Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Side 17
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994
m
Merming
Atli Heimir Sveinsson - Portrait:
Ólík verk, hvert
með sínu sniði
Meðal þeirra fjölmörgu íslensku hljómdiska sem
komið hafa út upp á síðkastið er svonefndur Portrait
diskur með verkum Atla Heimis Sveinssonar. Er hann
einn í röð diska þar sem gefin eru út verk íslenskra
höfunda. íslensk tónverkamiðstöð annast útgáfuna en
upptökurnar eru gerðar af Ríkisútvarpinu. Á diskin-
um eru þijú verk; Flautukonsert (1973), Könmm (1971)
og Jubilus (1986). Þetta eru allt verk fyrir einleikara
og hljómsveit. Einleikari á flautu er Robert Aitken,
einleikari á víólu er Ingvar Jónasson og einleikari á
básúnu er Oddur Björnsson. Hljómsveitin er Sinfóníu-
hljómsveit íslands og stjórnendur Guðmundur Emils-
son í Könnun en Páll P. Pálsson í hinum tveimur.
Á skammri stund skipast veður í lofti. Ekki virðist
svo ýkja langt síðan Ath Heimir Sveinsson var enfant
Tánlist
Finnur Torfi Stefánsson
terrible í heimi íslenskra Usta og ein vinsaelasta
hneykslunarhella virðulegra borgara. Nú steypast yfir
hann öll helstu virðingartákn sem norrænir listamenn
geta fengið. Meira að segja hefur hann fengið orðu frá
útlöndum. Best er þó að Atli á þetta allt fullkomlega
skihð, jafnt virðinguna nú sem hneykslunina forðum.
Hlutverk hans var að leiða nútímann inn í íslenska
tónlist. Mörgum virtist það þá fíflskapur eða ögrun
sem síðar hefur komið á daginn að var heiðarleg Ust.
Það er enn ekki unnt að skoða verk Atla sögulega.
Hann er sem betur fer í fuhu fjöri og hefur ekki lokið
verki sínu. Ath hefur leitað víða fanga á ferhnum og
reynt margt. Fróðlegt verður að vita hvað endist best
af því ferðalagi öUu. Þannig er best að skoða verkin á
Portrait hljómdiskinum sem dæmi um það sem leitaði
á huga tónskáldsins í upphafi áttunda áratugarins, en
þá er Flautukonsert og Könnun samin, og í upphafi
hins níunda, þegar hann samdi Jubilus II. Verkin eru
öll ólík og hvert með sínu sniði. Á ytra borði eiga þau
Utið sameiginlegt annað en hugmyndaauðgi. Við nán-
ari skoðun kemur fram í þeim öUum fmgerður, þróað-
ur smekkur höfundar og mjög persónuleg hneigð í
hljómfræðinni til hins díatóníska þrátt fyrir tónamál
sem iðulega er flókið. Að sumum leyti bera verkin
með sér andblæ síns tíma. Þannig blæs vindur hippa-
tímabUsins um saU í Flautukonsertinum. Og ekki er
Atli Heimir Sveinsson.
laust við að harðneskja Reagans tímabUsins sé fmnan-
leg í JubUus n.
Flutningur á verkunum er með ágætum og einleikar-
arnir standa sig með mikUU prýði og þeir íslensku
ekki síður en hinn frægi Aitken. Frágcmgur á diski
og bæklingi er vandaður og ritgerð Guðmundar Andra
Thorssonar um tónskáldið mjög skemmtUeg.
MOULINEX
gufustraujárn með
krómuðum botni, skila
sléttum og snyrtilegum
fatnaði,
MOULINEX gufustraujárn
fyrir þá vandlátu.
I. GUÐMUNDSSON & Co. hf.
SÍMI 91-24020 FAX 91-623145
pssst í næstu
rn*»flftkiaversKjn
25%
afsláttur í örfáa clagfa af öllirm teppum,
clúúum og gfólfflí sum.
- miðstöð heimilanna
Reykjavík Akureyri isafirði Akranesi
-
Nöturlegar smásögur
í þessu kveri eru fimm stuttar smásögur, að lengd
frá 2-12 bls. Þær snúast mikið um misþyrmingar og
voveiflegan dauða, en einkum um tilfmningakulda.
Jaðarpersónur
Sjónarhornið er þannig að yfirleitt er frásögn í fyrstu
persónu, en sú persóna er með ýmsu móti. í fyrstu
sögunni er þetta algert fórnarlamb, ekkert nema und-
irgefnin, enda troða alhr á honum, einkum hans nán-
ustu. Þessi saga minnir á fræga smásögu Svövu Jak-
obsdóttur, Saga handa bömum, bæði í þessu og hve
miklum ýkjum er beitt. En annars er þetta sjálfstætt
verk og fjarri köldum, hlutlægum stíl Svövu. Hér er
frásöguháttur einmitt mjög persónulegur, sem áður
segir, og fer vel á því. Þannig verða þessar öfgar tæki-
legar lesendum, nákomnar þeim, en jafnframt sjá þeir
í gegnum sögumann, takmarkanir hans og öfugeðU. í
annarri sögu er það leigubílstjóri sem einangrar sig æ
meir, situr einn í myrkrinu hvenær sem færi gefst,
og er orðinn kaldur gagnvart hjálparbeiðni hinna ve-
sælustu. Og í einni sögu verður að slá bömin af svo
heimiUsreikningarnir gangi upp. AUt sýnt frá sjónar-
horni ábyrgra foreldra, að sjálfsögðu, sem finnst miður
að þurfa að gera þetta. Og þarna er markviss stíg-
andi, hundur, fóstur, bam.
Sögumar beinast mikið að mannlýsingum sem eru
„á jaðri mannfélagsins", ef svo mætti segja, en það er
af því að þær eru hreinræktaðar, ýktir sammannlegir
þættir. Það veikir hins vegar nokkuð þessa mynd að
þessar persónur greina sjálfar sig, lýsa sér utan frá.
Veröur þvi ekki sannfærandi að þær séu svo ofurseld-
ar þessari hegðun sem sagt er. Einnig er hér hrúgað
upp hörmungum svo að erfitt er að beina þeim hnitm-
iðað að einu marki. Það er einkum í síðustu sögunni.
En hnitmiðun kemur með aukinni æfingu.
Stíll
Stysta sagan er í formi hugarflaums og sýnir öðrum
fremur góð tök á stíl. Þetta er mestmegnis ruglingsleg
upptalning á viðburðum svo að mælandi virðist í senn
verða að sætta sig við áföll og bregðast við af sárs-
auka. Tökum smásýni:
... mogginn talar til mín um hjálparvein stelpuhnátu
Bókmenntir
Örn Ólafsson
gengisfellingu sjö dauða grísi og týndu fiskitorfurnar
atburðir moggans renna áfram og gerast á ný regn-
vatn dreifir sér yfir jörðina uns það rennur niður til
himna á ný í gær var einhverri stúlku nauðgað í dag
er þaö dóttir mín og á morgun mun ég láta söguna
flæða til enn annarra og þá verða-það þeirra dætur
þannig mun atburðurinn renna í gegnum huga okkar
sem beljandi jökulá þannig verður ein nauðgun að
mörgum fer inn og kyssi konuna flýt síðan með háflóð-
inu í vinnuna þaðan sem mig rekur aftur heim með
fiörunni í fang konu minnar sekk í sköp hennar lengra
inn komast alla leið aftur kitla eggfrumúr banka á
magann hennar innan frá láta vatn hennar renna inn
um augu mín klappa dóttur minni á kollinn og slekk
á mæðgunum með sjálfsstýringunni þannig að þær
sofna löngu fyrir háttatíma...
Það hrífur mig mest við þessa bók að hún er unnin
af metnaði og alvöru. Því má vænta góðs framhalds
af höfundi, þótt þetta byijandaverk sæti engum stórtíð-
indum.
Börkur Gunnarsson: X.
Ragnan Reykjavik 1993, 56 bls.
Sveinn Andri
Sveinn Andri Sveinson borgarfulltrúi
hefur sýnt frumkvæði í því að móta
stefnuna, hann hefur haft viljann til
að framkvæma hana og hann hefur náð
árangri í sínu starfi þess vegna styðjum við hann.
Stuðningsmenn.
5. sæti