Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 9 DV Rútskojvill stofnaflokk meðjárnaga Alexander Rútskoj, fyrr- um varaforseti Rússlands, hef* ur í hyggju að stofna nýjan stjómmála- flokk þar sem járnagi á aö ríkja og ekkert andóf verður leyft innan flokksins í baráttu hans um völdin í landinu. Rútskoj leiddi misheppnaða uppreisn gegn Jeltsín forseta í október síðastliðnum og sat inni um tíma fyrir þær sakir. Finnskum gervi- hnetti skotiðá loft 1998 Finnskir geimvísindamenn eru um þessar mundir að smíða fyrsta gervihnöttinn þar í landi og er áætlaö að senda hann á braut umhverfls jörðu árið 1998. Takmarkið er að búa tíi frum- gerð gervihnattarins á þessu ári. Líkan af honum hefur þegar ver- iö gert og má sjá það í vísindamið- stöðinni Heureka í Dickursby þar sem það verður til sýnis í sumar. Gervihnötturinn, sem hefur hiotið nafnið Hutsat, er smíðaður á tilraunastofu tækniháskóla Helsinki í geimvísindum. Hann á að vega 45 kfló og vera á stærð við venjulegt sjónvarpstæki. Ákvörðun um smíöi endanlegr- ar útgáfu gervihnattarins verður tekin þegar frumgerðin veröur tilbúin. Forsöngvarl Pe- arlJamísjálfs- vígsþönkum Eddie Vedder, aðalsöngvari Se- attle rokksveitarinnar Pearl Jam, skýrði frá því um helgina að hann hetði íhugað að fyrirfara sér eins og Kurt Cobain, forsprakki Nir- vana, annarrar vinsællar sveitar frá Seattle. „Þegar ég var 15 eða 16 ára flögruðu slíkar hugsanir að mér jafn oft og ég borðaði. Ég var ákaflega einmana, ég átti engan að nema tónlistina," sagði Vedder í viðtali við bandaríska blaðið Los Angeles Times. En ástandið fór skánandi, Eddie fékk vinnu og núna segist hann ekki skilja hvemig honum gat lið- ið svona. Samt segir hann að sjálfsvígsþankar hafl sótt aðeins á sig aftur á undanfömum tveim- ur árum. Villijálmurprins brýturhlaðmeð námiíEton Vilhjálmur litli prins, ell- efu ára gamall sonur þeirra Karls Breta- prins og Diönu, mun brjóta blað í sögu kóngaijölskyid- unnar þegar hann hefúr nám í hinum virta Eton einkaskóla á næsta ári. Hann verður þar með fyrsti væntanlegur kóngur Bret- lands til að nema þar. Karl vill að Vilhjálmur verði í Cotton Hall þar sem góðvinur hans, dr. Michael Atkinson, er hússtjóri. Telur hann Atkinson . vera kjörinn til þess að siða litla prinsinn til og gera hann aö fáguðum séntilmanni. Atkinson vill hins vegar aö prinsinn fari í annað hús þar sem hann óttast athygli íjölmiöla. Reuter, fnb Utiönd Norðmenn og Rússar þinga um Smuguna: Stjórnlaus f isk- veiði stoppuð Norðmenn og Rússar hafa komið sér saman um ráðstafanir tfl að binda enda á stjórnlausar veiðar í Smug- unni í Barentshafi. Löndin tvö ætla að halda áfram að beita diplómatísk- um leiðum, senda eftirhtsskip til svæðisinsogkomaíveg fyrir landan- ir úr skipum sem hafa veitt í Smug- unni án þes að eiga kvóta. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, og rússneskur starfsbróðir hans, Vladimír F. Kor- elskíj, áttu nýlega með sér fundi í Bergen þar sem þeir ræddu sameig- inleg.hagsmunamál tengd fiskveið- um í norðurhöfum. Ráðherrarnir hafa áhyggjur af áhrifum stjórn- lausra fiskveiða í Smugunni. Þeim Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs. Símamynd Reuter eru einkum hugleiknar neikvæðar afleiðingar þeirra á efnahagslíf í strandhéruðum landanna og að þær grafi undan störfum í sjávarútvegi á svæðinu. Olsen og Korelskíj lögðu áherslu á það á fundum sínum að Norðmenn og Rússar ættu með sér náið sam- starf til að stjómun fiskveiðanna yrði árangursríkari. Fastanefnd Norðmanna og Rússa um veiðar og eftírlit mun halda áfram störfum sín- um til að finna sameiginlegar aðferð- ir til að reikna út aflann. Síðar á ár- inu verða svo sameiginleg námskeið fyrir norska og rússneska fiskveiði- eftirlitsmenn. NTB Taívanbúar ræða nú meira um kynlíf á opinberum vettvangi en áður, í andstöðu við aldagamlar íhaldssamar sið- venjur Kínverja. Þessi mynd sýnir útstillingar i kynlífsbúllu í höfuðborginni. Simamynd Reute Vinningstölur laugardaginn (lp* 30. apríl 1994 fí) 4) (SS) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 e o 5.607.439 2. W 1 612.538 3. 4af5 151 6.997 4. 3af5 4.959 497 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 9.741.147 kr. M ► <7 1 II ® upplýsingar:sImsvahi91 -681511 lukkul!na991002 ÚRVAL BÍLA Tegund Arg. Ek. Verð SubaruLegacy 2,0’92 35 1.750 þ. Subaru1800GL ’87 103 680 þ. Nissan Sunny SLX, sjálfsk. ’92 46 1.050þ. Mazda 323 F '92 14 1.150 þ. Mazda 626 GLX '88 89 760 þ. MMC GalantGLS ’87 60 650 þ. MMCColt GL '87 107 380 þ. MMCL-3004x4 '90 45 1.550þ. MMCL-300 4X4 ’90 82 1.500 þ. MMCPajero, lang.’90 51 2.100 þ. VWGolfCL, sjálfsk. '90 63 730 þ. Volvo 240, sjálfsk. '88 58 850 þ. M.Benz190E '86 162 1.290 þ. Peugeot205GR '88 102 390 þ. Subaru Justy J12 4x4 '90 43 720 þ. MMCGalantGLSI ’89 70 1.050 þ. Hyundai PonyGL '88 35 400 þ. Cherokee '88 88 1.050 þ. Comanche pickup Chevrolet '87 59 350 þ. Monza 1800 Range Rover, '85 100 1.090 þ. 4dyra Oplð: mánudag til föstudags kl. 9.30 til 19.00. Laugardaga kl. 10.00 tll 17.00. d) IMHM SRAHT HF. Símar 617510 og 617511. Þlngkosningar 1 Hollandi í dag: Stjórnarflokkar missa meirihliita Margt bendir til þess að Kristflegir demókratar í Hollandi tapi nær helmingi þingsæta sinna þegar talið hefur veriö upp úr kjörkössunum í landinu eftir þingkosningamar í dag og að þeir neyðist til að sitja utan stjómar. Slíkt hefur ekki gerst í Hol- landi frá árinu 1917. Það eru m.a. reiðir eftirlaunaþegar sem ætla að snúa baki við kristileg- um og kjósa eigin flokka en tveir slík- ir hafa verið stofnaðir. Pólitískur stöðugleiki hefur ríkt í Hollandi um langt skeið en nú er svo komið að landið fer ekki varhluta af þeirri óánægju hins almenna kjós- anda sem hefur gert vart við sig í öömm löndum Evrópu. Stjórnar- flokkar tveir, kristilegir og jafnaðar- menn, hafa núna 103 þingmenn af 150 en taliö er að þeir muni ekki fá nema rúmlega sextíu menn kjörna í dag. Aukið atvinnifleysi bitnar á fylgi stjórnarflokkanna, svo og niður- skurður í almannatryggingakerfinu og sífellt fleiri innflytjendur. „Pólitískur óróleiki í Evrópu eftír hrun Berlínarmúrsins hefur valdiö því að við lítum öðrum augum á heiminn í kringum okkur,“ segir Galen A. Irwin, prófessor við háskól- ann í Leiden. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Símamynd Reuter Níu flokkar eiga nú fulltrúa á hol- lenska þinginu en spár benda til þess að þeir verði tólf að kosningunum loknum. Ruud Lubbers forsætisráðherra býður sig ekki fram í þetta sinn. Hann er talinn ætla að keppa um stöðu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þegar Jacques Delors hættir. TT TÆLENDINGAR Á ÍSLAIMPI NAMSKEIÐ Rauði kross íslands heldur námskeið fyrirTælendinga um uppbyggingu þjóðfélagsins, réttindi og skyldur íbúanna, heilbrigðis- og menntakerfi, menningu og fleira. INámskeiðið fer fram á íslensku en verður þýtt á tælensku. Fjölrituðum bæklingi á tælensku sem Félagsmálaráðu- neytið hefur látið gera verður dreift á námskeiðinu. Staöur: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Tími: Föstudagurinn 6. maí kl. 20:00 - 23:00 og laugardagurinn 7. maí kl. 10:00 -13:00 Skráning: Skrifstofa RKÍ, sími 91- 626722 fyrir kl. 17:00 þann 6. maí. Verö: Námskeiðið er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og te. + Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.