Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 Spumingin Ætlar þú á þorrablót? Hilmar Óskarsson: Ég er búinn aö fara á þorrablót. Ágúst Gunnlaugsson: Nei, ég ætla ekki á þorrablót. Lárus Thorleifsson: Nei, ég hef ekki hugsað mér það. Eygló Sigmundsdóttir: Já, í Hjóna- görðunum. Ásgeir Páll Ágústsson: Já, það getur vel verið. Lesendur „Verðjöfnun" er litils virði fyrir íslenskt þjóðarbú ef gjaldeyrisforðinn fer að mestu í matarkaup erlendis frá. Innlendar eða erlendar búvörur: Fjárráð þjóðarinnar setja okkur skorður Geir R. Andersen skrifar: Hún ætlar að endast deilan um inn- flutning búvara. Nú hefur deilan sætt slíkum málkrókum og orða- gildrum að tími er til kominn að stjómvöld gefi almenningi skýringu á hinni raunverulegu tregðu við að sleppa innflutningi lausum. Auðvit- að er ástæðan ekki einvörðungu sú að veija íslenskan landbúnað. Sem er þó enn meira en fullgild. Ástæð- una má einfaldlega rekja til þess að þjóöin hefur ekki þann gjaldeyri handbæran sem til þyrfti, yrði óheft- ur innflutningur leyfður. Hér væri um alveg nýjan þátt í inn- flutningi að ræða, og bætast við þann óhefta innflutning sem nú er orðinn á nánast hvaða vörutegund sem er. - Nema búvörum. - Þær myndu, ef leyfðar yrðu, taka drjúgan toll af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Fáir gera sér líklega grein fyrir því hve mikils gjaldeyris það krefðist að flytja inn kjöt, grænmeti, osta og annað sem þessum flokki matvæla tilheyrir, ef neytendur tækju þann pól í hæðina að kaupa fremur erlend- ar búvörur en innlendar. Það er því að vonum að stjómvöld hika. Og það hafa þau ávallt gert, hvað sem líður póhtískri samsetn- ingu þeirra. Þetta hafa kratar líka falhst á þegar á reynir, og gert sér grein fyrir því að það er fátækt og naum fjárráð þjóðarinnar sem setja okkur skorður. - Ekki ókindarháttur stjórnvalda í garð almennings. En er þá nokkur von til þess að innflutningur á erlendum búvörum verði yfirleitt leyfður til íslands? Ég reikna ekki með því. Og það er ein- mitt þess vegna sem íslensk stjórn- völd vona að aðildarlönd EES-samn- ingsins sjái aumur á okkur íslend- ingum og viðurkenni, a.m.k. veruleg innflutningsgjöld ef á það reynir að þurfa að láta undan þrýstingi lands- manna um innflutning þessara mat- væla. Vemd með „verðjöfnun“ er þó htils virði fyrir íslenskt þjóðarbú, þegar búið er aö eyða verulegum hluta gjaldeyris landsins til búvöm- kaupa. Ásamt tengdu atvinnulífi. - Um þetta snýst málið. Það eitt er víst aö lengi má bíða þeirrar ríkisstjórnar sem gengur feti lengra en sú sem nú situr, og leyfir fijálsan innflutning á landbúnaðar- vörum. Það væri þá fyrst eftir aö landbúnaður verður aflagður hér með öllu. En þá verður líka ólíkt um að htast í þessu landi frá því sem nú er. Og fólksfjöldinn ólíkt minni. Fólksflóttinn löngu búinn að setja sitt mark á íslenskt þjóðlíf og skipti þá ekki lengur sköpum hvaðan sá fámenni hópur fær sitt viðurværi. Félagsdómur - Hjalti Skaftason skrifar: Dómur Félagsdóms, þar sem VSÍ ásamt 6 fagfélögum innan ASÍ börð- ust um okkur, starfsmenn SVR, sem trúðu ekki að mannsal væri til, er fahinn. - Ég ætla ekki að deila við dómarann eða halda því fram að þetta hafi veriö veikur dómur eins og ráðherra orðaði það eftir dóm í seinna skinkumálinu. - Þessi dómur vekur þó upp spurningar hvers vegna ahtaf er efast um réttmæti stjórnvaldsaögerða og einn virtasti lagaprófessor landsins sér ástæðu til að efast um hæfni hins háa Alþingis. Oftar en ekki eru landsfeöur á- minntir vegna aðgerða sem beinast að þegnunum og þá sérstaklega að vinnandi fólki sem þeir virðast ætla að sniðganga. Einkum ef hafðar eru uppi efasemdir um ágæti kolkrabb- ans svokallaða sem virðist vera að yfirtaka allt í þessu þjóðlífi með að- stoð veruleikafirrtra frjálshyggju- postula sem hafa það aö æösta markmiði að fótum troða þá sem lægst eru settir launalega og félags- lega. - En hvað á að eta þegar útsæð- ið er búið? Ég bara spyr. Dómur Félagsdóms er því enginn ósigur fyrir okkur hjá SVR. Við berj- umst áfram gegn þeim sem með blekkingum reyna að sölsa undir sig fyrirtæki sem borgin á. Ég vh benda • SVR stuttbuxnahði Sjálfstæðisflokksins á að dómur kjósenda er ekki fallinn. - Við bíðum spenntir hjá SVR. Um ummæh Sveins Bjömssonar, forstjóra SVR, eftir dóm Félagsdóms, er hann fagnaði niðurstöðunni fyrir hönd farþega SVR, sem ekki væri þrýstihópur, og ætti sér ekki máls- svara, vil ég segja þetta: Við erum ekki þrýstihópur, við berjumst fyrir góðu málefni og þegar þú leggst á sveif með okkur sem berjumst íyrir tilveru SVR þá ert þú orðinn mál- svari fólksins sem notar vagnana en fyrr ekki. Erlendir f lóttamenn í atvinnuleit Flóttamenn fagna landvistarleyfi við komu til Svíþjóðar. DV áskilur sér rétt tilaðstytta aösend lesendabréf. Jóhannes hringdi: Mörgum er farið að blöskra nánast óheftur innflutningur útlendinga. Við íslendingar erum það fámenn þjóð að hér ættu aö vera nægileg verkefni fyrir alla vinnufæra menn. Á sama tíma og hér skapast atvinnu- leysi, sem telja verður stærsta vandamál þjóðarinnar tíl þessa, er útlendingum veitt landvistarleyfi og að ráða sig í störf sem íslenskir ríkis- borgarar ættu að sitja fyrir um. Utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins lét skipa nefnd inn- an ráðuneytis og átti hún að kveða á um að íslendingar tækju við fleiri flóttamönnum. Höfum við einhver ráö th að skapa útlendingum vinnu í þessu landi? Er ekki hver sjálfum sér næstur þegar slíkir tímar skeha yfir eins og núverandi atvinnuleysi? Við vitum vel að aðrar þjóðir hafa lent í óendanlegu öngþveiti vegna innstreymis e'rlendra flóttamanna og annarra sem koma til þessara landa undir ýmsu yfirskini. Þetta ástand hefur skapast á Norðurlöndunum og eins í öðrum Evrópulöndum sem við höfum mikil samskipti við. Við íslendingar erum ekki skyld- ugir til að opna dyr okkar fyrir flótta- mönnum. Hér eru sannarlega nóg vandámál fyrir þótt við leggjum okk- ur ekki í framkróka um að búa þau til að ástæðulausu. Er Hæstiréttur máKundafélag? Sigurður skrifar: Þrír hæstaréttardómarar hafa skhaö sératkvæði um niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur og sýkna ríkissjóð af kröfum Hag- kaups í skinkumáhnu. Stofnunin Hæstiréttur kvað upp dóm um að óheimht hefði verið að synja um tollafgreiðslu á þessum vör- um th landsins. Fjórir af sjö dóm- endum Hæstaréttar komust að þessari niðurstöðu, hinir þrír dómendurnir voru á öndverðum meiöi. Er þá Hæshréttur orðinn að málfundafélagi? Þarf ekki samhljóöa niðurstaða allra dóm- enda að gera dóm þar marktæk- an? Er hægt að bera virðingu fyr- ir Hæstarétti í þessu ljósi? Ofsóknaræði gegnneytendum Guðmundur Benediktsson hringdi: Það er ekki að sjá að stjórnvöld ætli að láta sig neinu skipta þá samninga sem þau hafa þó sjálf gert við Evrópska efnahagssvæð- ið heldur virða íslenska neytend- ur að vettugi. Ef svo fer að ríkis- stjómin bregður fæti fyrir is- lenskan almenning með því að þrengja enn á ný lögin um inn- flutning erlendra búvara þá er hún (eða ráðherrar hennar) hald- in þvíhku ofsóknaræði að leita veröur sérstakrar verndar á verslunarsviðinu erlendis frá. Við eigum skelegga fulltrúa í verslun og viðskiptum sem verða aö hafa forgöngu um shka vernd. Útboðríkisvíxlaí starfsmannalaun Helgi Sigurðsson hringdi: Ég held að íair gangi aö því gruflandi að ríkisiiármálin séu komin í öngþveiti. Færeyskt ástand kann að skeha á hér íyrr en varir. Tiö útboð á ríkisvíxlum finnst mér tákna mjög alvarlegt ástand hjá hhiu opínbera. Ég yrði ekki undrandi þótt útboöin þjón- uðu því hlutverki að „dekka“ að fullu eöa að hluta þá gífurlegu fjárupphæð sem ríkið þarfnast mánaðarlega th að greiöa laun. - Er þetta ekki eitthvað fyrir ábyrga fjölmiðla aö hefja rann- sókn á? Sameiningartil- raun sýslumanns S.H.H. skrifar: Sl. haust var gerö thraun til að leggja sveitarfélögin í norðri und- ir Reykjavík. Þessu hrundu sveit- arfélögin myndarlega. En nú er svo að sjá sem sýslumaðurinn í Reykjavík haldi áfram þessari sameiningartilraun og lagt Kjal- arneshrepp undir Mosfehsbæ. i nauöungarúppboöum, sem birt- ust í DV fyrir skömmu, var aug- lýsing þar sem tilkynnt er uppboð á tiltekinni fasteign í „Kjalames- hreppi, Mosfellsbæ". - Sýslumað- ur er heldur fljótur á sér. Trúlega sameinast þessi sveitarfélög fyrr eða síðar, og jafnvel Kjósin meö, en það er ekki orðið ennþá. Borgarsjóðir örlátiráfé Lúðvíg Eggertsson skrifar: Nú berast fregnir um að borgar- sjóður hafi ákveðið kaup á hita- veituréttindum Félags lögreglu- manna er stendur höhum fæti. Verðið 25 mihjónir króna! Hita- veitustjóri segir kaupin vera eitt rugl og réttinn einskis viröi! Á sama tíma dregur borgjn úr at- vinnuframkvæmdum og pen- ingaleysi borið við. Vart mun þetta auka fylgi meirhhutans í komandi kosningum, jafnvel þótt öh lögreglan vhji launa meiri- hlutanum bj örgun frá gjaldþroti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.