Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
15
Verkfræðideild
háskólans metin
Spumingin um gildi mennta-
kerfisins er sígiid og ævarandi.
Menntakerfiö þarf að þróast með
nýjum og þreyttum þjóðfélagshátt-
um, tækni og nýjungum þó grunn-
gildi sannrar menntunar breytist
ekki. '
Háskóla íslands er nauðsyn að
vera í sífelldri sjálfsskoðun, athug-
un á hvort hinar ýmsu skorir upp-
fylli kröfur tímans, fylgist með en
dagi ekki uppi eins og steintröll
aftan úr grárri fomeskju við dag-
renningu nýs tíma.
Að frumkvæði Verkfræðingafé-
lags íslands hefur nú farið fram
athugun á verkfræðideild Háskól-
ans en félaginu er það mikið kapps-
mál að verkfræðideildin útskrifi
góða verkfræðinga og standi á
sporði þeim_sem best gera í þeim
efnum. Athúgunin var gerð með
tilstyrk menntamálaráðuneytis,
iðnaðarráðuheytis og háskólans
sjálfs. Athugunina framkvæmdu
bandarískir aðilar sem sérhæfa sig
í slíkum úttektum ABET (Accredi-
tation Board for Engineering and
Technology) sem er sjálfseignar-
stofnun. Uttektin var mjög jákvæð
fyrir verkfræðideild háskólans þó
þar eins og annars staðar megi
margt betur fara.
Meginniðurstaða
Það er ánægjulegt fyrir háskól-
ann og íslenska verkfræðinga að
meginniðurstaða úttektarinnar er
að verkfræðideild Háskóla íslands
sé menntastofnun í háum gæða-
flokki. Stúdentar eru vel undirbún-
ir og áhugasamir kennarar vel
hæfir. Námið stenst fyllilega og
raunar enn framar þeim grunn-
kröfum sem ABET setur. Hér er
KjaUaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
formaður
Verkfræðingafélags íslands
ekki verið að fjalla um meistara-
nám.
Eigi að síður er í úttektinni tals-
vert fjallaö um vandamál deildar-
inn'ar sem sum hver snerta háskól-
ann sem heild.
Til að mynda kemur fram að
áhersla sé um of á sumar greinar
verkfræði, s.s. buröarþolsfræði í
byggingarverkfræði, umfram ýms-
ar hefðbundnar greinar verkfræði
er fái of litla athygli. Þar er bent á
ýmsa greinar bæjarverkfræði, um-
ferðarmál, jarðvegsfræði og grund-
un, umhverfismál o.s.frv. Jafn-
framt koma fram ábendingar er
snúa að skipulagi námsins, s.s. að
dreifa stærðfræði meira á árin og
byrja fyrr á verkfræðinni sjálfri.
Spurningu er varpað fram um
hvort setja eigi lágmarkskröfur um
inntökuskilyrði. í heildina séð
„Það er ánægjulegt fyrir háskólann og
íslenska verkfræðinga að meginniður-
staða úttektarinnar er að verkfræði-
deild Háskóla íslands sé menntastofn-
un 1 háum gæðaflokki.“
„Háskóla íslands er nauðsyn að vera t sífelldri sjálfsskoðun, athugun
á hvort hinar ýmsu skorir uppfylli kröfur tímans ..segir Guðmundur
kemur verkfræðideild vel út úr
þessari úttekt sem fyrr segir og
ættu fleiri deildir háskólans að fara
í slíka úttekt.
Launamál
Athyglisvert er að úttektin kem-
ur talsvert að launamálum kenn-
ara við verkfræöideildina. Reyndar
geri ég ráð fyrir að það sem þar er
sagt eigi við um flestar deildir há-
skólans. Laun prófessors, þ.e.
grunnlaun við verkfræðideild,
munu í dag vera lítið hærri en byrj-
unarlaun verkfræðings. Slík stað-
reynd hlýtur að koma mönnum
undarlega fyrir sjónir.
Kennarar við háskólann auka
síðan laun sín með umframkennslu
og rannsóknum sem metnar eru til
launa og einhverjum slíkum atrið-
um. Vafasamt er að unnt sé að fá
hæfustu mennina til fræðslustarfa
við slíkar aðstæður. Raunar er allt
launakerfi íslenska stjórnkerfisins
hálfgert felukerfi. Enginn virðist
ráða við að taka á þessu kerfi.
Nokkuð er fjallað um nauðsyn
þess að auðvelda prófessorum að
fara á eftirlaun vegna örrar þróun-
ar í fræðigreininni þannig að nýir
menn með nýjustu vísindin komist
að. Ef til vill er það lausn að gera
Háskóla íslands að nokkurs konar
sjálfseignarstofnun sem ráði
launamálum sínum og innri skipu-
lagsmálum umfram það sem nú er.
Uttekt ABET fjallar fyrst og
fremst um verkfræðideildina eins
og hún er í dag og ber þannig sam-
an við það sem annars staðar er
gerð krafa um. Gaman hefði verið
að sjá álit á því hvernig námið ætti
að þróast til þess að mæta kröfum
komandi ára.
Guðmundur G. Þórarinsson
H vers eiga þeir að gjalda?
„Augljóst er að gjaldtökur þessar eru
dulbúnar Qársektir þar sem engin rétt-
indi eða þjónusta koma fyrir greiðsl-
urnar og því í andstöðu við trúfrelsi
sem talið er tryggt í stjórnarskránni.“
í áratugi hefur fólk utan trúfélaga
orðið að greiða eins konar refsi-
gjald fyrir að hafa ekki sömu trúar-
þarfir og annað fólk. Að greiða
gjald fyrir að þurfa ekki þjónustu
er óvenjulegt og andstætt fijálsum
viðskiptaháttum í nútímaþjóðfé-
lagi.
Gjaldtaka þessi hefur vafalaust
upphaflega verið ákveðin vegna
ótta yfirvalda um að stór hluti
landsmanna segði sig úr þjóðkirkj-
unni ef þeir kæmust hjá að greiða
sóknargjöld sem væru utan trúfé-
laga. Því var ákveðið að Háskóli
íslands fengi til eigin nota það fé
sem utantrúflokkafólki er gert að
greiða sem eins konar sóknargjöld.
Ekkert virðist hafa verið tekið fram
af stjómvöldum til hvaða verkefna
fé þetta færi, en Háskólinn hefur
mörg og ólík viðfangsefni.
Trúarsektir
Augljóst er að gjaldtökur þessar
eru dulbúnar fjársektir þar sem
engin réttindi eða þjónusta koma
fyrir greiðslumar og því í andstöðu
við trúfrelsi sem talið er tryggt í
stjórnarskránni.
KjaHariim
Björgvin Brynjólfsson
fyrrv. sparisjóðsstjóri
Skagaströnd
Óljóst er um nýtingu þessa fjár
hjá Háskólanum, ýmsir telja þvi
variö til að endurmennta guðfræð-
inga og undirbúa djáknanám við
guðfræðideildina. Ekki væri hægt
að nota fé þetta á ósmekklegri hátt,
því greiðendurnir eru flestir utan
trúfélaga vegna andstöðu við þjóð-
kirkjuna og hennar rekstur fyrst
og fremst. Þetta er að míhu mati
gróft mannréttindabrot sem full
þörf er á að leiðrétta sem fyrst.
Umbætur
Þar sem utantrúflokkafólki er
gert að greiða eins konar sóknar-
gjöld er lágmarkskrafa að það ráði
sjálft hvaða félög eða stofnanir
njóti þess fjár sem það greiðir. Inn-
heimta þessara gjalda fylgir tekju-
skatti og væri því hægt að láta
þessa greiöendur fá bréf með svar-
seðli um hvert framlag þeirra ætti
að renna og endurgreiða svo sam-
kvæmt því, í sama hlutfalli og svör-
in sem bærust segðu til um. Þetta
væri leið til að milda það misrétti
sem ríkt hefur í þessum efnum.
Stærsti hópurinn af því fólki sem
hér um ræðir er utan lútersku
kirkjunnar, um 3.500 manns sam-
kvæmt þjóðskrá. Samtakaleysi
þessa fólks veldur því að á mann-
réttindum þess er gróflega gengið
í samskiptum þess við ríkisvaldið.
Við þetta fólk vil ég segja: Vinnið
saman og veijið ykkar mannrétt-
indi, þaö gera ekki aörir fyrir ykk-
ur.
Björgvin Brynjólfsson
Meðog
ámóti
Heráíslandi
Tryggirfrið
„Varnar-
samstarf okk-
ar íslendinga
við Banda-
ríkjamenn og
aðrar þjóðir í
Nató stendur
á gömlum
mergoghefur ...
tryggt frið í ,Pá^°n>
okkar heíms- b®iarst'óri Niarö'
hluta í bráð- v,kur'
um 50 ár. Samfara friði hefur orö-
ið meiri velmegun og framfarir í
þessum heimshlutum en í nokkr-
um öðrum. Þessar staðreyndir
blasa við okkur hvert sem við
fórum í heiminum. Þótt misjafh-
lega mikið hafi veriö lagt af mörk-
um til vamarsamstarfsins fjár-
hagslega af þessum þjóðum hefur
ríkt samstaða um þær aðgerðir
og fjárhagslegu skuldbindingar
sem ákveðnar hafa verið.
ísland hefur verið ein megin-
stoðin landfræðilega undir þeim
grunni vama fyrir Bandarikin
sem byggt hefur veríð á og er
homsteinninn í gagnkvæmum
samningsrétti þessara tveggja
þjóða í varnarsamningum þeirra.
Augljóst er að þaö samkomulag
sem náðst hefur um fækkun í
varnarliðinu er viðunandi niður-
staða fyrir báða aðila. Um leið er
þetta viðurkenning á þvi að sú
öfluga vamarstefna sem ríkt hef-
ur er á undanhaldi. Fólkið í heim-
inum er að átta sig á að ofbeldi
og stríði fylgir örbirgð og óöryggi.
Vesturlönd mega ekki sofna á
verðinum þó friðvænlega horfi í
dag. Þessa þróun verður þó að
styrkja áður en hefðbundnum
vörnum okkar verður breytt
mikið. Við Suöumesjamenn
verðum aö búa okkur undir
breytingar í atvirmulegu tilliti og
erum þegar byrjaðir."
AronskurJón
„Kalda
striðinu er
lokiö. Hið
hemaðarlega
ógnarjafn-
vægi sem
ríkti milli
austurs og
veturs er
meira og
minna úr sög-
unni og nær
væri að tala um hernaöarlegt
misvægi þar sem Bandaríkjaher
hefur yfirburðastöðu. Jafnframt
er ljóst að fjárhagsstaöa þeirra
rfkja sem áður mynduðu Sovét-
ríkin sálugu er vægast sagt bág-
borin. Sú ógn sem taiin var stafa
af Sovétríkjunum er ekki fyrir
hendi í dag.
Bandaríkjamenn hafa eðlilega
gert sér fulla grein fyrir þessari
stöðu. Pentagon metur það svo
að eðlilegt sé aö draga svo úr
hernaðarlegum umsvifum her-
stöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velh að hér nægi í raun að hafa
fámenna eftirlitsstöð. Þá gerast
þeir atburðir að hinn „aronski"
Jón fer á stúfana með betlistaf
og nánast grátbiður um fleiri
vígatól en Pentagon metur þörf á.
Atvinnulíf á Suðumesjum
verður ekki leyst með hernaðar-
umsvifum sem ekki er þörf á að
afloknu kalda stríðinu. Nær væri
að farið væri í markvisst at-
vinnuátak á þessu svæði með
þátttöku ríkisins, sveitarfélag-
anna, atvinnurekenda og verka-
lýðsfélaga, þar sem byggt væri til
langframa upp öflugt atvinnuMf á
Suðumesjum í stað þess að
hengja sig aftan í hernaðarupp-
byggingu sem er úr takt við þá
tíma sem við nú lifum." -kaa
Arihur Morihens
sérkennslufulltrúi.