Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 3 Fréttir ) \ i ) \ ) ) ) ) i i i i i niskeyttir draugar 1 Bústaðahverfinu: Reyndu að kyrkja húsfreyju - húsráðendur ætla að kalla til miðil sér til bjargar „Það er alveg greinilegt að hér inni eru einhverjar „verur“ og þær valdá okkur miklum óþægindum. Við höf- um orðið mikið vör við þær síðan við fluttum inn í haust en þó mest síðasta mánuðinn og þá alveg sér- staklega undanfarnar tvær vikur. Verunar valda okkur sjóntruflunum, hjartslætti, andþrengslum og kulda- köstum fyrir utan óþægindin að finna til nálægðar þeirra,“ segir karl- maður í parhúsi í Bústaðahverfinu í Reykjavík en að undanfórnu hafa hann og konan hans ekki haft stund- lega frið í íbúð sinni vegna drauga- gangs. „Astandið er verst í svefnherberg- inu og á nóttinni þá ruggum við til í Formaður bygginganefndar: Fjarstæða að gæðingum sé hyglað Bygginganefnd Reykjavíkur hefur vísað til byggingafulltrúa tillögu um að eigendur bílastæðakjallara að Hafnarstræti 7 verði sektaðir um 3,5 milljónir króna vegna þess að gerð kjallarans er ekki lokið þó að rúmur áratugur sé frá byggingu hússins. Þá komi til dagsektir verði bOastæða- kjallarinn ekki kominn í rétta notk- un fyrir 1. júlí. Húsið við Hafnar- stræti 7 er meðal annars í eigu Steindórs H. Haarde og SOdarverk- smiðja ríkisins. „Við fjölluðum um sjö svona mál árið 1988 og þau voru öll lagfærð nema þetta eina. Ég hef ekki séð þennan bílastæðakjallara en það vantaði lyftu í hann og hún var sett upp. Ég fæ greinargerð frá bygginga- fulltrúa síðar og lít á það þá. Það er fjarstæða að brigsla manni um að hygla einhverjum gæðingum. Það Uggur viö að maður þurfi að fara í meiðyrðamál út af því,“ segir Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginga- nefndar. Hæstiréttur: Landeigendur eiga veiði- ireiginlandi Hæstiréttur hefur staðfest þá fornu reglu í íslenskum rétti aö hver maður eigi vatn og veiði fyrir landareign sinni, í máh sem höfðað var vegna veiðiréttar í Hvítá. Málið var höfðað af 20 skyldmenn- um HaUdórs Guðlaugssonar, sem fæddur var 1892, en hann var eigandi jarðanna Kiðjabergs, Hests og Gísla- staða í Grímsnesi, en lönd jarðanna Uggja saman. Hann afsalaði bróður- dóttur sinni og manni hennar land- spUdu, 600 metra meðfram Hvítá, úr landi Gíslastaða. AfsaUnu fylgdi upp- dráttur og var hvorutveggja þinglýst samdægurs. Eftir lát Halldórs féllu fyrrnefndar jarðir í arf tíl fyrr- nefndra skyldmenna hans, sem höfð- uðu máUö, en hann var ókvæntur og bamslaus. Ágreiningur var um það hvort bróðurdóttir HaUdórs og eiginmaöur hennar ættu veiðirétt fyrir umræddu landi. FéUst rétturinn ekki á rök 20 skyldmenna Halldórs sem höfðuðu máUð og staðfesti rétt hjónanna. Hæstiréttur klofnaði í afstööu sinni til málsins og skUaði einn dómar- anna séráUti. rúminu. Lætin byija yflrleitt um kvöldmatartíma og þetta getur staðið stanslaust yfir í tólf tU þrettán klukkustundir. Eldhúsiö virðist vera sá staður þar sem maður er helst óhultur en þó brá svo við fyrir nokkr- um dögum að ráðist. var á konuna. Hún fann að kaðall var settur um hálsinn og hert að. Ég sat á móti henni þegarþetta gerðist og sá hana lyftast upp. Eg fór strax yfir til henn- ar og baðst fyrir og þá slaknaði á kaðlinum smátt og smátt. Hún fékk marbletti í kjölfarið og eins hef ég fengið brunasár af völdum reipis sem verunar hafa notað,“ segir íbúinn. Maðurinn, sem segist vera „næmur og sterkur", segir að verunar séu dökkgráar og að þær líði áfram. Hann hefur talið allt upp í tólf stykki í einu en ekki er honum kunnugt um að draugagangur hafi áður verið í húsinu. Þau hafa ákveðið að kalla til starfandi miðil og segjast jafnframt staðráðin í að gefast ekki upp þrátt fyrir að hafa ekki getað sofið nema eina nótt í síðustu viku vegna draugagangsins. Lánstími allt að 5 ár Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að 5 ára sem gefur þér kost á enn léttari greiðslubyrði. Sveigjanleiki Hvenær sem er á lánstímanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið eða greitt það upp. 100% lán Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða skemmri. Það getur numið allt að 75% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir en 65% ef hann er lengri. Vextir eru sambærilegir bankavöxtum Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda- bréfavöxtum Islandsbanka. Líllinn er staógreiddur Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er bíllinn staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda. Þú tryggir par sem pér hentar Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður þú hvar hann er tryggður. Kynntu pér hagstæð kjör Staðgreiáslulána og gerðu jafnframt samanburð á peim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita pér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. DÓTTURFYRIRTÆK! ÍSLANDSBANKA Ármúla 7 108 Reykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810 Hagkvæmt bílalán! Staðgreióslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.