Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
Sérstæð sakamál
i
I
„Verk hins vonda"
í bænum gekk hann undir nafninu
„Sá heilagi", enda var Peter Stout
öfgafullur í trú sinni. í raun talaði
hann ekki um annað en hana. Og
dag einn heyrði hann Susan Ste-
venson syngja í kirkjukórnum. Þá
fóru hugsanir hans loks að snúast
um eitthvað annað en trúna sem
tekið haíði allan hug hans og tíma.
í rauninni var Peter Stout, sem
var aðeins átján ára þegar það sem
hér segir frá gerðist, einmana,
vinafár og leitaði huggunar í trú á
þann hátt sem honum þótti best við
sitt hæfi. Ekki einkenndust öll við-
horf hans þó af ofstæki. Þannig
aðstoðaði hann oft gamalt fólk og
lasburða sem komst ekki til kirkju.
Margir höfðu þá skoðun á Peter
Stout að hann væri trúboði í sínum
eigin heimabæ, því hann ræddi
vart nokkuð annað en trúmál við
þá sem gáfu sig á tal við hann. í
raun var hinn mikli trúaráhugi að
verulegu leyti þó ytra merki þess
andlega ójafnvægis, sem hann bjó
við, sem og ófullkominna sam-
skipta við annað-fólk.
Feiminn
Hvar sem Peter fór hafði hann
með sér lítil barmmerki sem á stóð:
„Guð er kærleikur". Fólk sem var
honum málkunnugt taldi hann
gjarnan sérvitring en starfsfélagar
hans við höfnina, þar sem hann var
í fostu starfi, tóku hann ekki mjög
alvarlega.
„Má ekki bjóða þér snafs, Peter,“
sögðu þeir stundum við hann og
réttu þá bæði að honum bjór og
sterka drykki. En svar Peters var
venjulega það sama: „Ekki freista
mín. Ég er trúaður maður og sterk-
ir drykkir leiöa menn inn á veg
hins vonda."
Þegar félagamir, sem fengu sér
gjarnan neöan í því, gerðust of at-
gangsharðir við hann dró Peter sig
í hlé og fór að horfa á feijumar sem
gengu yfir Ermarsund, en sagan
gerðist í hafnarbænum Rochester.
Fyrir kom að ungar stúlkur, sem
stóðu við borðstokkinn, veifuðu til
Peters en hann var allt of feiminn
til að veifa til baka. Hann átti held-
ur enga vinkonu.
Falleg rödd
Morgun einn í september gekk
Peter fram hjó dómkirkjunni með-
an innra var kirkjukór á æfingu.
Tærar raddirnar drógu hann að
eins og segull. Hann gekk inn fyrir
og tók sér stööu í skugga rétt innan
við dymar. Af röddunum hreif ein
hann öðmm meira og hann starði
hrifinn á stúlkuna sem honum
fannst mjög lagleg. En hann vissi
ekki hvað hún hét.
Stúlkan sem söng svo fallega var
Susan Stevenson. Hún var tvítug,
nýgift og mjög hamingjusöm.
Reyndar hafði hún gengið í hjóna-
band tveimur mánuðum áður.
Maður hennar var myndarlegur og
höfðu margar ungar stúlkur litið
hann hýru auga. Höfðu vinkonur
Susan oft haft á orði hve heppin
hún hefði verið að fá hann fyrir
eiginmann.
Þar sem Peter stóð þama í kirkj-
unni og dáðist að ungu, laglegu
stúlkunni með fallegu röddina var
sem hugur hans tæki af honum
stjómina og breytti honum í nær
einu vetfangi. „Það var sem eitt-
hvað djöfullegt og vont tæki völd-
in,“ sagði hann síðar um það.
Peter Stout hljóp út úr kirkjunni
og heim. Þá fannst honum sem
„hinn vondi“ heföi skipaö sér aö
fremja morð. Gæti fómardýrið orð-
iö nær hver sem væri og mætti
hann láta til skarar skríöa hvenær
sem væri.
Susan á brúðkaupsdaginn.
Hnífurinn
í skúffunni
Á þessari stpndu hefði Peter átt
aö leita til læknis eða prests en til
þeirra síðarnefndu bar hann mikið
traust. Það gerði hann þó ekki og
var brátt kominn heim til sín. Þar
gekk hann fram í eldhús, opnaði
skúffu og tók fram stóran hníf.
Honum fannst hann heyra raddir
sem skipuöu honum að fremja
morð. Hann stakk hnífnum undir
beltið á sér og fór út úr húsinu.
Ekkert varð þó úr því að Peter yrði
neinum aö fjörtjóni þennan dag.
En næstu viku gekk hann um eins
og í leiðslu, án þess að nokkur
veitti honum sérstaka athygli. Alla
daga gekk hann með hnífinn á sér
og viku síðar fór hann að kirkjunni
en þá vom kórstúlkumar að fara
á æfingu.
Peter faldi sig á bak við runna
og beið. Skyndilega heyröi hann
fótatak á stígnum sem lá að kirkj-
unni. Það var tekið að dimma en
hann sá þó að þar fór laglega stúlk-
an sem söng svo vel. Hún hélt á
tösku og átti sér einskis ills von.
Skyndilega stökk Peter frarn úr
fylgsni sínu, réðst á hana og stakk
hana hvað eftir annað með hnífnum.
„Raddirnar" þagna
Peter hljóp af staðnum þegar
hann hafði unniö ódæðið. Þá hætti
hann að heyra „raddirnar" sem
honum fannst hafa ómað í eyrum
sér undanfama viku. Nú fannst
honum hann aftur vera orðinn eins
og hann átti að sér að vera. Og
klukkustundu síðar var hann far-
inn að syngja með kór kirkju þess
safnaðar sem hann var í.
Þegar líkið af Susan Stevenson
fannst vissi lögreglan í fyrstu ekki
hvernig hún ætti að leysa gátuna.
Enginn hafði heyrt nokkuö. Og
hverjum gat komið til hugar að
myrða kórstúlku? Ekki var vitað
til þess að hún eða maður hennar
hefðu eignast neina óvini. Þá benti
ekkert til kynferðislegs ofbeldis.
Um Rochester fer mikill fjöldi
ferðamanna og gerði það rannsókn
málsins enn erfiðari en ella. Stór
hluti þeirra er útlendingar en einn-
ig fer þama um mikill fjöldi her-
manna.
Götumálarinn
Sakir ferðamannastraumsins
geta listamenn haft ofan af fyrir sér
á götum úti og í þeim hópi var
maður sem málaði myndir á gang-
stéttar. Kvöldið sem moröið var
Frá höfninni í Rochester.
framið hafði hami séð ungan mann
hlaupa fram hjá sér. Og þar eö
götumálarinn hiafði ekki haft neitt
annaö að gera þá stundina teiknaði
hann mynd af honum.
Lögreglan komst yfir myndina og
bar hana saman við myndir í safni
sínu. En sá samanburður bar eng-
an árangur. Síöar kom þó í ljós að
það var einmitt morðingiim sem
götumálarinn hafði teiknað.
Daginn eftir, rétt eftir dögun,
fann lögreglan hins vegar merki í
döggvotu grasinu við kirkjuna. Á
því stóð: „Guð er kærleikur". Var
helst að sjá sem það hefði rifnað
af fati, líklega jakka úr gallabuxna-
efni. Þótti líklegt að það hefði gerst
meðan Susan Stevenson barðist
fyrir lífi sínu.
Lögreglan fór og talaði við ungt
fólk sem kom á hveiju hausti til
aö vinna uppskerustörf á ávaxta-
ekrunum við bæinn. Margt af því
gekk með hvers kyns merki en allt
gat þetta unga fólk komið með fjar-
vistarsannanir á morðkvöldinu.
Ábendingin
„Við erum ekki þau einu sem
ganga með svona merki,“ sagði
einn úr hópi unga fólksins. Benti
hann lögreglunni á unga hafnar-
verkamanninn sem hefði lengi
gengið með merki af þessu tagi.
„Sá heilagi" reyndist auöfundinn.
Og þegar lögreglan tók hann til
yfirheyrslu reyndist hann vera í
jakka úr gallabuxnaefni og var gat
á jakkanum þar sem ætla mátti að
merki hefði hangið.
Það var sem Peter létti þegar
hann var handtekinn og um leið
og hann var að því spurður hvort
hann hefði myrt Susan Stevenson
játaði hann morðið á sig.
„En af hverju gerðirðu það?“
spurði rannsóknarlögreglufulltrúi.
Peter hikaði í augnablik en sagði
svo: „Ég veit ekki hvers vegna ég
valdi hana. Mér hefur síðan verið
sagt að hún hafi verið trúuð eins
og ég. En „sá vondi" ginnti mig og
fékk mig til að gera það. Hann skip-
aði mér að fremja illvirki. Þess
vegna myrti ég hana. Það var verk
„hins illa“. Hún var sú sem fyrst
gekk að kirkjunni þetta kvöld. Þess
vegna varð hún fyrir valinu.“
Rannsóknin
Peter var sendur til geðlæknis óg
sálfræðings. Spurðu þeir hann
spjörunum úr um alla hans hagi,
enda gaf hegðan hans, bæði fyrr
og síðar, tilefni til að halda að hann
væri ekki alveg eins og fólk er flest.
Ekkert kom fram sem sýndi að
hann væri haldinn bijálsemi og því
ekki sakhæfur en slíkt hefði kallað
á öryggisgæslu á hæli um óákveð-
inn tíma. Peter kom því fyrir rétt
en þar tókst ekki að halda uppi
neinum þeim vömum sem dygðu
til að forða honum frá þungri refs-
ingu. Kviðdómendur fundu hann
sekan um morð og dómarinn
dæmdi hann í lífstíðarfangelsi sem
táknaði þó ekki að hann gæti ekki
fengið lausn einhvem tíma síðar.
Bróðir Peters, Arthur Stout, lét í
ljósi þá skoðun eftir dómsupp-
kvaðninguna aö ekkert væri aö
marka játningu Peters. Hún væri
folsk og hefði bróðir hans tekið á
sig sökina fyrir aðra.
Aðrir, þar á meðal sumir sér-
fræðinganna, sem rannsökuðu Pet-
er, em þó í litlum vafa um sekt
hans. Og reyndar eru þeir til sem
telja sig geta skýrt hvers vegna
Peter framdi morðið. Hann hafði
hrifist mikið af kórstúlkunni, bæði
vegna útlitsins og hinnar fallegu
raddar, en skort allt það hugrekki
sem þurfti til að nálgast hana á
eðlilegan hátt, eins og reyndar allar
aðrar stúlkur.
Sú fullyrðing að Susan hafi verið
sú fyrsta sem kom að kirkjunni
eftir að hann faldi sig í runnunum
kunni aö vera sönn. Hins vegar
kunni hann, nánast ómeðvitað, að
hafa látið aðrar kórstúlkur ganga
hjá óáreittar, því alla vikuna fyrir
morðið hafi hann í fylgsnum hug-
ans stefnt að því einu að ráða bana
stúlkunni sem hann dáöi en vissi
að gat aldrei orðið hans.
5i Í-X£ISI * 4 4 ±Jk'i á L