Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Stuttar fréttir Utlönd Sprenging Sjö slösuðust og eins er saknað eftir að sprenging varð í efna- verksmíðju í Hollandi í gær. Jeltsín ætlar í opinbera heim- sókn til Spánar í næstu viku. HittíZúlukonung Nelson Mandela hitti konung Zúlu- manna, Good- will Zwelithini, til að reyna að leita sátta i deilunni milli ANC og Zulu- manna áður en til friðarráðstefnu kemur á milli helstu stjómarleið- toga landsins. 18 látnir 18 hafa látist í óeirðum í Kenía sl. tvær víkur. Stríðgætihafist N-Kóreumenn segja stríð geta hafist hvenær sem er vegna deilna um kjarnorkuefttrlit. SækirumaðiM Pólland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Sprengjuskynjari Sérstökum sprengjuskynjara fyrir flugfarangur hefur veriö komið fyrir í Bretlandi. Jarðarför Jarðarför var haldin i íran í gær fyrir 500 hermenn frá írak. Lík Jieirra fundust á víglínu ír- ans-Iraks-stríðsins 1980-88. Hjálpa N-Kóreu Háttsettur Riissi segir Rússa skylduga tfl að hjálpa N-Kóreu ef stríð brýst út. Skotárás ísraelskur hermaður skaut og slasaöi um 25 Palestínumenn í Hebron. Zemin til Parísar Edouard Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, hefurboöiðfor- seta Kína, Jiang Zemin, í lieimsókn til Parisar til að fagna því aö deflum milli land- anna varðandi Taívan sé lokið. Þrirlétust Þrír létust og 60 slösuðust í mótmælura í Bangladesh gegn stjórninni. Lögreglumenn særðust Þrir lögreglumenn í Þýskalandi særðust í átökum á mifli lögregl- unnar og um 150 Kúrda. Reuter Erlendar kauphallir: Met í Mílanó Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims hafa fylgt Dow Jones vísitölunni í New York eftir að und- anförnu. Annan í páskum lækkaði Dow Jones nokkuð og vísitölur í Lon- don, Frankfurt, París og Tokyo fylgdu. Sömu vísitölur fóru síðan upp með Dow Jones sl. miðvikudag. Nýja hlutabréfavísitalan í Mílanó á ítalíu náði hámarki sínu í ár um páskana og hefur haldist svipuð síð- an. Frá því meðfylgjandi grafapakki var síðast birtur fyrir páska hafa vísitölur í Kaupmannahöfn og Ósló lækkað nokkuð og eru svipaðar og um miðjan janúar sl. Síðasta staða vísitalnanna er nú birt í fyrsta sinn í gröfunum og er eftir viðskiptin í fyrradag. -bjb Átökin í Rúanda magnast: Búist við blóðugri borgarastyrjöld þúsundir hafa þegar látist Hörð átök geisa nú á milli tutsi- ættbálksins og stjórnarhermanna á götum Kigali, höfuðborgar Rúanda, og er búist við að borgarastyrjöld eigi eftir að brjótast út en fregnir hafa borist um að þrjú þúsund upp- reisnarmenn stefni til borgarinnar. Embættismenn SÞ segjast hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að uppreisnarmennirnir ætli að gera árás á borgina og þar með er talið víst að harðvítug borgarastyrjöld hefjist í Rúanda að nýju. Stjórn Belgíu kallaði til neyðar- fundar til að ákveða hvort flytja ætti á brott um 150 Belga sem nú eru staddir í Rúanda en Rúanda var áður belgísk nýlenda. Á meðal þeirra sem látist hafa í óeirðunum eru nítján rómversk- kaþólskar nunnur og prestar, sem öll voru afrísk, og hjálparmenn og Boutros Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, vill vernd fyrir friðargæsluliða SÞ sem staddir eru i Rúanda. Simamynd Reuter friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna. Vestrænir embættismenn og vitni hafa kennt hermönnum Rú- anda og vörðum hins látna forseta um sum drápin. Óeirðirnar í Rúanda hófust eftir að forseti landsins, Juvenal Habyari- mana, lést eftir að flugvél sem hann var um borð í ásamt forseta Búrúndí var skotin niður með eldflaug sl. miðvikudag. Boutros-Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist vera að undirbúa áríöandi skýrslú fyrir Öryggisráð SÞ svo að hægt verði að vernda friðargæsluliða SÞ sem staddir eru í Rúanda. Þúsundir flóttamanna frá Rúanda hafa flykkst til nágrannaríkisins Tansaníu vegna óeirðanna en búist er við að fjöldi flóttamanna geti orðið lSOþÚSUnd. Reuter Námsmenn í Suður-Kóreu lögðust á götuna fyrir framan uppþotalögregluna í Seoul gær til að mótmæla samn- ingi sem gerður var við Úrúgvæ. Samningurinn skyldar Suður-Kóreumenn til að opna hrisgrjónamarkaöinn fyrir útlendingum. Simamynd Reuter Áfram skotið í Bosníu Serbar og múslímar héldu áfram skotárásum í gær þrátt.fyrir sólar- hringsvopnahlé sem samiö hafði ver- ið um í von um að samningar um varanlegt vopnahlé í Bosníu næðust. Embættismaður Sameinuðu þjóð- anna sagði að skotárásimar hefðu minnkað til muna þrátt fyrir þær sem átt hefðu sér stað í gær. „Það hefur ekki verið um raunverulegt vopnahlé að ræða en það er miklu minna um skotárásir," sagði Rob Annink majór. Hann sagði jafnframt að það sama gilti um borgina Gorazde, eitt af griðasvæðum mús- líma í Bosníu sem Serbar hafa setið um. Samkvæmt síðustu tölum frá Gorazde hafa 83 látist og 376 slasast í óeirðum sem þar hafa verið sl. ell- efudaga. Reuter Hlutabréfavísitölur í kauphöllum | 3600 J F M A London 3600 F7-SE ioo 13500í J F WM A J F M A 10000 8000 9285,92 6000 J F M A :;2400 CAC 40 2119,57 J F M "A 1 IM'n'PWMBi 420 S 1200 *155J) íoocf 400 | w ■ * ■. 380 j ‘ 387,42 800 áDU A J F M A J F M A mm.M 700 680 660 640 />\ J 841,34 J F M A 1600 1550 1500 1450 mi,79 1350 SSSmSSSm J F M A Talinn hafa logiðum upp- Samkvæmt nýjtim opin- berum giign- um, sem bandarískur blaðamaður hefur graöð upp, er rúss- neski þjóðern- isöfgasinninn Vladimir Zhír- inovskí af gyðingaættum. Gögnm fundust i Kazakhstan, fæðingar- borg Zhírínovskis, og í fæðingar- vottorðinu segir að hann hafi fengið eftirnatniö Eidelshtein. Gögnin sýna einnig að hann hafi sótt um að breyta nafninu i Zhír- ínovskí árið 1964 en þá var hann 18 ára gamall. Ekki kemur fram i gögnunum hver faðir hans var. Zhirinovskí hefur staöfastlega neitað þessu en ef þessar upplýs- ingar eru sarniar á það eftir að koma sér heldur betur illa fyrir hann því að hann hefur haldið uppi hörðum árásum á gyðinga. Stallíkumog seldikjötiðaf þeim á markaði Rússneskur maður var dæmd- ur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stolið líkum af spitala og selt kjötið af þeim á markaði. Manninum, sem þótti sopinn heldur góður, hugkvæmdist að gera þetta þegar hann átti ekki fyrir brennivim einn daginn. Hann vann sem dyravörður á viðkomandi spítala og átti greið- an aðgang að líkhúsi spítalans. Hann tróð líkamspörtum ofan í plastpoka og fór beint út á mark- að þar sem salan gekk bara vel. Upp komst um athæfi mannsins þegar einn kaupandi tók eftir óvenjulegum hárum á kjöttnu og við nánari athugun kom í ljós að um mannshár var að ræða. Frederick West fyrirrétt Frederick West, sem sakaður er um að hafa myrt níu manns í Gloucester á Englandi, kom fyrir rétt í fimmta sinn sl. fimmtudag. Sonur West, sem er tvítugur, kom ásamt kærustu sinni í rétt- inn og sat við hlið tveggja óein- kennisklæddra lögregluþjóna. Hann brosti til fóöur síns og heils- aði honum að réttinum loknum. West á að koma aftur fyrir rétt þann 5. maí en leit stendur enn yflr að fleiri likum í húsi hans sem og á öðrum slóðum. Sagðurhafa verið blygðun- arlauskyn- þáttahatari Winston Churchill, for- sætisráðherra Bretlands í seinni heims- styrjöldinni, var blygðunar- laus kynþátta- hatari sem trúði á yflrburði hvíta kynstofns- ins og íhugaði jafnvel að neyða fólk til að gangast undir ófrjósem- isaögerðir til að viðhalda hvita stofninum. Þetta kemur fram í grein eftir breskan sagnfræðing, Andrew Roberts, sem birt var í tímaritinu Spectator fyrir skömmu. „Þrátt fyrir allar hans opinberu yflrlýsingar um bræðralag manna þá var hann ekkert annað en kynþáttahatari," segir Ro- berts. Reuter, USA Today

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.