Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 13 Neytendur DV kynnir sér einkarekna leikskóla á höfuðborgarsvæðinu: Getur verið góður kostur - kostar svipað og að vera með bamið hjá dagmóður rakkarnir á Orkinni hans Nóa voru niöursokknir i leik þegar Ijósmyndara bar ad garði en voru þó svolitið spennt- Foreldrum ungra bama á dagheim- ilisaldri standa æ fleiri dyr opnar hvað snertir dagvistun bamanna eft- ir að einkareknu leikskólamir komu til sögunnar. Nú þurfa þeir ekki að hlaupa tfl og taka hvaða pláss sem býðst á vegum borgarinnar heldur geta þeir jafnvel valið það sem hent- ar þeim best. Sífellt bætast fleiri einkareknir leikskólar í hópinn og eru margir þeirra prýðisvel búnir og flestum er þeim stjómað af fagfólki. Þetta er ekki síst góður kostur fyrir þá foreldra sem hvort sem er greiða dagmóður hátt í 30 þúsund krónur á mánuöi en flestir þessara einka- reknu leikskóla em á því verðbfli. Mislangir biðlistar DV hafði samband við þá sex leik- skóla sem greint er frá í grafinu hér á síðunni, auk leikskóla KFUM & K í Langagerði 1 en sá leikskóli sker sig úr að þvi leyti að hann hýður ein- göngu upp á 4-ö tíma vistun. Hún kostar á bilinu 6.900-3.500 kr. á mán- uði og er án matar. Þar era 60 börn yfir daginn á aldrinum 2-6 ára, tveir kennarar og ein fóstra. Áhersla er lögð á kristin fræði og em 2 ár ekki óalgengur biðtími. Opið frá 7.45- 17.15, lokar 1 mánuð á sumrin. Á Mýri í Skeijafirði hafa böm lækna forgang en biðhstinn getur verið 1-1 h ár. Þar eru 45 böm á aldr- inum 1-8 ára og 10 stöðugildi. Innifal- ið er morgun-.og hádegisverður, síð- degishressing og aukabiti. Opið frá 7.30-17.30, lokað í júfl. Bamaheimflið Ós er foreldrarekið. Þar eru 23 böm á aldrinum 2 !4-9 ára ir yfir innlitinu. (líka skólaböm), 2 fóstrur og einn starfsmaður. Morgunverður ekki innifalinn en hádegisverður og síð- degishressing. Þar er allt að ársbið. Opið frá 8-17.15, meirihluti látinn ráða hvenær eða hvort lokað er yfir sumartímann. í Listakoti er lögð áhersla á tón-, mynd- og lefldist með sérmenntuðum kennurum. Þar er pláss fyrir 40 börn á aldrinum 2-6 ára og 8 starfsmenn. BiöUsti er enginn nú en langur fyrir haustið. InnifaUnn morgun- og há- degisverður, síðdegishressing og aukabiti. Opið er frá 7.30-18.30 og ekki lokað á sumrin. Greitt er 'A af gjaldi ef farið er í frí. í Skerjakoti em 18 böm á aldrinum 2-6 ára og þrír starfsmenn. Innif. er morgun- og hádegisverður og síödeg- ishressing. Enginn biðUsti. Opið frá 7.30-18, lokað 1 mánuð á sumrin. Sælukot er rekið af Jógasamtökun- um. Þar em 38 böm yfir daginn á aldrinum 2-6 ára og 6 starfsmenn. Morgunverður er ekki innifalinn, hádegisverður kostar 1.600 kr. auka- lega á mánuði (grænmetisfæði) og kaffimeðlæti 400 kr. á mánuði auka- lega. Stuttur biðUsti. Opið frá 7.45- 17.15, lokað 5 vikur á sumrin. í Örkinni hans Nóa era 18 böm á aldrinum 1 !4-6 ára og 3 fóstrur. Þar er morgun- og hádegisverður inni- faUnn, síðdegishressing og aukabiti. Biö fyrir 1 'h-2 ára en ekki fyrir eldri börnin. Opið frá 7.30-18, lokað í 3 vikur í júfl. Skóladagheimili Kirkjuskjól í Háteigskirkju er rekið sem skóladagheimfli fyrir 6-10 ára böm, aðaUega úr Háteigssókn. Þar kostar 4-5 tíma vistun 6 þúsund krónur, ýmist með morgun- og há- degisverði eða hádegisverði og síð- degishressingu. Þar em 24 böm, tveir starfsmenn og enginn biðUsti. Opið frá 8-17, lokað í júU. Skóladagheimflið Höfn á Marar- götu 6 er fyrir 5-11 ára böm. Þar kostar 5 h tíma vistun 20.500 kr. með morgimverði, heitum hádegisverði og síðdegishressingu. Þar em 48 börn yfir daginn, fimm starfsmenn, stutt- ur biðUsti. Opið frá 7.30-17.30, lokað 1 mánuð yfir sumarið. Krónurí Fríhöfn „Bæöi tókum við í notkun nýja kassa og eins var þaö að kröfu viðskiptavina okkar sem við breyttum verðmerkingunum," sagði Guðmundur Vigfússon, skrifstofustjóri í Fríhöfninni, en frá og með áramótum hafa allar vörumar í Fríhöfhinni veriö merktar í íslenskum krónum. Guðmundur sagði að þeim hefði einnig borist kvörtun frá Neyt- endasamtökunum þess eðUs að ekki væri hæft að hafa verðmerk- ingar í doUunnn fyrir íslenska neytendur á íslandi. Aðspuröur hvort breytingin hefði haft áhrif á söluna sagðist hann ekki geta merkt það. Ekki hætta að kaupa kjöt Neytendasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að samtökin geti ekki fariö fram á að neytendur hætti að kaupa nauta- og svinakjöt, eins og eðU- leg viðbrögð samtakanna væra, þar sem slík krafa sé ekki sann- gjöm. „Kjötframleiðendum er mismunað og neyslustöðvun myndi einungis leiða til sölu- aukningar hjá samkeppnisaöfla sem er valdur að því aö kiötverö er hér það hæsta sem þekkist," segir i fréttatflkynningu. Samtökin krefjast þess hins vegar af stjómvöldum að þau komi í veg fyrir verðhækkanir á kjöti sem og öðrum brýnustu lífs- nauðsynjum. Einnig ætlast þau tfl þess af stjórnvöldum að þau sjái tfl þess að neytendur búi við svipað verð á matvælum hér og í nágrannalöndum okkar. Fljótandi smjörlíki Smjörlíkisgerð Kaupfélags Ey- firðinga, KEA, hefur sett á mark- að fijótandi AKRA smjörlíki. í fréttatilkynningu segir að viða erlendis hafi fljótandi smjörUki verið að ryðja sér tfl rúms og njóti þar aukinna vinsælda. SmjörUkið er sagt bæði hentugt og þægilegt í notkun og þá sér- staklega til steikingar. Einnig að það komi í staöinn fyrir hefð- bundið smjörhki eða smjör í mat- argerð, bakstur, sósur o.fl. „SmjörUkið inniheldur rabsohu sem er taUn með allra hollustu oUum og inniheldur Utið af mett- aðri fitu,“ segir í tilkynningunni. Einkareknir leikskólar — 8 tíma vistun á dag í 1 mánuð — Þeir sem fá DV í póstkassann reglulega geta átt von á prjátíu þúsund krana matarkörfu Áskriftargetraun DV gefur skilvísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver aö verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæmt blað. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.