Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Fréttir Umboðsmaður fíirnur að gjaldtökugleði stjómvalda: Oft settar reglugerðir án lagagrundvallar - lög þarf ef gjald er langt yfir kostnaðarverði „í starfi mínu hefur þaö í ýmsum tilvikum vakiö athygli mína hve stjómvöld virðast oft grípa til setn- ingar reglugerða eða annarra ráð- stafana þótt til þess sé ekki viðhlít- andi grundvöllur í lögrnn. Ýmis mál á sviði gjaldtöku og skattheimtu em dæmi um slíkt. í slíkum tilvikum er eðlilegra að leitað sé fyrirfram eftir skýrri lagaheimild frá Alþingi,“ segir Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, í skýrslu umboðsmanns til Alþingis fyrir árið 1992. Tilefhi þessara orða er að 1992 bár- ust umboðsmanni fleiri kvartanir vegna gjaldtöku og skattheimtu en árin á undan. Af því tilefni sér hann ástæðu til að árétta grundvallarregl- ur um skatta og gjöld. Um gjaldtöku eða svokölluð þjón- ustugjöld segir umboðsmaður að ganga verði út frá þeirri grundvallar- reglu að heimild sé fyrir henni í lög- um, almenningur þurfi annars ekki að greiða sérstakt gjald fyrir af- greiðslu eða úrlausn stjómvalda. Þá sé það meginregla að lög þurfi að setja til að gjald megi taka fyrir þjón- ustu sem veitt hefur verið almenn- ingi að kostnaðarlausu eða verið hef- ur endurgjaldslaus á grundvelli laga. Gjaldtaka eða skattheimta Umboðsmaður tekur af allan vafa varðandi mun á gjaldtöku og skatt- heimtu. Sé gjaldtaka hærri en sem nemur kostnaði sem hlýst af rnn- ræddri þjónustu heitir gjaldtakan einfaldlega skattur en ekki gjald. Til aö innheimta skatta þurfi hins vegar sérstaka lagasetningu þar sem kveð- ið er á um skattskyldu, skattstofn og reglur um ákvörðun skattsins. Ef þau lög séu ekki fyrir hendi stangist gjaldtakan á við 40. og 77. grein stjómarskrárinnar. Þannig geti hvorki ráðuneyti né ríkisstjórnir hækkað gjaldtöku að vild til að safna fé í ríkiskassann, það sé Alþingis að kveða upp úr um hana. „Þar sem heimild er í lögum til þess að taka gjald fyrir opinbera þjónustu, verður að gæta þess við ákvörðun tjárhæöar gjaldanna, aö þau séu ekki hærri en sá kostnaður sem almennt hlýst af því að veita umrædda þjónustu," segir umboðs- maður. -hlh Þorlákur Helgason: Styðekki botnlaust hags- munapot flokkanna „Nei, ég ætla ekki að segja mig úr Alþýðuflokknum og ég er ekki í fýlu út í flokkinn yfir því að hafa ekki náð íjórða sætinu. Stuðningsmenn minir í verkalýðsforystunni tóku ekki þátt í prófkjörinu vegna óánægju með ríkisstjómarsamstarf- ið. Ég á sterkan stuðning inn í flokk- inn en ég er ekki af neinni valdaætt. Ég á eftir að taka ákvörðun um á hvaða póhtíska vettvangi ég ætla að vinna í framtiðinni," segir Þorlákur Helgason, frambjóðandi í prófkjöri Alþýðuflokksins um síðustu helgi. „Eg vil hlýða því kalli sem fram kemur í skoðanakönnun DV þar sem fólk vill breytingar i borginni. 70 pró- sent af alþýðuflokksmönnum em fylgjandi jafnaðarstefnu sem er á skjön við núverandi stefnu flokksins og 90 prósent af þessu fólki styðja Jóhönnu. Það kemur míög bráðlega í Ijós hvað ég hyggst gera í þessu efni en það er alveg ljóst að ég vil ekki láta njörva mig niður í gamla og botnslausa hagsmunapotinu sem Sjálfstæðisflokkurinn og aörir flokk- ar hafa lengi iðkað,“ segir hann. -GHS Loðnuþrær eru orðnar svo fullnýttar á Austurlandi að loðnuskip eru nú farin aö sigla með farminn á hafnir á suðvesturhorninu. Hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík var bræðslan á fullu i gær. Ákveðiö var að frysta loðnuna ekki þar sem hún var orðin heldur of gömul í slikt og þvi ákveðið að bræöa hana. Á myndinni er Vilberg Jóhannes- son, vaktformaöur hjá Fiskimjöli og lýsi, að fylgjast með loðnubræðslunni en á innfelldu myndinni sést yfir „loðnu- hafið“. DV-mynd BG Félagsmálaráðherra ógildir styrkveitingu Djúpárhrepps: Ættartengsl höfðu áhrif á ákvörðun hreppsnef ndar - oddvita og varaoddvita gert að víkja berist styrkbeiðni að nýju Félagsmálaráöuneytið hefur úr- skurðað afgreiðslu hreppsnefndar Djúpárhrepps á styrkbeiðni Kart- öfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. ógilda og gert Kartöfluverksmiðj- unni aö sækja um styrk aö nýju. Þá hefur ráðuneytið einnig úrskurðað oddvita og varaoddvita óhæfa til að fjalla um máhö. Það var 9. nóvember síðastliðinn sem málið var tekið til afgreiðslu á fundi hreppsnefndar. Tveir hrepps- nefndarmanna voru andvígir því að málið væri tekið fyrir þar sem þess hafði ekki verið getið í dagskrá þeirri sem fylgdi fundarboði til hrepps- nefndar. Engu að síður var máliö tekið til afgreiðslu þar sem þrír sam- þykktu að það yrði tekiö fyrir. Styrk- veitingin var svo samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn einu. Magnús Guðlaugsson lögmaður kærði svo afgreiðsluna fyrir hönd Jens Gíslasonar og óskaði jafnframt eftir að köimuð yrðu tengsl hrepps- nefndarmanna við stjórnarmenn í Kartöfluverksmiðjunni. Ráðuneytið óskaði meðal annars svars við þessu. í svarinu kemur fram aö stjómar- formaður Kartöfluverksmiðjunnar er sonur oddvitans, þrír aðrir stjóm- armenn em frændur oddvita og einn þeirra jaftiframt eiginmaöur vara- oddvita. Sömu þrír menn em jafn- framt frændur tveggja annarra hreppsnefndarmanna. Samkvæmt þessu em fjórir af fimm stjómar- mönnum mægðir fjórum af fimm hreppsnefndarmönnum. Félagsmálaráðuneytið geröi einnig athugasemd við þá staðreynd að fjár- hagsáætlun hefði aldrei verið gerð fyrir hreppinn. Skýringin í svari hreppsnefndar var sú að eiginfjár- staöa hreppsins hefði alltaf verið all- góð og því ekki talin þörf á að gera fjárhagsáætlun. -pp Stuttar fréttir Sálfrædingar ílandbúnadinn Ráðunautar í landbúnaði telja sig þurfa sálfræðinga eða felags- ffæðinga til að hjálpa fólki sem hefur orðiö illa úti vegna sam- dráttar í greininni. Þetta kom fram á ráðunautafundi Búnaðar- félagsins í gær. héttsetnir leikskólar Böm giftra foreidra og sambýl- isfólks fa rétt til heilsdagsvistun- ar í leikskólum í Reykjavík á ár- inu en þar er setinn bekkurinn og óvíst að mörg komist að. RÚV greindi frá þessu. Þriðjungurmeðfrest Fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa fengiö frest er síðasti skila- dagur 1 dag á skattframtalinu. Reynsla er fyrir því að þriöj ungur framteþenda biðji um frest. Ræktunarmál í brennidepli Ræktunarmál veröa í brenni- depli á ráðunautafundi Búnaðar- félagsins í dag. Hrossa- og naut- griparæktun verður tekin fyrir. Rikiðseliu Þormóð ramma Hlutabréf ríkisins í Þormóði ramma á Siglufirði hafa verið auglýst til sölu frá 16. febrúar til 1. mars nk. Nafnverð bréfanna er 48 milljónir króna en söluverð 89 milljónir. Morgunblaöiö greindi frá þessu. Innlausn sparisktteina Innlausn er í dag á stórum flokki spariskírteina rikisins fyr- ir alls um 5 milljarða króna. Eig- endur skírteinanna munu flestir ná sér í nýjan flokk spariskír- telna. Lestrarhestaríham ÚUánum bóka i Borgarbóka- safni Reykjavíkur fjölgaöi um 10% á síöasta ári miðaö viö árið 1992. Morgunblaðið greindi frá þessu. Gæðastimpill bandarískra stjórnvalda á íslensku lambakjöti hefur geysimikla þýðingu, að mati formanns Stéttarsambands bænda. Þetta kom fram í Rötis- sjónvarpinu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.