Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Pólitísk sprengja
Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra hefur varp-
að póhtískri sprengju. Hann mælti fyrir því á Akureyri
í vikunni að þorskkvótinn í ár yrði aukinn úr 165 þúsund
tonnum í 200 til 220 þúsund tonn.
Sighvatur segir í viðtah við DV að „þetta þjóðfélag
okkar þoh það ekki að ætla að skera þorskkvótann niður
í 165 þúsund lestir í ár“. Með því sé verið að biðja um
stóraukið atvinnuleysi. Eftir alvarlega skoðun á málinu
hafi hann komizt að því, að stór hluti kvótans klárist
fyrir vorkomu. „Á hverju ætla menn síðan að lifa, þar
til nýtt kvótaár hefst næsta haust?“ spyr ráðherrann í
viðtahnu.
Sighvatur segist munu fylgja þessum hugmyndum sín-
um eftir í stjómarhði og ríkisstjóm. Hann mun ekki einn
um shkar skoðanir í þingflokki Alþýðuflokksins. Gunn-
laugur Stefánsson hefur talað um 100 þúsund tonna aukn-
ingu þorskkvótans. Gísh Einarsson hefur nefnt 20 þúsund
tonna aukningu. Vissulega mundi aukning eitthvað af
ámóta stærðargráðu og þessir alþýðuflokksmenn nefna
verða lyftistöng fyrir þjóðarbúið nú í ár. Vandamál at-
vinnuleysis og kvótaleysis mundi mikið minnka, og
kjaraskerðing landsmanna yrði minni en eha. Að
óbreyttu má gera ráð fyrir um tveggja prósenta sam-
drætti þjóðarframleiðslu í ár. Að vísu má vonast til þess,
að samdrátturinn verði eitthvað minni vegna veiða utan
fiskveiðhögsögunnar, en það er ekki gefið. Vonir standa/
til þess, að árin 1995 og 1996 verði framleiðsluaukning,
„hagvöxtur“, hér á landi, en menn em þreyttir á langri
bið. Víst væri freistandi að auka kvótann, en finnst lands-
mönnum það ráðlegt? Væri það stjómvizka?
Fæmstu fiskifræðingar okkar hafa lagt mikla og vand-
aða vinnu í að meta ástand þorskstofnsins. Þeir sáu af
rannsóknum sínum, að hætta steðjaði að stofninum. Þeir
mátu, hver mundi verða líkleg framvinda þorskstofnsins
eftir því hve mikið yrði veitt. Á þeim grundvehi ákváðu
stjómvöld kvótann.
Hafrannsóknastofnun reiknaði þannig á síðasthðnu
ári líkleg áhrif og fékk út, að yrðu veidd 225 þúsund tonn
árin 1994 og 1995 mundi veiðistofn, sem nú er í sögulegu
lágmarki eða um 40 prósent af stofnstærð árið 1980,
minnka niður fyrir 500 þúsund tonn og hrygningarstofn-
inn minnka niður fyrir 150 þúsund tonn árið 1996.
Verði veidd 200 þúsund tonn af þorski þessi ár, muni
bæði veiðistofn og hrygningarstofh halda áfram að
minnka frá því sem var í fyrra.
Við 175 þúsund tonna veiðar muni veiðistofn minnka
niður í 580 þúsund tonn árið 1995 og hrygningarstofn
nánast standa í stað næstu árin. Aðeins með því að tak-
marka aflann enn frekar megi gera ráð fyrir, að þorsk-
stofninn nái að stækka svo að nokkm nemi fram til árs-
ins 1996.
Stjómvöld hafa vel að merkja ekki gengið jafnlangt í
skerðingu og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til. Hættan
er því sú, að skerðing þorskaflans hafi ekki verið og sé
enn ekki nægheg.
Tihögur nokkurra alþýðuflokksmanna og annarra um
verulega aukningu þorskkvótans í ár era háskalegar. Þar
er ekki bara spuming um eitt ár heldur langa framtíð.
Að mati fæmstu fiskifræðinga þolir þorskstofninn ekki
meira álag en ráðgert er.
Þess verður að vænta, að ráðamenn þjóðarinnar fari
ekki „á taugum“, þótt við mikla erfiðleika sé að etja í
efnahagsmálum og það þótt kosningar fari í hönd.
Haukur Helgason
„Fjölmargir neytendur álita þaö hálfgerð svik við sig að fá ekki að njóta niðurfellingar tolla í kjölfar EES-
samningsins," segir m.a. í greininni.
Vörugjöldin til eftir-
litsstofnunar EFTA
Minn ágæti félagi í efnahags- og
viöskiptanefhd Alþingis, Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, skrifaði grein í
DV 3. febrúar sl. og lýsir þar
áhyggjum sínum vegna beiðni
Verslunarráðs íslands um að Efdr-
htsstofnun EFTA gefi áht sitt á
breytingu fjáröflunartolla í vöru-
gjöld vegna gildistöku EES-samn-
ingsins. I EES-samningnum féhust
íslendingar á að leggja af fjáröflun-
artoha á iðnaðarvörur.
í samningnum er líka gerð sú
krafa að skattkerfið sé hlutlaust
gagnvart innflutningi og innlendri
framleiðslu. Vörugjöldin eru ann-
ars eðhs en tohar og leggjast bæði
á innflutning sem innlenda fram-
leiðslu. Vörugjöld af ýmsum toga
eru algeng skattheimta víða á hinu
Evrópska efnahagssvæði og ekkert
í EES-samningnum sem bannar að
leggja á vörugjöld.
Það var almenn skoðun og einnig
almenn skoðun innan Verslunar-
ráðs íslands að í texta samningsins
væri ekkert sem hindraði álagn-
ingu vörugjalds á ahar þær vörur
sem íslendingar kysu að leggja það
á.
Eftirlitsstofnun EFTA merk
nýjung
Sú merka nýjung er í EES-samn-
ingnum umfram eldri fríverslunar-
samninga að nú er kominn raun-
hæfur möguleiki tíl þess að skera
úr um lausn deilumála. Eftirhts-
stofmm EFTA á að hafa eftirht með
framkvæmd samningsins og síðan
sker EFTA-dómstóhinn úr málum
sem borin eru undir hann.
Þetta er mikh framfór og bætir
mjög réttarstöðu fyrirtækja og al-
mennings í aðhdarríkjum EES.
Sérstaklega er þetta mikhvægt fyr-
ir hin minni ríki þar sem ágrein-
ingsmál eru nú ekki ráðin th lykta
KjaUaiinn
Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður,
framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands
með póhtísku valdi heldur á grund-
velh faglegrar umfjöllunar. Vöru-
gjaldamáhð er einmitt ágætt mál
af þessum toga. Fjölmargir neyt-
endur áhta það hálfgerð svik við
sig að fá ekki að njóta niðurfellingu
toha í kjölfar EES samningsins. (Eg
veit að Jóhannesi Geir er annt um
hag neytenda.) Ennfremur hafa
forráöamenn fyrirtækja, sem
starfa við að uppfyha þarfir neyt-
enda fyrir ýmsar innfluttar en
gjaldskyldar nauðsynjavörur, efast
um lögmæti breytingarinnar úr
tolh í Vörugjald. Þegar svona efa-
semdir hggja fyrir er um að gera
að fá áht Eftirhtsstofnunar EFTA
á málinu í stað þess að standa í
ónauðsynlegu karpi.
Ný hugsun staðreynd
Ghdistaka EES-samningsins kah-
ar á nýja hugsun. Sjómvöld, bæði
framkvæmdavald og löggjafarvald,
svo og hagsmunaaðhar verða að
venja sig við að nú þýðir ekki að
þræta um mál í óbhandi trú á eigin
óskeikuheik. Allir aðhar verða ein-
mitt að vera thbúnir th þess að láta
reyna á hvort ákvarðanir og að-
gerðir standist samkvæmt EES-
samningnum sem við höfum gert
og mun færa okkur bætt lífskjör i
framtíðinni. Þess vegna er sjáifsagt
að fá EftirUtsstofnun EFTA th þess
að leggja annaöhvort blessun sína
yfir breytingu toha í vöragjöld, sem
sannarlega var gerð í góðri trú, eða
fá þá upp annmarkana á þeirri
breytingu. Þetta er sjálfsagt fram-
ani hugsun fyrir ýmsa en ég veit
aö Jóhannes Geir, minn ágæti fé-
lagi, mun verða fljótur að átta sig
á nýmælunum og hinni bættu rétt-
arstöðu fyrirtækja og almennings.
Vilhjálmur Egilsson
„Stjórnvöld, bæði framkvæmdavald og
löggjafarvald, svo og hagsmunaaðilar
verða að venja sig við að nú þýðir ekki
að þræta um mál í óbilandi trú á eigin
óskeikulleik.“
Skoðanir annarra
Aldrei í stj órn með Ólaf i
„Davíð Oddsson forsætisráðherra lét þau orð
falla í umræðum á Alþingi um málefni Ríkisútvarps-
ins, aö hann sem forsætisráðherra myndi aldrei sitja
í stjóm með Ólafi Ragnari Grímssyni... Þetta er
athyghverð yfirlýsing hjá forsætisráðherra og vel
skhjanleg. Aðferðir formanns Alþýöubandalagsins
við að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjóm-
ina í hehd verða áð teljast högg fyrir neðan beltis-
stað.“
Úr forystugrein Alþbl. 9. febr.
Til alþingismanna!
„Alþingismenn! Ef þið vhjið að þjóðin taki mark
á ykkur þá hættið þessu orðaskaki. Framkvæmið
heldur eitthvað af fögru loforðunum sem þið gáfuð
fyrir síðustu kosningar og sýnið að þið séuð í raun
að róa lifróður gegn atvinnuleysi. Að öðrum kosti
skuhð þið segja af ykkur og sækja um atvinnuleysis-
bætur, sem eru að meöaltah um 31 þúsund krónur
á mánuði, svo þið kynnist sjálfir þeim kjörum sem
þiö æthö öðrum.“
Sigurður T. Sigurðsson, form. Verkamannafél. Hlíf-
ar, í Mbl. 9. febr.
Áttunda undur veraldar
„Nokkrar af athyghssjúkustu persónum lýðveld-
isins komust í sjónvörpin um helgina undir því yf-
irskini að segja ólæsinu stríð á hendur. Umgjörðin
voru dýrustu veitingasahr Norður-Atlantshafsins og
frægðarfólkið stóð upp í röðum th að sanna að það
kynni að lesa... Ef sjónarspihð í Perlunni um helg-
ina bætir agnarögn við lestraráhuga almennings,
má telja þaö th áttunda undurs veraldar og verður
fært í jarteina- og.kraftaverkabækur.“
OÓ í Tímanum 8. febrúar