Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Afmæli Jónas ICristj ánsson Jónas Kristjánsson, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi, til heimilis að Oddagötu 6, Reykjavík, verður sjötugurámorgun. Starfsferill Jónas fæddist í Fremstafelli í Kinn og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1943, cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ1948, dr. phil.-prófi frá HÍ1972 og stundaði handritarannsóknir og útgáfustörf í Ámasafni í Kaupmannahöfn 1948-52. Jónas var stundakennari viö Sam- vinnuskólann 1952-55, stundaöi út- gáfustörf hjá Hinu íslenska fornrita- félagi og HI1952-57, var skjalavörð- ur hjá Þjóðskjalasafni íslands 1957- 63, handritasérfræðingur hjá Handritastofnun íslands (síðar Stofnun Áma Magnússonar á ís- landi) 1963-70 og forstöðumaður hennar frá 1971. Jónas var ritari Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1948-50 og 1951-52, gjaldkeri Félags ís- lenskra fræða 1957-58 og ritari 1958- 62, formaöur sögimefndar Þingeyinga 1961-79, í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1979, í skilanefnd íslensku handritanna í Danmörku 1972-86, í ráðgjafamefnd um menningarmál á vegum Norð- urlandaráðs 1972-82, ritari Vísinda- félags íslendinga 1975-77 og forseti 1980-82, í stjórn Hins íslenska forn- ritafélags frá 1979, í íslenskri mál- nefnd frá 1981, í stjórn Minningar- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright frá 1982, í oröunefnd frá 1985 og formaður þar frá 1986, í stjórn Stofn- unar Sigurðar Nordals frá 1986, var gistiprófessor við Lundúnaháskóla 1976 og viö Háskólann í Róm 1985. Jónas hefur samið ógrynni greina, fyrirlestra, ritgeröa og rita um ís- lensk fornrit og annaö bókmennta- sögulegt og sagnfræðilegt efni. Með- al rita hans má nefna Handritin og fornsögurnar, útg. 1970 (sem einnig hefur komið út á ensku, dönsku, norsku, og þýsku); doktorsritgerö hans, Um Fóstbræðrasögu, 1972; rit- ið Eddas and Sagas, Iceland’s Medi- eval Literature, 1988, og Handrita- spegil, útg. 1993. Jónas hlaut verðlaun úr Verð- launasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 1982, er heiðursdoktor við Uppsalaháskóla frá 1991, er stór- riddari hinnar íslensku fálkaorðu, auk þess sem hann hefur verið sæmdur orðum frá fjölda erlendra ríkja og veitt móttöku ýmsum öðr- um viðurkenningum. Fjölskylda Kona Jónasar er Sigríður Krist- jánsdóttir, f. 7.10.1925, húsmæðra- kennari: Hún er dóttir Kristjáns Júlíusar Jóhannessonar, b. á Héð- inshöfða á Tjörnesi, og Sigríðar Ein- arsdóttur húsfreyju. Fósturforeldrar Sigríðar voru Eg- ill Þorláksson kennari og Aðalbjörg Pálsdóttir. Börn Jónasar og Sigríðar eru Kristján, f. 17.8.1958, stærðfræöing- ur og kennari í Reykjavík, kvæntur Elínu Helgadóttur sjúkraliða og eiga þau fjögur böm; Aðalbjörg, f. 16.9. 1959, BA í íslensku, gift Helga Árna- syni skólastjóra og eiga þau þrjú börn; Gunnlaugur, f. 9.4.1962, arki- tekt í Osló, kvæntur Helgu Jónsdótt- ur, nema í hagfræði, og eiga þau einn son; Áslaug, f. 26.11.1968, líf- fræðingur viö framhaidsnám í Kaupmannahöfn. Stjúpsonur Jón- asar er Egill B. Hreinsson, f. 30.6. 1947, prófessor í rafmagnsverkfræði við HÍ og á hann fjögur böm. Foreldrar Jónasar voru Kristján Jónsson, f. 29.1.1881, d. 16.4.1964, b. í Fremstafelli, og kona hans, Rósa Guðlaugsdóttir, f. 25.3.. 1885, d. 30.7. 1962, húsfreyja. Ætt Kristján var bróðir Jónasar frá Hriflu, afa Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Kristján var sonur Jóns, b. í Hriflu, Kristjánssonar, b. í Sýr- nesi, Jónssonar, b. í Sýrnesi, bróður Jóhannesar, ættfóður Laxamýrar- ættarinnar, afa Jóhanns Sigurjóns- sonar skálds. Jón var sonur Krist- jáns, b. á Halldórsstöðum, Jósefs- sonar, b. í Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímsson- ar skálds. Jósef var sonur Tómasar, ættfoður Hvassafellsættarinnar, Tómassonar. Móðir Kristjáns á Halldórsstöðum var Ingibjörg Hall- grímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Haf- stein. Móðir Kristjáns í Fremstafelli var Rannveig Jónsdóttir, b. á Gvendarstöðum, Jónssonar. Rósa var dóttir Guðlaugs, b. í Fremstafelli, Ásmundssonar, b. á Jónas Kristjánsson. Ófeigsstöðum, Jónssonar. Móðir Guðlaugs var Guðný Guðlaugsdótt- ir, b. í Álftageröi, Kolbeinssonar, og Kristínar, systur Þuríöar, móður Sigurðar, ráðherra á Ystafelli, afa Jónasar búnaöarmálastjóra. Þuríð- ur var einnig móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar, prófessors og dóm- ara, foður Helga, forstööumanns Reiknistofu HI. Önnur systir Krist- ínar var Friðrika, móðir Sigurðar, langafa Sveins Skorra Höskuldsson- ar prófessors. Kristín var dóttir Helga, ættfoður Skútustaðaættar- innar, Ásmundssonar. Móðir Rósu var Anna Sigurðardóttir, b. á Litlu- strönd, Erlendssonar, b. á Rauðá, Sturlusonar. Móðir Önnu var Guð- rún, systir Guðnýjar á Ófeigsstöð- um. Jónas og Sigríður taka á móti gest- um í Súlnasal Hótel Sögu frá kl. 16.00 ásunnudag. Til hamingju með afmælið 9. apríl fruðmunda hórarinsdóttir. 90 ára Hraunbæ 93, Reykjavík. Bjarni Jónatansson, Ásgerður Þorleifsdóttir, Ystaseli 19, Reykjavík. Eggert Haruldsson, Völusteinsstræti 11, Bolungarvík. Laugavegi 67a, Reykjavík. Ásta Hansdóttir, Hömmm, Reykholtsdalshreppi. Benedikta Hallfreðsdóttir, Háteigi2e, Keflavík. 50ára Ásdís Kristinsdóttir, 80 ára Elliðavöflum 19, Keflavík. Bragi Bjamar Karlsson, Lilja Böðvarsdóttir, Túngötu 11, Eyrarbakka. Jóhannes Steindórsson, Munaöamesi 2, ÁrneshreppL Guðrún Þórðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. yesturbraut 27, Höfhí Homafirði. Ágústa Garðarsdóttir, Strandgötu 19a, Eskifirði. Kristinn Sigurðsson, Hæðarbyggð 18, Garðabæ. 40 ára 75 ára Jón Magnús Jónsson, Sveinbjörn Sigbjörnsson, Hamrahlíö 24, Vopnafirði. Kjarrmóum 48, Garðabæ. Guðmundur Gíslason, Barmahlið 30, Reykjavik. Kristinn Janus Magnússon, 70 ára Jórufelli 10, Reykjavík. Gunnar Svanur Hafdal, Iðavöllum, Höföahreppi. Eggert Björnsson, Sígtúni 12, Patreksfirði. Bjarnfinnur Sverrisson, Túngötu 60, Eyrarbakka. Sigurður Ingvi Bjömsson, Guðlaugsstöðum, Svínavatns- hreppi. Friðiik Pétursson, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Hanneraðheiman. 60 ára Sigurður Danielsson, Háaleitisbraut 41, Reykjavik. Borgþór H. Jónsson Borgþór Hafsteinn Jónsson veöur- fræðingur, Háteigsvegi 38, Reykja- vík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Borgþór fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR1945, stundaði nám við verkfræðideild HI1945-46, lauk prófi sem veðurfræðingur frá Sver- iges Meteorologiska och Hydrolog- iska Institut í Stokkhólmi 1948, stundaði framhaldsnám þar 1963 og hefur sótt fyrirlestra hjá Alþjóða- flugmálastofnuninni og Alþjóðaveð- urfræðistofnuninni. Borgþór var veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands í Reykjavík 1948-52 og hjá Veðurstofu íslands á Keflavíkurflugvelli frá 1952-63 en hefur verið deildarstjóri þar síðan. Borgþór hefur verið fulltrúi Veð- urstofu íslands á ráðstefnum hjá WMO og IC AO og kenndi um árabil verðandi flugumferðarstjórum veð- urfræði hjá Flugmálastjórn. Hann er félagi í Lionshreyfmgunni frá 1965 og var ritari og síöar formaður í Lionsklúbbi Njarðvíkur og í Lions- klúbbnum Fjölni í Reykjavík. Borgþór hefur skrifað blaðagrein- ar, tímaritsgreinar og bókakafla um veðurfræði og skyld efni. Hann hélt vikuleg erindi um veðurfræði og fleira í Ríkisútvarpið 1970-75 og hef- ur flutt veðurspár í sjónvarpi frá 1978. Hann var sæmdur afmælis- merki Alþjóðaveðurfræöistofnun- arinnar 1950-90 fy rir störf hj á Veð- urstofuíslands. Fjölskylda Borgþórkvæntist 20.10.1951 Rannveigu Árnadóttur, f. 14.4.1924, húsmóður. Hún er dóttir Áma Ein- arssonar, klæðskerameistara í Reykjavík, og Guðrúnar Árnadóttur húsmóður. Dóttir Borgþórs og Rannveigar er Erna Borgþórsdóttir, f. 28.1.1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Óskari Alvarssyni trésmiði og eru börn þeirra Rannveig, Borgþór Alex og MargrétBirta. Systkini Borgþórs: Stefán, f. 22.3. 1911, d. 11.4.1974, sjómaður í Reykja- vík, ogMargrét, f. 9.2.1913, d. 1.2. 1981, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Borgþórs voru Jón Haf- liöason, f. 2.2.1887, d. 15.7.1972, sjó- maöur í Vestmannaeyjum, og Sig- ríöur Bjamadóttir, f. 3.9.1883, d. 16.7.1970, húsmóöir. Ætt Meðal alsystkina Jóns má nefna Guðjón, skipstjóra og útgerðar- mann í Vestmannaeyjum, og Karó- línu, móður Vilhjálms Skúlasonar prófessors. Meðal hálfsystkina Jóns, samfeðra, má nefna Guð- laugu, móður Dalselssystkinanna, Jakobínu, móöur Guölaugs Gísla- sonar alþingismanns og Þorstein, Borgþór Hafsteinn Jónsson. foður Hafsteins símstöðvarstjóra. Jón var sonur Hafliða, b. á Fjósum í Mýrdal, Narfasonar, b. í Dalskoti undir Eyjafjöllum, Jónssonar Þor- steinssonar af ætt Torfa í Klofa. Móöir Jóns Hafliðasonar var Guð- björg Jónsdóttir, b. í Breiðuhlíð, Arnoddssonar. Móöir Jóns var Guð- björg Jónsdóttir, b. á Hvoli í Mýr- dal, Eyjólfssonar og Elínar Sæ- mundsdóttur. Móðir Guðbjargar í Fjósum var Katrín Einarsdóttir, b. á Hunkubökkum, Þorsteinssonar og Guðlaugar, systur Þórunnar, ömmu Kjarvals. Guðlaug var dóttir Jóns, hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar og Guðríöar Odds- dóttur. Borgþór og Rannveig taka á móti gestum í Akoges-salnum, Sigtúni 3, laugardaginn 9.4. kl 17.00-19.00. Halldór Snorrason Halldór Snorrason forstjóri, Bald- ursgötu 37, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á Breiðabólstað á Síöu í V-Skaftafellssýslu en ólst upp á Kálfsskinni, Litla-Árskógi og Skógamesi á Árskógsströnd í Eyja- firöi. Hann stundaði nám á Laugar- vatni, í Samvinnuskólanum og í Stanford Hall College, Lough- borough, Englandi. Halldór var kokkur á síldarskip- um á sumrin á skólaárum sínum og ungþjónn á Gullfossi. Hann starf- aði við Heildverslun Ásbjöms Ólafs- sonar og var síðar verslunarstjóri hjá Á.Ó. í Húsgagnaverslun Austur- bæjar. Seinna vann Halldór hjá Orku hf. við ýmis verslunarstörf en hann rak einnig eigin heildverslun um tíma, Ensk-íslenska verslunar- félagið. Halldór stofnaði Aðalbíla- söluna 1955 og hefur rekið hana frá þeim tíma. Hann stofnaöi Ferðaleik- húsið 1964 ásamt konu sinni, Krist- ínu G. Magnús, og þau stofnuðu einnig Sumarleikhúsið Light Nights (Bjartar nætur) sem hefur starfað í aldarfjórðung. Halldór stofnaði Sjóstangafélag Reykjavíkur 1960 ásamt öðrum. Hann hefur fengist nokkuð við rit- störf að undanfórnu og samdi m.a. leikrit í tilefni aldarafmælis Kvennaskólans. Þá hefur Halldór samið smásögur og hefur ein þeirra verið birt í Lesbók Morgunblaðsins. Fjölskylda Kona Halldórs er Kristín Guð- bjartsdóttir (Kristín G. Magnús), leikkona og leikstjóri. Foreldrar hennar: Guðbjartur Magnús Björnsson, d. 31.5.1957, frá Álfta- vatni í Staðarsveit á Snæfellsnesi, og Helga Pálsdóttir, kaupmaður í Reykjavík, ættuð frá Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu. Sonur Halldórs og Kristínar: Magnús Snorri, rafmagnsverkfræö- ingur og vísindamaður, kvæntur Adine Storer fomleifafræðingi, þau eiga einn son. Dætur Halldórs: Dóra, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Sviþjóð, maki Haraldur Amgríms- son, tölvufræöingur og tannlækna- nemi, þau eiga tvær dætur; Sigur- laug flugfreyja, gift Bjarna Friðriks- syni, símsmiði, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö böm. Bróðir Halldórs: Snorri Páll lækn- ir, maki Karólína Jónsdóttir, þau eiga tvö börn. Hálfsystkin Halldórs, samfeðra: Sigurbjörg ritari, maki Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur, þau skfldu, þau eiga þrjú börn; Guð- mundur, fyrrv. flugumferðarstjóri, kvæntur Bryndísi Elíasdóttur rit- ara, þau eiga þrjú börn; Egill fram- kvæmdastjóri, kvæntur Svövu Tryggvadóttur gjaldkera, þau eiga þijú böm. Hálfsystkin Halldórs, sammæðra: Sóley, maki Jón Hilmar Magnússon, prentari á Akureyri, þau eiga sjö börn; Svanhvít, búsett á Akureyri og á einn son; Guörún Rósa, gift Brynjari Ragnarssyni iðn- verkamanni, Hjalteyri, þau eiga Halldór Snorrason. fimm börn. Faðir þeirra var Jón Kristjánsson, útgeröarmaður á Litla-Árskógssandi. Foreldrar Halldórs: Snorri Hall- dórsson, f. 18.10.1889 að Hallfreöar- stöðum í Hróarstungu í N-Múla- sýslu, d. 15.7.1943, héraðslæknir á Breiðabólstað á Síðu, og Þórey Ein- arsdóttir, f. 18.9.1888 að Hömmm í Öxnadal, d. 29.3.1989. Halldór er aö heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.