Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994
Meiming
Þjóðhátídar-
almanaktil
styrktar
landgræðslu
Snerruútgáfan hefur gefið út
sérstakt almanak í tilefni af 50
ára afmæli lýöveldisins sem nefn-
ist Leiðin til lýðveldis, lýðveldiö
ísland. Almanakið, sem gildir frá
júní í ár til mai á næsta ári, er
byggt upp með myndum og texta
frá mikilvægum atburðum í sjálf-
stæðisbaráttu okkar islendinga.
Þar má nefna Þjóðfundinn 1851,
þjóðhátíð og stjórnarskrá 1874,
heimastjóm 1904, fullveldi 1918,
alþingishátíöina 1930 og lýöveld-
ishátíðina 1944.
Forstöðumenn Snerruútgáf-
unnar hafa ákveðið að 100 krónur
af hverju seldu almanaki fari til
landgræðslu. Sveixm Runólfsson
landgræðslustjóri veitti áheita-
skjali frá Snerrumönnum við-
töku í gær. Landgræðslan hyggst
nota féð til vemdar Dimmuborg-
um gegn ágangi sands.
Almanakiö hannaði Þóra Dal
auglýsingateiknari en texti er eft-
ir Ama Bjömsson.
Ljóðasamkeppni
Æskulýðs- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar efhir til Ijóðasam-
keppni f tilefni af 50 ára afmæli
lýðveldisins. Verður verðlauna-
Ijóðið flutt sem ávarp íjallkonu í
Hafnarfiröi 17. júní. Æskileg
lengd er á bilinu 25-27 ljóðlínur.
Rétt tfi þátttöku hafa allir íbúar
Hafnarfjarðar en 25 þúsund
króna verðlaun verða veitt fyrir
besta ljóðið. Höfundar eiga aö
skila undir dulnefni.
Guðrún Helgadóttir, t.v„ og Guð-
laug Richter.
Hópurinn sem taka mun þátt i uppfærslu á söngleiknum Hárinu i Óperunni i sumar.
Leikarar valdir í söngleikinn Hárið
Söngleikurinn Hárið verður settur
upp í Ópemnni í sumar á vegum
Flugfélagsins Lofts og Þjóðleikhúss-
ins.
Aðalhlutverkin leika Hilmir Snær,
Hinrik Ólafsson, Magnús Jónsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir og Jóhanna
Jónas.
Leikarar og söngvarar vora valdir
á mikilh prufu sem fram fór í apríl
en slíkt er nýlunda hér. Komu alls
200 manns í prufu fyrir söng, leik og
dans.
Leiksijóri Hársins verður Baltasar
Kormákur, leikhússtjóri Hallur
Helgason og framkvæmdastjóri
verður Ingvar H. Þórðarson. Saman
mynda þessir menn Flugfélagið Loft.
Hljómsveitina munu skipa þeir Jón
Ólafsson, hljómborð, Haraldur Þor-
steinsson, bassi, Guðmimdur Pétrnrs-
son, gítar, og Birgir Baldursson,
trommur.
Aðstandendur Hársins telja hljóm-
grunn fyrir þessum þekkta söngleik
í dag en bæði sagan og tískan endur-
taki sig. Hárið var síðast sett upp í
fullri lengd hér á landi af leikfélagi
Kópavogs 1968, í leikstjóm Brynju
Benediktsdóttur. 1980 var gerð kvik-
mynd eftir söngleiknum sem sýnd
var alls staðar við metaðsókn.
Barnabóka-
verðlaunskóla-
málaráðs
Guðrún Helgadóttir og Guðlaug
Richter hlutu baraabókaverð-
laun skólamálaráðs Reykjavíkur
í ár. Guðrún hlaut verðlaunin
fyrir bók sína Litlu greyin en
Guðlaug fyrir þýðihgu sína á bók-
inni Úlfur, úlfur eftir Gilian
Cross.
í umsögn Margrétar Theodórs-
dóttur, fulltrúa skólamálaráös,
segin „Suraar bækur era kosta-
gripir. Og þannig bækur á hún
Guðrún Helgadóttir til með aö
skrifa. Hún hefur aukiö umtals-
vert á óborganlegan léttleika til-
verunnar með skrifum sín-
um. . . Guðlaug hefur unnið hér
vandasamt verk af kostgæfni sem
skilar andrúmslofti óhugnaðar
og spennu beint í æð. I alla staði
er þetta vel unnin þýöing sem ber
henni gott vitni.“
Þrír umsækjendur um stöðu forstöðumanns Amastofnunar:
Guðrún og Sverrir tal
in líklegri en Stefán
Búist er við að vahð standi milli
þeirra Guðrúnar Nordal og Sverris
Tómassonar þegar skipaður verður
nýr forstöðumaður Ámastofnunar í
júlí. Samkvæmt þeim heimildum
sem DV hefur aflað sér era þau talin
líklegri en Stefán Karlsson.
Sérstök þriggja manna dómnefnd
er enn að meta þær þrjár umsóknir
sem borist hafa um stöðu forstöðu-
manns Árnastofnunar en umsóknar-
frestur rann út um áramót. Um stöð-
una sóttu dr. Guðrún Nordal, Stefán
Karlsson handritafræðingur og
Sverrir Tómasson handritafræðing-
ur. Jónas Kristjánsson, forstöðu-
maður stofnunarinnar síðasthðin 23
ár, fékk lausn frá störfum frá og með
1. mai. Ráðuneyhð hefur þó beðið
hann að gegna starfinu þar til skip-
aður hefur verið maður í hans stað.
Dómnefndin hefur verið að störf-
um í þrjá mánuöi en ekki er útht
fyrir að skipað verði í stöðuna fyrr
en í júlí. Staða forstöðumanns Árna-
stofnunar er skhgreind sem prófess-
orsstaða við Háskólann með tak-
markaðri kennsluskyldu. Vegna
þessa þurfa umsóknirnar að fara í
gegn um langt ferli þar sem sérstök
dómnefnd fjallar fyrst um þær. Þá
verða umsóknimar teknar fyrir á
deildarfundi í heimspekideild Há-
skólans og tihögur dehdarinnar síð-
an sendar ráðherra. Hann gerir síðan
tihögu hl forseta íslands um hver
skuh skipaður í stöðuna en forstöðu-
maður Amastofnunar er skipaður
af forseta.
Um mánuö tók að koma saman
dómnefnd hl að fjalla um umsókn-
imar. Hún er skipuð þeim Vésteini
Ólasyni, tilnefndum af heimspeki-
deild Háskólans, Ólafi Hahdórssyni,
tilnefndum af Háskólaráði, og Ant-
Guðrún Nordal, Stefán Karlsson og Sverrir Tómasson vilja öll verða eftirmenn Jónasar Kristjánssonar, forstöðu-
manns Árnastofnunar. Á þessari löguðu mynd má sjá umsækjendurna aftan við Jónas þar sem hann er að sýna
Jóhanni Karli Spánarkonungi og Soffiu konu hans handritin en það er einmitt við slík tækifæri sem forstöðumað-
ur Árnastofnunar verður þjóðinni helst sýnilegur.
hony Foulkes, prófessor frá háskól-
anum í Birmingham á Englandi, hl-
nefndum af menntamálaráðuneyti.
Dómnefndin þarf að pæla í gegn
um vinnu og verk umsækjenda og
leggja á þau mat. En það er fyrst á
fjölmennum deildarfundi þar sem
menn skipast í fylkingar um um-
sækjendur og úr verður tihaga hl
ráðherra.
Eins og fyrr sagði era Guðrún og
Sverrir tahn líklegri en Stefán. Er
nefnt að þó Stefán sé aldursforseh
umsækjenda og með mestu reynsl-
una af handritastörfum séu ekki
nema fjögur ár þar hl hann kemst á
aldur og skipa þarf nýjan forstöð-
mann, fara í gegn um ráðningarferhö
á ný. Þá mun vera vhji fyrir ýmsum
breytingum á Ámastofnun og tahð
að skipun annars hvors yngri um-
sækjendanna verði „meira í takt“ \1ð
þær hugmyndir.
Árna-
stofnun
íSafna-
húsið?
„Þaö er orðiö þröngt um okkur
héma í Ámagaröi og það hentar
ekki að leggja undir stofnunina
meira af þessu húsi. Safnahúsið
finnst mér mjög fýshegt fyrir
Ámastofnun. Það er einkar fal-
legt hús og gamalt bókasafn. Efhr
viðbrögðum manna aö dæma er
góð stemning fyrir þvf að stofii-
unin flytji þangað en það þarf að
fá arkitekta og fleiri fagmenn th
að kanna hvort það getur yfirleitt
gengið,“ sagði Jónas Kristjáns-
son, forstöðumaður Ámastofh-
unar, í samtah við DV.
Jónas fór ásamt Sveinbimi
Bjömssyni háskólarektor á fund
Davíðs Oddssonar forsæhsráð-
herra og Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráöherra á dögunum
og kynnh þelm hugmyndir sínar
um að Ámastofnun flyth í Safna-
húsið við Hverfisgötu.
Jónas segir þá Sveinbjöm hafa
fengjð góðar móttökur en Ijóst
væri að athuga þyrffi möguleik-
ana á þessum flutningj mjög
gaumgæfilega. Ef ekki yrði fluh
væri sá kostur helstur aö byggja
sérstakt hús utan um dýrgripi
þjóðarinnar.