Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 13 Neytendur Virðisaukaskattur á matvæli lækkar úr 24,5% 114%: Matvæli lækka að meðaltali um rúm 8% - að undanskildum drykkjarvörum og sælgæti Dæmi um verðlækkanir á matvörum „Viö komum til með að fylgja þess- um verðbreytingum eftir í samvinnu við ASÍ, Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökin með því að vera með stöðugar verðkannanir út um aUt land,“ sagði Þórunn Sveinbjöms- dóttir, formaður Starfsmannafélags- ins Sóknar, en frá og með áramótum bera flest matvæli 14% virðisauka- skatt í stað 24,5% áður. „Lögin voru ekki sett fyrr en milli jóla og nýárs svo listar yfir þau mat- væli sem eiga að lækka komu seint fram. Framkvæmdin er því bæði erf- ið fyrir kaupmenn og þá sem ætla að fylgja breytingunum eftir,“ sagði Þórunn. Hún sagði ASÍ hafa sett á stofn kvörtunarþjónustu og hvatti fólk til að fylgjast með og láta í sér heyra ef það grunar að tilskilin lækk- un hafi ekki skilað sér. Nánast öll matvæli Lækkunin nær til nánast allra matvæla, þó ekki sælgætis og drykkj- arvara, og á hún að hafa skilað sér í verslanir í dag. Þau matvæh sem bera 14% virðisaukaskatt verða merkt með rauðum miða í þeim verslunum sem ekki eru með strika- merkingar og aUs staðar á vaskurinn að koma skýrt fram á kassakvittun. Meðal þeirra matvæla sem lækka má nefna brauð, álegg, pylsur, ósætt kex, niðursuðuvörur, grænmeti, ávexti, hveiti, sykur, kaffi, krydd og ís. Oft eru þó furðulegar undantekn- ingar, t.d. lækkar saltkex en ekki matarkex og ekki kókómalt, kakó eða bamadjús. Ö1 og gos lækkar um u.þ.b. 5% vegna lækkunar á vöru- gjaldi og fer á 2 1 kók þá t.d. úr 154 krónum í 146 krónur. Hækkar fiskurinn? Á sama tíma og vaskurinn er lækk- aður í 14% hafa niðurgreiðslur til fiskseljenda verið lækkaðar úr rúm- um 19% í rúm 10%. Þeir fískseljend- ur sem DV ræddi við töldu ýmist að það myndi þýða að fiskur hækkaði um allt að 30% eða að verðið stæði í stað. Tíminn leiði það í ljós. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur hjá ASÍ, sagði að mið- að hefði verið við að niðurgreiðslurn- ar lækkuðu ekki meira en svo að það yrði alls ekki verðhækkun á fiski. Hann kvaðst því ekki eiga von á að svo yrði, í það minnsta ekki núna. Þetta væri þó alfarið ákvörðun fjár- málaráðuneytisins. Sumir kaupmenn sem DV ræddi við héldu því fram að hinn raunverulegi spamaður af virðisaukaskattslækk- uninni á matvæli skilaði sér bæði seint og illa til neytanda þar sem breyting á tollflokkum til vemdar ís- lenskum iðnaði og duldar verðhækk- anir, lagfæringar og breytingar (sem erfitt geti reynst að fylgjast með) fylgi í kjölfarið. Heildarlækkunin muni því næstum mást út með hækkun vöm- gjalda og fleira í þeim dúr. Einn kaup- maður kallaöi þetta ragl og sagði „þá í ráðuneytinu" ekki einu sinni sjá niðurstöðuna fyrir, hvað þá kaup- mennogalmenning. -ingo servíettur Ef þiö eruð að halda fínt kaffi- boð, þar sem allt á að vera rosa- lega „lekkert,“ er smart að kljúfa servíettumar (þær era oftast í mörgum lögum) og nota þær bara einfaldar. Ef serviettan er einlit er hægt aö nýta öll lögin en ann- ars bara efsta lagið. Þetta þykir voöa fínt en gallinn er bara sá að þær þurrka ekkert á eftir. Útsölur Munið eftir útsölunum í janúar. Þar er hægt að gera mjög góð kaup og vert að hugsa þá nokkra mánuöi fram í tímann hvað af- mælisgjafír varðar. Sumir versla eingöngu á útsöl- um og bíða frekar eftir þeim en að kaupa hlutina á öðrum árs- tíma. Frystið eggjahvítur Hér er gott sparnaðarráö fyrir þá sem baka mikiö. Ef þið eruð að baka úr uppskrift þar sem ein- göngu þarf eggjarauður má setja hvítumar í frysti í stað þess að fleygja þeim eða nota í óþarfa. Þær geymast í frystinum í 4-6 mánuði. Best er að frysta saman 4-5 eggjahvitur í einu og láta þær þiðna í skál á borðinu. Nýtið frysti- kistuna Frystikistur og skápar verða sífellt vinsælli. Oft vill bregða við að ekki tekst að fylla kistuna og fer þá óhemju rafmagn í að halda tómarúrainu köldu. Gamalt húsráð er að fylla upp í það með gömlum dagblöðum, Ld. með því að stafla þeim á botn- inn. Þannig má spara rafmagn og auðveldara er að nálgast það sem er í kistunni þegar búið er að lyfta því aöeins upp. Margt smátt... Hér koma nokkur spamaöar- ráö: Þvoðu alltaf fulla þvottavél. Þannig sparar þú rafmagn. Bak- aðu mikið í einu. Þaö er dýrast að kveikja á ofhinum og hita hann. Notaðu kjaraseðla ef þú getur. Ekki henda einnota flösk- um. Ekki kaupa tilbúinn mat. Drekktu meira vatn og hafðu hærra hlutfall af grænmeti í máltíðum. -ingo ) -sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Gildirtil: 15. janúar 1994 MVyndbðnd myndum 50% afs^ttur aT Ghost Twins Love Story Breakfast Club K-9 Mask Chinatown Xanadu Back to the Future 1 og 2 An American Tail Land before Time Godfather 1 og 2 Fatal Attraction Uncle Buck Crocodile Dundee 2 Naked Gun Pet Cemetery Shirley Valentine Beverly Hills Cop 1 og 2 Witness Jaws 1 og 2 Night Hawks Scarface Airport '77 Cat People A taÍT-n-i ba-r Lágmúla 7 • Sími 685333 . Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem Itilgreind er hér til hliðar. Gildirtil: 7. janúar 1994 SapLTxir Sight & Sound E-180 ~KK& s\ AFSLÁTTUR Verð með kjaraseðli: E-1 BO 41 7,- E-1 35 4B8, - E-24Q 502,- SJÓNVARPSMIBSTÖÐIN HF. Síðumúla 2 • Sími 689090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.