Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Qupperneq 44
56 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Menning Lars Meller fór á kostum Danski tenórsaxófónleikarinn Lars Meller hélt tón- leika á Sóloni íslandusi síðastliðiö fimmtudagskvöld. Með honum léku þeir Matthías Hemstock á trommur, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Þórir Baldurs- son á píanó. Þótt Lars sé ekki nema 27 ára hefur hann þegar skipað sér í fremstu röð tenórsaxófónleikara í Danmörku og gefið af sér tvær eigin plötur og fyrir þá nýjustu, Pyramid, fékk hann dönsku Grammy- verðlaunin. Á þeirri plötu leika með honum þeir Thomas Clausen píanóleikari, Billy Hart trommuleik- ari og Jesper Lundgaard sem okkur íslendingum þyk- ir vænt um eftir síðustu RúRek-hátíð en þá lék hann með Svend Asmussen og bjargaði tónleikum Freddie Hubbard með kontrabassa fyrir hom. Það er óhætt að segja að Lars hafi heillað áheyrend- ur þetta kvöld með leik sínum. Tónn hans er mikill og fylltur og snarsteíjanir allar hugmyndaríkar og létt- leikandi. Tónlist kvöldsins var klassískt bíbopp. Fyrir hlé léku þeir tvö lög eftir Lars og það þriðja sem var einhvers konar samsuða úr Green Dophin Street og Nothing Personal en hljómagangininn var úr því fyrr- nefnda. Síðan kom Vangadans Tómasar og Softly as in a Moming Sunrise var síöasta lag fyrir hlé og var það spilað töluvert hraðar en útgáfur þeirra félaga Sonny Rollins og Jim Hall. Fyrsti ópus eftir hlé var eftir Lars, Purple Twilight kailar hann það. Það er byggt á indversku raga sem er eins konar klassískar línur eða stef sem eiga sér rætur í þjóðarsálinni ind- versku. Menn leika sér svo með þessi stef fram og aftur. Indverjar skipta áttundinni niður í 18-24 tóna í stað 12 svo það sem vestræn eyru heyra yfirleitt sem bjögun er í raun millitónar eða tónaraðir og snarstefj- unin snýst oft í kringum að skreyta linumar með því að hlaupa fram og aftur í þessum litlu tónbilum. Þetta mátti heyra í þessu verki Lars, sérstaklega í upphafs- kaflanum. Verkið var vitaskuld með pedalnótu út í Tónlist Askell Másson gegn (E að ég held), utan stuttrar brúar sem kom tvisv- ar eða þrisvar og lágu bassinn og píanóið á pedalnót- unni. Matthías notaði pákukjuöa og Lars spilaði svo ofan á. Kærkomin tilbreyting á tónleikum sem þessum. Til viðbótar var svo einn jólavals eftir Lars og þrjú úr Bókinni plús aukalagið. Þessir tónleikar vom vel heppnaðir í alla staði, þol- anlega margir áheyrendur voru til staöar og hljóm- burður allur annar nú en verið hefur. Til viðbótar við loftplötumar er búið að skerma af útskotið í suður- enda salarins og virðist það hafa töluvert að segja, auk þess aö Matthías er svo nettur á settinu að ómagnaður flygillinn heyrðist mjög vel um allan salinn. Tilkyimingar Marsmessa Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudagiim 13. mars kl. 20.30. Séra Dalla Þórðardóttir, prestur í Skagafirði, prédikar. íris Erlingsdóttir syngur einsöng og Sönghópur Kvenna- kirkjunnar leiðir almennan söng. Allir velkomnir. Menningarvika BÍSN Menningarvika Bandalags islenskra sér- skólanema verður haldin 12.-20. mars nk. Dagskrá vikunnar er mjög fjölbreytt. Menningarvikan verður fonnlega sett í dag, 12. mars í Tækniskóla íslands. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvols- velli, fimmtudaginn 17. mars 1994 kl. 15.00. Ármót, Rangárvallahreppi, þingl. eig- andi Þorkell Steinar Ellertsson. Gerð- arbeiðandi er Stofhlánadeild landbún- aðarins. Jaðar, Djúpárhreppi, þingl. eigandi Jens Gíslason. Gerðarbeiðandi er Stofiilánadeild landbúnaðarins. Biskup vísiterar Árbæjarsöfnuð Sunnudaginn 13. mars mun biskup fs- lands, herra Ólafur Skúlason, visitera Árbæjarsöfnuð og predika við guðsþjón- ustu í Árbæjarkirkju á venjulegum messutíma safnaðarins kl. 11 árdegis. Þriðjudaginn 15. mars mun biskup heim- sækja þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Hraunbæ 105 og er opið hús fyrir eldri borgara í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 16. mars. Opnunarhátíð í Gallerí aerobic-sport Opnunarhátíð verður í Gallerí aerobic- sport, Faxafeni 12, í dag, laugardag, kl. 18. Hér er um nýja og glæsilega heilsu- Litlagerði 13, Hvolsvelli, þingl. eig- andi Öm Þór Einarsson. Gerðarbeið- andi er Samvinnulífeyrissjóðurinn. Mykjunes (nýbýli), Holta- og Land- sveit, þmgl. eigandi Lars Hansen. Gerðarbeiðandi er Litaver. Norður-Nýibær, Djúpárhreppi, þingl. eig. Tiyggvi Skjaldarson og Halla M. Ámadóttir. Gerðarbeiðandi er Stofhlánadeild landbúnaðarins. Strönd, Rangárvallahreppi, þingl. eig- andi Bergur Óskarsson. Gerðarbeið- endur em Búnaðarbanki íslands, Rangárvallahreppur og innheimtu- maður ríkissjóðs. SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU ræktarstöð að ræða sem býður upp á það nýjasta og besta í þolfimlkennslu, full- kominn tækjasal, karate, júdó, box og fleira. Leiðbeinendur eru Anna Sigurðar- dóttir, Ágúst Hallvarðs, Magnús Schev- ing og Karl Sigurðsson. Kristniboðsvika í Reykjavík Á morgun hefst árleg kristniboðsvika í Reykjavík með síðdegissamkomu í Breið- holtskirkju kl. 17. Á meðan á samkom- unni stendur verður bamasamvera í kirkjunni. Kristniboðsvikan heldur síðan áfram með samkomum frá þriðjudegi til sunnudags í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58-60, 3. hæð. Hefjast þær allar kl. 20. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifúnni 17. Allir velkomnir. Laugardagskaffi Kvennalistans í blíðu og stríðu - ástin og hjónabandið er umfjöllunarefni í laugardagskaffi Kvennalistans 12. mars. Valgerður Jóns- dóttir þjóðfélagsfræðingur segir frá nýút- kominni bók sinni með þessu nafni. Kaff- ið er á Laugavegi 17, 2. hæð, og hefst kl. 11. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í Fé- lagsheimili Kópavogs, 2. hæð, í kvöld kl. 20.30. Húsiö öllum opið. Tapað fimdið Hárspenna tapaðist á Hótel Sögu Ljósbrún hárspenna með gulllituðu munstri varð eftir á hárgreiöslustofunni á Hótel Sögu þann 11. febrúar sl. Þeir sem hafa orðið varir við spennuna eru vin- samlegast beðnir að láta vita í s. 31172. Spennan tengist konu sem er látin og er þvi eigandanum dýrmæt. Tónleikar Unglingatónleikar hjá KR f tilefni 95 ára afmælis KR verða haldnir unglingatónleikar í stóra sal KR við Frostaskjól í dag, 12. mars, og hefjast þeir kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 18.45. Fram koma Bubbi Morthens, Bubbleflies, Hjassið og Spilaborgin. Ald- urstakmark 13 ár. Kammermúsikklúbburinn Fimmtu tónleikar á 37. starfsári, 1993- 1994, verða haldnir sunnudaginn 13. mars kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Tónleikar í Hafnar- fjarðarkirkju Sunnudaginn 13. mars verða haldnir tón- leikar í Hafnarfj arðarkirkj u sem helgaðir verða minningu Páls Kr. Pálssonar sem lést á fyrra ári og var organleikari Hafn- arfjarðarkirkju í áratugi og fyrsti skóla- stjóri Tónlistarskóla Hafnarfjaröar. Innréttingar fyrir verslanir og fyrirtæki Fyrir heimilið Hillukerfi Afgreiðsluborð Gínur Fatastandar Panill Gataplötur Pinnar Bæklingastandar Erum fluttir aö Síðumúla 32 G. Davíðsson, sími 687680 Fataslár kr. 5.400 án vsk. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. 4. sýn. sun. 13. mars, blá kort gilda, upp- selt, 5. sýn. mið. 16. mars, gul kort gilda, uppselt, 6. sýn. lös. 18. mars, græn kort gllda, uppselt, 7. sýn. sun. 20. mars, hvit kort gilda, uppselt, 8. sýn. mið. 23. mars, brún kort gilda, uppselt, lau. 26. mars, uppselt, mið. 6. april, fáeln sæti laus, fös. 8. april, örfá sæti laus, fim. 14. april. - Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- belAilende i kvöld, uppselt, fim. 17. mars, örfá sæti laus, laud. 19. mars, uppselt, fimd. 24. mars, fösd. 25. mars, uppselt, sun. 27. mars., fim. 7. april, lau., 9. aprí I, örfá sæti laus, sun.10. aprfl. Gelsladiskur með lögunum úr Evu Lunu tll sölu i miðasölu. Ath.: 2 miðar og gelsla- diskur aðelns kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum I síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar BarPar eftir Jim Cartwright SÝNT Í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 j kvöld kl. 20.30, uppselt. Á morgun kl. 20.30. Föstudag 18. mars kl. 20.30. Laugardag 19. mars kl. 20.30. Sunnudag 20. mars kl. 20.30. Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. ÓI'liRl DRAUÍÍURINN eftir Ken Hill i Samkomuhusinu Frumsýning fös. 25. mars, kl. 20.30. 2. sýning laud. 26. mars, kl. 20.30. Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutíma. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. ÍSLENSKA LEIKHÚSI0 Hinu húsinu, Brautarholti 20 Sími624320 VÖRULYFTAN eftir Harold Pinter i ieikstjórn Péturs Einarssonar í kvöld kl. 20, sun. 13. mars kl. 20, þri. 15. mars kl. 17, miö. 16. mars kl. 17. Miðapantanir í Hinu húsinu, simi 624320. Félagsstarf aldraðra í Gerðubergi Hárgreiðsla og fótsnyrting á mánudag. Á þriðjudag kl. 8.20 sund og léttar íþrótta- æfingar í Breiðholtssundlaug. Heimsókn í Breiöholtskirkju á miðvikudag. Kaffi- veitingar í boði. Prestur sr. Gísh Jónas- son. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 14.30. Upplýsingar og skráning í s. 79020. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólat Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, á morgun, uppselt, fid. 17/3, uppselt, föd. 18/3, uppselt, mvd. 23/3, uppselt, fim. 24/3, uppselt, lau. 26/3, uppselt, fid. 7/4, uppselt, föd. 8/4, upp- selL sud. 10/4, uppselt, sud. 17/4, örfá sæti laus, mvd. 20/4, örfá sætl laus, fid. 21/4. MENNINGARVERÐLAUN DV1994 MÁVURINN eftir Anton Tsjekhov Aukasýning þri. 15. mars, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Lau. 19/3, fös. 25/3. Ath. öriáar sýningar eftir. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum í dag kl. 14, uppselt, á morgun kl. 14, öriá sæti laus, mvd. 16. mars kl. 17.00, uppseiL sud. 20. mars kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 27. mars kl. 14.00,10. aprilkl. 14.00. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Sud. 20/3 kl. 20.00, lau. 26/3 kl. 14.00. Ath. Síðustu sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Laud. 19. mars, fáein sæti laus, sud. 20. mars, uppselt, föd. 25. mars. Sýnlngin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn ettir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.00. SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén í kvöld, næstsiðasta sýning, töd. 18. mars, uppselt, siðasta sýning. Ekkl er unnt aö hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússlns er opln alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið á mótl simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 6160. 1 R l 1 M 1 L í A LU -J K H Ú S ■ í Leikhúsi frú Emilíu Héðinshúsinu, Seljavegi 2 DÓNALEGA DÚKKAN SKJALLBANDALAGIÐ sýnir Dóna- legu dukkuna eftir Dario Fo og Fröncu Rame i leik- stjórn Mariu Reyndal. Öli hlutverk: Jóhanna Jónas. 3. sýn. i kvöld, kl. 20.30,4. sýn. á morg- un, sun. 13. mars kl. 20.30. Sýnt I Héðinshúsinu, Leikhúsi frú Emiliu. Miðapantanlr I sima 12233 og 11742 ailan sólarhringinn. LEIKrLÍSTARSKÓLI ÍSLANDS C77------^ Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR Eftir Maxim Gorki Opin forsýning mánud. 14. mars kl. 20. Opin generalprufa þri. 15. mars kl. 20. Frumsýn. mið. 16. mars kl. 20, uppselt. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Sveitakeppni í bridge kl. 13 og félagsvist kl. 14 á sunnudag í Risinu. Dansað í Goð- heimum kl. 20 á sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.