Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 19 Skák Lausnir á páskaþrautum 1. V. Popov, 1986 Hvítur mátar í 3. leik. Þessi kunna staöa er sögð hafa komið upp í tefldu tafli. Ossip Bern- stein, sem stýrði hvítu mönnunum, var kunnur skákmeistari, fæddur í Úkraínu en bjó lengstum í Frakk- landi. Mátið í 3. leik er fengið með 1. c5! og nú 1. - bxc5 2. Rc4+ Kb5 3. a4 mát, eða 1. - b5 2. a3! b4 (riddari burt gefur færi á 3. Rb7 mát) 3. axb4 mát. 3. A. Stavrietski 1994 Hvítur heldur jafntefli Hvíti kóngurinn þarf að hraða sér til aðstoðar riddaranum en spurn- ingin er hvert hann á að fara. Lausn- in er 1. Ke6! Ke3 2. Rg4+ Ke2 3. Rxh2 d4 4. Rg4 d3 6. Rf6 d2 7. Re4 dl = D 7. Rc3+ ogjafntefli. Fyrsti leikurinn þarf að vera ná- kvæmur. Ef 1. Kd6 vekur svartur upp drottningu í 6. leik með skák og 1. Kf6 tekur reitinn af riddaranum, svo að eftir 4. - d3 væri hvítur varnar- laus. 4. D. Bronstein David Bronstein þegar hann var hér á landi í síðasta mánuði. Hvítur vinn- ur með 1. f6! gxf6 2. fí> Kf4 3. Ke7 Ke5 Þetta er besti möguleiki svarts og virðist við fyrstu sýn leiða til jafntefl- is. 4. Kxf7 h4 5. Kg6! h3 6. Bdl Ke4 Hvað nú? 7. Be2! h2 8. Ba6 hl = R! 9. Bb7 + Ke510. Bxhl og hvítur vinnur. 5. A. Pankratov, 1992. Hvítur mátar í 2. leik. Oft getur verið erfltt að koma auga á fyrsta leikinn í tvíleiksdæmum af þessu tagi. Hér verður að gæta að því að 1. Dcl? strandar á 1. - c6! og svörtum tekst að fresta mátinu og 1. Db4? svarar svartur með 1. - c5! og bjargar sér. Lausnarleikurinn er 1. Db8! og nú nægir hvorki 1. - c6 2. Rg5 mát, né 1. - c5 2. Hd3 mát. 2. 0. Bernstein - NN, 1909 Hvítur leikur og vinnur. Svarið við 1. Hdl yrði 1. - Rcl! og svarta peðið verður að drottningu. Hér þarf að grípa til annarra ráðstaf- ana: 1. e4! Betra seint en aldrei! 1. - bl = D 2. Re2!! Þennan leik er erfitt að koma auga á. Hvítur hótar 3. He6 mát og 2. - Kxe4 strandar á 3. Rc3 + og vinnur drottninguna. 2. - Dxe4 3. He6+ Kf5 4. Rg3+ Kf4 5. Hxe4! Ef 5. Rxe4? Rd4! og heldur jöfnu. 5. - Kxg3 6. He3+ og riddararinn á b3 fellur og hvítur vinnur. 6. D. Gurgenidze, 1991 Hvítur heldur jafntefli. Þessi er ekki eins eintold og hún sýnist því að gera þarf ráð fyrir bestu leikjum svarts, ekki síður en hvíts. Eftir 1. Hdl+ Hgl 2. Hdd2 virðist svartur vinna með 2. - Hg8+ 3. Kxg8 Hg6 + 4. Kh8 bl = D en nú lumar hvít- ur á óvæntri jafnteflisleið: 5. Hh2 + Kgl 6. Hdg2 +! Hxg2 7. Hhl + ! Kxhl patt og skákin er jafntefli! / Umsjón Jón L. Arnason Vasihos Kotronias, var hér meðal keppenda á Reykjavíkurskákmót- inu. Skáklistin er í mikilli uppsveiflu í Grikklandi og sl. ár voru íslenskir skákmenn tíðir gestir á mótum þar í landi. Frá Englandi kemur stórmeistar- inn Mark Hebden (2530) og alþjóð- legu meistararnir John Emms (2525), Peter Wells (2490) og D. Kumaran, sem allir eiga áfanga að stórmeist- aratitli í farteskinu. Sömu sögu er að segja um danska alþjóðameistar- ann Bjarke Kristensen (2465). íslensku stórmeistararnir Helgi Ólafsson (2535), Hannes Hlífar Stef- ánsson (2525) og Jón L. Árnason (2520) taka þátt í mótinu, alþjóðlegi meistararinn Þröstur Þórhallsson (2470), FIDE-meistararnir Helgi Áss Grétarsson (2415), Andri Áss Grét- arsson (2335), Jón G. Viðarsson (2315) og Tómas Björnsson (2260) og að auki Guðmundur Gíslason (2325), Bene- dikt Jónasson (2280), Guðmundur Hahdórsson (2260), Bragi Halldórs- son (2225), Áskell Örn Kárason (2225) og Ólafur B. Þórsson (2180). Tefldar verða 9 umferðir á mótinu eftir Monrad-kerfi, 40 leikir á 2 klst., síðan 20 leikir á klukkustund og loks 30 minútur til að ljúka skákinni. Teflt er í Digranesskóla í Kópavogi alla daga kl. 17, nema lokaumferðin hefst kl. 13 sunnudaginn 17. apríl. Fyrsta umferð verður eins og áður sagði tefld í dag og þá tefla þessir saman: Kristensen - Almasi, Helgi Ól. Helgi Áss, Andri Áss - Hebden, Skembris - Guðmundur Gíslason, Jón G. - Hannes Hlífar, Emms - Benedikt, Tómas - Jón L„ Grivas - Guðmundur Halldórsson, Bragi - Wells, Þröstur - Áskell og Ólafur - Kumaran. Hvítur leikur og vinnur. Þessa stöðu sýndi stórmeistarinn Alþjóðamótið í Kópa- vogi hefst í dag í dag kl. 17 hefst alþjóðlegt skákmót í Digranesskóla í Kópavógi þar sem tefla 22 skákmenn frá fimm löndum, þar af sjö stórmeistarar. Taflfélag Kópavogs stendur fyrir mótinu, með stuðningi bæjaryfirvalda og fyrir- tækja í Kópavogi. Mótið verður með svipuðu sniði og alþjóðlegt skákmót Taflfélagsins Hellis sl. ár og er í aðra röndina hugs- að til þess að gefa íslenskum skák- mönnum tækifæri til að tefla við er- lenda og vinna sér inn áfanga að al- þjóðlegum titlum. Val erlendu kepp- endanna virðist þó ekki síður mark- ast af því að gera mótið sem skemmtilegast fyrir áhorfendur - um er að ræða unga, fríska og efnilega skákmenn sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Stigahæstur er ungverski stór- meistarinn Zoltan Almasi, með 2610 stig. Hann er heimsmeistari undir 18 ára og er þegar orðinn stjarna í heimalandinu og þótt víðar væri leit- að. Hann hefur teflt mikið síðustu ár og hefur tekið stórstígum framför- um. Það ber vel í veiði fyrir íslenska skákunnendur að fá að fylgjast með honum að tafli á leið upp metorða- stigann. Tveir grískir stórmeistarar verða meðal þátttakenda, Spyridon Skembris (2525) og Efstratios Grivas (2505) en þriðji stórmeistari Grikkja, 30% afsláttur af öllum vörum 6 daga rýmingarsala Slæður - hanskar - veski skartgripir, ferðatöskur o.fl. Hvíta uglan, Laugavegi 66, sími 621260 486 FAR- & FISTOLVUR MEÐ CHIC R- OG FISTOLVUNUM Chicony far- og fistölvurnar hjá Nýherja eru gæðatölvur á góðu verði sem gefa þér möguleika á að að stunda vinnu þína hvar og hvenær sem þér hentar. Chicony tölvurnar eru afar vandaðar að allri gerð og gefa borðtölvunum ekkert eftir í afkastagetu og tengimöguleikum. Allar tegundirnar eru búnar Intel 486 örgjörvum frá 25 MHz - 66 MHz og eru með PCMCIA tengi. Hægt er að stækka minni allra Chicony tölva í allt að 20 MB. \.OCAL Bus Verð frá kr. 197.000 sfgr. Harðsnúið hörkutól Fartölvan frá Chicony er harðsnúið hörkutól sem hentar vel þeim sem þurfa tölvu sem getur tekist á við flóknustu verkefni. Hún er afar hraðvirk og er búin 486 DX örgjörvum frá 33 - 66 MHz. Hún hefur Vesa Local Bus skjástýringu. Verð frá kr. 22.059 sfgr. Tengikví (Docking Station) Með tengikvík má á einfaldan hátt tengja Chicony tölvuna við það tölvuumhverfi sem notað er á skrifstofunni, s.s. við stóran skjá, stórt lyklaborð og netkerfi. Þá er hún orðin að borðtölvu sem gefur öðrum borðtölvum ekkert eftir í afkastagetu og tengimöguleikum. Verð frá kr. 159.000 slgr. Tvö kíló og til í tuskið Chicony fistölvan vekur hvarvetna athygli fyrir hönnun og fyrir hvað hún er lítil, létt og með- færiieg. Lyklaborð með 86 hnöppum og öllum aðgerðum 102 hnappa . lyklaborðs, svo og inn- byggð mús tryggir hraðvirka og skilvirka vinnslu notandans. comi NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan *°nZska°s7tÖIVUfylaÍr onT Pennubreyfir °9 hondbækur. VERSLUNIN OPIN í DAG FRÁ KL. 10: 33 -16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.