Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 18
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
18
Dagur í lífi Guðrúnar Ágústsdóttur hjá Samtökum um kvennaathvarf:
Barist gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi
Guðrún Ágústsdóttir i baráttugöngu 8. mars. DV-mynd Þök
„Ég svaf yfir mig þennan morgun
en vaknaði við viðtal á rás tvö við
tvær konur úr Kvennaathvarfinu,
bamastarfsmann og eina vaktkonu.
Einnig var þar viðtal við kennara
sem starfar í skóla athvarfsins og
börn þaðan. Sem betur fer missti ég
ekki af viðtölunum. Þau voru liður í
þessum degi, 8 mars, sem er alþjóð-
legur baráttudagur kvenna. Hann
var að þessu sinni helgaður barátt-
unni gegn kynferðislegu ofbeldi. Ég
flýtti mér að drekka teið mitt og
borða ristað brauð áður en ég stökk
af stað niður í Kvennaathvarf. Kom
reyndar aðeins of seint á fund fram-
kvæmdanefndar Samtaka um
kvennaathvarf en þar vomm við að
ræða ýmiss konar nýbreytni í starf-
inu. Bæði í bamastarfmu og skóla
athvarfsins, svo og mannaráðningar,
sumarafleysingar og fleira í þeim
dúr. Fundinum lauk um ellefuleytið
en þá vora komnir menn til að setja
upp hljóðkerfi í Hlaðvarpanum fyrir
útifundinn sem átti að verða síðar
um daginn.
Ég hafði klukkustund áður en
borgarráðsfundur hófst klukkan tólf.
Ég notaði hann til að taka nokkur
símtöl sem ég þurfti að sinna en einn-
ig undirbjó ég tillögu um skóladag-
heimili sem fulltrúar minnihlutans
fluttu á fundinum. Síðan hljóp ég út
í ráðhús þar sem fundurinn var hald-
inn og fékk þar hádegisverð. Hann
samanstóð af reyktu lambakjöti með
hnausþykkri, dökkbrúnni sósu, syk-
urbrúnuðum kartöflum og rjóma-
lagaðri blómkálssúpu. Þetta var ekki
beint megrunarfæði.
Langurborgar-
ráðsfundur
Fundurinn var langur og strangur.
Við afgreiddum á milh sextíu og sjö-
tíu mál en fundurinn stóð til þrjú. Á
leiðinni út kom ég við á skrifstofu
borgarlögmanns til að sækja plögg.
Ég skoðaði eitt fallegasta Kjarvals-
málverk, sem ég hef séð, á skrifstofu
hans. Einnig skoðaði ég þar gamla,
fallega mynd sem sýndi tjarnarsvæð-
ið eins og það var áöur en ráðhúsiö
var reist.
Síðan hljóp ég út í Hlaðvarpa. Hitti
reyndar á leiðinni konu sem er að
vinna í Kvosinni en við ósköpuðumst
mikið yfir nýbyggingu ofan á Mið-
bæjarmarkaðnum sem tekur sól frá
nýja Ingólfstorginu hluta úr degi.
Þegar ég kom í vinnuna aftur var
nóg að gera. Það var reyndar gott að
ég var búin að ræða við fram-
kvæmdanefndina um fækkun á
vinnustundum inínum. Vegna kosn-
ingabaráttunnar get ég ekki unnið
fullt starf hjá Kvennaathvarfinu.
Síminn hringdi látlaust og ég fékk
óvænt viðtal við þolanda. Það var
kona sem leitaði til mín og við rædd-
um saman nokkra stund okkur báð-
um til gagns. Síðan var klukkan orð-
in fimm. Hljóðkerfið var komið upp
og allt tilbúið fyrir hátíðahöldin.
Áhrifamiklar konur
Ég ætlaði að taka strætó upp á
Hlemm þar sem gangan átti að byija
en enginn vagn kom þannig að ég
labbaði upp Hverfisgötu. Ég tók síð-
an strætó við Þjóðleikhúsið. Það gat
kostað eitt hundrað krónur að taka
strætó frá Þjóðleikhúsinu upp á
Hlemm en það er sama og kostar í
tvær klukkustimdir í stöðumæh ef
maður er á einkabíl. Þegar ég kom
upp á Hlemm brá mér heldur í brún
í fyrstu því mér fannst konumar
vera of fáar sem þar voru mættar.
Það var ekki laust við að ég fengi
hjartslátt. Ég gekk að Búnaðarbank-
anum þar sem konumar vora að
velja sér spjöld og gera sig klárar í
gönguna. Konumar í svörtu kuflun-
um vöktu athygli mína enda vora
þær mjög áhrifamiklar svona klædd-
ar. Þá var eins og snjóaði inn konum
því aht fyhtist á svipstundu. Vegna
þess að ég hafði tekið þátt í undirbún-
ingnum ásamt fjölmörgum konum
gladdi það mig mikið að sjá hversu
þátttakan væri góð.
Mér þótti einnig myndarlegt af öll-
um þeim aðhum, sem fengu afhenta
kransa með áskorun, að taka við
þeim með nokkrum orðum og loforði
um að skoða málin með jákvæðu
hugarfari. Nema forseti Hæstaréttar
sem taldi það óvirðingu við Hæsta-
rétt að þessi ganga skyldi vera farin.
Ég hugleiddi að ef þetta væri óvirðing
við Hæstarétt þá væra dómarar þar
í fílabeinstumi. Dómarar mega þá
varla hlusta á fréttir eftir þessu að
dæma því þær geta haft mótandi
áhrif á þá. Við létum þetta þó ekki á
okkur fá.
Klukkan tíu mínútur yfir sex vor-
um við komnar niður á Lækjartorg
og löbbuðum sem leið lá að Hlað-
varpanum. Það var heldur þröng á
þingi þegar tvö þúsund konur höfðu
komið sér fyrir. Þama söng Kvenna-
kór Reykjavíkur og Háskólakórinn
og konur fluttu ljóð. Ég fékk mér
kakó og súkkulaðiköku með miklum
rjóma.'
Síðan flýtti ég mér heim, borðaði
snarl með eiginmanninum, horfði á
fréttirnar og hélt síðan á nýju kosn-
ingaskrifstofu R-hstans. Þar var
fundur um undirbúning með fram-
bjóðendum, kosningastjóm og ný-
ráðnum kosningastjóra. Þeim fundi
lauk um hálftólf. Ég var komin heim
rétt fyrir tólf og náði að tala við dæt-
ur mínar tvær í síma en önnur er í
Edinborg og hin í Boston. Þar með
lauk þessum viðburðaríka degi í lífi
mínu.
Áttu einhverja tegund sem fær manninn minn til að gleyma því að ég Nafn:..........
er komin yfir á ávísanareikningnum?
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfh sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta fjölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyglisgáfú og þjálfar
hugareikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar, sem eru í
verölaun, heita: Mömmudrengur,
Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og
Banvæn þrá. Bækumar eru gefiiar
út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 248
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð fertugustu og sjöttu getraun
reyndust vera:
1. Aníta Ómarsdóttir
Lækjarbergi 34
220 Hafnarfirði
2. Kristján Amason
Heiðarlundi 6 H
600 Akureyri