27, Reykjavík.
80 ára
Guðbjörg A. Ólafsdóttir,
Möðrufelh 1, Reykjavík.
JúlíusEiðsson,
Kirkjuvegi 11, Dalvik.
januar
70ára
Helga Kristjánsdóttir,
Eyrarstíg 1, Reyðarfirði.
Ásta Kristinsdóttir,
■ Kírkjubraut 11, Njarðvík.
Guðlaug Hinriksdóttir húsíreyja,
■ Gnoðarvogi72,Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum laugar-
daginn 8. janúar frá kl. 14-18 í Safn-
aðarheimifi Lauganeskirkju.
60 ára
Ástvaldur Jónsson,
Brekkugötu 38, Þingeyri.
50ára
Fanney Helgadóttir,
Háagerði 23, Reykjavík.
Jóna Sigrún Sigurðardóttir,
Grísará 1, Eyjafiarðarsveit.
Bergur Vernharðsson,
Elliðavöllum 2, Keflavik.
Óskar Valgeirsson,
Rjúpufelli 31, Reykjavík.
Þórhildur Vigfúsdóttir,
Fjóluhvammi lla, Fellahreppi.
40 ára
Helgi Kristjánsson,
Brekkubyggð 22, Garðabæ.
Auður Sólborg Sigurðardóttir,
Háseylull, Njarövík.
Jón Albert Óskarsson,
Skólastíg 13, Bolungarvík.
Kristín E. Sigurðardóttir,
Snorrabraut56, Reykjavík.
Steinunn Svansdóttir,
Víkurströnd3, Seltjarnarnesi.
Sigriður J. Sigurðardóttir,
Ránargötul4, Reykjavík.
Erla lngibjörg Sigvaldadóttir,
Hliðarbraut20, Blönduósi.
Soffía Steinunn Garðarsdóttir,
Smárahlíö 22c, Akureyri.
MarteinnSigurbjörn Björnsson,
Þingási 7, Reykjavik.
Hann tekur á móti gestum á heim-
ili sínu laugardaginn 8. janúar eftir
kl.20.
Sólveig Sigurðardóttir,
Garðarsvegi 26, SeyðisfirðL
Van Bot Vu,
Laugarnesvegi 85, Reykjavík.
Ólafur Ó. Stephensen,
Smyrlahrauni 40, Hafnarfiröi.
Andlát
Guðjón B. Ólafsson
Guðjón Baldvin Olafsson, fyrrver-
andi forstjóri Sambands íslenskra
samvinnufélaga, Laugarásvegi 20,
Reykjavik, lést 19. desember sl. Út-
för hans verður gerð frá Hallgríms-
kirkju í dag, þriðjudaginn 4. janúar,
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á minningarsjóð hjá
Krabbameinsfélagi íslands.
Starfsferill
Guðjón var fæddur 18.11.1935 í
Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk
landsprófi frá Gagnfræðaskólanum
á ísafirði og var í 1. bekk mennta-
skóla. Guðjón lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum 1954. Hann sótti
ýmis námskeið innanlands og utan.
Guðjón hóf störf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga 1954. Hann
var hjá Iceland Products í New York
1956-57, fulltrúi sjávarafurðadeildar
Sambandsins 1958-64 og fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Sambands-
ins í London 1964-68. Guðjón var
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar Sambandsins 1968-75 og
framkvæmdastjóri Iceland Seafood
Corporation í Bandaríkjunum
1975-86 er hann tók við starfi for-
stjóra Sambandsins.
Guðjón gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum og var m.a. formaður
stjómar North Atlantic Seafood
Association í Bandaríkjunum, sat í
stjórn National Frozen Food Associ-
ation í Bandaríkjunum og var
stjómarformaður Samskipa hf.,
Miklagarðs hf., Jötuns hf., íslensks
skinnaiðnaðar hf., Regins hf., Ice-
land Seafood Corporation í Banda-
ríkjunum og Iceland Seafood Ltd. í
Bretlandi.
Guöj ón var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu 1991 og
Seafood Leader of the World Award
1991.
Fjölskylda
Eftirlifandi kona Guðjóns er Guð-
laug Brynja Guðjónsdóttir, f. 23.2.
1935, íþrótta- ogteiknikennari. For-
eldrar hennar: Guðjón E. Jónsson,
f. 20.2.1895, d. 11.2.1983, banka-
stjóri, og Jensína S. Jóhannsdóttir,
f. 5.8.1907, húsmóðir.
Börn Guðjóns og Guðlaugar
Brynju: Guðjón Jens, f. 23.11.1960,
markaðsstjóri; Bryndís, f. 18.7.1963,
hjúkrunarfræðingur; Brynja, f. 11.4.
1965; Ása Björk, f. 17.9.1967, nemi;
Ólafur Kjartan, f. 3.10.1973, nemi.
Systir Guðjóns: Ásgerður, f. 12.2.
1950, kennari.
Foreldrar Guðjóns: Ólafur K. Guð-
jónsson, f. 3.10.1913, d. 13.4.1992,
kaupmaður, og Filippía Jónsdóttir,
f. 25.8.1914, d. 1993, húsmóðir.
Ætt
Ólafur var sonur Guðjóns, sjó-
manns í Hnífsdal, Ólafssonar, b. á
Fæti, bróður Rannveigar,
langömmu Valdimars, fóður Ómars
fyrrv. varafréttastjóra. Ólafur var
sonur Sigurðar, b. á Strandseljum,
Þorsteinssonar, b. í Ögri, Sigurðs-
sonar, b. í Ögri, Ólafssonar, lögsagn-
ara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar.
Meðal systkina Sigurðar í Ögri var
Ingibjörg, amma Jóns forseta og
langamma Jóns Jenssonar, afa Jó-
hannesar Nordals. Meðal aíkom-
enda Ólafs á Eyri era Matthías Á.
Mathiesen, fyrrv. ráðherra, Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar, Haraldur Blöndal lög-
fræðingur og Styrmir Gunnarsson
ritstióri.
Móöir Ólafs var Ásgerður Jens-
dóttir, b. í Arnardal, Jónssonar,
bróður Halldórs, langafa Jóns Sig-
urðssonar, hagfræðings og fyrrv.
ráðherra.
Filippía var systir Jóns, afa frétta-
mannanna Jóns Baldvins og Atla
Rúnars Halldórssona. Faðir Fihppíu
var Jón Baldvin, b. á Jarðbrú í
Svarfaðardal, Hallgrímsson, b. á
Stóru-Hámundarstöðum, bróður
Þorláks, langafa Bjöms Th. Bjöms-
sonar listfræðings. Faðir Hallgríms
var Hallgrímur, b. á Stóru-Hámund-
arstöðum, Þorláksson, b. og dbrm.
Guðjón Baldvin Ólafsson.
á Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímsson-
ar. Móðir Fihppíu var Þóra, systir
Jórunnar, ömmu Hafhða Hah-
grímssonar sellóleikara og Trygg'/a,
afa Þónmnar Ashkenazy. Þóra var
dóttir Jóhanns, b. á Ytrahvarfi í
Svarfaðardal, Jónssonar, b. á Ytra-
hvarfi, Þórðarsonar, bróður Páls,
langafa Hermanns Jónassonar for-
sætisráöherra, fóður Steingríms,
fyrrv. ráðherra.