Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Fréttir Fyrirliggjandi rannsókn um sýktu hrossin: Væg öndunarfærasýking - getur orsakast af miklu álagi, breyttu fóðri, hitastigi eða öðrum þáttum „Við ákváðum að aflétta banninu. Þær niðurstöður sem við byggjum þetta á, sem eru frá Danmörku, eru á þá leið aö þetta sé ekki þessi hættu- lega veirusýking sem okkur grunaði þegar útbreiðslan varð svona heift- arleg í einu hesthúsi. Það eru kannski einhveijar sérstakar að- stæður sem valda þessu. Við höfum ekki fengið neina niðurstöðu frá sýklagreiningu sem sýnir fram á að þarna hafi verið einhverjir ákveðnir sýklar. Við teljum því að þetta sé væg veirusýking sem hafi brotist út með þessum einkennum sem við þekkjum ekki. Við ætlum aö reyna að kafa ofan í þetta,“ sagði Brynjólfur Sand- holt yfirdýralæknir í samtali við DV í gær, eftir að ákveðið var að aflétta útgöngubanni hrossa í Víðidal. - Ernokkurástæðatilaðætlaannað en að þessu sýkingarástandi sé lokið? „Við höldum að þarna sé um að ræða herpesveiru númer 4 sem veld- ur vægri öndunarfærasýkingu. Það getur verið, eins og einhvern tímann „Við teljum að þetta sé vaeg veirusýking sem hafi brotist út með þessum einkennum sem við þekkjum ekki. Við ætlum að reyna að kafa ofan í þetta,“ sagði Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir, eftir að ákveðið var að aflétta útgöngubanni hrossa i Víðidal. Hestaeigendur voru fljótir að hleypa hrossum sínum út. kom upp, mikið álag á hesta vegna þjálfunar, breytt fóöur, mikill hiti í húsum og annaö sem getur kallað á að hún geti blossað upp. Við höfum áður haft einstaka hóstatilfelli í hrossum. Það getur verið að það hafi verið einhver svona sýking áður hérna. Það er einmitt það sem við munum ganga í að rannsaka núna, m.a. með því að taka blóðsýni," sagði yfirdýralæknir. Brynjólfur sagði að 15 hross Erl- ings Sigurðssonar sem sett voru í einangrun í Mosfellsdal væru orðin býsna góð af veikindum sínum. „Þau hafa verið meðhöndluð með fúkka- lyfjum gegn þessum fylgikvillum. Reiknað er með að þegar þessi sjúk- dómur kemur upp gangi hann yíir á um vikutíma. Við getum á þessu stigi ekkert sagt til um hvort svona sýking getur komið upp aftur. Það gæti gerst en mér þykir það ólíklegt. Viö höfum heldur ekki orðið varir við nein önn- ur tilfelli," sagði Brynjólfur Sand- holt. Landsbréf vildu sjá um sölu SR-mjöls: Hænra tilboði tekið - gagnrýnt harðlega af Ríkisendurskoðim I skýrslu Rfidsendurskoöunar um söluna á SR-mjöli er það gagn- rýnt harðlega að ekki hafi verið látið reyna á 9,5 milljónum króna lægra tilboð Landsbréfa hf. en kom frá Verðbréfamarkaði íslands- banka, VÍB. Tilboð Landsbréfa um að sjá um söluna hljóðaði upp á 1,9 milljónir króna en tilboð VIB var 11,4 milljónir. Að mati Fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu og söluhóps SR-mjöls var þátttaka Landsbréfa talin orka tvímælis vegna tengsla við Landsbankann sem var aðallánveitandi SR-mjöls. Því var ákveðið að ganga að tilboði VÍB. í ljósi laga um verðbréfaviðskipti er það mat Ríkisendurskoðunar að litlar líkur hafi verið á því að Landsbréf yrðu vanhæf til að ann- ast sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli. í skýrslunni kemur fram að framkvæmdastjóri Landsbréfa, Gunnar Helgi Hálfdánarson, hafi tahð fyrirtækið á engan hátt van- hæft en ef Framkvæmdanefnd um einkavæðingu teldi einhveija hnökra geta komið upp „þá væri betur heima setið en af stað farið“ eins og segir í skýrslunni. Gunnar benti nefndinni á að Landsbréf heföu t.d. séð um undirbúning og sölu á hlutabréfum ríkisins í Gut- enberg sem engan eftirmála hefði haft í för með sér. „Þvi heföi verið eðlilegt að látið hefði verið reyna formlega á tilboð Landsbréfa hf. í ljósi þess að félagið bauð rúmlega 9,5 mfiljónum króna lægra í verkið en VÍB og'heföi auk þess áður sinnt sambærilegri þjón- ustu hnökralaust," segir m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Samræmdu prófin: Óþarfa gallar „Það voru óþarfa frágangsgallar í uppsetningu á íslenskuprófinu, tfi dæmis var ekki eðlilegt bil milli orða, en þetta voru ekki beint vfilur. Orð sem sagt er í réttritunarreglum að eigi að skrifa í tveimur voru sett í eitt og svo framvegis. Þetta var mest áberandi í íslenskuprófmu en ég veit að menn voru víða býsna óánægðir með enskuprófið og fannst þaö óvenjulegt að ýmsu leyti og kannski svolítið óeðhlegt hvað þyngdardreif- ingu snertir," segir Haraldur Finns- son, skólastjóri Réttarholtsskóla. Samræmdu prófin fóru fram í grunnskólum um allt land dagana 20.-26. april og gætti talsverðrar óánægju meðal kennara yfir frá- gangsgöhum og vfilum í ensku-, dönsku- og íslenskuprófinu en prófin voru unnin á vegum Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála en ekki menntamálaráðuneytis eða skólanna sjálfra. „Ég er búinn að finna þrjá staði þar sem orð eða stafir hafa runnið sam- an. Þetta var í lagi í próförk en kom svona úr prentsmiðjunni. í dönsku- prófinu voru ásláttarvihur í texta sem var í lokuðu umslagi og fæstir opnuðu. Ég myndi ekki draga álykt- anir af enskuprófinu slrax. Þetta er spurning um að fara varfæmislega í að alhæfa um enskuprófið og skoða niðurstöður þegar þær koma,“ segir Matthias Matthíasson, umsjónar- maður samræmdra prófa. í dag mælir Dagfari Frygðarstunur í fjölbýli Það er margt skrítið í kýrhausnum. Vegir mannskepnunnar eru órann- sakanlegir og þá ekki síður hljóöin sem hún gefur frá sér. Það finnst að minnsta kosti íbúum í fjölbýlis- húsi í Kópavoginum. Frá því segir í laugardagsblaði DV með eftir- greindum hætti: „Við fluttum inn sl. haust ásamt íbúum í fjórum öðrum íbúðum. Strax á öörum degi fórum við að heyra óhljóð úr einni íbúðinni. Við héldum í fyrstu að þar væri ein- hvers konar ofbeldi á ferðinni. Óhljóðin glumdu um húsið. Síðan fórum við að átta okkar á aö þetta væri ekki ofbeldi heldur kynlífsst- unur eða öhu heldur óp sem end- uðu með einhvers konar gráti. Það má helst Ukja þessum hljóðum við gelt í hundi og er mjög hvimleitt til lengdar að hlusta á þetta. Við þurftum að þola þetta þrisvar sinnum á dag, stundum þijá tíma í einu. Við höfum vaknað upp á nóttunni við óhljóðin, síöan byijar þetta aftur árla morguns og loks eftir hádegi.“ Svo mörg voru þau orð um hljóð- in sem sambýlisfólkið í Kópavogin- um gefur frá sér. Dagfari skilur það vel að aðrir íbúar í blokkinni séu gramir út í þessa ástarleiki. Sérstaklega ef þeir fá ekki að taka þátt í þeim sjálfir. Það gefur augaleið að frygðarstun- ur af því taginu sem lýst er eru ekki á hvers manns færi og ekki er óeðlilegt að öfund og afprýðisemi geri vart við sig hjá áheyrendum sem ekki taka þátt í leiknum og gefa ekki frá sér sams konar stun- ur. Stunurnar hafa verið kærðar til Félagsmálstofnunar Kópavogs og lögfræðingur Húseigendafélagsins hefur sömuleiðis fengið máhð inn á sitt borð. En þessir aðilar standa ráðþrota, enda óvanir því að þurfa að stöðva ástarleiki og kynlíf í blokkum og segja fólki tfi i þeim efnum. Það mun þó sjálfsagt koma að því aö opinberir starfsmenn og lög- lærðir menn heimsæki ástarparið í blokkinni til að þagga niður í því með einum eða öðrum hætti eða í það minnsti fara fram á að fá að vera vitni að því hvernig þessi hljóð framkallast. Einnig ætti kynlífs- fræðingur að vera með í hópnum til að kenna fólkinu að láta frygð sína í ljós með þöglum hætti svo að aðrir íbúar blokkarinnar þurfi ekki að hlaupa í burt í hvert skipti sem ástarleikurinn hefst. Annars vekur það mesta athygli og aðdáun Dagfara hversu kynlífið í blokkinni, sem um ræðir, er líf- legt og kröftugt. Það á sannarlega erindi í annála þegar karl og kona geta rekkjað saman þrisvar á dag og þijá tíma í senn. Hér hlýtur af- reksfólk að vera á ferð. Dagfari segir fyrir sig að hann telur sig vera góðan meðalmann í kynmökum við konu sína en aldrei hefur hann náð því að ná upp slíku þreki eins og parið í blokkinni í Kópavoginum. Og aldrei hefur eig- inkonan farið fram á það. Þetta par ætti að auglýsa aðferöir sínar og kynna þær. í frétt DV er sagt frá því aö parið sé atvinnu- laust og hafi ekki annað fyrir stafni en að gamna sér hvort við annað. Er þetta ekki tilvalið tækifæri til atvinnusköpunar? Félagsmála- stofhun Kópavogs ætti aö halda námskeið með þessu fólki og efna til sýninga og svo mætti taka óhljóöin og fyrgðarstunurnar upp á band og gefa þær út. Annað eins hefur nú verið gert. Það má ekki stöðva svona fólk með slíka hæfileika og mesta lagi mætti setja á það múl eða hauspoka til að stemma stigu við mesta háv- aðanum en að öðru leyti á að sýna því hvatningu og hrós fyrir öflugt ástarlíf í miðju atvinnúleysinu. Ástarlíf, sem fer fram þrisvar á dag í þrjá tima í senn, er frammistaða á heimsmælikvarða. Getur ekki íþróttasambandið viðurkennt ást- arleiki sem keppnisgrein og styrkt parið til þátttöku í alþjóðamótum? Það mundi að minnsta kosti bjarga nætursvefninum fyrir nágrannana á meðan óhljóðin eru gefin frá sér í útlandinu! Allt um það. Hér er merkilegt og fáheyrt fyrirbrigði á ferðinni í sam- býli og samskiptum fjöldans og ástæöulaust að gera of mikiö veður út af því. Það hefur enginn beðið aðra um að hlusta eöa vera heima þegar balhð byrjar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.