Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Sviðsljós Jodie Foster er sögð hafa gert munnlegan samning um að leika í framhaldi myndar- innar Lömbin þagna. Jodie Foster hefur hægt um sig: Beðið eftir fram- haldi myndar- innar Lömbin þagna Það hefur ekki borið mikið á leik- konunni Jodie Foster að undanf- örnu. Hún hefur haft hægt um sig og notiö frægðarinnar sem hún hefur meðal annars áunnið sér með leik í kvikmyndinni Lömbin þagna. Lík- lega muna þó einnig margir eftir henni í myndinni Sommerspy sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu. Þar lék hún á móti Richard Gere. Fyrir þá sem ekki vita skal upplýst að Jodie er mesti nautnaseggur. Þeg- ar hún hefur lokið við að leika í mynd tekur hún sér gott frí. Fyrstu vikuna gengur hún um berfætt og hlustar á uppáhaldstónlistina sína. Hún leggst í sjónvarpsgláp og segist hlæja sig máttlausa yfir öllum heimskulegu sjónvarpsþáttum sem hún hafi ekki tíma til aö horfa á nema þegar hún sé í fríi. Framhald Nú er staðhæft að Jodie hafi gert munnlegan samning um að leika í mynd sem yrði framhald af „Lömbin. þagna.“ Hún mun hafa beðiö átekta með að segja af eða á þar til að hún heyrði að Anthony Hopkins hefði ákveðið að vera með. Ekki er nánar vitað um þessa fyrirhuguðu mynd en hitt er víst að óskarsverðlauna- hafarnir tveir, þau Hopkins og Fost- er, munu fá vel greitt ef af verður. Óvenjulegt safn bandarískra hjóna: ... að James Hewitt majór hefði fengið miklar fjárfúlgur fyrir að segja frá sambandi sfnu við Dí- önu, prinsessu af Wales, í ensku dagblaði. Diana mun vera i öng- um sínum út af þessu. ... aö Stefanía prinsessa befði fengið bræðikast þegar hún komst að þvi að sambýlismaður- inn, Daniel, hafði ekið á 170 kiló- metra hraða í Ferrari með liHa Ólyginn ði... ... að Karólína birst i Paris eins og tómatur i framan. Menn gátu sér þess til að hún hefði brunnið i of sterkri sól. Sannleikurinn mun hins veg- ar vera sá að hún hafði notað hrukkueyðandi krem og árang- urinn varð þessi. Húsið er fullt af kaffibollum Bandarísku hjónin A1 og Phyllis Gassie hafa aldrei átt í vandræðum með að finna sér kafibolla. Þau geta valið á milli 5000 slíkra sem þau hafa safnað að sér í gegnum tíðina. Boll- amir hanga út um allt, jafnt utan á húsinu þeirra sem innan. Þeir eru i öllum regnbogans litum og meö alls konar útflúri. Margir þeirra eru skreyttir með landslagsmyndum eða myndum af ýmsum atburðum. í safninu er að fmna bolla frá 39 fylkj- um Bandaríkjanna og tíu öðrum löndum, svo eitthvaö sé nefnt. „Mér þykir jafn vænt um þá alla,“ segir Phyllis, „alla vega þar til ég þarf að þvo þá. Þá langar mig helst til að kasta þeim öllum á haugana. Það tekur mig þrjár til fjórar vikur að þvo upp allt safnið en ég set það aldrei í uppþvottavél. Byrjaði með kaffistelli Phyllis byrjaði að safna kaffiboll- um í kjölfar þess að henni var gefin kaffikanna og íjórir bollar. Þegar hún hitti Al, fyrir níu árum, átti hún þegar dágott safn, 170 bolla. A1 fór þegar að hjálpa unnustunni að safna. Þegar þau giftu sig fjórum árum síð- ar áttu þau rúmlega tvö þúsund bolla. Mest hafa þau keypt á mörkuð- um og „bílskúrsútsölum" en þau hafa einnig fengið marga bolla að gjöf frá fólki sem hefur séö kaffibolla- húsið þeirra í Seminole í Flórída. Líka á veggina Þegar allir skáparnir voru orðnir fullir af Tiollum fór A1 að hengja á veggina. Þar kom að húsið var að springa utan af bollum. Þá tók hús- bóndinn það til bragðs að hengja þá, sem bættust í safnið, utan á húsið. Nú kómast ekki fleiri bollar fyrir þar þannig að hjónin hafa þurft að koma þrem fullum kössum fyrir annars staðar í geymslu Gassie-hjónin nota sjaldan bolla úr safninu. Þau drekka nefnilega mjög sjaldan kaffi og finnst það alls ekki gott. Þau segjast eiga bollasafnið af því að þeim finnist það svo fallegt en ekki til þess að drekka úr því. soninn Louis i kjöltunni. ... að Jerry Hall hefði sýnt það og sannað að hún geti skemmt sér án eiginmannsins, Mick Jag- gers. Hún sást dansa sem ótm væri á næturklubbi á meðan hann var víðs fjarri. Hvern hún dansaði við? Tengdamömmu, auðvitað. ... að Ijótar sögur væru í gangi um Tonyu Hardíng. Ein þeirra segir að hún hafi leitað að ein- hverjum til að koma bróður sin- um fyrir kattarnef aðeins fáum dögum áður en hann fórst á voveiflegan hátt. Phyllis og Al eiga 5000 bolla safn. „Kaffibollahúsið" i Flórida dregur að sér forvitna ferðalanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.