Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 28
40 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Merming * Daníel Þ. Magnússon. Finnbogi Pétursson. Halldór Ásgeirsson. Svava Björnsdóttir. Menningarverðlaun D V: Fimm tilnef ningar til menn ingarverðlauna í myndlist Dómnefhdir vegna Menningar- verölauna DV sem afhent verða 24. febrúar hafa verið að störfum að undaníomu og hafa sumar þeirra komið sér niður á tilnefningar til verðlaunanna, meðal annars mynd- listamefndin, en hana skipa Aðal- steinn Ingólfsson, listfræðingur við Listasafn íslands, Ólafur Engilberts- son, myndlistargagnrýnandi DV, og Edda Jónsdóttir myndlistarmaður. I greinargerð frá nefndinni, sem fylgir tilneöiingununl', segir: „Eins og venjulega eru Menningar- verðlaunin veitt fyrir markverða myndlistarsýningu eða sérstakt framtak sem tengist myndlist á árinu á undan. Dómnefndin gaumgæfir því myndlistarviðburði ársins sem í þetta sinn vom hátt í 300 talsins og velur úr þeim fimm sýningar eða viðburði sem hún telur hafa sætt mestmn tíðindum í myndlistarlífi landsmanna. í ár hefur dómnefndin tilnefnt eft- irfarandi fimm aðila til menningar- verðlaunanna fyrir myndlist: Gilið á Akureyri þar sem Listasafn Akureyrar er til húsa í gömlum bygging- um. Menningarmálanefnd Akureyrar, sem afrekaði að koma á laggimar glæsilegu Listasafni fyrir Akureyri og leggja þannig gmnninn að blóm- legu myndhstarumhverfi á Norður- landi. Daníel Þ. Magnússon myndlistar- mann, sem hélt sýningu að Kjarvals- stöðum, þar sem fóm saman knappt útlit, rík efhiskennd og hljóðlátur en blæbrigðaríkur skáldskapur. Finnboga Pétursson myndlistar- mann, fyrir hljóðskúlptúra sína í Listasafni íslands, í Listasafni Akur- eyrar og að Kjarvalsstöðum, en með þeim hefur hann gerst brautryðjandi og könnuður nýs venileika í ís- lenskri myndhst. Halldór Ásgeirsson myndlistar- mann, sem á sýningu sinni í Lista- safni ASÍ hélt uppi skapandi viðræðu við íslenskt hraunlandslag með nýj- um og afar persónulegum áherslum. Svövu Björnsdóttur myndlistar- mann, sem í einfoldum en mikilfeng- legum lágmyndum úr pappírsmassa, sem sýndar vom aö Kjarvalsstöðum, tókst að tæpa á miklum andlegum víddum." Æfingar standa yfir á Dónalegu dúkkunni: Konan í ýmsum myndum Þessa dagana standa yfir æfingar hjá Skjallbandalaginu á verkinu Dónalegu dúkkuhni eftir Dario Fo og Fröncu Rame en leikritið verður sýnt í húsnæði Frú Emelíu 1 Héð- inshúsinu og er frumsýning áætiuð 8. mars. Leikfélagið Skjallbanda- lagið varð til í kringum Óháðu listahátíðina í Reykjavik síðastliðið vor og setti þá upp verkið Við höf- um sömu sögu að segja. Dómar og undirtektir vom góðar og var strax ákveðið framhald á starfi banda- lagsins en það hefur orðið að bíða vegna annarra skuldbindinga Mar- íu Reyndal leikstjóra og Jóhönnu Jónas leikara en þær stöllur eru potturinn og pannan í Skjallbanda- laginu. Dónalega dúkkan er verk þar sem höfundar taka fyrir konuna í hin- um ýmsu myndum og velta upp á stundum grátlegan en þó einkum hlægilegan hátt persónum og uppá- komum þar sem mest ber á ítölsk- um hita og ástríðum kvenna. Dario Fo er þekktur fyrir að nota leikhússkriftir sínar sem deilur á samfélagið undir merki gaman- leiksins og farsans og er Dónalega dúkkan gott dæmi um snilli hans. Við skriftir verksins fékk hann eig- inkonu sína, Fröncu Rame, til liðs við sig og þar með breyttist undir- tónninn eilítið og varð ef til vill ögn næmari. Dónalega dúkkan skiptist í þrjá þætti sem bera þess sterk merki að vera runnir upp úr ítölsku menningarsamfélagi, tilfinninga- ríkir, hraðir, ögrandi og litríkir. -HK María Reyndal leikstjóri og Jóhanna Jónas leikkona. Norræn hátíð áhugaleikfélaga í Tönder: Skagamenn sýna fyrír íslands hönd Siguröur Sverrissan, DV, Akranesi: Samband norrænna áhugaleikfé- laga hefur valið leikritið Alltaf má fá annað skip eftir Kristján Krist- jánsson til þátttöku á norrænni leik- listarhátíð áhugaleikfélaga sem fram fer í Tönder, vinabæ Akraness, í Danmörku um mánaðamótin júní og júlí. Skagaleikflokkurinn frumsýndi verkið í fyrra en það var sérstaklega samið fyrir hann. Kristján sagðist í samtah við DV ekki neita því að hann væri ánægður með að verkið skyldi hafa verið valið á hátíðina sem framlag íslands. Hann sagði valið jafnframt vera viður- kenningu fyrir Skagaleikflokkinn og staðfestingu á metnaðarfullri stjóm hans. Skagaleikflokkurinn fær 300 þús- und króna styrk til fararinnar. Kristján sagðist vænta þess að verkið yrði sýnt a.m.k. tvisvar sinnum á hátíðinni en endanlegar upplýsingar þar að lútandi hafa ekki borist. Það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Skagaleikflokknum skuh hlotnast þessi heiður á 20 ára afmæU hans og þá ekki síður skemmtilegt að hátíðin, sem haldin er þriðja hvert ár, skuU að þessu sinni vera haldin í Tönder, vinabæ Akraness í Danmörku. m Vilhjálmur Árnason. Vilhjálmurhlaut vidurkenningu Undanfarin ár hefur Hagþenkir veitt viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi fræðistörf og samn- ingu fræðirita og námsefnis. Við- urkenningu í ár fékk Vilhjálmur Ámason heimspekingur í tilefhi af bók sinni, Siðfræði lífs og dauða. Auk viðurkenningar- skjals hlaut VUhjálmur fjárhæð að upphæð 250.000 kr. I greinar- gerð viðurkenningarráðs segir m.a. um störf og ritverk Vil- hjálms. „Bókin Siöfiæði lífs og dauða er byggð á traustum gmnni sem Vilhjálmur sækir annars vegar til ritheimilda og hins vegar til reynslu sinnar af viðræðum við starfsfólk heil- brigðiskerfisins og jafnvel af eig- in störfum á vettvangi bama- vemdunarmála. Hann skrifar texta sem er bæði áhugaverður frá heimspekilegu sjónarmiöi og um leið lifandi og jarðbundinn á þann hátt að hann vekur áhuga þeirra sem vinna að þessum mál- um eða láta sig þau varða... “ Blómlegt leiklist- arlíf á Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur rek- ið atvinnuleikhús í 20 ár og leik- húslíf hefur sjaldan eða aldrei verið með jafn miklum blóma og einmitt um þessar mimdir en tvö leikrit eru i gangi, gleðileikurinn Góðverkin kalla og BarPar, og verða sex sýningar á þessum leik- ritum um helgina. Þrátt fyrir góða aðsókn verða Góðverkin kalla að víkja i lok febrúar fýrir Óperudraugnum sem nú er verið að æfa. Góð aðsókn er einnig að BarParinu en þar fara tveir helstu leikarar Akureyringa, Sunna Borg og Þráinn Karlsson, með fjórtán hlutverk alls. Ivan Klánsky hjá Tónlistarfélaginu Einn* fremsti tónlistarmaður Tékklands Ivan Klánsky mun halda tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins i íslensku óperunni á laugardaginn. Klánsky vann sín fyrstu verölaun 17 ára gamall i Beethoven-samkeppninni i Hradec i heimalandi sínu. Á næstu árrnn vann hann hvað eft- ir annaö til vérðlauna. Síðan 1982 hefur hann verið fastráöinn ein- leikari með tékknesku Fil- harmóníuhljómsveitinni og ferð- aðist meö henni víða um heim. Ivan Klánsky er prófessor við Tónlistarháskólann í Prag og í Luzern, auk þess sem hann held- ur sumarnámskeið í Dublin. Leikhústónlist Þjóðleikhúsið mim nú um helg- ina fhunsýna Gauragang eftir ÓlafHauk Símonarson. Um sama leyti verður gefin út geislaplata með tónlist sem hin vinsæla hljómsveit Nýdönsk hefur samið og flytur í leikritinu. Verður hljómplatan sú þriöja á stuttum tíma sem gefin er út með leikhús- tónhst Stuttu eftir að Eva Luna var frumsýnd var gefin út frum- samin tónlist Egils Ólafssonar með söng leikara í verkinu og Verslunarskólanemar létu ekki nægja aö flytja Jesus Christ Superstar á Hótel íslandi heldur gáfu flutninginn út á geislaplötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.