Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 18
18 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Prófadeildir - (Öldungadeild) Grunnskóladeild Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja rifja upp frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Undirbúningur fyrir nám í framhaldsdeild. Kennslugreinar í grunnnámi og fornámi eru: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Kennt er fjögur kvöld í viku og hver grein er kennd tvisvar í viku. Nemendur velja eina grein eða fleiri eftir þörfum. Framhaldsdeild Æskilegur undirbúningur er grunnskólapróf eða fornám. Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: ís- lenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði, tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stærð- fræði 122 og stærðfræði 112. Heilsugæslubraut:Sjúkraliðanám í tvo vetur - kjarnagreinar auk sérgreina svo sem: heilbrigðisfræði, sálfræði, líffærafræði, efnafræði, líffræði, næringarfræði, skyndihjálp, líkamsbeit- ing og siðfræði. Lokaáfanga til sjúkral- iðaprófs sækja nemendur í Fjölbraut í Ármúla eða Breiðholti. Viðskiptabraut: Tveggja vetra nám sem lýkur með versl- unarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina svo sem: bókfærsla, vélritun, verslunar- reikningur og fleira. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 11. og 12. janúar frá kl. 17.00 til 19.30. Kennsla hefst 17. janúar. ATH. Innritun I almenna flokka (frístundanám) fer fram 18. og 19. janúar. Fréttir Þessi hélt á grímuball Eyverja sem hefur verið árlegur vlðburður I Eyjum á þrettándanum 140 ár. DV-myndir Ómar Metþátttaka á þrett- ándagleðinni í Eyjum Átján ára piltur í gæslu- varðhaldi 18 ára piltur var úrskurðaður í gæsluvarðhald í 47 daga síðastliðinn miðvikudag að kröfu rannsóknarlög- reglu ríkisins. Pilturinn hefur játað að hafa stolið veskjum úr búningsklefum í Þjóð- leikhúsinu fyrir jól og úr kaffiað- stöðu í Stálsmiöjunni á dögunum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir pilt- inum vegna ítrekaðra brota hans undanfarið. -pp Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Næstum þrjú þúsund Eyjamenn og gestir þeirra fylgdust með þrettánda- gleði Knattspyrnufélagsins Týs hér í Eyjum að kvöldi þrettándans. Þrett- ándagleði knattspyrnufélaganna hér á sér hálfrar aldar hefð og sjaldan eða aldrei hafa fleiri fylgst með jóla- sveinunum 13, sem gengu af Hánni til móts við Grýlu og Leppalúða, álfa og púka aö Löngulág, þar sem dansað var kringum stóran bálköst. Veður var eins og best verður á kosið, stillt og bjart, og það ásamt því að allur flotinn lá í höfn vegna verkfallsins varð til þess að metþátt- taka var í hátiðahöldunum. Eftir að Leppalúði með hyski sitt í Helgafell hafa sýnt sig og sína héldu Grýla og og halda sig þar til næstu jóla. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna sem skila ber á árinu 1994 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1993 verið ákveðinn sem hér segir: 1. Til og með 21. janúar 1994: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1994: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 3. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1994: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1993 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Götuljós í Bláa lóninu Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: „Uppbyggingunni við Bláa lónið er ekki lokið. Við munum byija á því næstu daga að lýsa allt upp með götuljósum, bæði bílastæðin og eins göngustíginn frá baðhúsinu þar sem meðferðarlónið er,“ sagði Kristinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri baðhússins, í sam- tali við DV. „Sennilega munum við einnig lýsa upp og malbika þann stutta vegarkafla sem liggur hingað frá Grindavíkurveginum. Þetta hefur verið í biðstöðu þar sem Heilsufé- lagið í Bláa lóninu tók við um ára- mótin. Það verða ýmsar fram- kvæmdir hér í ár.“ Það hefur komið fyrir aö gestir hafa vilist á leið í Bláa lónið þar sem vegarkaflinn sem liggur að lóninu er ekki lýstur upp. Það hef- ur þá stundum tekið gesti langan tíma að finna baðhúsið. Sumir hafa ient í hrauninu og skemmt bíla sína. „Það hafa margir kvartað yfir því að þaö vanti lýsingu og munu þeir áreiöanlega gleðjast yfir þeim framkvæmdum sem verða gerðar á næstunni. Það er kannski tíma- bært að setja upp lýsingu þar sem aukningin á gestum yfir vetrar- mánuðina er mikil," sagði Krist- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.