Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 35 „Hann viðurkenndi að mikil streita væri að ganga af sér dauðum; hann var farinn að halda framhjá konu sinni með glæsilegri ungri stúlku og fjárhagurinn var ekki eins góður og föt og bíll gáfu til kynna.“ Nökkvi læknir og minnislausi uppinn Ungur maður kom eitt sinn til Nökkva læknis, settist niður, and- varpaði pg sagði: „Ég held ég sé farinn að kalka.“ „Af hveiju held- urðu það,“ sagði Nökkvi og virti fyrir sér viðmælanda sinn. „Ég er orðinn svo gleyminn," sagði hann, og huldi andlitið í höndum sér. Þetta var maður um þrítugt á upp- leið í þjóðfélaginu, átti fallega konu og myndarleg börn, rennilegan þýskan bíl og raðhús á besta stað í bænum. Klæddur var hann að sið ungra manna á framabraut, í tví- hneppt gráleit Armani-jakkaföt, röndótta skyrtu og litskrúðugt grænleitt slipsi. Þó að úti væri snjór, rigning og rok var hann með ítalskar handsaumaðar mokka- sínur á fótunum. Honum fannst minnið svíkja sig illa á ögurstundu. Hann mundi ekki alltaf nauðsynleg símanúmer og stundum átti hann erfitt með andlit og mannanöfn sem var ákaflega óþægilegt. Á ótal námskeiðum fyrir unga menn á uppleið hafði hann lært um mikil- vægi þess að muna nöfn og andht viðskiptavinanna. „Þettaer alveg ferlegt," sagði hann, „stundum finnst mér að ég þekki viðkomandi en get ekki komið honum fyrir mig. Ég hlýt að vera farinn að kalka. Þetta er í ættinni," hætti hann við. Beðið og séð til Nökkva fannst hann fullkomlega eðhlegur í viðtalinu. Líkamleg skoðun var eðlileg svo og einföld- ustu minnispróf sýndu ekkert af- brigðilegt svo Nökkvi ákvað að bíða og sjá til í eina viku. í næsta viðtaU var hann ekki eins órólegur yfir minnisleysinu. Hann viöur- kenndi að mikfi streita væri að ganga af sér dauðum; hann var far- inn að halda framhjá konu sinni með glæsilegri ungri stúlku ogfjár- hagurinn var ekki eins góður og föt og bfil gáfu til kynna. Nökkvi gaf honum nokkrar einfaldar ráðlegg- ingar varðandi streitu og þeir kvöddust að svo húnu. Hann kom ekki aftur en nokkru síðar frétti Nökkvi að hann væri skiUnn við konuna og fluttur út. „Vegir upp- ans eru yfirleitt torfærir,“ sagði hann þá spekingslega við sjálfan sig. Þeir hittust á málverkaupp- borði nokkru síðar og Nökkvi spurði hvemig gengi. „Þetta var bara rugl með minnisleysið," sagði bissnessmaðurinn, „ég var aUt of stressaður eins og þú sagðir. Nú er ég farinn að muna eins og 80 megabæta tölva.“ Hann herti beltið á síðum frakkanum brosti með sorg í augunum og hélt sína leið. Margbrotið minni AUar lífverur hafa einhvers kon- ar minni. Einföld dýr forðast að- stæður sem vekja upp óþægilegar minningar. Minni manneskjunnar Á lækravaktiimi Óttar Guðmundsson | læknir er háþróað og furðulegt hversu mikið flestir muna. Margir hafa þó áhyggjur af minni sínu og bölsótast yfir gleymsku og eigin takmörkun- um. Flestir muna þó ótalmargt, nokkur þúsund andlit, mikinn fjölda af nöfnum, stöðum, atvikum, lykt og tónlist. Tungumál og tal sanna hversu mikið fólk man. Þeg- ar talað er þarf sífellt að færa hugs- un í orð, muna eftir málfræði orð- anna og setningaskipan og á sama tíma hlusta, túlka og skilja allt sem sagt er og rifja upp svipaðar orð- ræður sem áður hafa farið fram. Enginn veit hvernig minnið starf- ar. Sennilega er um að ræða raf- strauma í miðtaugakerfinu og boð- efni sem flytjast milli taugaenda og gera það að verkum að fólk man. Uppbyggingtaugafrumnanna breytist og atriði og atburðir festast inni í heilanum í einhvers konar minnisbanka, þar sem löngu liðin atvik geymast eins og gömul verð- bréf í sparisj óð. Minninu er oft skipt í þrennt; skynfæraminni sem tekur við áreiti eða boðum frá skynfærunum og geymir í ör- skamma stund (0,5 sek); skamm- tímaminni sem geymir upplýs- ingar í 15-20 sek. og langtíma- minnið sem geymir upplýsingar til lengri tíma. Heilinn virðist ákvarða hvað flyst úr skammtímaminni yfir í langtímaminnið og hvað gleymist strax. Langtímaminni hefur verið skipt í nokkrar undirdeildir eins og atvikaminni, tungumálaminni, endurminningciminni og fleiri. Skammtímaminni virðist byggjast á skammæjum raffræðilegum fyr- irbærum en langtímaminnið á langvinnri breytingu á eggjahvítu- efnum í taugafrumum. Misgóðminni Það er mismunandi hversu vel fólki gengur að muna. Til eru sögur um einstaklinga sem mundu hina furðulegustu hluti. Fræg er sagan um Tyrkjann Mehmed Ali Halfcf sem 1%7 fór með 6666 vers úr kór- aninum utanað á 6 klukkustund- um. Themistokles var sagður muna andlit og nöfn 20000 Aþenubúa. Slíkt minni er þó ekki æskilegt. Heilinn getur munað margt en ekki allt. Hann verður sífellt að flokka það sem hann sér og heyrir og ákveða hvað muna skuli og hvað ekki. Bestu heilarnir eru sennilega þeir sem geta gleymt því sem skiptir litlu máh en munað allt hitt. Gáfur og minni snúast ekki um að muna allt heldur það sem máh skiptir hveiju sinni og geta notað minnið í samræmi við það. Aðalatriðið er hvernig við munum en ekki hversu mikið. Th að geta munað verður fólk að geta gleymt. Það er því fullkomlega eðli- legt að sitthvað gleymist í heimi þar sem áreitin eru mörg og nútíma- maðurinn þarf stöðugt að tileinka sér sífellt upplýsingastreymi. Vandamál uppans Maðurinn í Armanifötunum sem leitaði til Nökkva út af minnisleysi var sennilega ekki gleymnari en gengur og gerist. Á hinn bóginn gerði hann ómanneskjulegar kröf- ur til sjálfs sín og áttaði sig ekki á takmörkunum og töfrum minnis- ins. Það var í raun næsta eðlilegt að hann gleymdi ýmsu undir því gífurlega álagi sem hann var. Streita og spenna fara iha með ein- beitingu og athyglisgáfur og síðan er minninu kennt um, þegar hlutir gleymast við shkar aðstæður. Fólk ætti að vera þakklát gleymskunni enda sagði William James einhvers staðar: „Þeir sem muna allt eru jafn iha staddir og þeir sem gleyma öllu.“ Ókeypis fyrir atvinnulausa Reikiheilun - námskeið -1 stig Sigurður Guðleifsson reikimeistari Bolholti 6, 5. hæð, s: 686418 m. kl. 17 og 19 daglega L LANDSVIRKJUN Vinnubúðir til sölu Landsvirkjun áformar að selja til flutnings vinnubuð- ir við Blöndustöð í Húnavatnssýslu. Um er að ræða: Vinnubúðir fyrir 46 manns, 46 húseiningar Vinnubúðir fyrir 46 manns, 42 húseiningar Vinnubúðir fyrir 46 manns, 46 húseiningar Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkj- unar, Háaleitisbraut 68, sími 91 -600700 Verkamannafélagið Dagsbrún Orlofshús 1994 Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar verða afhent á skrifstofu félagsins að Lindar- götu 9 frá og með þriðjudeginum 12. apríl nk. Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en 29. apríl. • Húsin eru: 2 hús í Svignaskarði, Borgarfirði 1 hús í Flókalundi, Vatnsfirði 3 íbúðir á Akureyri 2 hús á lllugastöðum, Fnjóskadal 2 hús á Einarsstöðum á Héraði 1 hús í Vík í Mýrdal 5 hús í Ölfusborgum J 1 hús í Úthlíð í Biskupstungum 1 hús í Hvammi í Skorradal Samtals eru til útleigu 18 orlofshús í samtals 306 gistivikur. Vikuleigan er kr. 7.000 nema í Hvammi kr. 10.000. Verkamannafélagið Dagsbrún Styrkir til atvinnumála kvenna Á-árinu 1994 hefur félagsmálaráðuneytið til ráðstöf- unar 20 milljónir króna sem eru ætlaðar til atvinnuá- taks meðal kvenna. Við ráðstöfun fjárins er einkum tekið mið af þróunarverkefnum og námskeiðum sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi atvinnusvæði. Þau atvinnusvæði þar sem atvinnuleysi kvenna hefur verið vaxandi eða er varanlegt koma sérstaklega til álita við ráðstöfun fjár- veitinga. Við skiptingu fjárins munu eftirfarandi atriði verða höfð til hliðsjónar: * Verkefnin skulu vera skilgreind og fyrir liggja framkvæmda- og kostnaðaráætlun. * Tekið er mið af framlagi heimamanna til þess verkefnis sem sótt er um. */Ékki verða veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrk- /ir til einstakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með. :t Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum. * Að öðru jöfnu skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki nema meir en 50% af kostnaði við verkefnið. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneyti og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. I TTTT -et £ a t t '■& * S'-l | iiiiíi i hi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.