Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1994 Viðskipti i>v Þorskur á fiskm. 140 kr/kg Fi Fð Avöxtun húsbréfa Mð Þr Mi Fi Fö Mð Alverð erlendis V Mó Þr Mi F1 Fð Má Dollarinn Mð Þr Mi F! Fö Má Kauph. í New York Jones Má Þr Ml R Fó Má Dollar lækkar Nokkrar breytingar hafa oröið á gengi dollars undanfarna viku og lækkaði hann úr 71,61 krónu á mánudag í síðustu viku í 70,73 í gær. Hlutabréfavísitalan í kauphöll- inni í New York hélst nokkuð stöðug í lok síðustu viku og í gær þó að einhverjar breytingar yrðu á henni. Þingvísitala hlutabréfa hefur farið hægt og sígandi upp á við síðustu daga. Álverð lækkaði örlítið í dag miðað við álverðið á föstudaginn en er þó nokkru hærra en verið hefur almennt undanfama viku. Skuldblndingar íslands leggist EFTA og EES af: Munum ekki sitja í súpunni „Það er samningsatriði við hin EFTA-ríkin hvernig gengið verður frá þeim fjárhagslegu skuldbinding- um sem kunna að koma í ljós gangi þau í Evrópusambandið. Við þurfum ekki að óttast það að sitja í súpunni. Það verður hins vegar okkar að ákveða hvort við ætlum að halda stofnunum EFTA og EES. Verði það niðurstaöan verður starfsfólki fækk- að. Við munum til dæmis ekki bera ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum þeirra sem hætta," segir Pétur Gunn- ar Thorsteinsson, sendifulltrúi utan- ríkisráðuneytisins. Ýmsar áleitnar spurningar hafa vaknað um framtíð EFTA og EES eftir að Noregur, Svíþjóð, Finnland og Austurríki* ganga í Evrópusam- bandið (ESB) um næstu áramót. ís- land verður þá eina ríkið utan ESB með aðild að EES því Sviss felldi aðild í þjóöaratkvæðagreiðslu og Lichtenstein hefur ekki gengið frá aðild. Að óbreyttu samanstendur EFTA einungis af íslandi, Sviss og Lichtenstein eftir áramótin sem þá verða að skipta kostnaðinum á milli sín. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu munu þau ríki sem eftir verða í EFTA ekki bera ábyrgð á launa- og lífeyrisskuldbindingum þeirra landa sem ganga úr samtök- unum. Laun starfsmanna eru greidd samkvæmt íjárlögum EFTA frá ári til árs og við starfslok fá starfsmenn lífeyrisréttindin greidd út. Að sögn Péturs Gunnars má búast við að umræður hefjist af fuUum krafti um framtíð EFTA eftir að und- irritun aðildarsamninga liinna EFTA-ríkjanna er lokið í næsta mán- uði. „Verði stofnanimar lagðar niður skapast ekki nein vandamál. Þá verður allt gert upp. Þær skuldbind- ingar sem kunna að vera fyrir hendi skiptast þá eftir sömu hluttollum og við erum ábyrg fyrir í dag en það er innan við tvö prósent af heildar- kostnaði." Bensín: Lítrinn hækkar um eina krónu Bensínverð hækkaði um eitt og hálft prósent í byrjun maí og er bens- ínverðið nú orðið svipað og það var hér á landi fyrir verðlækkunina í byrjun nóvember. Verð á 92ja oktana bensíni er nú 65,50 krónur lítrinn og er það einni krónu hærra en fyrir mánaðamót. Sama verðhækkun hef- ur orðið á 95 og 98 oktana bensíni. Eins og sjá má á meðfylgjandi línu- riti helst bensínverð hér á landi stöð- ugt meðan miklar sveiflur em á markaði í Rotterdam. „Þetta er fyrsta breytingin á bens- ínverði á þessu ári þar sem ekkert varö af verðlækkun í byrjun ársins vegna hækkunar á bensíngjaldi. Hækkunin væri meiri ef ekki hefði komið á móti lækkun á verði dollars. Það hefur orðið gífurleg hækkun á skráningunni úti því að eftirspum eftir bensíni eykst á vorin og þá hækkar bensínverðið á Rotterdam- markaði," segir Kristján Ólafsson hjá Olís. „Miðað við verðþróun á bensíni undanfarna mánuði hefðum við átt að vera búnir að hækka bensín fyrr Þróun bensínverðs — heima og erlendis — 160,50$ en við reynum hverju sinni að taka ekki að breyta verði of oft og reynum miðafþvísemeraðgerastáerlend- að gera það bara þegar ástæða er um mörkuðum og hvað við emm til,“ segir hann. með í birgðum. Það hentar okkur Útflutningsvörur: Litlar verðsveif lur Einhverjar sveiflur hafa átt sér stað í útflutningsverðmæti íslend- inga og er ýmist um verðhækkun eða lækkun að ræða þó að ekki sé um miklar breytingar að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins var togarinn Engey eina skipið sem land- aði erlendis í síðustu viku og var meðalverðið 88,27 eða nokkm hærra en í vikunni á undan. Nokkru betra verð fékkst fyrir þorsk í gámasölu en í síðustu viku aprílmánaðar þó að verðið sé enn mun lægra en þegar best lét í apríl. Verð á karfa úr gám- um lækkaði nokkuð en verð á ufsa og ýsu hækkaði lítillega. Þá lækkaði verð á áli enn frekar. Útflutningsafurðir íslendinga 140C '120C J Er ÍUUU D J F M A M 200 150 100 1 50 200 /\ 150^ \!/ vb 100 ' '50 D J F M A M liniism D J F M A M D J F M A M D J F M A M IMWHtÉifflffli IHffálÉ1. SR-mjöláAIþingi: Kolkrabbanum ekki hyglað - segirÞorsteinnPálsson „Við höfum náð þeim árangri sem að var stefht, að selja fyrir- tækið á sanngjömu verði með mjög breiðri eignaraðild og þátt- töku heimamanna og starfs- manna. Þær umræður, sem farið hafa fram undanfarnar vikur, hafa gengið þvert gegn þessum raunvemleika málsins," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í umræöum á Alþingi í gær um söluna á SR-nyöli. Þorsteinn vísaöi á bug öllum kenníngum um að með söiunni hefði svoköllum kolkrabba verið hyglað. Stjórnarandstaðan mót- mælti þessu og vísaði meðal ann- ars til skýrslu Rikisendurskoð- unar. Ríkisendurskoðun sendi i gær frá sér greinargerð um fyrri skýrslu stofnunarinnar þar sem hörð gagnrýni kom fram á sölu ríkisins á SR-mjöli. Fram kemur að stofnunin telur sig hafa sinnt úttektinni á heiðarlegan og fag- legan hátt. Vaxtasklpta- samningur Seðlabanki íslands hefur gert vaxtaskiptasamning við banka og sparisjóði fyrir tímabilið maí til september þar sem gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir greiði Seðlabankanum fimm pró- senta nafnvexti af samningsfjár- hæð og aö Seðlabankinn greiði þeim 4,25 prósenta vexti ofan á verðtryggðan höfuðstól. Samn- ingurinn byggist á þeirri for- sendu að verðbólga næstu fjög- urra mánaöa svari til 0,72 pró- senta veröbólgu á ári miðaö við lánskjaravísitölu og er það í sam- ræmi við verðlagsspár Seðla- bankans. Akranes: Uppsagnirhjá Sérsteypunni Öllum starfsmönnum Sérsteyp- unnar hf. á Akranesi hefur verið sagt upp störfum þar sem skipu- lagsbreytingar eru fyrirhugaðar hjá Sérsteypunni og fyrirtækinu ímúr í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV er sameining fyr- irtækjanna fyrirhuguð. Njörður Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Sérsteypunnar, segir að margir starfsmenn verði endurráðnir i framhaldi af skipu- lagsbreytingu i sumar. Starfs- hlutfóll milli Sérsteypunnar og ímúrs breytist og verði ef til vill sumir fluttir milli fyrirtækjanna. Talsvert tap hefur verið á rekstri Sérsteypunnar hf. und- anfarin ár. Erlendum ferðamönnum hefurfjölgað Erlendir ferðamenn hér á landi urðu 16,3 prósent fleiri í april en í sama mánuði i fyrra. Alls komu 10.604 erlendir ferðamenn i síð- asta mánuöi miðað við 9.114 í mars 1993. Af þessum 10.604 gest- um höfðu 665 hér svonefnda „Blá- aiónsviðdvör hluta úr degi. Fyrstu íjóra mánuði þessa árs hefur erlendum feröamönnum flölgaö um 21 prósent eða 5.500 miðað viö sama tima í fyrra. Tæplega 26.200 ferðamenn komu til landsins fyrstu íjóra mánuðma í fyrra en rúmlega 31.700 janúar til apríl á þessu ári. Af þessum 5.500 eru ríflega 2.800 Bláalónsfarþegar þannig að fjölg- un annarra ferðamanna er um 10,3 prósent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.