Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 17 Minnkandi laxveiði í Dölunum: Sala á veiðileyfum hefur dregist saman - segir Svavar Jensson „Laxveiðin hefur minnkað hjá okkur í Laxá í Dölum og það þýðir að veiöi- leyfasala hefur dregist saman. Þetta verður stórfellt tekjutap ef fram heldur sem horfir,“ sagði Svavar Jensson, formaður Veiðifélags Laxár í Dölum, en fyrir skömmu héldu Veiöimálastofnun og Landssamband stangaveiðifélaga fjölmennan fund, sem snerist aö miklu leyti um minnkandi veiði í Dölunum og ári. En ólögleg netaveiði á laxi í sjó er staöreynd," sagði Júlíus ennfrem- ur. Margir fiskifræðingar og sérfræð- ingar tóku til máls og kom fram í máli þeirra að þau væru mörgu efin í þessum málum. En stærri og meiri rannsóknir gætu hjálpað tii að finna hið sanna. En allt snerist þetta um peninga. -G.Bender Veitt voru verólaun fyrir innsend örmerki i laxi á fundinum og fékk Sigurð- ur Þóroddsson fyrstu verðlaun. f verðlaun voru þrír dagar í Laxá í Aðaldal í ágúst. DV-mynd G.Bender Sjóbirtingsveiðin: Einnog einn vænn veiddist Vorveiðini sjóbirtingnumhófst á föstudaginn langa og renndu þá fyrstu veiðimenn þessa vors. Það eru töluverð forréttindi aö byrja veiðina á hverju vori og viö ræddum við einn af þeim sem byrjuöu veiöiskapinn þetta vorið, Óskar Færseth í Keflavík. En fyrstu vikuna sem veiðin hefur staðið yfir veiddust kring- um 100 fiskar og einn og einn af þeim var vænn. -G.Bender ástæður fyrir henni. Veiöin minnk- aði um 1500 laxa í ánum á svæðinu milli ára í fyrra og vilja menn kenna Silfurlaxi í Hraunsfirði um þetta að einhverju leyti. „Þeir sem kaupa veiðileyfi hjá okk- ur spyrja margir um hvort sama ástand verði áfram í Laxá en færri laxar hafa veiðst í Laxá í Dölum hin seinni árin og mun minna er um lax á haustin til að hrygna. Veiðin í Laxá hefur stórminnkað síðan Silfurlax tók til starfa," sagði Svavar meðal annars. Þessar deilur hafa verið hatramm- ar þarna í Dölunum síðustu vikur og hefur verið haldinn fundur til að leysa málin. Einhver sáttatónn virð- ist vera inni i myndinni. „Það eru miklir hagsmunir í húfi að komast að hinu sanna í þessu máli en stangaveiddur lax er á um 25 þúsund stykkið," sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Landssam- bands stangaveiðifélaga. Það kom fram í máli Júlíusar Krist- inssonar, framkvæmastjóra Silfur- lax, að menn vildu gera allt til ao leysa máliö. Hann sagöi meöal apn- ars: / „Við byggjum ekki afkomu/kkar á laxastofnum annars staðar; við vilj- um bara veiða okkar lax sem við sleppum sem seiðum. Viö sleppum á milli 2 og 3 milljónum seiða á hveiju Sjóbirtingur- inner á uppleið - segir Óskar Færseth „Það er gaman aö byrja veiðiskap- inn svona snemma á hverju ári, þó veiðin sé oft mjög misjöfn ár frá ári,“ sagði Óskar Færseth í Keflavík en hann opnaði Vatnamótin í Vestur- Skaftafellssýslu með félögum sínum í árnefndinni. „Sjóbirtingurinn er á uppleið, það sáum við í haust þegar við hættum veiðum. Þá var mikið af fiski á svæð- inu. Núna var líka mikið af fiski og það er gott að fá 40 fiska við opnun. Næstu veiðimenn eiga eftir að veiða vel af fiski hef ég trú á og jafnvel stærri við við fengum. Við höfum verið að byggja svefnskála í vetur. Þetta stórbætir alla aðstöðu við Vatnamótin fyrir veiðimenn að fá þetta í viðbót við það sem fyrir var,“ sagði Óskar ennfremur. -G. Bender Ert þú að tapa réttmdum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1993: Almennur lífeyrissj. iðnaðarmanna Lífeyrissjóður bókagerðarmanna Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Fáir þú ekki yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi Iífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.