Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Viðskipti Steinb. á fiskm. Hlutabr. Sjóvá-Alm. Mi R fó Má Þr Mi Bensín 92 okt. USD/s =______ . tonn Ml R Fo Má Þr Gengi jensins Ml R Fö Má Þr Mi Kauphöliin í Tokyo Mi Jenið stígur Undanfarna daga hefur slægð- ur steinbítur selst að meðaltali á 62-88 krónur kílóið á flskmörkuð- unum. Framboð hefur verið nokkurt. Hlutabréf í Sjóvá-Almennum hf. lækkuðu í verði sl. fóstudag þegar gengið fór úr 5,65 í 4,70. Síðan hefur gengið haldist óbreytt. 92 oktana bensín í Rotterdam hefur selst á svipuðu verði síð- ustu daga, í kringum 140 dollara tonnið. Á einni viku .hefur gengi jap- anska jensins hækkaö um 1,7%. Sölugengið var 0,6840 krónur í gærmorgun en var 0,6728 fyrir viku. Mikil viöskipti með hlutabréf í hátæknifyrirtækjum í Japan sendi Nikkei-vísitöluna niöur í gær um 2% í kauphöllinni í Tokyo. -bjb Núverandi rekstraraðilar Sveins bakara: Áforma bakstur í öðrum bakaríum auka á hlutafé um 10 milljónir Paö fór eins og sagt var í DV í gær að Iðnlánasjóður leysti til sín fast- eignir Sveins bakara hf. við Álfa- bakka á nauðungaruppboöi í gær. Iðnlánasjóður fékk eignirnar á sam- tals 18 milljónir króna. Núverandi rekstraraðilar Sveins bakara eru í viðræðum við forráðamenn sjóðsins um kaup á vélum og tækjum. Jónas Ingi Ketilsson, stjórnarformaður Rekstraráðs hf. sem sér um rekstur Sveins bakara, sagðist í samtali við DV ekki hafa aðrar vísbendingar en að þær viðræður gengju upp. Rekstrarráð tók yfir rekstur Sveins bakara sl. mánudag með kaupum á 2 milljóna króna hlutafé þeirra tveggja félaga sem stofnuð voru fyrir gjaldþrot fyrirtækisins í haust. Að sögn Jónasar á að auka hlutafé um 10 milljónir króna innan skamms og áform uppi um enn meiri hlutafjár- aukningu. Útsölustaðir Sveins bakara eru 16 talsins og aðspurður sagði Jónas eng- ar ákvarðanir Uggja fyrir um fækkun eða fjölgun á þeim. „Við stefnum að hagræðingu og sérhæfingu. Með Jónas Ingi Ketilsson fyrir framan höfuðstöðvar Sveins bakara hf. hagræðingu í huga munum við skoða hvaða útsölustaðir bera sig og hveij- ir ekki. Sérhæfing þýðir að viö mun- um skoða alvarlega að leita eftir öðr- DV-mynd BG um bakaríum til að framleiða fyrir okkur og draga þar með um bakstri hjá okkur,“ sagði Jónas Ingi. -bjb Lítil skinnasala í Kaupmannahöfn: Veldur vonbrigðum Skinnauppboðinu í Kaupmanna- höfn lauk á þriðjudag. Alls voru 2,5 milljónir skinna seldar fyrir um 5 milljarða íslenskra króna. Þar af seldust um 9 þúsund íslensk refa- og minkaskinn fyrir 22 milljónir króna. Að sögn Arvids Kro hjá Búnaðarfé- lagi íslands er þetta mun minni sala en reiknað hafði verið með en nær 30 þúsund íslensk skinn voru send á uppboðið. „Þetta veldur mér von- brigðum. Því miður hef ég enga skýr- ingu á þessu,“ sagði Arvid. Aðspurður sagðist hann ekki efast um að gæði íslensku skinnanna hefðu verið nógu góð en umfang upp- boðsins mikið og íslensku skinnin lítill hluti af heildinni. Að sögn Arvids fékkst raunhæfara verð nú fyrir skinnin en í desember sl. Svartminkaskinn seldust á rúmar 1800 krónur að meðaltali sem er 10% lægra en þá. Meðalverð fyrir íslensk skinn á síðasta ári var hins vegar um 1100 krónur þannig að íslenskir loðdýrabændur geta vel við unað hvað verð snertir. Vegna vetrar- hörku á Norðurlöndum og Rússlandi hefur skapast eftirspurn eftir loð- dýraskinnum. -bjb Svartminkur — verðþróun á uppboöi í Kaupmannahöfn — 2500 -f----------- ícl itr/ ro ro úO ^2 £2 Ibl. Ki/ ^ (j> cr> ö> cn skinn ^ Á *• £ g *> & <o « -o £ DV Olía og bensín á Rotterdam-markaði: Búist er við verðlækkunum Vetrarhörkur í Bandaríkjunum hafa hækkað verð á bensíni og olíu í Rotterdam og London um nokkra dollara en síðustu daga hefur veröið lækkaö á ný. Svartolía er þarna und- anskihn en hún hefur hækkað jafnt og þétt frá áramótum. Á næstu vikum er því spáð að verð lækki enn frekar. Einkum á það við um Rotterdam-markað. Verðþróunin fer reyndar nokkuð eftir fundi OPEC-ríkjanna í Genf 25. mars nk. Þar er búist við viðræðum um að draga úr olíuframleiðslu. Fari svo ætti verð að hækka á ný. Únsan af gulli í London hefur lækk- að undanfarna viku um rúm 2 pró- sent. Á þriöjudag seldist únsan á 380 dollara. Hins vegar eru sykur og bómull að hækka í veröi í London. Frá því í byrjun desember sl. hefur bómull hækkað um rúm 40 prósent. Sykur er að nálgast það verð sem gilti í desember, um 270 dollara tonn- ið. -bjb IH xV: Vöruverð á erlendum mörkuðuml 370 360 HN| — 140 IOU m M 140 % 130 \js y\í/ N D J F 72 71 // ' I 1 60 N D J F ímIjR' 290 280 270 260 J\j V 240 , N D J F 160. J FI N D J F DVi Landsvirkjun tekurlán til 12ára Lánssamningur var undirritað- ur í Helsinki á þriðjudag milli Landsvirkjunar og Norræna fjár- festingarbankans. Lánið sem Landsvirkjun tekur er að flárhæð 1.320 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Lánstími er um 12 ár, afborgunarlaust ftnstu 5 árin. Vextir eru 6,125% þar til í júní 1998 en þá verður endursam- ið um mynt og vaxtakjör. Lánsfénu hyggst Landsvirkjun verja til endurfjármögnunar skammtímalána sem tekin hafa verið í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins. Norræni fiárfest- ingarbankinn, sem Jón Sigurðs- son mun stýra frá 11. apríl næst- komandi, er stærsti eínstaki lán- veitandi Landsvirkjunar með um 12% af langtímalánum fyrirtæk- isins. Norræni fjárfestingarbanMnn samþykkti lán til íslands á síð- asta ári upp á 5,2 núlijarða króna og greiddi út lán íýTir 3,6 millj- arða. Hlutur íslands í lánveiting- um bankans er 9,2%. VeltanáVerð- bréfaþingi minnkaði um helming Heildarvelta á Verðbréfaþingi íslands var 3,2 milljarðar króna í sl. janúarmánuði sem er að meðaltali um 160 miiljónir króna fyrir hvem viðsMptadag. Til samanburðar víð janúar 1993 er þetta nær helmingi minni velta. Þá voru viðsMpti að meðaltali um 300 milljónir á hverjum virkum degi. Af þessum 3,2 railljörðum í ný- liðnum janúarmánuöi voru viö- sMpti með ríkisvíxla fyrir 2,7 milljarða, spariskírteini fyrir 216 milljónir, riMsbréf fyrir 210 millj- ónir, húsbréf fyrir 115 milljónir og hlutabréf fyrir tæpar 20 múlj- ónir króna. inyrri A ráðunautafundi Búnaöarfé- lags íslands, sem nú stendur yflr í Bændahöllinni, var kynnt i gær ný útgáfa af áætlanaforríti fyrir bændur og ráöunauta. Forritið, sem nefnist Búhagur, hefur aöal- iega verið notað þegar bændur sækja um lán til Stofnlánadeildar landbúnaöarins. Með nýrri útgáfu Búhags verð- ur hægt að nota það sem leiðbein- ingartæki í áætlanagerð og til þess að vekja bóndann til um- hugsunar um bættan rekstur. Forritið veröur tilbúið í maí nk. Vinnuveitendur mótmælafast- eignaskatti Framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands íslands, VSÍ, hef- ur sent írá sér ályktun þar sem sérstökum fasteignaskatti á skrif- stofu- og atvinnuhúsnæði er harðlega mótmælt. Kaupstaöir, að Selfjamarnesi, Garöabæ og Vestmannaeyjum undanskildum, hafa lagt þennan skatt á sam- kvæmt hehnild í nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Skattprósentan er 1,25% í flestum kaupstöðum en 0,9% í öörum. Framkvæmdastjóm VSÍ telur stórfellda mismuninn eiga sér stað með þessum skatti og nefnir sem dæmi að bensínstöö beri skattinn en smurstöö ekki. Þess er farið á leit við sveitarfélögin að þau lækki skattinn eða afhemi hann með öllu ella færist verslun útúrlandinu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.