Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Siguröur Sveinsson ; (Kristján Ágústsson 43) DV Iþróttir Lokaslagurinn - 8-liða úrslitin í handboltanum hefjast á þriðjudagskvöldið Lokaslagurinn um íslandsmeist- aratitilinn í handknattleik karla hefst á þriðjudagskvöldið. Átta efstu Uð 1. deildar leika útsláttarkeppni um titilinn, eins og síðustu ár, og íslandsmeistarar verða krýndir eftir þriggja til fimm leikja einvígi tveggja bestu hðanna í fyrstu vikunni í maí. Sjaldan hefur verið jafn erfitt að spá fyrir um meistara og nú því mörg lið virðast eiga möguleika á titl- inum. Besta dæmið um jafnræðið í deildinni í vetur er að liðin sem urðu í 5.-8. sæti náðu öll hagstæðri út- komu úr tveimur leikjum sínum við andstæðinga sína í 8-liða úrslitunum sem þó voru í fjórum efstu sætum deildarinnar. í 8-liða úrslitum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram og þar mætast eftirtalin lið: 1. Haukar - Afturelding 1. leikur í Strandgötu 13. apríl. 2. leikur í Mosfellsbæ 15. apríl. (3. leikur í Strandgötu 17. apríl) 2. Valur - Stjarnan 1. leikur á Hlíðarenda 12. apríl. 2. leikur í Ásgarði 14. apríl. (3. leikur á Hlíðarenda 16. apríl) 3. Selfoss - KA 1. leikur á Selfossi 13. apríl. 2. leikur á Akureyri 15. apríl. (3. leikur á Selfossi 17. apríl) 4. Víkingur - FH 1. leikur í Víkinni 12. apríl. 2. leikur í Kaplakrika 14. apríl. (3. leikur í Víkinni 16. apríl) í undanúrslitunum mætast síðan sig- urliðin í 1. og 4. leik annars vegar og sigurliðin í 2. og 3. leik hins veg- ar. Það lið sem varð ofar í 1. deild- inni á oddaleikinn ef með þarf. Valsmenn eiga íslandsmeistaratitil að verja en þeir sigruöu FH eftir fjóra úrslitaleiki síðasta vor. Þeir tefla hins vegar fram mikið breyttu liði nú. Geir Sveinsson, Valdimar Gríms- son og Jakob Sigurösson eru allir horfnir á brott og aðrir komnir í þeirra stað. Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson eru með mikla ábyrgð á ungum herðum. Haukar urðu deildarmeistarar á sannfærandi hátt í vetur og töpuðu aðeins einu sinni í 22 leikjum. Það tap var einmitt gegn Aftureldingu, mótherjum Hauka í 8-hða úrshtun- um. Liðsheildin er öflug en fáir hafa leikið betur í deildinni í vetur en Halldór Ingólfsson. Takist þeim að halda dampi verða þeir í slagnum um meistaratitihnn aht th loka. Selfoss náði þriðja sæti eftir köfl- óttan vetur og spurningin er hvort þeir klári loks dæmið. Þeir geta valt- að yfir alla á góðum degi en líka steinlegið fyrir hveijum sem er. Sig- urður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson eru báðir í geysilega góðu formi og frammistaða þeirra ræður miklu. Víkingar hafa verið á uppleið seinni hluta vetrar og eru til ahs lík- legir í úrshtakeppninni. Birgir Sig- urðsson, Bjarki Sigurðsson og Gunn- ar Gunnarsson geta fleytt liðinu langt á reynslu og seiglu. Þeir þurfa þó að ghma viö þann sálfræðilega vanda að hafa tapað tvisvar fyrir FH í vetur. FH náði ekki einu af fjórum efstu sætunum sem er afar sjaldgæft á þeim bænum. FH-ingar eru með reynslumikið lið, Hans Guðmunds- son, Guðjón Árnason, Atli Hilmars- son og Kristján Arason njóta sín best þegar mest hggur viö. KA skartar þremur af bestu leik- mönnum deildarinnar, Valdimar Grímssyni, Sigmari Þresti Óskars- syni og Alfreð Gíslasyni, og þegar við bætist öflugur heimavöhur getur Akureyrarhðið gert ýmislegt. Stjaman er með mun betra lið en 7. sætið segir til um, tvímælalaust eitt besta lið deildarinnar á pappír- unum en það þarf meira th. Patrekur Jóhannesson og Konráð Olavsson eru hlviðráðanlegir í ham og svo er Sigurður Bjarnason á lager. Afturelding er á sínu fyrsta ári í 1. dehd í 34 ár og hefur náð sínu markmiði. Án Gunnars Andréssonar verður baráttan við Hauka erfið en ekki ómöguleg. Þannig eru liðin skipuð Hér fyrir neðan má sjá hvernig úr- slitaliðin átta eru skipuð, þeir sjö leikmenn sem oftast eru í byijunar- liði og fyrsti skiptimaður í sviga. Tölur hjá útispilurum eru mörk þeirra í vetur, vítaköst ekki talin með til að skor þeirra úr sínum stöðum sjáist betur en tölur hjá markvörðum eru varin skot. -VS Haukar Afturelding Leikir í vetur: Afturelding - Haukar.........28-27 Haukar - Afturelding.........22-22 Árangur Hauka: Heima: 8 sigrar, 3 jafntefli. Úti: 6 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Árangur Aftureldingar: Heima: 8 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp. Úti: 1 sigur, 3 jafntefh, 7 töp. Valur Stjarnan Leikir í vetur: Valur - Stjarnan...........23-22 Stjaman - Valur............24-21 Árangur Vals: Heima: 7 sigrar, 2 jafntefli, 2 töp. Úti: 7 sigrar, 1 jafntefli, 3 töp. Árangur Stjörnunnar: Heima: 5 sigrar, 2 jafntefli, 4 töp. Úti: 4 sigrar, 4 jafntefli, 3 töp. Selfoss KA Leikir í vetur: KA - Selfoss....................23-23 Selfoss - KA....................26-30 Árangur Selfoss: Heima: 6 sigrar, 2 jafntefli, 3 töp. Úti: 6 sigrar, 2 jafntefli, 3 töp. Árangur KA: Heima: 5 sigrar, 4 jafntefli, 2 töp. úti: 4 sigrar, 2 jafntefh, 5 töp. Víkingur FH Leikir í vetur: FH - Víkingur..............30-27 Víkingur - FH..............22-30 Árangur Vikings: Heima: 6 sigrar, 2 jafntefli, 3 töp. Úti: 5 sigrar, 2 jafntefh, 4 töp. Árangur FH: Heima: 8 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap. Úti: 3 sigrar, 2 jafntefli, 6 töp. Friöleifsson (Helgi Arason 26) rnnn*, Bergsveinn Belnteinsson 54 Bergsveinsson 278 Hans Guömundsson 72 (Atli Hlimarsson 27) Hálfdán Þóröarson 55 _ Guöjón Árnason 88 Knútur Sigurösson 55 Slavlsa Cvijovic 45 Bjarki Slgurösson 80 Sigurösson 113 Gunnar Gunnarsson 71

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.