Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
Stuttar fréttir
Útlönd
Hafaekki áhuga
Bosníumenn eru óánægöir og
vyja ekki sameinast sambands-
ríki múslíma og Króata.
Villfrið
Al-Assad, for-
seti Damascus,
tilkynnti á ráð-
stefnu ísraeia
og Araba í Sýr-
landi á dögun-
um aö hann vill
semja um friö
viö ísrael en
kærir sig ekki um að gefa eftir
varöandi mikilvæg málefni.
Alls 26 flokkar
Alls ætla 26 stjómmálaflokkar
aö taka þátt í kosningunum í S-
Afriku í apríl.
Atk væðagreiðslu frestað
Öryggisráð SÞ frestaöi at-
kvæðagreiðslu um fordæmingu á
Hebron-morðunum.
Óeirðir aukast
Óeirðir og glæpir aukast í Só-
malíu eftir því sem íleiri herir
Bandaríkjamanna yfirgefa svæð-
ið.
LofarKína
Forsætisráöherra Kína segir
erfiöleika í nánd vegna markaðs-
kerfis.
TekiðfyriríGenf
Leiðtogi Ge-
orgiu, Eduard
Shevardnadzc,
sogir viðræður
um Iríö milli
stjórnar sínsog
Abkhazian aö-
skilnaöar-
sinna, sem
fram hafa farið á þingi SÞ, veröí
haldið áfram í Genf i þessum
mánuöi.
Syrgja Mercouri
Gríska þjóðin syrgir Melinu
Mercouri sem jörðuð var í heima-
landi sínu, Grikklandi, í gær.
Vilja yfirheyrslur
Repúblikanar vilja aö yfir-
heyrslur hefjist um Whítewater-
máliö í öldungadeildinni en
demókratar neita því.
Vitaum helförina
Meirihluti þýsku þjóðarinnar
veit og trúir að helfor gyöinga
hafi veriö raunveruleiki.
Ekki látinn laus
írskur maður, sem fangelsaöur
var fyrir íran-kontra, var ekki
látinn laus gegn tryggingu.
Sættirnást
Hemefhd i Saana segir sættir
hafa náðst í deilum á milli strið-
andi fylkinga í Yemen.
Viljaskýringu
SÞ vill skýringu frá stjórn Súd-
an á loftárásum á borgara.
Vildiekkimóðga
Carlos Men-
em, forseti
Argentínu,seg-
ist ekki hafa
ætlað sér að
móðga gyðinga
með þvi að
mæta ekki á
frumsýningu á
Lista Schindlers í Argentínu.
Viljafund
Rússar vilja nýjar friöarvið-
ræður milli PLO og ísraels í
Madríd vegna Hebron-morðanna.
Þúsundiátist
Þúsund manns hafa látist í
óeirðum roilli ættflokka í Ghana
aö undanfomu.
Reuter
Óvissa rnn hlutverk Islendinga í Noröurlandaráði á komandi árum:
Það er engin ástæða
til að fara á taugum
- segir Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra um stöðuna
Gísli Kiistjánsson, DV, Stokkhólmi;
„Auðvitað em menn hræddir en
það er engin ástæða til að fara á taug-
um,“ sagði Guðmundur Ámi Stef-
ánsson heilbrigðisráðherra í viðtali
við DV á Norðurlandaráðsþinginu í
Stokkhólmi um breytta stöðu íslands
í Norðurlandasamstarfinu fari svo
að Svíar, Finnar og Norðmenn gangi
í Evrópusambandið, ESB.
„Ég viðurkenni að óvissuþættirnir
eru margir en þetta bendir ekki til
að leiðir séu að skilja," sagði Guö-
mundur. Hann spáði því að á næstu
árum myndi verða til tvöfalt kerfi
innan Norðurlandaráðs. Annars
vegar myndi starfið beinast að sam-
ræmingu á stefnu Norðurlandanna
Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra.
innan ESB. Þar gætu íslendingar
aðeins orðið áheyrendur. Hins vegar
héldist menningarsamstarfið líkt og
áður.
Guðmundur sagðist telja að menn
gerðu of mikið úr einangrun íslands
utan ESB og sagðist ekki sjá fyrir sér
að hörmungar biðu landsmanna.
„Ef vilji skapast til að skoða ein-
hvers konar aðild þá á að skoða alla
möguleika í því sambandi og sjá
hverju við emm að hafna með því
að standa fyrir utan Evrópusam-
starfið. En nú sem stendur sé ég ekki
að það sé vilji til að ganga lengra en
þegar hefur verið gert með samning-
unum um Evrópska efnahagssvæð-
ið,“ sagði Guðmundur Árni.
Fuglaskoðarar flykktust til Pennington Flash Country Park garðsins nærri Manchester á Englandi í gær til að reyna
að koma auga á fugl nokkurn frá austurhluta Síberiu en hann hefur nú sést á Bretlandi í fyrsta skipti. Símamynd Reuter
Kimberly Mays
farinn heimtil
kynforeldranna
Kimberly
Mays, fimmtán
ára bandaríska
stúlkan sem
fékk „lögskiln-
að“ frá kynfor-
eldrum sínum í
fyrra, eins og
frægt er orðið,
er farin frá fóðumum sem ól
hana upp og flutt inn til kynfor-
eldra sinna til að reyna að leysa
persónuleg vandamál.
Skipt var á Kimberly og ann-
arri stúlku á fæðingardeild í
Flórída á sínum tíma.
Að sögn réttargæslumanns
hennar eru báðir foreldrar stúlk-
unnar samþykkir þessu ráðslagi.
Fjölmiðlar hófu mikla leit að
Kimberly í gær þegar blaðið
Tampa Tribune skýrði frá því að
hún hefði farið frá fóöur sínum,
Robert Mays, og snúið til kynfor-
eldra sinna. í síðustu viku dvaldi
hún í nokkra daga í athvarfi
KFUK.
Lögfræðingur stúlkunnar segir
vandræði hennar ekki í neinu
sambandi við forræöisdeiluna
umhana. Reuter
Talsmaður heildarsamtaka norsks sjávarútvegs um tilboðið til ESB:
Tvö þúsund tonn af þorski
lítið tilað gera veður út af
Þrátt fyrir reiöi samtaka norskra
sjómanna vegna tillagna stjórnvalda
um sjávarútvegssamning við Evr-
ópusambandið segir Jan Lauritzen,
upplýsingafulltrúi Norges Fiskarlag,
heildarsamtaka í norskum sjávarút-
vegi, að tvö þúsund tonn af þorski
séu lítið til að gera veður út af. Miklu
mikilvægara sé að fá yfirráö yfir
nýtingu auölindanna norðan 62.
breiddargráðu.
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráöherra Noregs, bauö tvö þúsund
tonna umframkvóta af þorski til að
liðka fyrir að samningar tækjust um
inngöngu Noregs í Evrópusamband-
iö en það dugði ekki til.
Javier Solana, utanríkisráðherra
Spánar. Simamynd Reuter
Javier Solana, utanríkisráðherra
Spánar, hvatti norsk stjórnvöld í gær
til að gefa eftir í kvótamálinu. Spán-
verjar hafa sætt mikilh gagnrýni
innan ESB vegna afstöðu sinnar og
hafa Þjóðverjar m.a. sakað þá um aö
vera aöalhindrunin í vegi inngöngu
Noregs í sambandið.
Norðmenn hafa metið tvö þúsund
umframþorsktonnin á um tvö
hundruð milljónir íslenskra króna.
Alf Hummberset, formaður sjávar-
útvegssamtakanna í Nordlandsfylki,
hefur reiknaö út að umframkvótinn
þýði í reynd að 60 mótorbátar með
um níutíu menn í áhöfn hafi atvinnu
í hálft ár. Bátamir veiða einnig ufsa,
ýsu og fleiri tegundir. Um tvö hundr-
uð manns í landi fengju vinnu í jafn-
langan tíma.
Anne Enger Lahnstein, leiðtogi
Miðflokksins, sagði í gær að útlit
væri fyrir að sjávarútvegsráðherr-
ann mundi ná samkomulagi sem
væri verra en hún hefði talið mögu-
legt. Þá hélt Erik Solheim úr sósíal-
íska vinstri flokknum því fram að
Jan Henry T. Olsen heföu líklega
fallið frá þeirri kröfu að Norðmenn
hefðu umráðarétt yfir nýtingu auð-
lindanna norðan 62. breiddargráðu.
NTB, Reuter