Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 29
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
41
Gleymdi erfiðleikunum með Morðgátunni:
Bíó er bara afþreying
- segir Woody Allen sem lætur sér fátt finnast um almenningsálitið
„Ég var búinn aö ganga meö hug-
myndina að þessari mynd í nokkur
ár. Ég hætti hins vegar við handritiö
á sínum tíma og geröi þess í stað
Annie Hall. Undanfarin ár hafa verið
mjög erfiö hjá mér og þá þótti mér
gott að grípa til þessarar hugmyndar
en handritið var klárað rétt áður en
ég byrjaði á myndinni," segir kvik-
myndaleikarinn og leikstjórinn
Woody Allen, 58 ára, en nýjasta
mynd hans, Manhattan Murder
Mystery, er nú sýnd víða, m.a. í
Stjörnubíói. Sumum finnst myndin
minna svolítið á óskarsverðlauna-
myndina Annie Hali sem Allen gerði
áriö 1977. Hann segist hafa haft Miu
Farrow, fyrrum konu sína, í huga
fyrir hlutverkið sem Diane Keaton
fékk síðan. Mia hefur einmitt leikið
í velfiestum myndum hans. Diane
Keaton fékk hins vegar óskarsverð-
laun á sínum tíma fyrir Annie Hall
enda er sú mynd talin besta mynd
Woodys Allens.
Diane Keaton var sambýliskona
Allens um nokkurra ára skeið áður
en hann byrjaði meö Miu. Þau þóttu
leika skemmtilega saman í Annie
Hall og endurtaka þann leik nú í
myndinni Morðgáta á Manhattan.
Aö sjálfsögðu notar Woody Allen
Manhattan sem sögusviðið eins og í
öörum myndum sínum. Sjálfur er
hann fæddur og uppalinn í New York
og hefur heyrst að hann sé svo flug-
hræddur að þaðan fari hann ekki.
Woody segir að Diane Keaton geri
hlutverk sitt þannig að úr verði mik-
il kímni. „Hún gefur hlutverkinu
sérstakt yfirbragð," segir hann.
„Hún er svo sterkur persónuleiki.
Ég þurfti engu að breyta þó hlutverk-
ið hefði veriö skrifað fyrir Miu. Diane
aðlagaði það fyrir sig.“
Gaman af morögátum
Allen segir aö það hafi hjálpað hon-
um í erfiðleikunum að hafa nóg að
gera og því hafi hann sökkt sér niður
í handritið að þessari mynd. „Ég
vann virkilega mikið,“ segir hann.
„Ég hef mjög gaman af morðgátum.
Mér finnst gaman að lesa þær og
horfa á kvikmyndir með þeim. En
ég lít áþær sem skemmtun og aíþrey-
ingu. Eg hef gaman af öllum mynd-
um Alfreds Hitchcocks. Myndin mín
á alls ekki að vera djúpt þenkjandi
kvikmyndalist heldur fyrst og fremst
afþreyingarefni og skemmtun."
Woody Allen segist ekki vera
hræddur við að tapa aðdáendum sín-
um vegna málshöfðunar frá Miu
Farrow um að hann hafi misnotað 7
ára dóttur þeirra kynferðislega.
Hann kannast ekki við að þeim hafi
fækkað. „Ef þeir vilja ekki sjá mynd-
ir mínar þá verða þeir bara aö missa
af þeim. Það var fullt af fólki sem sá
ekki Husbands and Wives og það var
þeirra missir. Bíómyndin er
skemmtun í um það bil eina og hálfa
klukkustund, eins og Manhattan
Murder Mystery er, og ef fólk vill
ekki sjá hana get ég lítiö gert við því.“
Þegar Allen er spurður hvort hann
vilji segja eitthvað við það fólk sem
vill ekki lengur sjá myndir hans
svarar hann: „Ég myndi helst vilja
spyrja fólk hvers vegna það komi
ekki. Hvað meinar það með því? Fólk
veit ekkert um þetta mál í smáatrið-
um. Það gleypir einungis það sem
það heyrir og sér í fjölmiðlum. Sumt
af því er alls ekki rétt og jafnvel þó
það væri rétt sé ég ekki að fólk eigi
að setja sig í dómarasæti yfir einka-
lífi mínu. Kvikmyndir minar koma
einkalífi mínu ekkert viö.
Ég skil hins vegar mjög vel að efn-
iö sé bitastætt fyrir fjölmiðla. Það er
safarík frétt þegar kemur í ljós að
eldri maður heldur við komunga
stjúpdóttur unnustu sinnar. Þetta er
æsisaga fyrir slúðurblöðin. Ég skil
Woody Allen og gamla kærastan hans, Diane Keaton, í kvikmyndinni Manhattan Murder Mystery.
r * ■■W /CH w- WL ' Wl ■ 1 >• * -
» !
Woody Allen er sértræðingur i að búa til samræöur þar sem ekkert mannlegt er óviðkomandi. Það tekst honum
í nýjustu myndinni ekki siður en i hinum fyrri. Hér er hann ásamt Anjelicu Huston sem fer með hlutverk rithöfundar
í myndinni.
Jerry Adler og Lynn Cohen fara með
stór og mikilvæg hlutverk i mynd-
inni.
það vel svo þannig veröur það að
vera.“
Lífsreynslan verður
ekki kvikmynduð
Þegar Allen er spurður hvort búast
megi við kvikmynd um þennan kafla
í lífi hans svarar hann neitandi. „Þaö
sem er áhugavert í þessari sögu er
ekkert spennandi fyrir áhorfendur,"
segir hann. „Hún verður því aldrei
kvikmynduð."
- En hvað var að brjótast um í huga
þínum þegar þú skrifaðir Husbands
and Wives?
„Margir halda að ég hafi verið að
skrifa um eigin lífsreynslu. Svo var
ekki. Ég skrifaði þaö handrit nokkru
áður en þetta mál allt saman varð
tíl. Ég skáldaði þessa sögu og Mia var
ekki að leika sjálfa sig. Hins vegar
lét ég Miu hafa handritið áöur en
valiö var í hlutverkin og spurði
hvora konuna hún vildi leika. Hún
valdi því hlutverkið sjálf eins og hún
gerði ávallt. Reyndar hafði ég hugsað
hana í hlutverkinu sem Judy Davis
fékk en henni leist betur á hitt. Fólk
heldur alltaf að ég sé að skrifa um
eigið líf en svo er ekki. Allir héldu
aö myndin Manhattan fjallaði um líf
mitt en það voru hlutir í þeirri mynd
sem komu frá Marshall Brickman
sem skrifaði líka með mér handritið
að Manhattan Murder Mystery.
- En bæði í Manhattan og Husbands
and Wives hefur þú leikið mann sem
fellur fyrir ungri konu. Passar það
ekki einmitt við þig?
_ „Það má snúa öllum hlutum við.
Ég hef verið kvæntur tvisvar sinnum
og báðar voru þær þremur árum
yngri en ég. Ég hef farið út með fjölda
kvenna í gegnum tíðina, Diane Kea-
ton, Mia Farrow og 99,9% af öllum
hinum eru lítið yngri en ég sjálfur."
Er góður faðir
- Hvað heldur þú að fólk hugsi um
þig í dag?
„Ég veit það ekki. Ég býst við að
fólk dæmi mig eftir fregnum úr slúð-
urblöðum. Það ætti hins vegar að
hugsa um hversu góður faðir ég er í
raun og hve illa er búiö aö fara með
mig. Mér er bannað að sjá börnin
mín. Ég hef ekki fengið að sjá dóttur
mína í meira en ár þrátt fyrir að fjöld-
inn allur af fólki vitnaði um í réttin-
um hversu góður faðir ég væri. Það
sá almenningur ekki. Enginn getur
skilið hversu ömurlegt það er að
kveðja bamið sitt einn morguninn
og fá ekki aö sjá það aftur. Jafnvel
morðingjar í fangelsum fá aö sjá
bömin sín. Kannski á ég eftir að
skrifa um þetta.
Það er búið að gera mörg hundruö
rannsóknir í þessu máli. Tala viö
okkur og alla aöra aftur og aftur. Þaö
hefur enginn getað sannað að barnið
hafi verið misnotað. Móðirin þarf
aðeins á sálfræðihjálp að halda.“
Woody Allen er enn í sambandi við
stjúpdóttur Miu, Soon-Yi. „Hún er
miklu sterkari en ég og hefur það
gott,“ segir hann. „Hún er 23ja ára
og er enn í skóla. Hún á ekki við
neins konar vandamál að stríða. Ég
kom verst út úr þessu máli sjálfur."
Kannski hætti ég einhvern tíma að
gera bíómyndir. Ef ég geri ekki fleirÞ
myndir þá skiptir þaö ekki miklu
máli fyrir mig. Mér mundi þykja
skemmtilegt að skrifa leikrit fyrir
svið og einnig get ég vel hugsað mér
að skrifa bækur. Það ætti vel við mig
að vakna á morgnana og setjast við
skriftir. Ég gæti skrifað skáldsögur
fyrir New York-búa.“
Woody Allen er þegar farinn að
undirbúa næstu mynd sem á aö vera
í gamansömum tón, tekin í New
York, hvar annars staöar?
- Enhefurhannlærteitthvaðáþess-
um erfiðleikum sem hann hefur
gengið í gegnum?
„Þetta hefur verið hörmuleg lífs-
reynsla og fólk er oft að spyija hvern-
ig ég hafi getað komist yfir þetta. Ég
ætla að halda áfram aö berjast fyrir
bömum mínum. Þegar þau verða
eldri komast þau að raun um hvern-
ig farið hefur verið með þau og þá
koma þau til mín með opna arma.