Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 31
-4-
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
43
„Hann blés og rótaðist um heiminn og feykti öllu sem fyrir varö. Hann rykkti trjám upp með rótum og braut
niður hús.“
Nökkvi læknir
og tilgangs -
leysi daganna
Tilgangsleysi daganna helltist yfir
Snæbjörn Frostason rafvirkja þetta
vor. Hann undi hag sínum illa, fjarg-
viðraöist yfir öllu og fjasaði um
gengisleysi sitt í lífinu. „Þetta er
ömurlegt," segir hann stundum við
Skjannhvíti konu sína. „Allir eru
að gera það gott nema ég. Alls konar
undirmálsmenn eru orðnir yfir-
læknar, forstjórar og háttsettir emb-
ættismenn en ég er alltaf að gera
við sömu innstunguna og skipta um
peru í sama perustæðinu." Skjann-
hvít var löngu búin að gefast upp á
þessari ræðu. í þessu niðamyrkri
sjálfsvorkunnar hitti hann fyrir
Nökkva lækni og tók hann tali.
Nökkvi kannaöist við öll einkenni
Snæbjarnar. „Éghefsjálfurfundið
fyrir ótal gerðum þunglyndis og
velt fyrir mér öllum tegundum
sjálfsmorða, gjaldþrota, hjónaskiln-
aða og annarra skipbrota. Mér líður
yfirleitt eins og Skarphéðni eftir
Njálsbrennu," sagöi Nökkvi. Þetta
þótti Snæbimi skrýtinn söngur.
„Ekkert skil ég í þessari óánægju
þinni, Nökkvi minn,“ sagði hann.
„Þú ert um læknir og merkur mað-
ur. Ef ég hefði þína menntun og
stöðu í lífinu væri ég ekki með bögg-
um hildar í kvöld.“ Nökkvi leit á
hann og sagði dapurlega: „Staða og
stefna á lífssundinu skiptir engu.
Ekkert getur komið í veg fyrir þá
lífsófullnægju sem þú þjáist af, Snæ-
bjöm. Hún býr í þér sjálfum. Einu
sinni heyrði ég þessa sögu á ferðum
mínum um kínverska múrinn.
Festu þér hana í minni. Þetta er
saganumþigogmig:
Úr safni dæmisagna
Nökkva læknis
Einu sinni var steinsmiður nokk-
ur í Kínaveldi sem líktist þér, Snæ-
bjöm. Hann var ósáttur við líf sitt
og harmaði hlutskipti sitt. Dag einn
gekk hann fram hjá húsi sem ákaf-
lega ríkur kaupmaður átti. Hann
gægðist inn um glugga og sá kaup-
manninn og fiölskyldu hans baða
sig í allsnægtum. Steinsmiðurinn
fylltist öfund og hugsaði með sér.
„Það vildi ég óska að ég væri eins
og þessi kaupmaður. Þá þyrfti ég
ekki að lifa lengur hinu fábreytta
lífisteinsmiðsins."
Sér til mikillar furðu varð hann
skyndilega kaupmaður og vissi
Á læknavaktiimi
Óttar
Guðmundsson
læknir
ekki aura sinna tal. Hann var öfund-
aður af sumum en naut aðdáunar
annarra. Nokkm síðar varð hann
vitni að því að voldugur höfðingi var
borinn fram hjá húsi hans í burðar-
stól. Með honum vom þjónar, her-
menn og embættismenn sem sýndu
honum ótakmarkaöa lotningu. Fólk
stóð meðfram veginum og tjáði
hrifningu sína. Steinsmiðurinn
hugsaði með sér. „Þessi höfðingi
nýtur meiri virðingar en einhver
kaupmaður. Ég vildi að ég væri eins
oghann."
Áður en hendi varö veifað var
hann orðinn að háum höfðingja sem
þjónar báru og fólk hyllti með
húrrahrópum. Hann naut lífsins um
stund í vellystingum en sumardag
nokkum varð honum litið til sólar-
innar. Tilvist hans og höfðingdómur
virtist ekki skipta hana neinu máli.
„Sólin virðist vera ótrúlega vold-
ug,“ sagöi hann. „Ég vildi óska þess
aðégværisól."
Og skyndilega breyttist hann í sól.
Hann skein á allt sem fyrir varð og
þurrkaöi upp akra og beitilönd
bændanna. Þeir báðu honum böl-
væna sem hann skeytti engu. En
allt í einu kom stórt ský og skyggði
á sólina. Geislarnir náðu ekki leng-
ur til jarðarinnar. „Það er merkilegt
hversu stórt og voldugt skýið er. Ég
vildi óska þess að ég væri ský,“
hugsaöi hann meö sér.
Og hann breyttist í ský. Hann
skyggöi á akra og bæi og hristi úr
sér hverja stórrigningu annarri
verri bændum og búaliði til mikillar
hrellingar. En skyndilega kom mik-
ill stormur og feykti honum út í
buskann. „Vindurinnerótrúlega
kraftmikill," sagði hann. „Ég vildi
óska þess aö ég væri eins og hann.“
Hann varð sem vindurinn. Hann
blés og rótaöist um heiminn og
feykti öllu sem fyrir varð. Hann
rykkti trjám upp með rótum og
braut niður hús. Fólkið formælti
honum og bað guöina að bjarga sér
undan þessu fárviðri. En eftir
nokkra hríð fann hann stórt bjarg
sem ekki hreyfðist. Engu máli skipti
hversu mjög hann hamaðist. Fjallið
bifaðist ekki. „Ég vildi óska þess að
ég væri eins og þetta fjall," sagði
hann. „Það lætur ekki hlut sinn fyr-
ir neinum." Hann breyttist í fjall og
kærði sig kollóttan þótt vindurinn
blési og sólin skini. „Nú loksins er
ég voldugastur allra.“ En skyndi-
lega heyrði hann hamarshögg og
hann fann hvernig einhver rak
meitil inn í sterkan stofn bjargsins.
Hann kipptist við og hugsaði með
sér: „Hver getur þetta verið? Hver
getur ógnað fjallinu sem er sterkara
en höfðinginn, sólin, skýin og vind-
urinn?" Hann leit niður og sá stein-
smið að störfum með hamar og
meitil.
Nökkvi læknir þagnaði og leit
óræðum augum á Snæbjörn vin
sinn. „Þetta var góð saga,“ sagði
rafverktakinn. „Kannski maður
verði þá aldrei ánægður í lífinu."
Hann tók upp farsímann sinn og
gekk hljóðlega út af leiksviðinu til
hægri. Nökkvd læknir sat eftir og
hugsaöi: „Hvernig skyldi standa á
því að mér gengur ekkert að lifa
eftir öllum þeim vdsdómi sem ég bý
yfir?“
Aðalfundur
verður haldinn
Hvammi, Hótel
íslenska útvarpsfélagsins hf
þriðjudaginn 22. mars 1994
Holiday Inn, kl. 16.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aóal-
fundi, skulu vera komnar skriflega í hendur
stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aöal-
fund.
Reikningar, dagskrá og tillögur munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.
Stjórnin
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða fóstru í 50% starf á leikskólann
Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810.
Einnig vantar þroskaþjálfa og fóstru á leikskólann
Ösp v/Iðufell, s. 76989.
Þá vantar fóstru í fullt starf frá 15. maí nk. á leikskól-
ann Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860.
Allar nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóla-
stjórar.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277
TIL
S 0 L U <«<«
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis
þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu
vora að Borgartúni 7 og víðar:
1 stk. JeepCherokee 4x4 bensín 1989
5stk. Subaru station 4x4 bensín 1990-91
1 stk.ToyotaCorollastation 4x4 bensín 1989
1 stk.ToyotaTercel 4x4 bensín 1988
1 stk.ChevroletSuburban 4x4 bensín 1981
2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1990-91
1 stk. DodgeW-250P/U(skemmdur) 4x4 dísil 1990
1 stk. FordF-250pickupm/húsi 4x4 bensín 1977
1 stk.Volvo244fólksbifreið bensín 1988
1 stk. Plymouth Volaré station bensín 1980
2stk. Ladastation bensln 1986-88
1 stk. ToyotaCorollafólksbifr.
(skemmd) bensín 1985
1 stk.MercedesBenz303
fólksflbifr., 33farþ. dísil 1988
1 stk. Mercedes Benz 1928
dráttarbifreið6x2 dísil 1986
2 stk. Arctic Cat vélsleðar bensín 1987
1 stk. Shetland Fishing, 17 feta plastbátur
ávagni (vél-Yamaha, 70 hö. ný) bensín 1975
Til sýnis hjá Landsvirkjun, birgðastöð v/Elliðaár:
1 stk.CanadairFextracCF-20beltabifreið bensín 1975
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð í Grafarvogi:
1 stk. snjótönn á veghefil, handskekkt
1 stk. kastplógur á vörubíl, Viking 285-PD 1974
1 stk. fjölplógur á vörubíl, Sindri 1985
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Vík I Mýrdal:
1 stk. festivagn með 22.000 I vatnstanki og dælu
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgarnesi:
1 stk. dráttarvél, Massey Ferguson 699 4x4
m/ámoksturstækjum 1984
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Selfossi:
1 stk. dráttarvél, Massey Ferguson 675 4x4
m/ámoksturstækjum 1984
1 stk. vatnstankur, 10.000 I, m/dælu
Til sýnis hjá Vegagerð rikisins á isafirði:
1 stk. snjófeykir, Viking 1300 S SA-0033 (ógangfær) 1971
1 stk. snjófeykir, Viking 1300 S SA-0034 1971
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum
sem ekki teljast viðunandi.
W RÍKISKAUP
Ú I b o b t k I / a á r a n g r i I
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVlK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
* i iUÍi.i