Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Side 10
10
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
Utlönd
Mannskaðaveöur í Bandaríkj unum:
Fannfergi og ófærð
allf suður til Flórída
Boston hefur snióaö látlaust
fólk orðið í erfiðleikum
Austurströnd Bandaríkjanna er
nú á kafi í snjó og um helgina urðu
íbúar sólarríkisins Flórída jafnvel að
sætta sig við frost sem ekki er al-
gengt á þeim slóðum.
Þegar er vitað um nokkur dauðs-
fóll vegna ótíðarinnar. Fólk hefur
orðið úti og nokkrir hafa látist í
umferðarslysum sem rekja má til
fannfergisins. Ástandið er sýnu verst
í nyrstu ríkjunum á austurströnd-
í Maine má heita að ofankomunni
hafi ekki linnt alla helgina og er þar
nú víða 60 til 80 senítmetra djúpur
jafnfallinn snjór. Þannig er ástandið
t.d. í Boston og er vart fært bílum
um borgina.
í miðvesturríkjunum er fimbul-
kuldi og muna elstu menn ekki ann-
að eins og eru þó ekki óvanir kuldum
á þessum árstíma. Veðurfræðingar
sjá ekki að lát verði á ótíðinni í bráð.
uter
Hæsta ársávöxtun
á innlánsreikningi
Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og
sparisjóðum árið 1993 kom í hlut þeirra sem skipta
við sparisjóðina, 9,95% ársávöxtun sem jafngildir
6,76% raunávöxtun!
Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja
ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest úr
býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga þegar þú
leggur drög að ánægjulegri framtíð.
SPARISJÓÐIRNIR
fyrir þig og þtna
Flugmennbjóða
launalækkun
Flugmenn hjá flugfélaginu SAS
eru fúsir til að lækka um 2,5 pró-
sent í launum og fara í launa-
laust leyfi til þess að forðast
fjöldauppsagnir. Danska blaðið
Politiken greindi frá þessu í gær.
Stjórn SAS hefur nýlega lýst því
yfir að við árslok 1995 verði 400
af2000 fiugmönnum flugfélagsins
ofaukiö.
ísrælarreiðu-
búniraðyfirgefa
Gólanhæðir
Yitzhak Rab-
in, forsætisráð-
herra ísraels,
segir ísraela
íhuga að yfir-
gefa Gólan-
hæðir fyrir
fuUt og allt
gegn því að
Sýrlendingar tryggi frið. Hingað
til hafa ísraelar einungis sam-
þykkt að láta af hendi hluta Gól-
anhæða sem þeir hertóku í sex
daga stríðinu 1967.
Seldivíníóleyfi
áKarlJohan
Vínið rann út hjá Norðmannin-
um Carsten Lier frá Rakkestad á
breiðgötunni Karl Johan í Ósló á
laugardag. Hann sagöi aö líta
mætti á sína vínsölu sem mót-
mæli gegn norskum yfirvöldum.
Hugmyndina kvaðst haim hafa
fengið frá sænskum kaupmanni
sem seldi vín í verslun sinni þeg-
ar EES-saraningurinn tók gildi
um áramótin. Báöir eru þeirrar
skoðunar að selja megi áfengi í
venjulegum verslunum.
Carsten keypti fjóra kassa, tvo
meö áfengu vini og tvo með alkó-
hóllausu. Flöskuna af því síðar-
nefnda seldi hann á 60 krónur
islenskar og gaf eina áfenga í
kaupbæti. Tekjurnar, 1400 krón-
ur, hirti lögreglan. Carsten
greiddi yfir 20 þúsund fyrir vínið.
Savalasmeð
krabbamein
Kvikmynda-
leikarinn Telly
Savalas, sem er
einnaþekktast-
ur fyrir hlut-
verk sitt i sjón-
varpsmynda-
flokknum Koj-
ak, er með
krabbamein í blööruhálskirtli.
Savalas verður sjötugur 21. jan-
úar næstkomandi.
Meðal kvikmynda sem Savals
hefur leikið í eru Bird Man af
Alcatraz, The Greatest Story
Ever Told og The Dirty Dozen.
Reynduað
smygla19kfló-
umafheróíni
Grískir tollverður gerðu upp-
tæk 19 kíló af heróíni viö landa-
mæri Tyrklands. Heróínið fannst
í bíl Pakistana sem var á leiö til
Þýskalands og Bretlands. Lög-
reglan á Krít fann 5 tonn af hassi
í skipi undir breskum fána. Tveh
Króatar hafa verið kærðir. Þeir
voru á leið frá Jemen til Slóveníu.
Ritzau, NTB og Reuter
POIAR
RAFGEYMAR
618401