Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Uflönd Lorenu Bobbitt langarað giftastaftur Lorena Bobb- itt, frægasla konan í Banda- ríkjunum um þessar inundir, segir að sig langi til að gift- ast aftur og eignast böm. Lorena var sýknuð af ákæru um grófar líkamsmeiöingar en hún skar getnaðariiminn af manni sinum síðasta sumar, Þau eru skilin eins og við var að búast. Enn hefur ekki heyrst af hugs- anlegu mannsefni en meðal bandarískra karla gætir nokkurs ótta í garö Lorenu og eldhús- hnífsins hennar. SASgræðirá Grænlandsflugi Norræna flugfélagið SAS hefur faliist á að greiða hluta af hagnað- inum af Grænlandsflugi sínu til heimastjómarinnar svo hægt verði að niðurgreiða samgöngur innanlands. SAS hefur einkaleyfi á flugleiöinni milli Kaupmanna- hafnar og Syðri-Straumíjarðar og græðir aö sögn vel á rekstrinum. Heimstjórnin heíur undanfarið gert kröfu um að SAS láti hluta af hagnaöi sínum af hendi. Því var harðlega neitaö hjá SAS þar til heimastjómin hótaði að af- nema einkaleyfi SAS á flugleið- inni. Framhaldsnám í„heimskauta- lækningum“ Ove Rosing Olsen, heilbrigðis- ráöherra á Græniandi, ætlar að koma á laggimar sérstöku frara- haldsnámi í svoköiluðum „heira- skautalækningum". Námið verður kynnt um allan heim og vonast ráöherrann til að bæöi læknar og hjúkrunarfræð- ingar komi víða aö til að læra ráðin sem Grænlendingar nota til að halda heilsu. * Með náminu á aðkomufólkiö aö aðstoða við hefðbundna læknis- þjónustu. Enn á eftir að fá opin- bera viöurkenningu á „heim- skautalækningum“ sem sérstakri grein læknisfræðinnar. BushogBaker fáþýskarorður Félagamir GeorgeBushog James Baker fá nú um mán- aðamótin heið- urskrossa frá Þjóöverjum fyrir fýrir aö hafa lagt nokk- uö af mörkum við að fella Berlín- armúrinn. í opinberri tilkynn- ingu um orðuveitinguna er sagt að þeir hafi veitt Þjóðverjum ómetanlegan stuðning viö sam- einingu þýsku ríkjanna. Forsætisráð- herraámótilög- umumvændi Mart Laar, forsætisráöherra Eista, hefur lýst andúð sinni á frumvarpi um lögleiðlngu á störf- um vændiskvenna í landinu. Þrír þingmenn hafa borið frumvarpið fram. Ráðherrann sagöist þó ekki á móti eftirliti með vændi heldur anda frumvarpsins þar sem vændiö væri aðalatriðið en ekki eftirlitið. Ekki er búist viö að vændisfrumvarpið nái fram að ganga nú þegar afetaða dkis- stjómarinnar líggur fyrir. Breskir hvalavinir rannsaka málfar háhymingsins Keikos: Hljóðin óma á íslandsmiðum tal“ Keikos hljóöritað og leikiö fyrir ættingjana við Island 55 „Við verðum að komast að því hvort einhver ættingja Keikos við ísland skilur mál hans. Þetta verður aðeins gert með því að taka hljóð hans upp á segulband og leika upp- tökuna svo við íslandsstrendur," segir breski hvalavinurinn Chris Stroud, sem nú er í Mexíkó að und- irbúa flutning íslenska háhymings- ins Keikos til fyrri heimkynna viö ísland. Stroud er félagi í samtökum sem nefnast Whale and Dolphine Conser- vation Society. Mikill áhugi er nú á örlögum Keikos meðal breska hvala- vina enda eru sýningar á myndinni Free Willy nú að hefjast í Bretlándi. Þar fer Keiko með annað aðalhlut- verkið, sirkusháhyrning sem eignast vin í mannheimum. Vinurinn er ungur drengur sem bjargar hvalnum úr prísund sinni. Hvalavinum rennur til rifja að Keiko skuh enn vera hafður í haldi við illan kost þrátt fyrir að kvimynd- in, sem hann leikur í, boði hvalavin- áttu og frelsi til handa hvölum í sæ- dýrasöfnum. Enn er óráðið hvenær haldiö verð- ur á íslandsmið með upptökuna af rödd Keikos. Stroud segir í viðtali við breska blaðið Mirror að ekki sé verj- andi að sleppa Keiko við ísland án þess að fyrst sé gengiö úr skugga um að hann geti tjáð sig við ættingja sína. Keiko var fangaður hér árið 1980, þá tveggja ára gamall. Hann er nú í eigu bandaríska kvikmyndarisans Wamer sem framleiðir myndina Free Willy. Háhymingurinn er geymdur í Mexíkóborg þar sem hann hefur verið lengst af ævi sinnar. Hvalavinir segja að vistin þar sé ill og hafi Keiko fengið sár viða um líka- mann eftir langdvalir í þröngu búri. Björgunarmenn að störfum við stórmarkaðinn í Nice þar sem þakið hrundi i gær. Simamynd Reuter Fjórir fórust þegar þak stórmarkaðar hrundi í Nice: Engar líkur á að fleiri f innist á líf i í rústunum Að minnsta kosti íjórir fómst og 94 slösuðust þegar þak á stórmarkaði í frönsku Miðjarðarhafsborginni Nice gaf sig og hrundi ofan á við- skiptavini síðdegis í gær. Björgunar- menn unnu í alla nótt við að leita að fleira fólki í rústunum. „Það eru allar líkur á því að ekki finnist fleiri á lífi. Við finnum hugs- anlega fleiri lík,“ sagði sýslumaður- inn Maurice Joubert við fréttamenn: Hann sagði að tahð væri aö fjórir eða fimm væru enn undir rústunum. Sjónvarvottar sögðu aö 40 metra langur og 30 metra breiður hluti þaksins hetði falhð niður án minnstu viðvörunar. „Ég yar að horfa á bílastæðið fyrir utan. Ég man eftir því að ég kveikti mér í sígarettu og svo hrundi þakið allt í einu. Það heyrðist ekkert hljóð. Fólk hljóp út, einhver var fastur en ég gat ekki hjálpaö honum,“ sagði Pierre-Jacques Aurade, öryggisvörð- ur í stórmarkaðinum. Björgunarmenn eru meö hunda til að leita að fólki í rústunum og þeir verða að fara að öhu með gát. Að sögn sjónarvotta vom um eitt hundrað viðskiptavinir og starfs- menn inni í markaöinum þegar þak- ið hmndi. Byggingarframkvæmdir höfðu staðið þar yfir í tvær vikur. Ætlunin var að loka versluninni í * næstu viku til að ljúka þeim. Reuter Rltstjóri í Kúveil segirað Arafat sédjöfull Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, fékk þaö heldur betur óþvegið í Kú- veitígærþegar blað eitt þar í landi kaUaði hann djöful. Þykir það endurspegla áfram- haldandi beiskju í garð Arafats vegna stuðnings hans við Sadd- am Hussein í Persaflóastríðinu. Arafat sagði í viðtalí við sádi- arabískt blað að hann vUdi gjarn- an heimsækja Kúveit ef honum yrði boðið. I ritstjómargrein kúveiska blaösins var Arafat svo boöið til landsins til þess aö þjóðin „gæti grýtt djöfulinn" eins og komist var að orði. Vérkamanna- flokkurekkifrá þétt EBtapist Norski Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að láta öðrum stjórn- málafiokkum eftir stjórnartamn- ana þótt meirihluti landsmanna greiði atkvæði gegn aöild Noregs að Evrópubandalaginu. „Ef aðfldin verður ekki sam- þykkt mun meirihluti Stórþings- ins halda fest i EES-samninginn. Það væri ekki eðhlegt að aíhenda flokkum sem em á móti EES stjórnartaumana," sagði Thor- björn Jagland, formaður Verka- mannaflokksins, í samtali við blaðið VG í gær. Danskurráð- herrasendir Rússumtóninn Hans Hækkerup, landvarna- ráðherra Danmerkur, varaði Rússa við þvi gær að kaida stríð- iö mhh NATO og Moskvustjóm- arinnar gæti blossað upp á ný ef þeir héldu fast í að hafa hersveit- ir sínar I Eistlandi og Lettlandi. Andrej Kozýrev, utanrikisráð- herra Rússlands, boðaði í síðustu viku að rússneskir hermenn y rðu áfram í Eystrasaltslöndunum. „Ef Rússar meina það í alvöru verða Eystrasaltslöndin tákn um nýtt kalt stríð. Það yrði mjög óheppilegt,1' sagði Hækkerup í samtali við blaöið Pohtiken. Hækkerup sagðist vona að Koz- ýrev hafi verið að beina orðum sínum til eigin landsmanna og að Rússar muni kalla hermenn sína heim í ágústlok, eins og áætlanir gera ráð fyrir. TonyCurtissýn- irnútímalist sínaíLondon Kvikmynda- leikarinn gam- afeunni Tony Curtis er á leið tíl Lundúna á næstunni til að halda einka- sýningu á mál- verkum sínum, þá fyrstu í Bretlandi. Curtis nýtur vaxandi viröingar i Bandaríkjun- um fyrir verkin sem eru sögð nútímaleg og litaglöð. Tony Curtis veröur með þrjátíu málverk í farteskinu og em þau elstu nokkurra áratuga gömuL Sýningin verður í Catto gaUerí- inu í Hampstead-hverfi dagana 16. mars til 10. apríl. Curtis hefur aUtaf málaö í fri- stundum sínum en hann færðist ailur í aukana þegar honum tókst aö sigrast á áfengis- og eiturlyfja- fíkn sinni áriö 1984. Reuter, NTB, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.