Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁL’L STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Nýtt stjórnarmynstur? Margir spá því, aö brátt muni slitna upp úr núverandi ríkisstjómarsamstarfi. Kosiö veröi í haust. Formanns- skiptin í Framsóknarflokknum gera einnig auöveldara, aö Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofni til samstarfs. Því em leiddar líkur að því, aö sam- starfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks ljúki en Framsóknar- flokkurinn komi í staö Alþýðuflokksins. Athugulir stjómmálagrúskarar benda á vaxandi „leiöa“ í núverandi stjórnarsamstarfi. Ágreiningsmálin em mörg og stór. Þeirra hefur mikiö gætt í vetur og vor. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur em ósammála um landbúnaöarmálin. Kratarnir vilja þar ganga lengra í frelsi en meirihluti sjálfstæðismanna. „Framsóknar- mennimir“ í Sjálfstæöisflokknum hafa þar tögl og hagld- ir í landbúnaðarmálum. Þarna er um grundvallarágrein- ing aö ræöa. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur eru ekki sammála í hinum geysimikilvægu sjávarútvegsmál- um. Þar stefna alþýðuflokksmenn aö veiðileyfagjaldi, meðan flestir sjálfstæðismenn vilja halda í kvótakerfið. Vissulega er þama um grundvaUarágreining að ræða. Fleira kemur til. Allt bendir til þess, að alþýðuflokksmenn vilji ganga mun lengra en sjálfstæðismenn í átt til Evrópusambands- ins. Hinn nýi formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, tók „vinkilbeygju“ á miðstjórnarfundi flokksins um helgina og færði sig upp að sjálfstæðis- mönnum í þeim málum. Eftir það ætti að vera vanda- laust að finna samnefnara fyrir Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokk í Evrópumálum. Jafnframt því, sem þreytan vex í stjómarsamstarfmu, verða þær raddir háværari, sem kalla á samstarf Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. Það yrði miklu auðveld- ara, eftir að Halldór hefur tekið við af Steingrími Her- mannssyni. Halldór leggur meiri áherzlu á frjálsan mark- aðsbúskap. Hann er lengra til „hægri“ en Steingrímur og miklu geðslegra fyrir Davíð Oddsson að semja við hinn nýja formann Framsóknarflokksins. Sem dæmi um þá, sem spá haustkosningum, tökum við Pál Pétursson, þingflokksformann Framsóknar. Hann sagði í DV í gær, að sér fyndust mjög sterk rök benda til þess, að kosið yrði í haust. „Ég tel, að það verði AÍþýðuflokkurinn eða Jón Baldvin, sem slítur þessu stjómarsamstarfi," sagði Páll Pétursson. „Davíð vill ábyggilega þrauka til næsta vors. Jón Baldvin kynni að leggja það þannig niður fyrir sig, að ef hann límist upp að Sjáhstæðisflokknum og þeir em með allt niður um sig út kjörtímabilið, þá sé Alþýðuflokkurinn í vondum málum...“ Margir benda á, að Jón Baldvin og hans menn hafa flýtt flokksþingi Alþýðuflokksins. Það er bæði gert til að undirbúa kosningar, ef þörf gerist, og einnig til að styrkja stöðu formannsins gegn mótframboði, til dæmis frá Jó- hönnu Sigurðardóttur. Páll Pétursson telur, að kratar muni á flokksþinginu samþykkja einhverjar kröfur, sem Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að, meðal annars að leggja inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Páll Pétursson nefnir ekki möguleikann á, að við taki samsteypustjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er eðlilegt, því að Páll hefur jafnan verið andvígur nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður er það líklegasti kosturinn um þessar mundir. Sem stendur em horfur á, að núverandi sam- steypustjóm sé að renna sitt skeið á enda. Haukur Helgason „Bölsýnismennirnir tala mikiö um að island muni eingangrast. Munu evrópskir ferðamenn ef til vill hætta að koma tii íslands?" Evrópusamband- ið eða NAFTA? Það hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með umræðunni um framtíðar- tengsl okkar við Evrópusambandið að undanfömu. Þegar ljóst varð að Finnar, Norðmenn og Svíar höfðu náð samkomulagi um aðiid að ESB, sem að vísu á eftir að staðfesta með þjóðaratkvæðagreiðslu í löndunum þrem, rann berserksgangur á helstu forsvarsmenn krata og sumra atvinnulífssamtaka í land- inu. Hófu þeir upp raust sína í blaðagreinum og viðtölum og töldu að ísland myndi líklega sökkva í sæ ef við sæktum ekki um fulla aðild hið snarasta. Gekk svo langt að einn fyrrum samstarfsmaður minn á Alþingi taldi aö hér væri nánast verið að tala um örfáa daga, hámark tvær vikur, áður en þetta gerðist. Landið er að vísu ekki sokkið enn en ef dæma má af þeim urmul greina, sem ýmsir ungliðar í Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki hafa verið að skrifa í blöðin, eigum við ekki langt eftir. ísland í ESB? Ég held að flestir séu sammála um að við þurfum að eiga gott sam- starf við Evrópuþjóðimar bæði í menningarmálum og í viðskipta- legu tilliti. Þvi var það fagnaðarefni þegar samningurinn um evrópskt efnahagssvæði varð að veruleika. Sumir hafa að vísu haldið því fram að samningur muni nánast sjálf- krafa falla úr gildi þegar við verð- um einir eftir ásamt Liechtenstein. í ágætri blaðagrein, sem Stefán Már Stefánsson prófessor skrifaði nýlega um gildi EES-samningsins við breyttar aðstæður, færði hann óyggjandi rök aö því að hann myndi halda fullu gUdi sínu hvað okkur varðaði. Myndum við eftir sem áður halda öllum þeim réttind- um og fríðindum sem samningur- inn hefur þegar fært okkur. Bölsýnismennirnir tala mikið um Skoðardr annarra atvinnulífsins í landinu, ekki síst sjávarútvegsins, treystar verulega. Smám saman eru gagnrýnisradd- imar að hljóðna, þegar ávinningur samningsins um Evróska efnahagssvæðið tínist fram í dagsljósið. Hrakspámar um að EES yrði til að veikja ríkisstjórn- ina snerust upp í ranghverfu sína; umræður um deilur um aðildina urðu þegar upp var staðið til að styrkja innviði stjórnarinnar.“ Úr forystugrein Alþ.bl. 29. april. Stjórnendur bila „Flestum er ljóst að vond stjórnun er orsök margs þess vanda, sem að samfélaginu steðjar... Þeir sem skapa efnahagsumhverfið, kvarta sjálfir mest yfir því, en vita sig aldrei bera neina ábyrgð. Værukærar stjórnir fyrirtækja og ráð stofnana hvorki sjá né skilja þann vanda, sem að þeim kann að steðja, og er fyrirmunaö að sjá að það em stjórnendumir sem bila, en ekki umhverfið sem þeir hrærast í.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 30. april. Velferð sjúkra og verkf allsvopnið „Óvíða í þjóðfélaginu eru verkfóll alvarlegri en á sjúkrastofnunum og heilsugæslustöðvum, þar sem velferð og vellíðan sjúklinganna á að vera í fyrir- rúmi... Athyglin beinist að sjálfsögðu mest að verk- falli meinatækna þessa dagana, en þeir era rúmlega tvö hundruð á landinu öllu... Þetta ástand gengur ekki lengur. Heilbrigðisstéttirnar þurfa að setjast niður með stjómvöldum til að finna leiðir til lausnar á kjaradeilum sínum með þeim hætti að velferð sjúkra sé ekki stefnt í voða. Það er bezt gert með þvi að leggja niður verkfallsvopnið." Úr forystugr. Mbl. 29. april. Gagnrýnisraddir hljóðna „Aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er orðin að veraleika og í afgreiöslu málsins fólst mik- ill sigur fyrir ríkisstjómina. Með henni era stoðir KjáUaiinn Júlíus Sólnes prófessor við HÍ að ísland muni einangrast. Munu evrópskir ferðamenn ef f 1 vill hætta að koma til íslands? Við munum ekki hafa nógu mikil áhrif nema með því að ganga í ESB. Ég spyr: Hvaða áhrif? Halda menn að ef við göngum í ESB muni Evrópu- þjóðirnar í andakt bíða eftir að heyra sjónarmið íslendinga í öllum málum? Sannleikurinn er nefnilega sá að það skiptir nákvæmlega engu máh hvort viö geramst aðilar að ESB eða látum okkur EES-ið duga. Áhrif okkar eru og verða nánast engin. Þaö eina sem við myndum uppskera við aö ganga í ESB er að við yrðum líklega að láta samband- inu eftir yfirstjóm fiskveiða á ís- landsmiðum. Viljum við það? NAFTA Mitt í öllu þessu bölsýnisrausi hefur spennandi mál komið fram. Við getum nefnilega sótt um aðild að fríverslunarbandalagi Norður- Ameríku, NAFTA, eða að minnsta kosti gert tvíhhða samning við það í líkingu við EES. Það er ekki spuming að þetta er einmitt leiðin sem við eigum að fara. Með því að ganga í NAFTA og halda áfram fast í EES-samninginn geta íslend- ingar náð yfirburðastööu. Við er- um í miðju Atlantshafinu, mitt á milli tveggja heimsálfa. Við eigum að notfæra okkur þessa stööu. Við höfum um áratugaskeið haft góða markaði fyrir afurðir okkar í Bandaríkjunum og nú era að opn- ast nýir markaðir og samstarfs- möguleikar í Mexíkó. Með aðhd að NAFTA og EES-samningnum er framtíð íslands betur borgið að mínu mati heldur en að gerast ein- hver útkjálkasmáþjóð í Evrópu- sambandinu þar sem beðið er eftir styrknum frá Brussel. Beðið eftir að einhverjir molar falli til okkar af háborði stórþjóðanna í Evrópu. Sækjum því um aðild að NAFTA hið snarasta. Júlíus Sólnes „Með aðild að NAFTA og EES-samn- ingnum er framtíð íslands betur borgið að mínu mati heldur en að gerast ein- hver útkjálkasmáþjóð í Evrópusam- bandinu þar sem beðið er eftir styrkn- um frá Brussel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.