Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. APRlL 1994 Vísnaþáttur_______ Lætég hljóma ljúf- anbrag „Að geta hlustað með augunum og litið út fyrir að hafa áhuga á því sem sagt er, þótt eyrun heyri ekki og hugurinn sé víðs fjarri, er hæfi- leiki sem konan ein býr yfir. Guð hefur gefið henni þessa gjöf svo hún geti verið í hjónabandi með sama manninum árum saman og samt haldið áfram að brosa.“ Þessi orð eru höfð eftir manni að nafni Frank Case sem ég veit engin deili á en tel líklegt að hafi verið Banda- ríkjamaður, finnst nafnið benda til þess. En þaö skiptir ekki öllu máh heldur þau orð sem eftir honum eru höfð og mér finnast íhugunar- verö. Einar Björgvin Bjömsson, bóndi á Eyjum í Breiðdal (1890-1976), orkti til konu sinnar, Katrínar Ein- arsdóttur: Mín var gæfa að eignast ást og aha bhðu þína, sem eiginkona aldrei brást og umbarst galla mína. Katrín lézt 17. maí 1971, áttatíu og sex ára að aldri. Á árinu 1975, eöa ári áður en Einar lézt, kvað hann til hennar: Út er að renna æviskeið, ekki skal þó kvartaö. Vona og óska að vísi leið vinan með góða hjartaö. Fyrir rúmum 50 ámm varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Snjólaugu Sveinsdóttur, ekkju Guðmundar Guðmundsson- ar, bóksala á Eyrarbakka, en hún var seinni kona hans og ahmiklu yngri en hann. Hún var þá við ald- ur en bar hann vel, var höfðingleg í framkomu. Efast ég ekki um að hún hafi átt skihð þann vitnisburð hún fékk frá eiginmanni sínum en hann er á þessa leið: Elhstoðin ertu mín, engin kona getur farið svo í fötin þín að fari þau'henni betur. Grímur Sigurðsson var bóndi á Jökulsá á Flateyjardal í S.-Þing. til 1946 en þá flutti hann th Akureyrar með fjölskyldu sína. Eini bærinn í dalnum sem var þá enn í byggð var Brettingsstaðir en hann fþr í eyði 1953. Kona Gríms, Hulda Tryggva- dóttir, var frá Brettingsstöðum. Stökur þær sem hér fara á eftir og Grímur orkti til konu sinnar sýna okkur bezt hvem hug hann hefur til hennar borið. Þótt degi bregði brátt og byrgist röðul-sýn, ljós er af einni átt, - áttinni heim til þín. Léttist nú lundin mín, langstíg um urð og flöll, halda þá heim til þín hugur og sál mín öll. Þótt ég sé í þrautum vehl þymivegu stranga til þín mundi ég hugarheill heims á enda ganga. Engu er tapað, engu gleymt, er okkur vakti gaman. Aht er munað, allt er geymt, öllu haldið saman. Á árinu 1963 kom út í Reykjavík ljóðakverið Aringlæður eftir Jón Jónsson Skagfirðing. Umsjón með útgáfu þess höfðu Sigurjón Bjöms- son og Hannes Pétursson. Eg hef áður leitað fanga í Aringlæðum og stenzt ekki mátiö aö gera það enn á ný, enda eina leiöin th aö koma innihaldi þeirra til lesenda, svo langt er síðan bókin seldist upp. Mansöngur Jóns Jónssonar Skagfirðings th konu sinnar: Læt ég hljóma ljúfan brag, lífsins dýpstu strauma, syng þér fagurt sumarlag, sóley minna drauma. Eg það teldi ágætt hnoss, öðmm gæðum meira, mætti ég láta lítinn koss í lautina bak við eyra. Eldi hleypti í mitt blóð, æðri dagur mnninn, mætti ég kæra, kæra fljóð, kyssa þig beint á munninn. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Mætti ég kyssa bijóst þín ber, bættist lífsins saga, enda skyldi ég unna þér aha mína daga. Þá við kossa og kvæðagjörð khðaði hjartans sími, gleymdist himinn, gleymdist jörð, gleymdist rúm og tími. Enginn hefur verið jafn mikh- virkur í yrkingum th eiginkonu sinnar og Páll Olafsson skáld. Þaö kannast víst flestir við þetta stef en það sakar ekki að riíja það upp: Læt ég fyrir ljósan dag ljós um húsiö skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag heldur th að horfa á konu mína. Eiginkona Jakobs Ó. Pétursson- ar, ritstjóra íslendings á Akureyri, fékk þessa kveðju frá honum: Þegar ég kem heim í hlað, hrakinn af kulda og vosi, hlýnar mér. - Ég þakka það þínu mhda brosi Jón Arason frá Ragnheiðarstöð- um í Gaulveijabæjarhreppi, sjó- maður og verkamaður í Reykjavík, gekk í hjónaband þegar hann varð sjötugur og orkti af því tilefni: Ástin tók mig undir væng eftir settum ráðum, hljóp því upp í hjónasæng, hærður í vöngum báðum. Ég tel ekki úr vegi að ljúka þess- um pistli með orðum ókunns höf- undar sem hljóða svo: „Hjónaband- ið er ferðalag th ókunns áfanga- staðar, og meðan á því stendur er tveim manneskjum, karli og konu, ætlað að kynnast, ekki einvörð- ungu því sem þau vita ekki um hvort annað, heldur einnig því sem þau vita ekki um sig sjálf.“ Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar_pv Sjávarsælgæti „Ég sé ahs konar furðufiska í starfi mínu og hef gjaman prófaö þá í ahs kyns uppskriftir," sagði Halldór Pétur Þorsteinsson sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Það eru hæg heimatökin hjá hon- um að afla sér hráefnis því hann er bankastjóri Aflakaupabankans hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Hann sagðist hafa ógurlega gaman af því að prófa ýmsa furðu- fiska sem kæmu í Aflakaupabank- ann, svo sem háf. „Ég er að vona að þaö verði fram- boö af honum í fiskbúðunum með vorinu því þá verður dreift nokkr- um skemmthegum uppskriftum. Ég hef þegar látið útbúa þær þann- ig að fólk getur farið að prófa þær á næstu vikum." Halldór gefur að sjálfsögðu upp- skrift að fiskrétti og segist helst nota langhala í hann. Einnig megi nota ýsu og hún standi alltaf fyrir sínu. Rétturmeð langhala Þessi uppskrift er ættuð frá Sví- þjóð. Hún er ætluð fyrir þijá og í hana fer: 400 g langhali eða ýsa 5-6 stk. nýir tómatar, vel þroskað- ir, eða 400 g niðursoðnir í dós 1- 2 stk. púrrulaukur 1 msk. smjör 1 msk. hveiti 2 dl vatn 2 msk. tómatmauk, gjaman með hvítlauk /i tesk. salt hvítur pipar 1 dl ijómi, þeyttur 2- 3 msk. hakkað dhl Fiskurinn er skorinn í 2 sentí- metra bita, tómatarnir í báta og -----------£22.--------------- Halldór Pétur Þorsteinsson. púrrulaukinn í sneiðar. Notuð skal panna með loki, smjörið brætt á henni, púrrulaukurinn steiktur í 1-2 mínútur án þess að hann litist. Því næst er hveitinu hrært út í, þynnt með vatninu og tómatpúrran sett saman við. Fiskbitunum er nú bætt út í, kryddað með salt og pip- ar, lokið sett á pönnuna og látið sjóða í 4-5 mínútur. Þá er lokið tek- ið af og tómötunum raðað hringinn á pönnunni meðfram jaðrinum. Lokið sett aftur á og látiö sjóða áfram í aðrar 4-5 mínútur. Meðan þetta er að sjóða er ijóm- inn þeyttur og dhlinu blandað sam- an við hann. Loks er dhlijómanum heht á miðja pönnuna. Rétturinn borinn fram á pönnunni ásamt hrísgijónum eða kartöflum. Rækjuréttur Hahdób gefur einnig uppskrift að rækjurétti. Þessi uppskrift er kom- in alla leið frá Ástrahu. Hún getur veriö forréttur fyrir fimm eða aðal- réttur fyrir þijá. í hana fer: 500 g rækjur 2 bohar fisksoð 2 msk. smjör 2 stórir laukar, fínt saxaðir 3 stór hvítlauksrif, söxuð 1 tesk. fínt söxuö engiferrót 1 meðalstór rauð paprika, skorin í strimla 3 tesk. koriander 2 tesk. turmeric '/, tesk. fenugreek 'A tesk. steytt kúmen /i tesk. chheduft 2 stórir, vel þroskaðir tómatar salt 60 g kókóshnetumassi Smjörið er brætt á pönnu og lauk- urinn settur út í, ásamt hvítlauk og engiferrót. Þegar laukurinn fer að mýkjast er bætt út í papriku og látið krauma saman í nokkrar mín- útur. Gætið þess aö laukurinn brúnist ekki. Þá er kryddinu bætt út í og látið krauma í nokkrar mín- útur til viðbótar. Tómatarnir eru aíhýddir og skornir í htla bita. Þeim er bætt út í, ásamt soðinu, og látiö maha við vægan hita í 20 mínútur, þar th fer að þykkna. Þá eru rækjurnar settar saman við og saltað að smekk. Látið rækjumar hitna í 2-3 mínútur og kókosmass- anum loks bætt saman viö. Gott er að bera snittubrauð og hrísgijón fram með þessum rétti. „í upphaflegu uppskriftinni er gert ráð fyrir að notaðar séu nýjar, ósoðnar rækjur," sagði Halldór, „en það kemur ágætlega út að nota frosnar, pihaðar ræKjur og þíða þær áöur en þær eru notaðar.“ Hahdór skorar á Auði Þórólfs- dóttur kennara. „Hún er alveg rosalegur kokkur," sagði hann og bætti við að frá henni gætu komið hinar forvitnilegustu uppskriftir. Hinhliöin í nógu að snúast - Edda Borg Olafsdóttir sýnir á sér hina hliðina Hún hefur í nógu aö snúast hún Edda Borg Ólafsdóttir. Hún rekur eigin tónskóla, sem hefur verið starfræktur um fimm ára skeið, og er hún jafnframt skólastjóri hans. Hún syngur með Leikhúsbandinu í Leikhúskjallaranum um hverja helgi. Hún gerir einnig mikið að því að syngja jass. Síðast en ekki síst heldur hún brátt til Dublinar þar sem hún mun taka þátt í flutn- ingi íslenska lagsins sem keppir í Eurovision-keppninni. „Það er mikið um að vera hjá mér þessa dagana því auk ahs ann- ars erum við á fullu við undirbún- ing ferðarinnar til Dublinar. Sú ferð leggst raunar mjög vel í mig,“ segir Edda sem sýnir á sér hina hliðina í dag. Fullt nafn: Edda Borg Ólafsdóttir. Fæðingardagur og ár: 20. septemb- er 1966. Maki: Bjarni Sveinbjömsson. Börn Sandra Borg 8 ára og Friörik Salvar 3 ára. Bifreið: Volvo 460, árgerð 1994. Starf: Skólastjóri Tónskóla Eddu Borg og starfandi söngkona. Laun: Upp og ofan. Áhugamál: Jasstónlist og andleg málefni. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? 3. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Númer eitt aö vera með böm- unum mínum og númer tvö að miðla tónhst th ungra barna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst nú eiginlega ekk- Edda Borg Olafsdóttlr, skólastjóri og söngkona. ert leiðinlegt. Uppáhaldsmatur: Taílenskur og svo avocado-samloka með tómöt- um, gúrku, káli og miklu af Dijon- sinnepi. Uppáhaldsdrykkur: Nýpressaður appelsínusafi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Jazziz-banda- rískt blað um jasstónhst og jasstón- hstarmenn. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Sonur minn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Jaaa... Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ehu Fitzgerald söngkonu. Uppáhaldsleikari: Michael Dou- glas. Uppáhaldsleikkona: Emma ■ Thompson. Uppáhaldssöngvari: Ella Fitzgerald - Carmen McRae. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég veðja á Ásgeir Þór Jónsson frá Bol- ungarvík. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson - annars eru karakterar sem maðurinn minn teiknar miklu skemmthegri og fyndnari. Uppáhaldssjónvarpsefni: Mynd- bandasafn fjölskyldunnar, Ösku- buska og Fríða og dýrið. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þórhall- ur Guðmundsson miöih. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Hvorugt, ég horfi mest á gervihnattasjónvarp, ss. MTV og Sky Movies. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Jón Ársæll Þórðarson. Uppáhaldsskemmtistaður: Stofan heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Ung- mennafélag Bolungarvíkur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að gera skólann min að betri skóla og læra meira í tón- list. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Þar sem ég eyddi öllu síðasta sumri í Bandaríkjunum, við nám, ætla ég að helga fjölskyldunni minni þetta sumar og ferðast með henni um ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.