Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Kvikmyndir DV Dagur í lífi blaðamanns Blaðamennska hefur alltaf verið vin- sæll og heillandi efniviður fyrir kvik- myndagerðarmenn. Spennan og ringulreiðin, sem oft fylgir starfi blaðamannsins, virðist höfða til áhorfenda. Þaö má með nokkrum sanni segja að rithöfundarnir Ben Hecht og Charles MacArthur hafi gert líf blaðamannsins ódauðlegt með leikriti sínu The Front Page sem var frumsýnt á Broadway árið 1928. Tveimur árum síðar gerði Lewis Milestone kvikmynd eftir leikritinu þar sem O’Brian lék blaðamann sem hélt hlífiskildi yfir morðinga sem var á flótta, í óþökk ritstjórans. Síðan hafa aö minnsta kosti tvær aðrar útgáfur verið geröar eftir þessu leik- riti. Howard Hawks gerði árið 1940 út- gáfu sem hann nefndi His Girl Friday og árið 1974 léku þeir félagar Jack Lemmon og Walter Matthau blaða- manninn og ritstjórann undir ógleym- cuilegri leikstjórn Billy Wilders. Breyttir timar Flestar myndir, sem fjalla um blaðamennsku, sækja eitthvað til leikrits þeirra félaga Hecht og Mac- Arthurs. Umgjörðin hefur breyst en kjarninn er ennþá hinn sami í blaða- mennskunni. Við sjáum ekki lengur Umsjón Baldur Hjaltason blaöamanninn í krumpuðu jakkafót- unum með skakkan hattinn, illa hert bindi og blað og blýant í hendinni. í myndinni Ali the President’s Men voru t.d. rannsóknarblaðamennimir snyrtilega klæddir, sátu við símann og slógu allar fréttirnar inn á tölvu. En spennan er sú sama, kapphlaup við tímann um hver sé fyrstúr með fréttina og svo efmn að rétt sé fariö með alla málavöxtu. Klæðnaður, tölvur og annar aðbúnaður bfeytir htlu um eðli blaöamennsku, eilns og sést í nýjustu mynd Rons Howards sem fjallar um einn sólarhring í lífi ritstjóra við stórblað í New York. Rauðhærður og freknóttur Það er athyglisvert aö Ron Howard skuli hafa ákveðið að gera mynd um blaðamennsku. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Howard lék í unglingamyndum á borð við Americ- an Graffiti (1974) og The Spikis Gang (1975). Hann lék einnig í mörgum sjónvarpsþáttaröðum eins og The Andy Griffith Show (1960-1968) og Happy Days (1974-1979) eða þangað til hann gerðist leikstjóri með frum- raun sinni The Grand Theft Auto. Síðan þá hefur Howard þroskast mikið sem leikstjóri og á aö baki margar stór- myndir eins og Splash, Cocoon, Wihow, Parenthood, Backdraft og svo Far and Away. Það er enn of snemmt að spá um í hvaöa flokki nýja myndin hans, The Paper, lendir. Valdabarátta Myndin snýst um starfsmenn og starfsemi blaðsins New York Sun. Michael Keaton leikur Henry nokk- um Hackett sem sér um skrif blaös- ins í Manhattan. Hann er í vöm á öllum vígstöðvum. Konan, sem er ólétt, vill að hann eyði meira tíma heima við og ýtir á hann að taka að sér vinnu hjá hinu snobbaða blaði Það er Michael Keaton sem fer með aðalhlutverkið. Hér er Robert Duvall ásamt fyrrver- andi ritstjóra. Sentinel þótt það þýði launalækkun. Heckett er að vinna aö frétt um tvo bandaríska unglinga sem hafa verið handteknir fyrir morð sem virðist tengjast kynþáttahatri og fordómum. Hann er aö sannreyna heimildir sín- ar og vill að fréttin fari á forsíðu þegar hann er búinn að kynna sér öll sjónarhorn. Hann á í deilum við aðstoðarritstjórann, Ahcia Clark (Glenn Close), sem vill birta fréttina strax, blaðið hafi ekki efni á því að bíða með fréttir. Ef fréttin er röng er alltaf hægt að leiðrétta hana í næsta blaði. Ritstjóri blaðsins, Bernie White (Robert Duvall), er of upptekinn af sínum eigin vandamálum til að taka á deilu þeirra. Hann hefur nýlega greinst með stækkaðan blöðm- hálskirtil og verður að fara í aðgerð. Þetta setur Heckett í mjög svo óþægi- lega stöðu því hann verður aö hafa fréttina sína tilbúna til birtingar i næstu morgunútgáfu blaðsins. Vel unnin umgjörð Það hefur verið mikið lagt í aö gera umhverfi myndarinnar sem trúverð- ugast. Ron Howard dvaldist ásamt aðstoðarliöi sínu um tíma á ritstjóm- arskrifstofum New York Post og Da- ily News þar sem þau fylgdust með hvemig frétt verður til og er komið til skila til lesenda. Handritahöfund- amir David og Stephen Koepp hafa lagt sig í líma við að hafa öll smáatr- iðin í lagi. Þótt það komi ekki beint fram er talið að blöðin The Sun og svo Sentinel eigi sér fyrirmyndir í raunveraleikanum eða New York Post og svo Times. Til að gefa mynd- inni meiri raunveruleikablæ kemur fjöldi fjölmiðlafólks fram í aukahlut- verkum. Þar má nefna sjálfan fyrr- verandi ritstjóra New York Post, Pete Hammill, sem tekur þátt í atriöi sem gerist á bar þar sem blaöamenn venja komur sínar, Stephen Koepp, sem er einn af ritstjórum Time tímaritins, og Jeannie Wilhams sem ritár slúð- urdálkinn fyrir Usa Today. Fjölhæfur leikari Spennan í myndinni byggist á bar- áttu þeirra Michaels Keatons og Glenn Close um hvernig eigi að standa að fréttinni um unglingana sem eru grunaðir um morð. Þetta er frekar óvenjulegt hlutverk fyrir Close sem hingað th hefur leikiö meira af móðurhlutverkum en sem gallharður ritstjóri sem vegur allt út frá peningum og völdum. Hún ætlar sér langt og dregur enga dul á það. Glenn Close fer léttilega með að túlka ritstjórann á trúverðugan máta. Michael Keaton sýnir í þessari mynd hve fjölhæfur leikari hann er. Hann verður að bregöast við ótelj- andi nýjum aðstæðum í starfinu sem blaöamaður sem krefst mikils af Keaton sem leikara. Sorgir og sigrar Þeir sem hafa séö The Paper telja að Ron Howard hafi tekist að gera bæði spennandi og skemmtilega mynd. Þó hafa gagnrýnisraddir heyrst þess efnis að myndin lýsi ekki nógu vel sorgum og sigrum þeirra sem starfa að blaðamennsku. Lífið sé ekki aht dans á rósum og rekstur blaðanna í New York hefur gengið iha hjá flestum. Margir hafa misst vinnuna, bæði vegna rekstrarörðug- leika og vegna þess að sum blöðin hafa skipt um eigendur sem vilja sína menn í stjómunarstöður. Þaö er ekki gott að segja hvort The Paper komi aftur af stað skriðu af myndum sem fjalla um blaðamennsku. Þaö fer eftir því hvemig myndin gengur vestan- hafs. En hvort sem menn þekkja th blaðamennsku eða ekki, þá geta allir haft gaman af baráttu þeirra Glenn Close og Micheals Keatons í hlut- verkum sínum í The Paper. The New York Post: Óður til Hollywood Árið 1984 vöktu nokkra athygli ungir bræöur frá Texas, þeir Et- hen og Jœl Coen, fyrir sína fyrstu mynd sem bar heitið Blood Simple. Myndin fjallaöi umeigin- maim sem réð sér leigumorðingja th að kála konu sinni og ást- manni hennar. Myndin þótti nokkuð framleg hvað varðaði yf- irbragð og myndatöku og vakti þvi víða eftirtekt. Þeir Coen bræður hafa síðan gert nokkrar mjmdir eins og Raising Arizona, Miher’s Crossing og svo Barton Fink sem þeir hlutu verölaun fyr- ir á kvikmyndahátíðinni í Cann- es, Þess er því alltaf beöið með nokkurri eftirvæntingu þegar þeir senda frá sér nýja mynd. Saklaus sveitapiltur Nýja mynd þeirra Coen bræðra ber heitið The Hudsucker Proxy og gerist 1958. Hún hefst á því að ungur örvæntingarfullur maður stendur uppi á skýjakljúf í Man- hattán að kvöldlagi og er að velta því fyrir sér að stökkva niður og fremja þannig sjálfsmorð. Til að útskýra ástæðuna tekur myndin okkur nokkra mánuði aftur í tím- ann, þegar Norman Barnes (Tim Robbins) stígur út úr langferða- bílnum frá Indiana, kominn til New York th að finna sér vinnu. Hann fær vinnu við að dreifa inn- anhússpósti hjá hinu stóra iðn- fyrirtæki Hudsucker Industries, má segja í sama mund og stofn- andi fyrirtækisins ákvað að hoppa út um glugga á 44. hæð þar sem stjórnarfundir fyrirtækisins voru haldnir. Einn af framkvæmdastjóram fyrirtækisins, hinn slóttugi Sidn- ey J. Mussberger (Paul New- man), tekur Barnes upp á sina arma og lætur fljótlega gera hann að stjórnarformanni fyrirtækis- ins, vegna mikiha stjómunar- hæfileika Barnes að hans eigin sögn. En það sem undir býr er áætlun þess efnis að láta fjárfesta missa traust á Hudsucker Ind- ustries þannig aö hlutabréfm falli og stjórnin geti keypt þau fyrir lítiö og grætt þannig mikið fé. Hvað er hetra en að hafa vanhæf- an formann til að klúðra málun- um? Þótt allt gangi vel i fyrstu líður ekki á löngu áður en blöðin komast i málið og fyrirsagnir á borð viö „heiraskingi við stjórn- völinn á Hudsucker" birtast. En Barnes á ýmislegt í pokahorninu og inn í þetta blandast ástarævin- týri eins og alltaf í myndum sem enda vel. Það er dálítið erfitt að átta sig á þessari mynd þeirra Coen brasðra. Hún virðist ákveðinn óður til gömlu Hollywoodmynd- anna því hún ber þess merki að þeir félagar hafa leitað töluvert th gömlu meistaranna eins og Frank Capra og Preston Sturge. Það hefur einnig verið lögð mikil áhersla á sviðsetninguna og nær myndin tujög vel anda þessa tima Það eru þelr Tlm Robblns og Paul Newman sem eru I aðal- hlutverkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.