Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Afmæli Sigrún Eldjárn. Sigrún Eldjám Sigrún Eldjám myndlistarmaöur, Fjölnisvegi 12, Reykjavík, er fertug ídag. Starfsferill Sigrún er fædd í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR1974 og stundaði nám í MHÍ1974-77. Sigrún var viö nám í Varsjá og Kraká í Póllandi 1978. Sigrún hefur verið myndlistar- maður frá 1978. Hún hefur haldið ellefu einkasýningar frá 1980 og tek- ið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði heima og erlendis. Sigrún dvaldi í Jónshúsi 1984 og á Sveaborg í Finniandi 1987. Verk eftir hana er í opinberri eigu í ýmsum söfnum og stofnunum hérlendis og auk þess í Svíþjóð og Finnlandi. Sigrún er einn af stofendum Gallerís Lang- brókar. Ritstörf: Allt í plati, 1980; Eins og í sögu, 1981; Langafí druUumallar, 1983; Langafi prakkari, 1984; Bé- tveir, 1986; Kuggur og fleiri fyrir- bæri, 1987; Kuggur til sjávar og sveita, 1988; Kuggur, Mosi og mæðg- umar, 1989; Axlabönd og bláberja- saft, 1990; Stjömustrákur, 1991; Sól skín á krakka, 1992; Beinagrindin, 1993. Hún hefur myndskreytt allar sínar bækur og einnig íjölda bóka annarra höfunda. Sigrún fékk starfslaun listamanna 1982,1986 og 1989, styrk úr Menning- arsjóði 1978 og 1988, Listamanna- laun 1981 og starfslaun rithöfunda 1985,1986,1987,1988,1989,1990 Og 1992. Hún fékk styrk úr Rithöfunda- sjóði 1987, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1987, viður- kenningu Barnabókaráðs IBBY 1988, verölaun fyrir útilistaverk í Laugardal 1989 og heiðurslaun Bmnabótafélags íslands 1994. Fjölskylda Maður Sigrúnar er Hjörleifur Stef- ánsson, f. 12.12.1949, arkitekt. For- eldrar hans: Stefán Jónsson, f. 9.5. 1923, d. 17.9.1990, fréttamaður, al- þingismaður og rithöfundur, og Sól- veig HaUdórsdóttir, f. 4.10.1920,17.3. 1982. Börn Sigrúnar og Hjörleifs: Eyrún Edda, f. 31.10.1975; Grímur, f. 9.5. 1982; Kristján Eldjárn, f. 18.8.1989. Böm Hjörleifs: Stefán, f. 1.11.1968; Hildur, f. 10.3.1972, d. 26.11.1991. Systkini Sigrúnar: Ólöf, f. 3.7.1947, ritstjóri; Þórarinn, f. 22.8.1949, rit- höfundur; Ingólfur, f. 13.8.1960, tannlæknir. Foreldrar Sigrúnar: Kristján Eld- járn, f. 6.12.1916, d. 14.9.1982, for- seti Islands og þjóðminjavörður, og Halldóra Eldjám, f. 24.11.1923, hús- móðir. Valgerður Steimmn Friðriksdóttir -105 ára-elstnúlifandi íslendinga Valgerður Steinunn Friðriksdóttir, fyrrv. húsmóðir, Dvalarheimilinu Hlíð, áður Aðalstræti 5, Akureyri, er hundrað og fimm ára í dag en hún er elst núlifandi íslendinga. Starfsferill Valgerður Steinunn fæddist á Há- nefsstöðum í Svarfaðardal og ólst þar upp við góða bama- og unglinga- fræðslu. Hún var í vist í tvö ár hjá læknishjónunum á Grenivík, vinnukona á Akureyri í fjögur ár og fór 1913 í verbúðarvinnu í Þor- geirsfirði en Valgerður vann öll al- menn störf er tengdust sjósókn fyrr á árum. Valgerður tók virkan þátt í starfi Slysavamafélagsins, kvenfélaga og góðtemplarareglunnar á Akureyri og er þar heiðursfélagi með heiðurs- merki reglunnar. Hún er vel ern miðað við aldur og fylgist vel með öllu. Á hverju sumri lætur hún aka sér hringferð um Svarfaðardal en sú sveit og dalurinn þykir henni öðrum stöðum fegurri. Fjölskylda Valgerður giftist 31.10.1913 Jónasi Franklín Jóhannssyni, f. 10.1.1883, d. 4.7.1956, sjómanni og síðar verka- manni á Akureyri. Foreldrar Jónas- ar vom Jóhann Franklín Jónasson, b. á Öngulsstöðum, Syðra-Kálfs- skinni og Þverá í Eyjafirði, og kona hans, Þóra Rósa Vigfúsdóttir. Börn Valgerðar og Jónasar: Jó- hann Friðrik Franklín, f. 26.7.1916, d. 5.10.1978, bakarameistari á Akur- eyri, kvæntur Mariu Jóhönnu Jó- hannesdóttur og em börn þeirra Guðný Valgý, f. 8.8.1940, gift Hreið- ari Aðalsteinssyni, oddvita á Öxn- hóh, og eiga þau sex böm, Valgerður Árdís, f. 31.12.1941, meinatæknir á FSA, gift Jóhanni Sigurjónssyni, kennara við MA, og eiga þau þrjú böm, Auöur Björg, f. 16.10.1944, var gift Jakobi Ágústssyni, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, og eiga þau tvö börn, Erla Sigríður, f. 29.9. 1947, búsett á Akureyri, og Jónas Hreinn, f. 29.9.1947, kvensjúkdóma- læknir, kvæntur Sigurlaugu Vigfús- dóttur meinatækni og eiga þau þrjár dætur; Þóra Rósa Franklín, f. 7.3. 1919, d. 28.12.1985, var gift Ólafi Daníelssyni sem lést 1980, klæð- skerameistara á Akureyri, en sonur þeirra er Ævar Karl, f. 23.9.1940, tollfulltrúi á Akureyri, kvæntur Sigrúnu Jóhannsdóttur, fulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins, og eiga þauþrjúbörn. Systkini Valgerðar voru Anna Friðrika, f. 4.10.1882, d. 5.12.1980, gift Adolf Kristjánssyni, skipstjóra á Akureyri; Elín, f. 23.2.1886, d. 30.5. 1982, gift Boga Daníelssyni, trésmið á Akureyri; Jóhann Gunnlaugur, f. 20.10.1895, d. 1.6.1898, á Hánefsstöð- um í Svarfaöardal. Fósturbróðir Valgerðar var Sigurður Jónsson frá Sauðaneskoti, f. 29.7.1905, d. 9.4. 1963, prentari á Akureyri. Foreldrar Valgerðar vom Friðrik Friðriksson, f. 3.4.1859, d. 11.3.1924, b. og verkamaður á Hánefsstöðum í Svarfaðardal, síðar á Akureyri, og kona hans, Guðrún Friðrika Jó- hannsdóttir, f. 16.8.1860, d. 31.3.1953, húsfreyja. Ætt Friðrik var sonur Friðriks, b. á Hánefsstöðum, Björnssonar, b. á Uppsölum, Jónssonar. Móðir Frið- riks Bjömssonar var Anna Jóns- dóttir, faktors á Húsavík, Péturs- sonar og Elísabetar Guðmundsdótt- ur, b. í Kasthvammi, Árnasonar. Móöir Friöriks Friðrikssonar var Anna Vigfúsdóttir, b. á Sveinsstöð- um i Svarfaðardal, Jónssonar, b. í Brautarholti, Vigfússonar. Móðir Önnu var Guðfmna Erlendsdóttir, vinnumanns í Grenivík, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Sveinsdótt- Valgerður Steinunn Friðriksdóttir. ur, b. í Grenivík, Tómassonar, b. á Tjömum, Egilssonar. Friðrika var dóttir Jóhanns, b. á Selá, Sigurössonar, b. á Selá, Gott- skálkssonar, b. á Hálsi í Svarfaðar- dal, Sigfússonar. Móðir Friðriku var Guðrún, systir, samfeðra, Kristínar, langömmu Baldvins Tryggvasonar sparisjóðsstjóra. Guðrúnar var dótt- ir Jóns, b. í Ytra-Kálfskinni, Jóns- sonar, b. á Hrísum, Þórðarsonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Hrísum, Halldórssonar og konu hans, Helgu Guðmunds- dóttur, b. í Botni í Eyjafirði, Lofts- sonar. Anna Steindórsdóttir Haarde Anna Steindórsdóttir Haarde hús- móðir, Aflagranda 40, Reykjavík, eráttræðídag. Starfsferill Anna fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún stundaði verslunarnám við Nel- son’s College í Edinborg 1934-35 og stundaði síðan húsmæðranám í sömu borg. Anna starfaði við Bif- reiðastöð Steindórs á sínum yngri áram og aftur síðar en hefur lengst afverið húsmóðir. Fjölskylda Anna giftist 11.9.1937, Tomasi Haarde, f. í Sandeid á Rogalandi í Noregi 14.12.1901, d. 18.5.1962, símafræðingi í Reykjavík. Synir Önnu og Tomasar: Bem- hard LorangHaarde, f. 31.1.1938, d. 2.3.1962, bankamaður í Reykja- vík; Steindór Helgi Haarde, f. 12.9. 1940, byggingaverkfræðingur og lektor við Tækniskóla íslands, bú- settur á Seltjamamesi, kvæntur Jórunni Hönnu Bergmundsdóttur, húsmóður og tækniteiknara, og eiga þau þrjú böm, Önnu, f. 1975, Ágústu Björk, f. 1978 og Tómas Bernhard, f. 1980; Geir Hilmar Ha- arde, f. 8.4.1951, hagfræðingur og þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, kvæntur Ingu Jónu Þórðardóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvær dætur, Helgu Láru, f. 1984, og Hildi Maríu, f. 1989 auk þess sem Geir á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Riu Önnu, f. 1977, og Sylviu, f. 1981, en sonur Ingu Jónu og stjúpsonur Geirs er Borgar ÞórJEinarssonar, f. 1975. Systkini Önnu: Sigurður Einar Steindórsson, f. 7.5.1910, d. 1974, forstjóri í Reykjavík; Guðrún Steindórsdóttir, f. 6.10.1917, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík; Fjóla Stein- dórsdóttir, f. 23.7.1920, húsmóöir í Reykjavík; Kristján Steindórsson, f. 26.1.1926, d. 1991, forstjóri í Reykjavík. Foreldrar Önnu voru Steindór Helgi Einarsson, f. 25.7.1888, d. 22.11.1966, forstjóri Bifreiöastöðvar Steindórs, og Ásrún Sigurðardóttir, f. 3.1.1892, d. 14.6.1963, húsmóðir. Ætt Steindór var sonur Einars, b. í Ráðagerði, bróður Elínar, ömmu Bjöms R. Einarssonar hljóðfæra- leikara. Einar var sonur Bjöms, b. á Litla-Hálsi, bróður Kristínar, langömmu Gissurar, föður Hann- esar Hólmsteins. Bjöm var sonur Odds, b. á Þúfu í Ölfusi, Bjömsson- ar, bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, föður Vals banka- stjóra og langömmu Garðars, fóður Guðmundar H., fyrrv. alþingis- manns. Móðir Björns á Litla-Hálsi var Jórann Magnúsdóttir ríka, hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein- teinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingi- mundarsonar, b. á Hólum, Bergs- sonar, ættfóður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Steindórs Helga var Guð- rún Steindórsdóttir, b. í Landakoti í Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar, fóður Ólafs Jóhanns, for- stjóra Sony í Bandaríkjunum. Steindór var sonur Matthíasar, kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs landlæknis, en systir Matthíasar var Agnes, lang- amma Matthíasar Mathiesen al- þingismanns. Matthías var sonur Jóns, prests i Arnarbæli, Matthías- sonar, stúdents á Eyri, Þórðarspn- ar, ættfoður Vigurættarinnar, Ól- afssonar, ættföður Eyrarættarinn- ar, Jónssonar. Móðir Önnu, Ásrún, var dóttir Sigurðar, b. í Sigluvík á Svalbarðs- strönd, Jónssonar, bróður Ás- mundar á Auðbjargarstöðum, afa Guömundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Móðir Ásrúnar var Anna, systir Anna Steindórsdóttir Haarde. Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxdal í Radíóbúðinni. Anna var dóttir Gríms, b. í Garðsvik, bróður Hall- dórs, langafa Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda. Móðir Önnu var Sæunn Jónsdóttir frá Látrum. Móðir Sæunnar var Jóhanna Jóhannesdóttir, b. í Grenivík, Árnasonar. Móðir Jó- hannesar var Sigríður Sörensdóttir fráLjósavatni. Anna tekur á móti gestum milli kl 17.00 og 19.00 í dag í samkomú- salnum að Aflagranda 40,11. hæð. Framleiöum legsteina á hagstæöu verði Opið laugardaga kl.9-13. Laugavegi 178, s. 886740 Til hamingju með afmælið 3. maí 90 ára Ingveldur Jónsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 85 ára Sigurveig Guðmundsdóttir, Lönguhlíð 5H, Akureyri. 80ára Hrisalundi 4E, Akureyri. 70 ára ~~ Ólafiu-Pálsson, Ytri-Björgum, Skagahreppi. 60 ára miðvikudaginn4.5. kl. 19.00-22.00. Bertha Bruvik, Löngumýri34, Akureyri. Ester Kristjánsdóttir, Heiðarvegi 58, Vestmannaeyjum. Ásta Lovísa Hermannsdóttir, BorgarhoJtsbraut 72, Kópavogi. Jónmundur Ólafsson, Kambakoti, Vindhælishreppi. 40 ára Diðrik Jónsson, Kirkjuvegi 11, Reykjavík. Árni Magnússon, Fossvegi22, Siglufirði. 50 ára Rósa Einarsdóttir, Höfðagrund 19, Akranesi. Jóhann Þorgilsson, Arndís Kristjánsdóttir, Borgarholtsbraut22, Kópavogi. Sóley Jóhannsdóttir, Öldutúni 5, Hafnarfirði. Þóra Kjartanz, Bogahlíð 16, Reykjavik, verður fimmtug þann 8.5. Hún tekur á móti gestum í félags- heimilinu Drangey í Skaftahlíð Ágúst F. Sigurðsson, Hlíðarvegi 10, Hvammstanga- hreppi. Hafdís Hafliðadóttir, Birkimel 6 A, Reykjavík. Gestur Þorsteinn Gunnarsson, Fífúmýri 11, Garöabæ. Guðrún Oddný Kristj ánsson, Fjarðarstræti 55, ísafirði. Helga Guðbjörg Sigurðardóttir, Bæjargili29, Garðabæ. Sigurður Ágúst Þórðarson, Lindarbergi24, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.