Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 17 Sviðsljós Miðaldra fyrirsætur eru í tísku: Fyrirsætan fær þakkarbréf frá komim á sama aldri Þó aö Cindy Crawford, Naomi Campell og aðrar slíkar fyrirsætustjörnur séu vin- sælar og mikiö í sviðsljósinu eru aörar sem gera það líka gott - þótt mun eldri séu. Miðaldra konur eru nefnilega að sækja í sig veðrið sem fyrirsætur. Lauren Hutton, sem er fimmtug, er orðin gífurlega vinsæl fyrirsæta á nýjan leik en hún var ein frægasta fyrirsæta Revlon-fyrirtækis- ins um margra ára skeið. Það var Eileen Ford sem uppgötvaði Lauren Hutton og bað hana reyndar að láta laga á sér tennurnar og grenna sig svolítið áður en hún færi í fyrstu ljós- myndatökuna. Lauren var ekki á því að losa sig við frekjuskarðið milli framtann- anna og þótt það sé enn á sínum stað hef- ur hún náð miklum frama sem fyrirsæta. Stærsti samningur hennar var við Rev- lon fyrir tuttugu árum og varð Lauren á nokkrum mánuðum hæst launaða fyrir- sæta í heimi. Hún fékk samning upp á tvö hundruð þúsund dollara á ári (rúmlega íjórtán milljónir króna) frá fyrirtækinu. Fyrir stuttu gerði hún nýjan samning við Revlon og þótt hún vilji ekki segja hversu samningurinn er hár í þetta skipt- ið er ljóst að hann er hærri en sá fyrri. Lauren Hutton er ekki eina miðaldra fyr- irsætan sem gerir samning við snyrtivöru- fyrirtæki því Isabella Rosselini, sem kom- in er yfir fertugt, hefur verið samnings- bundin við Lancome til margra ára. Svo virðist sem markaðurinn sé farinn að stíla meira inn á þann aldur. Uppgötvuð fyrir tilviljun Það var í raun tilviljun að Lauren Hut- ton gerðist fyrirsæta. Hún var á leið til Afríku frá heimili sínu í Suður-Karólínu með viðdvöl í New York þegar Ford Mod- els uppgötvaði hana. Hún hét þá reyndar Mary Laurence Hutton en breytti nafni sínu í Lauren eftir átrúnaðargoði sínu sem var leikkonan Lauren Bacall. Reyndar fór Lauren aldrei til Afríku eins og hún ætiaði þá en í gegnum árin hefur hún ferðast um allan heim sem ljós- myndafyrirsæta. Oft hafa þetta verið löng og ströng ferðalög. Hún hefur aldrei gifst né eignast börn en hefur átt í sambandi við Malcolm McLaren. Hún talar um að ættleiða barn einhvern tíma. Lauren lék í bíómyndum, m.a. á móti Richard Gere í American Gigolo. Lauren taldi að tími sinn sem fyrirsæta væri á enda. Svo hefur þó ekki orðið. Hún hefur unnið talsvert fyrir vin sinn Giorgio Armani og er reyndar ein af uppáhaldsfyr- irsætum hans. Einnig hefur hún skreytt allar auglýsingar fyrir Hennes og Mauritz í vetur og hafa þær þótt takast vel. Britt Ekland, sem er á svipuðum aldri, skreytti H&M auglýsingar fyrir nokkrum árum en þótti þá of gömul og var gagnrýnd. Það sama verður ekki sagt um Lauren Hutton núna. Hún fær fjöldann allan af bréfum frá miðaldra konum þar sem þær þakka henni fyrir að sýna að konur á miðjum aldri eru líka fallegar. Lauren er mjög ánægð með að sýna að hún er eftirsótt, kvenleg og ekki síst að hennar kynslóð er langt því frá ósýnileg. Lauren Hutton verður fimmtug á þessu ári en er engu að siður ennþá mjög eftirsótt fyrirsæta. Hún sannar að konur þurfa ekki að verða gamlar og hrukkóttar þótt þær komist á miðjan aldur. Auglýsing frá H&M, þar sem Lauren Hutton er fyrirsætan, hefur vakið mikla athygli miðaldra kvenna og þær hafa sent henni þakkarbréf. Fyrir ferminguna íslenskjárnrúm í öllum stærðum. Innbrennd lökkun. Sófasett/homsófar eftir máli og áklæðavali. Svefnbekkir. Goddi - Efnaco Smiðjuvegi 5 - Kópavogi, sími 641344 lim SÓIWik..'" Sólftepp'^a Kr395l l.9955\ — at at h\jón'tæK'u ónvarp kr f1'90°^1 19.900 o.- itæki mfgeislasp- _0 kr 44.900«... -jamstæða m/gel 55.8OO tSST**- j0 samstœöa 59.900 *w- |l .kureyri Akranesi ísafirði in/rillum 1 Ctillhr\lt KAÍoitonAÍll ' M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.