Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 30
42
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
Iþróttir
Nýliðamir frá Akranesi slá í gegn í körfuboltanum:
Skagamenn
skora stigin
- komast þeir í úrslitakeppnina í fyrstu atrennu?
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi;
Árangur Skagamanna í úrvals-
deildinni í körfuknattleik eftir ára-
mótin hefur vakið verðskuldaða at-
hygli. Eftir að hafa vermt botninn í
deildinni fram undir áramót hefur
liðið stöðugt sótt í sig veðrið og hefur
nú alla möguleika á að tryggja sér
sæti í 4-liða úrslitakeppni mótsins,
eftir að hafa unnið 4 af síðustu 5 leikj-
um sínum.
Heimavöllurinn, sem áhangendur
liðsins eru famir að nefna „Bý-
flugnabúið,“ hefur reynst drjúgur
því þar hefur liðið unnið 8 af níu sigr-
um sínum í vetur. Takist Skaga-
mönnum að komast í úrslitakeppn-
ina er það árangur sem engan óraði
fyrir við upphaf keppnistímabilsins.
Faðir körfuboltans
á Akranesi
Ragnar Sigurðsson hefur af mörgum
verið kallaður „faðir körfuboltans" á
Akranesi, þrátt fyrir ungan aldur.
Ekki eru mörg ár síðan hann var
allt í öllu hjá Körfuknattleiksfélagi
Akraness og hélt starfinu gangandi
! nánast einn síns liðs.
„Nei, ég verð að viðurkenna að ég
sá þessa þróun ekki fyrir þegar ég
var að basla í þessu fyrir nokkrum
árum. Auðvitað vonaði maður að sá
dagur kæmi að Skagamenn lékju í
úrvalsdeildinni, og sá draumur rætt-
ist sl. vor. Framhaldið hefur síðan
verið betra en ég þorði nokkurn tíma
að vona. Við þurfum ekki að kvíða
neinu í framtíðinni. Við erum með
góða yngri flokka sem eru reiðubún-
ir að taka við - en þó ekki fyrr en
eflir nokkur ár,“ sagði Ragnar við
DV.
Koma Greyers
vendipunkturinn
, Öllum ber saman um að koma Steve
Greyer eftir áramótin sé vendipunkt-
urinn í gengi Uðsins. Fyrir komu
hans hafði ÍA aðeins unnið 3 leiki.
Eftir að hann kom hefur liðið allt
tekið miklum framförum, leikið fullt
sjálfstrausts í síðustu leikjum og ekki
borið neina virðingu fyrir andstæð-
ingum sínum.
En hvernig kom hið unga Akra-
neslið honum fyrir sjónir er hann
kom fyrst til bæjarins?
„Ég vissi að liðið var í erfiðleikum
þegar ég var fenginn til að koma.
Þessir fjórir hafa komið mikið við sögu í uppgangi körfuboltaliðs Skagamanna. Frá vinstri, ívar Ásgrimsson, þjálf-
ari og leikmaður, Ragnar Sigurðsson, „faðir körfuboltans" á Akranesi, Ólafur Óskarsson, formaður Körfuknattleiks-
félags ÍA, og Steve Greyer, Bandaríkjamaðurinn sem hefur gert útslagið um gott gengi liðsins siðustu vikurnar.
DV-mynd Sigurður Sverrisson
bærrar frammistöðu John Rhodes.
Greyer gegnir svipuðu hlutverki hjá
okkur í dag.“
Skagamenn mæta Valsmönnum
annað kvöld og sigur í þeim leik
myndi koma liðinu í góða stöðu fyrir
úrslitaleik riðilsins gegn Snæfelii á
Akranesi á fimmtudaginn. „Við er-
um með betra lið en Valur og eigum
að vinna. Því er hins vegar ekki að
neita að liðiö er undir óvæntri pressu
en ég hef enga trú á öðru en að strák-
amir standist hana. Þeir hafa sýnt
það í undanförnum leikjum að þeir
eru hættulegir hvaða andstæðingi
sem er.“
Staðráðnir í að
komast í úrslitin
Greyer, sem er frá Macon í Georgíu
og hefur meðal annars leikið í Ur-
uguay og Kanada, auk þess að hafa
spreytt sit með tveimur höum í
Strax á fyrstu æfingunum gerði ég
mér Ijóst að miklu meira bjó í þessu
hði en staða þess í deildinni sagði til
um. Strákana vantaði aðeins meira
sjálfstraust og einhvem til þess að
leiða hópinn. Okkur hefur samið
ákaflega vel og okkur hefur tekist
það ætlunarverk að festa hðið í sessi
í deildinni, og við eigum að mínu
viti mjög góða möguleika á að kom-
ast í úrslitakeppnina," sagði Greyer.
Mörg lið státa af
mjög góðum leikmönnum
Greyer segist hafa orðið undrandi á
því hversu margir góðir körfuknatt-
leiksmenn væru í úrvalsdeildinni.
„Mörg liðanna státa af mjög góðum
leikmönnum, sem flestir eiga það
sammerkt að eiga eftir að verða enn
betri. Það hefur verið gaman að taka
þátt í þessu og almennt era andstæð-
ingarnir mjög drengilegir, þótt auð-
vitað séu á því undantekningar."
Klúðuref við
klárum ekki dæmið
ívar Ásgrímsson, þjálfari og leikmað-
ur Akraneshðsins, tekur undir þau
orð Greyers að úrshtakeppnin sé
raunhæft markmið. „Auðvitað sett-
um við okkur það markmið númer
eitt að halda sæti okkar í deildinni,
en nú þegar möguleikinn er fyrir
hendi á að komast í úrshtakeppnina
teldi ég það klúður hjá okkur ef við
ekki kláruðum dæmið. Við ætlum
okkur aha leið.“
ívar tekur einnig undir það sjón-
armið að góður útlendingur geti
skipt sköpum hjá hðum í deildinni.
„Við sjáum það best hjá sterkari hð-
unum hversu miklu máh það skiptir
að hafa góðan útlending. Haukamir
fóru t.d. að mínu mati í úrshtakeppn-
ina í fyrra fyrst og fremst vegna frá-
Leikmenn IA
Stig-Fráköst-Stoðsend.
(meöaltal í leik)
Einar Einarsson
16.2- 2,0-3,2
Steve Greyer
30.3- 16,0-3,4
ívar Ásgrímsson
11,8-4,2-2,9
Haraidur Leifsson
10,9-5,9-0,8
Eggert Garöarsson
9,3-1,1-0,2
Jón Þór Þórðarson
9,0-1,1-2,4
Dagur Þórisson
5,2-2,3-0,1
Pétur Sigurösson
1,1-0,3-0,6
Svanur Jónasson
0,7-0,8-0,0
Höröur Birgisson
0,2-0,1-0,0
CBA-deiIdinni, segir leikmenn stað-
ráðna að komast í úrshtakeppnina.
„Við höfum sýnt að við getum unn-
ið hvaða lið sem er. Stjórn félagsins
hefur stutt okkur með ráðum og dáð
og við stöndum í þakkarskuld við
hana. Hana getum við greitt með því
að klára dæmið. Og ég er þess fuh-
viss að við eigum fuht erindi í slaginn
við bestu hð landsins. Við höfum enn
ekki unnið Grindavík en fáum
kannski tækifæri til þess í úrslita-
keppninni."
Olafur Óskarsson, formaður
Körfuknattleiksfélags Akraness,
segir að stjórnin geti vel unað við
árangurinn í vetur. „Nú er það bara
spurningin hvort við fórum aha leið
í úrslitakeppnina. Þaö yrði frábært
strax á fyrsta ári og ómetanlegt fyrir
körfuboltann á Akranesi."
Iþróttamaður vikurmar
Plús vikunnar fær Garöar
Jónsson, framkvæmdastjóri
Tennishallarinnar, sem er að
koma upp glæsilegu íþrótta-
mannvirki á methraða og á
annan hátt en tíðkast hefur.
Gangi þetta ævintýri upp
hlýtur það að marka þáttaskil
í byggingum íþróttahúsa hér
á landi.
Mím
Mínus vikunnar fá þeir sem
viröast mæta á handboltaleiki
með það eitt aö markmiði að
mótmæla öhum dómum. Það
er auðvelt að afsaka öh mis-
tök sinna manna með lélegri
dómgæslu en væri ekki nær
að eyða púðrinu í að hvetja
sitt lið til sigurs?
Hans Guðmundsson
- átti drjúgan þátt í sigri FH-inga í bikarúrslitaleiknum
Hans Guömundsson - mest hissa
á hve varnarleikurinn var góður.
„Eftir slakan leik gegn Val þar
sem ég var hálfmáttlaus, nýstiginn
upp úr veikindum, var ég ósáttur
við það hve margir voru fljótir að
snúa við mér bakinu. Maöur heyrði
talað um að ég væri útbrunninn
og fleira í þeim dúr. Ég var með
fiðring í maganum, skíthræddur
um að eiga annan lélegan leik, og
sennilega gaf það mér aukakraft í
úrshtaleiknum,“ sagði Hans Guð-
mundsson, íþróttamaður vikunn-
ar, sem lék ipjög vel og skoraði 8
mörk fyrir FH í bikarúrshtaleikn-
um í handknattleik gegn KA um
síðustu helgi.
„Leikurinn var miklu léttari en
ég bjóst við, ég reiknaði með því
að við myndum sigra með eins til
tveggja marka mun, en svona stór
sigur kom mér mjög á óvart. Ég var
mest hissa á því hve góðan vamar-
leik við náðum að sýna því hann
hefur ekki ahtaf verið okkar sterka
hlið. FH er ekki frægt fyrir góðan
vamarleik og þegar hann bætist
við sóknarleikinn, sem ahtaf er
öflugur hjá okkur, vinnum við
hvaða hð sem er,“ sagði Hans.
Hans verður 33 ára í vor og er í
hópi reyndustu leikmanna 1. dehd-
ar en hann hóf að spha í dehdinni
með FH árið 1979, þá 18 ára gam-
all. Hann lék með FH th 1985, en
hefur síðan leikið tvisvar á Spáni,
og með KA, Breiðabliki, aftur með
FH, og HK. Hans byrjaði þetta
tímabil með Stjömunni en var
ósáttur við gang mála þar og hætti
eftir örfáa leiki og sneri heim í
Hafnarfjörðinn.
„Ég er ákveðinn í aö halda áfram
í 1. deildinni á meðan ég hef þrek
í þetta og get haldið mér í hópi
þeirra bestu. Ég verð áfram með
næsta vetur, svo framarlega sem
ég meiðist ekki iha, en ef það myndi
gerast reikna ég með að þetta væri
búið hjá mér,“ sagði Hans Guð-
mundsson.
-VS