Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 11 Fréttir Skíðasvæðið á Seljalandsdal daginn fyrir snjóflóðið. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson Verður skíðasvæði ísfirðinga flutt í Tungudal? Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Ýmsir skíðaáhugamenn á ísafirði hafa undanfarna daga verið að skoða þann möguleika að færa skiðasvæði Isfirðinga frá Seljalandsdal og niður í Tungudal. Telja margir að þar sé að finna jafn gott skíðasvæði og á Seljalandsdal og vilja þeir hefja upp- byggingu þar þegar í vor. Ekki eru þó allir sammála um ágæti Tungudals og benda á í því sambandi hversuþröngurdalurinn er auk þess sem brattinn er mun minni í Tungudal en í efstu brekkum Seljalandsdals. Áhugamennirnir skoðuðu aðstæð- ur í Tungudal og ætla að athuga þær betur. Einn sagði að aðstaðan í Tungudal væri ágæt fyrir keppendur en að óbreyttu væri svæðið ekki hentugt sem almenningssvæði. Um er að ræða svæðið innst í dalnum, gegnt jarðgangamunnanum og alla leið upp á Sandfell. „Það eru ágætis svig- og stórsvigs- bakkar á svæðinu en að óbreyttu er þar lítið pláss fyrir almenning. Ég held að Seljalandsdalurinn sé heppi- legri sem skíðasvæði en því er ekki að leyna að menn eru að skoða alla möguleika," sagði einn þeirra. Kristján Guðmundsson, stjórnar- maður í Skíðafélagi ísafiarðar, sagði aö máhð hefði verið rætt og nokkrir stjórnarmenn hefðu farið í vett- vangskönnun inn í Tungudal en of snemmt væri að segja til um fram- vindu mála. „Menn geta ekki rokið strax upp á Seljalandsdal og hafið þar uppbygg- ingu. Menn verða að svara þeirri spurningu af hverju á að byggja þar aftur? Viö munum skoða málið nán- ar, höfum mánuð til stefnu, ef skíða- aðstaða á að vera orðin klár fyrir haustið. Við höfum sent bæjaryfir- völdum bréf þar sem farið er fram á að fá a.m.k. tvo áheyrnarfulltrúa með tillögurétt á öllum þeim fundum sem koma til með að verða haldnir um málið. Bæjarráð á eftir að taka beiðni okkar fyrir en við viljum fylgj- ast með málinu og koma okkar skoð- unum á framfæri," sagði Kristján. Eyjafjörður: Þrír á ólöglegum gæsaveiðum Þrír ungir menn voru staðnir að ólöglegum gæsaveiðum í Arnames- hreppi í Eyjafirði um helgina. Kvart- að var frá bænum Ósi og lögreglan frá Akureyri mætti á vettvang. Mennirnir, sem albr hafa byssu- leyfi, höfðu skotið fiörar gæsir og hirti lögreglan feng þeirra. Einnig vom byssur þeirra gerðar upptækar og skotfæri. Þá er viðbúið að menn- imir muni fá sektir og einhver bið verður á að þeir fái heimild til að handleika skotvopn að nýju. Gæsa- veiðar era bannaðar á þessum árs- tíma og undanþágur einungis veittar bændum sem þurfa að veija tún sín miklum ágangi gæsa. SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel fslandi Raggi Bjarna, Maggi Ólafs, Hemmi Gunn, Ómar Raanars. Þoraeir Ásvalds, Jón Raanars, Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjóm: Egill Eðvaldsson. Matseðill Portvínsbœtt austurlensk sjávarréttasúpa meá rjómatopþ og kaviar Kontakslegid grisafitie meðfranskri dijonsósu, parísarkartöfium, oregano.flambemðum ávöxtum oggljáðugrœnmeti Konfcktís meðpiparmyntuperu, kirsuberjakremi og ijómasúkkulaðisósu Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999 QE ik Miðasala og borðapantanir í síma 687111 frákl. 13 til 17. mæti 30 þúsund hver. Sex matarkörfur á mánuði að verð- 63 27 00 HÚS & GARÐAR 16 síðna aukablað um hús og garða fylgir DV á morgun. Meðal efnis: ★ Vorlaukar ★ Gróðursetning ★ Klipping ★ Áburðargjöf ★ Kryddgarður í stofuglugga ★ o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.