Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 15 Kvóti - hagur hvers? „Spurningin er ekki hvort dauöum fiski sé hent í hafið heldur hve miklu," segir Sigurjón í greininni. Kvótakerflö okkar ber í sér hvata til þess að kasta dauðum fiski í hafið. Þegar menn fá lítinn kvóta á góðum veiðiárum, eins og í ár, flytja þeir verðmesta hluta aflans að landi en henda smáfiski og öðr- um verðminni fyrir borð og tveggja nátta netafiskur sést varla núorðið. Vegna þess að góð þorskveiði hefur verið þetta árið þrátt fyrir að nær enginn þorskur sé til í hafinu, sam- kvæmt fullyrðingum lærðra manna, eru fiskimenn fljótir að veiða kvótann sinn; fæstir lengur en hálft kvótaárið. Þá fara þeir að fást við veiðar á öðrum tegundum og henda útbyrðis þeim þorski sem slæðist með í veiðarfærin. Það er reyndar svo að ef þeir koma með smáfisk að landi eða kvótafisk sem þeir eiga ekki kvóta fyrir eiga þeir yfir höfði sér þungar refsingar, sektir og sviptingu veiðileyfis. Þetta eru staðreyndir. Hræsni Þetta eru jafnmiklar staðreyndir hversu lengi sem ráðamenn beija hausnum við steininn og segja að þetta sé ósannað orðagjálfur. Ástæðan er augljós hveijum sem vill nota hausinn til annars en að beija honum við stein. Fiskimenn hafa atvinnu sína af að veiða fisk og afkoma þeirra er háð verðmæti aflans sem þeir færa að landi. Hví skyldu þeir þá koma með verðlítinn fisk þegar þeir eiga völ á öðrum betri og mega ekki koma með nema takmarkaðan afla, að ekki sé talað Á síðustu áratugum hefur menntun margra stétta færst á háskólastig sem má telja eðlilegt í nútímaþjóðfélagi. Nægir þar að nefna kennara- og hjúkrunaáfræði- menntun. Inntökuskilyrði í Fóstur- skóla íslands og fyrrgreindra stétta í viðkomandi skóla voru um langt árabil þau sömu og voru skólamir á sama stigi í menntakerfinu. Fósturskóli íslands er nú á fram- haldsskólastigi í íslensku menntakerfi á meðan fóstrunám er á háskólastjgi víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Því má segja að nám íslenskra fóstra hafi ekki þróast í takt við þjóðfélags- legar breytingar eins og menntun ann- arra uppeldisstétta. Síðastliðin 15 ár hafa menntunar- mál fóstra verið eitt helsta baráttu- mál stéttarinnar. Fóstrur hafa m.á. bent á mikilvægi þess að sameina menntun uppeldisstétta, svo sem fóstra og kennara. Menntamála- ráðherra, Ólafur G. Einarsson, hef- ur skipað nefnd sem hefur það markmið að móta með rammalög- gjöf heildstætt og samvirkt skipu- lag fyrir menntun kennara til starfa á öllum skólastigum. Á undanfomum árum hafa menntamálaráðherrar tveggja ríkis- stjóma markað svipaða stefnu í þess- um málum. Því má ætla að breið pólitísk samstaða sé um málið. Hugmynd til umræðu Fóstrufélag íslands styður þá KjaUarinn Sigurjón Valdimarsson blaðamaður um ef þeir eiga refsingu yfir höfði sér fyrir að landa verðlitlum fiski? Hugmyndafræði vísdómsmanna gefa þeir litíð fyrir og það er heimska að lá þeim að þeir skuli fiska þegar fiskurinn gefur sig til. Þeir sem þykjast ekki skilja þetta eða setja upp vandlætingarsvip vegna þess era hræsnarar. Spum- ingin er ekki hvort dauðum Ðski sé hent í hafið heldur hve miklu. Engin leið er að gera sér grein fyr- ir hve miklu af þorski er hent á þennan hátt. Þegar fiskirí er svona gott eins og verið hefur þetta ár má búast við að það sé mikið vegna þess að menn þurfa ekki aö halda í títtina, þeir vita að þeir fá fullan Kjallariim Guðrún Alda Harðardóttir formaður Fóstrufélags íslands hugmynd, sem hefur verið til um- ræðu síðastliðin ár, að sameina Fósturskóla íslands og Kennarahá- skóla íslands. Fóstrufélagið álítur að margt mæli með slíkfi samein- ingu, svo sem; Samvinna kennara. Sameiginleg- ur grunnur stuðlar að samvinnu kennara á öllum skólastigum og gagnkvæmri þekkingu á störfum hver annars og stuðlar þar með að samfellu í lífi og starfi bama. Samnýting menntunar. Auðveld- ar fólki að afla sér menntunar til kvóta af góðum fiski. Þótt ekki sé gert ráð fyrir að það sem hent er jafnist í vigt á við landaðan afla er ef til vill hugsanlegt að í fjölda fiska hallist ekki mikið á. Þá vaknar sú spuming hveiju þetta fáránlega kerfi þjónar. Áberandi mótsagnir Okkur er sagt að það sé til þess aö vemda smáfisk og byggja upp stofna. Það stenst auðsjáanlega ekki. Það getur heldur ekld þjónað efnahagslegum þörfum þjóðarinn- ar, þvi auðvitað tapar hún pening- um þegar verðmætum er kastað á glæ, og veiddur fiskur er verð- mæti. Hver er þá tilgangurinn? Heyrst hefur að allt þetta sé gert kennsku á fieiri skólastigum en einu sem veitir meðal annars meiri víðsýni. Samnýting húsnæðis. Samnýting verður á húsnæði og búnaði skól- anna, svo sem bókasöfnum og öðr- um tækjakosti til rannsóknar- starfa. Sambærileg menntun. Menntun uppeldisstétta verður sambærileg. Mikilvægt er að fóstrumenntun þró- ist samhliða öðra uppeldisnámi. Rannsóknir. Menntun fóstm- stéttarinnar þarf að vera í nánum tengslum við rannsóknarstofhanir sem stunda rannsóknir á sviði upp- eldis- og leikskólamála. Framhaldsnám. Möguleiki fóstra á að ljúka framhaldsnámi hérlend- is eykst og þannig geta fóstrur sinnt kennslu- og rannsóknarstörfum innan eigin fræðigreinar. Hlutverk háskóla. Stærri skóli ætti að vera betur fær um að sinna hlutverki sínu sem háskóh. til þess að skapa þröngum hópi manna sérstöðu sem felst í því að þeir eignist allan fiskveiðirétt í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. Shkum glæp er erfitt að trúa á forustu- menn þjóðar. Varla er heldur hægt að ætla þeim svo lítið vit aö þeir sjái ekki mótsagnimar sem blasa við. í aðra áttina er vælt um bágan efnahag vegna aflaleysis, í hina er hvatt til að henda afla í hafið. Út úr öðm munnvikinu flæðir flaum- ur orða um vemd ungviðisins, úr hinu hvatning til að drepa það og henda því til að láta það rotna á uppeldisslóðinni. Siguijón Valdimarsson Sértæk fræðigrein í tengslum við slíka sameiningu og með flutningi fóstrumenntunar á háskólastíg þarf aö endurskoða uppbyggingu, efnisinntak og áherslur í grunnmenntun fóstra. Sameining skólanna má alls ekki bitna á þeirri sérstöðu sem leik- skólauppeldi hefur, né breyta þeim áherslum sem eru á leikinn sem náms- og þroskaleið bama á leik- skólaaldri. Leikskólauppeldi er sértæk fræðigrein og er ólíkt bæði því uppeldi sem fram fer á heimil- um bamanna og í grunnskólum. Eins og fyrr segir má ætla aö breið póhtísk samstaða sé um að sameina menntun kennara á öhum skólastigum, svo sem leikskólastigi og grunnskólastigi. Því segi ég; Mikil verður gæfa þeirrar ríkis- stjómar sem lætur verkin tala í þessum málum. Guðrún Alda Harðardótth1 Meðog ámóti Friðunarfrumvarp umhverfisráðherra Nútíminn „Frumvarp til laga um vemd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum, öðrum en hvölum, hef- ur verið lagt son, aðstoðarmað- fram á AI- ur umhverfisráð- þingi þrjú herra. þing í röð og fengið ýtarlega um- fjöllun i umhverfisnefnd þess. Frumvarpið var samið af nefnd undir forsæti Páls Hersteinsson- ar veiðisljóra og hefur notið stuðnings jafnt friðunarsinna sem veiðimanna. Skotveiðifélag íslands hefur stutt frumvarpið og gert við það málefnalegar athuga- semdir. í þessu sambandi má minna á umsögn félagsins til umhverfisnefndar Alþingis dags. 14. apríl 1992; „Stjórn Skotvis lýs- ir yfir stuðningi sínum meö þá tilraun sem i framvarpinu felst, til þess að taka heildstætt á frið- un, vemd og veiðum fugla og spendýra. Hluti þessa máls er veiðikortið sem reyndar er bráð- um áratuga gömul tillaga Skot- vís.“ Ég er því ekki einn um að finnast upphlaup skotveiöi- manna siðustu daga lítt skiljan- legt og þeim til vansa. Framvarp- ið er tilraun til að koma friðun og nýtingu villtra dýra í nútíma- legt form og því afar brýnt að það verði að lögum iyrir þingslit" Veiðarnar hornreka „í fyrsta iagifelastein- göngu auknar skyldur og kvaðir á hendur skot- veiðimönnum i þessu frum- varpi. Það er ÓlafurKarvelPáls- ekki komið til son, formaður SkoÞ móts við kröf- veiðisambands is- ur þeirra um lands. aukin réttíndi á almenningum og afréttum. Á frumvarpinu er einnig sá annmarki að ráðherra fær aukn- ar heimildir til aö skipa málum með reglugerðum. Með hhðsjón af reynslu okkar i haust, þegar hann stytti rjúpnaveiöitímann um mánuð, höfum við áhyggjur af þvi valdi i hans höndum. Einnig eru veiðitímar styttir þegar ákveönir fuglastoftiar eru annars vegar. Svo eru refir allt í einu friðaðir nema fyrir sérstak- lega ráðnum skotmönnum, sem er nýmæh enda ástæðulaust að friða refinn algjörlega. Einn þátturinn er einnig sá að embætti veiöistjóra er lagt niöur. Viö höfum tahð, í allri umfjöllun um þetta framvarp, að talaö hafi verið um emhætti veiðistjóra sem lykilþátt og það ætti að sjá um aha veiðistjórnun og eftirlit. Við höfum talið að framkvæmdin á þessari veiðistjórn væri háð þ\ú að starfsmenn meö reynslu sæju umþannþátt. Ixiks má geta þess að það er mikil áherslubreyting á þessu frumvarpi. Friðunarþátturinn fær svo núkið vægi. Það er orðið aö meginatriði að vemda og friða en veiðarnar eru orðnar hom- reka. Það er yfirleitt ekki ástæða th þessara miklu broytinga. Þess- ar veiöar sem við ræðum um era sportveiðar en ekki atvinnuveið- ar. Þær hafa sárahtil áhrif á breytingar á stofnstæröum. „Út úr öðru munnvikinu flæðir flaum- ur orða um vernd ungviðisins, úr hinu hvatning til að drepa það og henda þvi til að láta það rotna á uppeldisslóð- mm. Gæfa ríkisstjórnar sem lætur verkin tala „A undanförnum árum hafa mennta- málaráðherrar tveggja ríkisstjórna markað svipaða stefnu í þessum mál- um. Því má ætla að breið pólitísk sam- staða sé um málið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.