Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 34
42
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
Afmæli
Finnbogi Guðmundsson
Finnbogi Guðmundsson landsbóka-
vörður, Sólvangsvegi 7, Hafnarfirði,
varð sjötugur á laugardaginn.
Starfsferill
Finnbogi er fæddur í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1943, cand.mag. prófi í íslenskum
fræðum frá HI1949 og doktorsprófi
frá HÍ1961.
Finnbogi var stundakennari við
MR1946-47,1949-50 og 1958-59,
kennari við MR1959-64, aðstoðar-
kennari við Manitoba-háskóla í
Winnipeg 1951-56, sendikennari við
Óslóarháskóla 1957 og Björgvinjar-
háskóla 1958 og hefur verið lands-
bókavörður frá 1964. Hann hafði
umsjón með töku kvikmyndarinnar
Hundrað ár í Vesturheimi, 1954-55.
Finnbogi var í stjórn Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi
1952-56, formaður Félags íslenskra
fræða 1962-64, formaöur Deildar
bókavarða í íslenskum rannsóknar-
bókasöfnum 1966-73, forseti Hins
íslenzka þjóðvinafélags 1967-82 og í
stjórn Nordinfo 1976-79. Hann var
formaður samstarfsnefndar um
upplýsingamál 1979-82 og formaður
byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu
frá 1970.
Ritstörf: Hómersþýðingar Svein-
bjarnar Egilssonar, doktorsritgerð
1960. Aö vestan og heiman, greina-
safn, 1967. Gamansemi Egluhöfund-
ar, 1967. Endimörk vaxtarins, þýð-
ing fyrsta og síðasta kafla, 1974.
Stephan G. Stephansson in Ret-
rospect, seven essays, 1982. Orð og
dæmi, nýtt greinasafn, 1983. Og enn
mælti hann, ræður og greinar, 1989.
Gamansemi Snorra Sturlusonar,
1991. Ritstjóri Árbókar Landsbóka-
safns frá 1964. Útgáfur: Flateyjarbók
I-IV (meðútgefandi), 1944-45. Þá
riðu hetjur um héruð, 1949. Reika
svipirfornaldar, 1950. Karlamagnús
saga I—III (með Bjarna Vilhjálms-
syni), 1950. Foreldrar mínir, endur-
minningar nokkurra íslendinga
vestan hafs, 1956. Orkneyingasaga,
íslensk fomrit, XXXIV, 1965. Helgi
Hjörvar: Konur á Sturlungaöld,
1967. Frá einu ári, 1971. Bréf til Step-
hans G. Stephanssonar, úrval I—III,
1971-72 og 1975. íslenskar úrvals-
greinar I-III (með Bjarna Vilhjálms-
syni), 1976-78. Bréf til Jóns Sigurðs-
sonar, úrval I—II (meðútgefandi),
1980 og 1984. Ferðir um ísland á fyrri
tíð, 1981. Bréf skáldanna til Guð-
mundar Finnbogasonar, 1987. Vest-
ur í frumbýli, 1989. Sá um útgáfu
eftirtalinna rita Guðmundar Finn-
bogasonar: Mannfagnaður, 1962.
Land og þjóð, 1969. íslendingar, 1971.
Þeir hafa hitann úr, úrval úr ræð-
um, blaðagreinum og ritgerðum
1900-20,1974. Italíuferð sumarið
1908,1985. Ritstjóri Andvara, ásamt
Helga Sæmundssyni, 1968-72, einn
1973-82.
Finnbogi var gerður að heiðursfé-
laga Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi 1964.
Fjölskylda
Kona Finnboga var Kristjana P.
Helgadóttir, f. 5.8.1921, d. 8.11.1984,
læknir. Foreldrar hennar: Helgi Ól-
afsson, f. 8.5.1891, d. 25.10.1976, tré-
smíðameistari, og Þóra Guðrún
Kristjánsdóttir, f. 27.7.1891, d. 17.1.
1976, húsfreyja.
Dóttir Finnboga og Kristjönu:
Helga Laufey, f. 25.1.1964, píanóleik-
ari.
Systkini Finnboga: Guðrún, f. 3.5.
1915, þýðandi; Sigríður, f. 17.9.1916,
d. 2.9.1921; Vilhjálmur, f. 4.6.1918,
d. 14.12.1969, verkfræðingur; Örn,
Finnbogi Guðmundsson.
f. 29.11.1921, d. 3.2.1987, viðskipta-
fræðingur; Laufey, f. 20.7.1925, d.
23.5.1928.
Foreldrar Finnboga: Guðmundur
Finnbogason, f. 6.6.1873 á Arnstapa
í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyj-
arsýslu, d. 17.7.1944, prófessor og
landsbókavörður, og Laufey Vil-
hjálmsdóttir, f. 18.9.1879 á Kaupangi
í Eyjafirði, d. 29.3.1960, kennari.
Til hamingju með
afmælið 10. janúar
________________ Sigurðurlngvarsson,
Tungusíðu 1, Akureyri.
Sigríður Jónsdóttir,
Dalbraut 18, Reykjavík.
Sesselja Þorkelsdóttir,
Eyrarvegi 24, Selfossi.
75ára
Kristmundur Bjarnason,
Sjávarborg 1, Skarðshreppi.
Friðbjörn Jónatansson,
Nípá 1, Ljósavatnshreppi.
70 ára
ÁsgeirLórusson,
Hlíðargötu4, Neskaupstað.
Guðríður Erna Óskarsdóttir,
Flyðrugranda 2, Reykjavík.
Sveinn Pólsson,
Lerkihiíð 5, Reykjavik.
60ára
Jóhanna Þórarinsdóttir,
Æsustöðum, Bólstaðarhlíöar-
hreppi.
Jón Ólafur ívarsson,
Bogabraut 14, Skagaströnd.
Hjörtur Guðmundsson,
Hjallabrekku 15, Kópavogi.
Álfhildur Jóhannsdóttir,
Vesturbergi 105, Reykjavik.
Steinunn Friðriksdóttir,
Guörúnargötu 9, Reykjavik.
Bjamþór Eiríksson,
Oddabraut 11, Þorlákshöfn.
50ára
Unnur G. Stephensen,
Sigluvogi 6,
Reykjavík.
Eiginmaður
hennarerMar-
geir R. Daníels-
son.
Þaueruað
heiman.
Kristín Sveinsdóttir,
Brekkugötu 27, Akurey ri.
Edward jóhann Frederiksen,
Miðtúni 26, Reykjavík.
Þóra Jónsdóttir,
Grettisgötu 12, Reykjavík.
40ára
Elísabet Gestsdóttir,
Furulundi 4h, Akureyri.
Aðalsteinn Hákonarson,
Logafold 55, Reykjavik.
Helga Jónsdóttir,
Breiðvangi 46, Hafnarfirði.
Gísli Þór Sigurþórsson,
Öldugötu 53, Reykjavík.
Björg Guðmundsdóttir,
Hlíðarhjalla 69, Kópavogi.
Jón Lúðvíksson,
Kögurseh 29, Reykjavík.
Eðvald Karl Eðvalds,
Álfaskeiði84, Hafnarfiröi.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Skólastíg 32, Stykkishólmi.
★ ★★20 ára ★★★
Orgelskóli Yamaha
Orgel- og hljómborðskennsla.
Innritun núna í síma 870323.
Erum fluttir í nýtt húsnæði,
Rauðarárstíg 16.
Skólastjóri
Emil Signrðsson
Emil Sigurðsson, vélstjóri og nú
starfsmaður Olíufélags íslands, Sól-
vallagötu 31, Reykjavík, varð sjötug-
urálaugardaginn.
Starfsferill
Emil er fæddur í Hafnarnesi við
Fáskrúðsfiörð og ólst þar upp. Hann
lagði stund á vélstjóranám á Norð-
firðiveturinn 1944.
Emil byrjaði að stunda sjó-
mennsku 15 ára gamall, fyrst frá
Hafnarnesi við Fáskrúðsfiörð og
síðan á öðrum stöðum á landinu.
Hann hóf búskap í Vestmannaeyj-
um 1952 og starfaði þar áfram sem
vélstjóri á fiskibátum en lengst af
var hann vélstjóri á mb. Sigurfara
VE, eða í 19 ár. Eftir Heimaeyjargos-
ið 1973 flutti Emil ásamt fiölskyldu
sinni til Grindavíkur og þar starfaði
hann í Fiskimjöli og lýsi. Hann flutti
til Reykjavíkur 1990 og hóf þar störf
hjá Olíufélagi íslands á Gelgjutanga.
Fjölskylda
Fyrri eiginkona Emils var Lilja
Finnbogadóttir, f. 15.2.1920, d. 1.5.
1959, frá Vestmannaeyjum. Foreldr-
ar hennar: Finnbogi Finnbogason
og Sesselja Einarsdóttir frá Bræðra-
borg í Vestmannaeyjum. Seinni eig-
inkona Emils var Helga Þorkels-
dóttir, f. 11.11.1913, d. 20.9.1980, frá
Vestmannaeyjum. Foreldrar henn-
ar: Þorkell Þórðarson og Guðbjörg
Jónsdóttir frá Sandprýði í Vest-
mannaeyjum.
Dætur Emils og Lilju: Gunnhildur,
f. 1.11.1952, framkvæmdastjóri,
hennar maður er Jakob Fenger, tré-
smiður, þau eiga tvö börn, Olgu
Hörn, f. 12.5.1978, og Emil, f. 10.2.
1986; Ásdís Lilja, f. 5.8.1956, hjúkr-
unarfræðingur, hennar maður er
Kristján Ingi Einarsson, prent-
smiðjustjóri, þau eiga þrjár dætur,
Rósu Hrund, f. 3.1.1980; Hildi Helgu,
f. 20.4.1984; Lilju, f. 29.5.1990. Dætur
Lilju Finnbogadóttur og fyrri eigin-
manns hennar, Gunnars Þórðar-
sonar frá Fáskrúösfirði: Bryndís
Gunnarsdóttir, kennari; Rósa
Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur. Sonur Helgu Þorkelsdóttur og
fyrri eiginmanns hennar, Antons
Friðrikssonar frá Ólafsfirði: Pétur
Antonsson.
Emil Sigurðsson.
Systkini Emils: María, f. 14.9.1922;
Jórunn, f. 27.10.1925, d. 4.8.1967;
Óskar, f. 13.5.1927; Rafn, f. 29.3.1929,
d. 27.9.1988; Erna, f. 16.5.1932; Ásta,
f. 1.8.1933; Fjóla, f. 13.10.1936; Val-
gerður, f. 5.12.1942.
Foreldrar Emils: Sigurður Karls-
son, f. 29.3.1904, d. 12.8.1972, og
Kristín Sigurðardóttir, f. 6.10.1906,
d. 27.5.1981. Þau voru bæði fædd og
alin upp í Hafnarnesi þar sem þau
seinna hófu búskap en þau fluttust
svo til Vestmannaeyja um 1950.
Jón Stefánsson
Jón Stefánsson leigubílstjóri, Engi-
hjalla 3 í Kópavogi, er fertugur í dag.
Starfsferill
Jón Stefánsson eyddi bernsku-
árum sínum í Kópavoginum. Hann
lauk grunnskólaprófi í Kópavogi og
stundaði síðan sjómennsku og ýmis
önnur störf árin 1969-80. Hann var
starfsmaður hjá BYKO frá 1980 til
1986 er hann gerðist leigubílstjóri
BSR.
Fjölskylda
Jón kvæntist 17.6.1978 Ásthildi
Sigurjónsdóttur, f. 21.7.1955, rann-
sóknarmanni. Foreldrar hennar;
Elísa Jónsdóttir og Siguijón Jóns-
son sem nú er látinn.
Börn Jóns og Ásthildar eru Þor-
gerður Ósk Jónsdóttir, f. 4.5.1977,
nemi; Jóna Björk Jónsdóttir, f. 31.8.
1982; Sigurjón Jónsson, f. 24.2.1984.
Systkini Jóns; Inga Jóna, f. 7.9.
1948, gift Kristni Hermannssyni, f.
2.4.1948, bónda, og eiga þau 4 böm;
Helga Kristín, f. 2.12.1951, gift Guð-
mundi Baldurssyni, f. 19.9.1949, raf-
virkja, og eiga þau 3 böm; Jóhann,
f. 19.2.1950, kennari, í sambúð með
Sigrúnu Þórarinsdóttur, f. 12.10.
1951, kennara, og eiga þau eitt bam;
Þórður, f. 9.11.1958, garðyrkjufræð-
ingur, ókvæntur; Linda María, f. 9.1.
1962, nemi, í sambúð með Valgarði
Einarssyni, f. 30.11.1960, verktaka,
og eiga þau 2 böm; Dóra Mjöll, f.
18.9.1965, garðyrkjufræðingur, gift
Rafni Emilssyni, f. 24.9.1962, garð-
yrkjufræðingi, og eiga þau 2 börn.
Foreldrar Jóns eru Stefán Jó-
hannesson, f. 12.12.1916, verkstjóri,
Jón Stefánsson.
og Sigríður Sóley Sigurjónsdóttir, f.
7.5.1930, húsmóðir.
Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda
UMFERÐAR
RÁÐ