Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Frost um allt land Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður. Vilhjálmur á bólakafi „Ég fvdlyrði alveg hiklaust að Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður var á bólakafi í að koma því fyri að Krútt kökuhús eða Húnfjörð hf. fengi útsölu fyrir ÁTVR á Blönduósi. Það er alveg augljóst eftir að hafa talað við manninn," sagði Guðsteinn Ein- arsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga, við DV í gær. Hann fullyrðir jafnframt að ákveðið hafi verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hverjir fengju útsöluna. Ummæli dagsins Stormviðvörun kl. 6 í morgun. Búist er við stormi á vesturdjúpi og suð- vesturdjúpi. Vedrid í dag Það verður norðaustlæg átt, víðast kaldi fram eftir degi en síðan heldur vaxandi austlæg eða norðaustlæg átt, einkum um sunnanvert landið. Bjart verður að mestu sunnanlands og vestan, einnig í innsveitxun vestan til á Norðurlandi, annars skýjað norðanlands og austan og víða dáÚtil él. Frost verður um allt land, víðast 2-8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.50 Sólarupprás á morgun: 11.14 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.23 Árdegisflóð á morgun: 11.48 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -3 Egilsstaðir snjókoma -3 Galtarviti snjóél -2 Keílavikurilugvöllur hálfskýjað -5 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -4 Raufarhöfh alskýjaö -2 Reykjavík léttskýjað -4 Vestmarmaeyjar alskýjað 1 Bergen léttskýjað -3 Helsinki snjókoma -2 Kaupmannahöíh skafr. 0 Ósló snjókoma -7 Stokkhólmur isnálar -5 Þórshöfh alskýjað 5 Amsterdam rigning 5 Barcelona rigning 10 Chicago snjókoma -2 Feneyjar þokumóða 4 Frankfurt léttskýjað 5 Glasgow þokumóða 1 Hamborg léttskýjað 5 London skýjað 5 Madrid skýjað 7 Malaga skýjað 12 Mallorca léttskýjað 13 Montreal alskýjað -18 New York ískorn -1 Orlando heiðskirt 14 París skýjað 6 Valencia skýjað 15 Vín rigning 2 íþrótta- maður Kjöri íþróttamanns ársins verð- ur lýst í dag og verður sýnt beint frá athöfninni í Sjónvarpinu. Það eru samtök íþróttafréttamanna . sem kjósa en þetta er í 38. sinn sem kjörið fer fram. í fyrra hreppti þennan eftirsótta títil Sig- urður Einarsson spjótkastari. Valið stendur á milli tiu íþrótta- manna sem allir hafa verið í fremstu röð síðastliöið ár. Vil- hjálmur Einarsson hlaut titilinn fimm sinnum en Einar Vil- hjálmsson og Hreinn Halldórsson hafa hvor um sig hiotið titilinn þrisvar. Skák íslenskir unglingar voru duglegir aö teíla á síðasta ári. Þessi staða er frá heimsmeistaramóti unglinga sem fram fór í Bratislava í Slóvakíu sl. sumar. Magnús Öm Úlfarsson hafði hvítt og átti Nýtt bix „Landsbankinn var með Sfldar- verksmiðjur ríkisins í viðskipt- um í hálfa öld. Þetta nýja bix kemur okkur ekkert við. Ríkiö hlýtur að gera upp sínar skuldir. Það hefur ekkert verið rætt um að við veitum neina fyrirgreiðslu í þessu sambandi. Ef ríkið telur sig ekki í sjálfskuldarábyrgð fyrir lánunum þá bjóðum við upp þær eignir sem við höfum veð í,“ segir Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans. Defla er ris- in milli Landsbankans annars vegar og fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra hins vegar um hvort lánafyrirgreiðsla bank- ans við Síldarverksmiðjur ríkis- ins hafi verið með ríkisábyrgð eða ekki. Tryggja að sjómönnum sé ekki nauðgað „Ég fæ ekki séð að sjómanna- samtökunum sé stætt á að ljúka þessari deilu án þess að tryggja að sjómönnum sé ekki nauðgað inn í kvótaviðskipti. Ef útvegs- menn kjósa að eiga viðskipti sín á mifli þá verður að finna því far- veg sem ekki tengist sjómönn- um,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Skapandi leikhús- vinna Finnski leikstjórinn Kaisa Kar- Frnidir honen heldur fyrirlestur í fund- arsal í Norræna húsinu í dag kl. 16.00. Fyrirlesturinn nefnir hann Skapandi leikhúsvinna séö frá sjónarhóli leikstjórans og leikar- ans. Fyrirlesturinn er íluttur á sænsku er opinn velunnurum leiklistarinnar. Fyrirspurnir og umræður að fyrirlestri loknum. Breytlngaskeið kvenna Sáifæðistöðin stendur fyrir fyr- irlestrum um breytingaskeið kvenna að Holiday Inn i kvöld kl. 20.00. Anna Inger Eydai, ís- lenskur sérfræðingur í kvensjúk-: dóraura, kemur af þessu tilefni tfl landsins. „Japönsku gestirnir fengu allt sem þeir vildu á áramótunum hér, bæði fiugeldasýningu og norður- Ijós. Þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til að norðurflós hafi verið seid í pakkaferð," segir Ragnar Bald- ursson sem haiði veg og vanda af komu tæplega 90 Japana til íslands um áramótin. Það er Japansk-íslenska vináttu- félagið sem stendur fyrir heim- sókninni en félagið var stofnað fyr- ir tveimur árum eftir að Vigdís Finnbogadóttii- fór tfl Japans í op- inbera heimsókn. Markmiðiö með heimsókninni er að fagna 50 ára afmælisári íslenska lýðveldisins og sýna íslendingum brot úr jap- anskri menningu. Ragnar Baidursson. „Undanfarin tiu ár hefur verið stöðug aukning á heimsóknum Japana hingað til lands eða þre- földun. Markmið Japansk-íslenska félagsins er að auka samskiptin á sviði menningar, viðskipta og íþrótta.“ Ragnar stundaði nám í Kína í fjögur ár og Japan í fjögur ár. Hann er eini íslendingurinn sem kann þessi tvö tungumál og annar tveggja á Norðurlöndum. Undan- farin ár hefur hann unnið að sam- skiptum íslendinga við Kina og Japan í víðasta skiiningi. Meðal annars hafði hann milligöngu um ferðir Sígrúnar Eövaldsdóttur fiðluleikara til Japans og síðar Ás- hildar Haraldsdóttur flautuleikara. Hann þýðir líka fyrir báðar sjón- varpsstöðvarnar allar myndir frá þessum löndum. Ragnar hefur haft í miklu að snú- ast síðustu daga því hann og kona hans eignuðust dóttur þann 27. des- ember. Kona Ragnars er kínversk og heitir Chen Ming. Sú nýfædda hefur fengið sitt kínverska nafn sem er Bai Yun sem þýðir „hvitt ský“. leik gegn Arias frá Uruguay: 19. e6! fxe6 Aðrir leikir duga skammt. T.d. 19. - ffi 20. exd7 og hrókurinn á e8 fellur. 20. Df4 Innrás drottningarinnar ræður úrslitum. 20. - Dc8 21. Df7 + Kh8 22. Re5 og svartur kaus að gefast upp. Hótanir eins og 23. Rxg6+ hxg6 23. Hd4 og 24. Hh4 mát, eru óviðráðanlegar. Jón L. Árnason Bridge í Bandaríkjunum er nýlokið sterkri Bo- ard-A-Match sveitakeppni sem haldin er árlega. Það voru engir aukvisar sem unnu í keppninni að þessu sinni, Bob Hamman, Bobby Wolff, Eric Rodwell, Jeff Meckstroth, Nick Nickell og Dick Freeman hömpuðu titlinum í lokin. Bo- ard-A-Match keppni er þannig uppbyggð að við samanburð á tölum milli sveita, falla spil 1-1 ef talan er sú sama á báðum borðum, en 2-0 til þeirrar sveitar sem hefur betri tölu (án tillits til þess hve munurinn er mikiil). Spil dagsins kom fyrir í keppninni, þar sem sigursveitin tapaði á samanburðinum. Samningurinn hjá Hamman og Wolff var fjögur hjörtu slétt unnin, en sagnhafmn í sama samn- ingi á hinu borðinu fékk 11 slagi. Útspil vesturs var spaðatía, austur gjafari og ailir á hættu: ♦ G42 V D874 ♦ ÁG6 + 1065 ♦ D10975 V 10 ♦ 432 + G843 ♦ Á863 V 963 ♦ KD95 + K9 * K V ÁKG52 ♦ 1087 + ÁD72 Austur drap útspilið á ás og skipti síðan yfir í laufkóng. Sagnhafi drap á ás, spil- aði þrisvar trompi, endaði heima og spil- aöi síöan lágu laufi. Sú spilamennska sagnhafa setti vestur í töluverðan vanda. Vestur mátti ekki láta gosann, ef austur átti KD tvispil og eftir nokkra umhugsun setti vestur lítið spil. Tían átti slaginn, spaði var trompaður og laufdrottning tekin. Austur henti tígli, en var í vand- ræðum þegar sagnhafi trompaði síðasta laufið í blindum. Hann mátti augsýnilega ekki henda tígli, svo austur henti spaða. Nú var spaði trompaður og allir spilarar áttu þá eftir 3 tígla á hendi. Tígull á gosa endaspilaði síðan austur upp á ellefta slaginn. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.