Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Qupperneq 32
44 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Minnkandi norðanátt Valdimar Flygenring sendir Súsönnu tóninn. Djöfla- verkið kórónað „En Súsanna virðist þeim sjald- gæfa en jafnframt ákaflega ógeð- fellda og leiða galla haldin að missa stjóm á sér í ritmáli. Sví- virða listamenn sem era að vinna af alúð að list sinni á mjög per- sónulegan og í alla staði ófagleg- an máta, og þér, herra ritsjóri, kóróniö svo djöflaverkið með því að birta það í víðlesnasta dagblaði landsins,“ segir Valdimar Örn Flygenring leikari í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þar gerir hann skrif Súsönnu Svavarsdótt- ur að umtalsefni og vill hana í frí „svo hún jafni sig á stjómleys- inu“. Ummæli dagsins Austurlensk hógværð „Það eina sem ég get sagt nú er að þessi maður hefur veriö viðskiptavinur okkar um nokk- urra ára skeið og átti í lausafjár- erfiðleikum og gat ekki greitt hótelreikninga sem voru talsvert háir. Við urðum að senda málið til lögfræðings okkar og meðan það er þar get ég ekki sagt meira. Þó get ég sagt að það sé til rann- sóknar," segir hótelstjóri Mand- arin Oriental hótelsins í Hong Kong við DV í gær. Umræddur maður, sem skorti lausaféð, skuldar hótehnu tvær til þrjár milljónir og er stunginn af. Fombíla- klúbbioinn Opið hús verður á vegum Fora- bílaklúbbsins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, í kvöld kl. 20.30. Sýnt verður myndband frá ör- æfaferðum á bílum frá árunum fyrir 1950. Gestir velkomnir. Sauðfjársnikjudýr og sagnfræði > A vegum Líffræöifélags íslands mun Sigurður H. Richter halda fyrirlestur í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands, kl. 20.30. Fyrir- lesturinn nefriist: Dauöinn, dauð- inn, er þaö vissasta, kostnaðar- minnsta og heilnæmasta meðal; öll önnur eru óviss, háskaleg og kostnaðarsöm. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Fundir Ruglið ríkissjónvarpiö Áhugamannahópur gegn af- notagjöldum ríkissjónvarpsins undir kjörorðinu „Ruglið ríkis- sjónvarpiö“ heldur opinn fund um málefnið í fundarsal Perlunn- ar i kvöld kl. 20.30. Greint verður frá niöurstöðum undirskrifta- söfhunar og hugsanlegri stofnun samtaka. Stormviðvörun klukkan 6.00 í morg- un. Búist er við stormi á norðaust- urmiðum, austurmiðum, Austfjarða- Veðrið í dag miöum, suðausturmiöum, norður- djúpi, austurdjúpi, Færeyjadjúpi, suðausturdjúpi og suðurdjúpi og mikilh ísingu á norðausturmiðum og norðurdjúpi. Það verður minnkandi norðanátt um vestanvert landið í dag og víða komin hæg, breytileg átt síðdegis. Á austanverðu landinu verður hvöss norðanátt og síðar norðvestanátt en dregur heldur úr veðurhæðinni þeg- ar líður á kvöldið. Snjókoma eða élja- gangur verður um norðanvert landið en léttskýjað sunnan til og sums staðar skafrenningur í fyrstu. Með kvöldinu þykknar upp með sunnan- og suðaustan stinningskalda vestan- lands og fer að snjóa í nótt. Hiti 1 til 11 stig. • Á höfuðborgarsvæðinu verður minnkandi norðanátt í dag og létt- skýjað. Með kvöldinu þykknar upp með sunnan kalda og snjóar dálítið í nótt. Frost verður 4-6 stig í dag en dregur heldur úr því í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.59 Sólarupprás á morgun: 10.20 Siðdegisflóð í Reykjavík: 18.39 Árdegisflóð á morgun: 06.57 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skafr. -7 Egilsstaöir snjókoma -5 Galtarviti snjóél -9 KeflavikurílugvöUur skýjað -6 Kirkjubæjarklaustur skafr. -6 Raufarhöfn snjókoma -8 Reykjavik skafr. -6 Vestmarmaeyjar ■ skýjað -5 Bergen skýjað 2 Helsinki snjókoma -7 Ósió skýjað -6 Stokkhólmur alskýjaö -1 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam alskýjað 8 Barcelona heiðskirt 7 Berlín rigning 4 Chicago haglél -7 Frankfurt rigning 6 Glasgow skúr 3 Hamborg rigning 6 London rigning 10 LosAngeles léttskýjað 13 Lúxemborg rigning 5 Madríd heiöskírt -3 Veðrið kl. 6 i morgun Hjalti Úrsus Ámason boxari: Boxið var ekki „Ég byrjaöi eins og aðrir krakkar í handbolta og fótbolta meö Fylki í Árbænum. Tólf ára gamall fór ég að æfa karate og júdó og æfði kar- ate í sex ár. Jón Páll Sigmarsson, félagi minn úr Árbænum og Mos- fellsbænum, dró mig síöan í lyfting- Maður dagsins amar þegar ég var átján ára,“ segir Hjalti Úrsus Arnason sem gert hef- ur 4 ára samning um keppni í hnefaleikum. Lyftingaraar voru stundaðar í Jakabóh og þar kynnt- ist hann Stefáni Hallgrímssyni frjálsíþróttamarmi sem þjáhaöi hann í kúluvarpi, hástökki og fleiru. „Meðan áhuginn var sem mestur var ég í fótbolta, handbolta, karate, lyftingum og frjálsum frá því snemma á morgnana og fram á nótt. Smátt og smátt festist ég í kraftlyftingunum og eftir það í kraftasportinu. Ég var í mennta- skóla sem unghngur en haföi enga eirð i mér til að læra því íþróttim- ar áttu hug minn allan.“ Hjalti hefur tekið þátt í og staðið fyrir nokkrum kraftakeppnum hér á landi. Síðustu ár hefur hann stundað nám í tölvutækni i Iðn- skólanum og á nokkra mánuði eftir í lokapróf. Hann hefúr ákveðið að taka námið utanskóla og er nú að undirbúa för fjölskyidunnar, eigin- konu og sonanna Greips 4ra ára og Árna 1 árs, til Las Vegas þar sem þau munu dvelja næstu íjögur árin. „Box var alls ekki á dagskrá hjá mér en eftir að hafa prófað þetta og skoðað mig um á staðnum hst mér vel á þetta tilboð. Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að ná upp úthaldi og þoli. Ég ætla að æfa hér heima næstu tvo mánuði og Bubbi Morthens ætlar að hjálpa mér. Synir mínir eru asmaveikir og loftslagið úti er mjög gott fyrir þá.“ -.1.1 Myndgátan Fer með rangt mál Myndgátan hér að ofan lýsir sagnorði. Hand- bolti og karfa karla Tveir leikir verða i 2. dehd karla i handbolta og hefjast þeir báðir kl. 20.00. í Austurbergi verður fþróttiríkvöld leikur Fylkis og HK en á Seltjarn- amesi er leikur Gróttu og Ár- manns. Staðan í deildinni er nú þannig að HK er í toppsætinu en Grótta er í öðru sæti. Einn leikur verður kl. 20.00 í 1. deild karla í körfubolta. Lið ÍR og UBK keppa í Seljaskóla. Skák Skákforrit geta veriö ævintýralega snögg að leysa flóknustu þrautir. Forritið Chess Ge'nius 2 leysti þessa fomu þraut eftir skáksniUinginn Adolf Anderssen t.d. á augabragði. Hvítur leikur og mátar í 5. leik: Lausnarleikurinn er 1. Dell! sem hindrar að svartur geti vakið upp drottn- ingu með skák. Nú kemst svartur ekki hjá máti. Aðalafbrigðið er 1. - dxel = D 2. Hd4 D = D 3. Ha4 + ! Bxa4 4. b4 + Dxb4 5. axb4+ og mát. Jón L. Árnason Bridge Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar græddi 12 impa á þessu spili í leik sínum gegn sveit Hjólbarðahaharinnar í undanúr- slitaleik Reykjavíkurmótsins í sveita- keppni. í opnum sal sátu Sigurður Vil- hjáimsson og Valur Sigurðsson og kerfi þeirra er Relay-Precision sem byggist á spurnarsögnum. Spumarsagnimar detta oft upp fyrir ef andstæðingamir koma inn á sagnir og era margir gjamir á að trufla sagnimar í kerfmu með frjálsleg- um innákomum. Oddur Hjaltason ákvaö að koma inn á sagnir Sigurðar og Vals á frekar lítil spil, þar sem hann var utan hættu, en það gaf ekki góða raun í þessu spih. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: * Á107 ¥ ÁK863 ♦ K1085 + Á * G6 ¥ 74 ♦ G632 «*• DG976 ♦ KD4 ¥ D92 ♦ Á4 + 105432 ♦ 98532 ¥ G105 ♦ D97 + K8 Vestur Norður Austur Suður Oddur Sig.V. PáU Valur Pass 1+ Pass 1♦ 2+ 2V 3+ 3¥ Pass P/h 4» 5* Dobl Opnun Sigurðar á einu laufl var sterk og þrátt fyrir að svar Vals væri neikvætt ákvað Oddur að læða sér inn á tveimur laufum. Páll gat ekki stillt sig um að segja fimm lauf en þau vom snarlega dobluð og fóm 800 niöur. Ekkert geim kom til baka frá hinu borðinu og sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar græddi 12 impa á spilinu. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.