Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
3
Fréttir
Króatinn sem sótti um dvalarleyfi hér á landi:
Ráðuneytið beið
með afgreiðslu
í f imm mánuði
Vopnafjöröur:
Fjórir listar
m m ■■■ ■
ikjori
Ari Hallgrimsson, DV, Vopnafirði;
Fjórir framboðslistar eru í kjöri í
bæjarstjórnarkosningunum á
Vopnafirði í vor, B-listi framsóknar-
manna, D-listi sjálfstæðismanna, G-
listi alþýðubandalagsmanna og H-
listi óháðra kjósenda.
Efstu sæti B-lista eru skipuð þess-
um: 1. Ólafur Sigmarsson gjaldkeri,
2. Friðbjörn H. Guðmundsson bóndi,
3. Anna P. Víglundsdóttir póstaf-
greiðslumaður, 4. Inga M. Ingadóttir
bankastarfsmaður.
Efstu menn á D-lista eru: 1. Stein-
dór Sveinsson byggingameistari, 2.
Stefania Amardóttir hjúkrunar-
fræðingur, 3. Ólafur Valgeirsson
nemi, 4. Alexander Ámason raf-
virkjameistari.
Efstu sæti G-lista eru þannig skip-
uð: 1. Aðalbjörn Bjömsspn aðstoðar-
skólastjóri, 2. Ólafur Ármannsson
verkstjófi, 3. Harpa Hólmgrímsdóttir
kennari, 4. Auður Jónsdóttir bóndi.
Óháðir kjósendur bjóða fram H-
hsta á Vopnafirði en ekki Bakkafirði
eins og misritaðist í frétt DV nýlega.
Röð efstu manna er þessi: 1. Ingólfur
Sveinsson iðnverkamaður, 2. Ellert
Árnason skrifstofustjóri, 3. Kristín
Jónsdóttir húsmóðir, 4. Eyjólfur Sig-
urðsson atvinnurekandi.
„Þessi maður er farinn. Það var
aldrei tekin afstaða til erindis hans,“
sagði Ólafur Walter Stefánsson,
skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu, aðspurður um málefni Króata
sem kom hingað til lands um miðjan
nóvember.
Maðurinn sótti um dvalarleyfi hér
eftir komu sína til landsins en ráðu-
neytið afgreiddi umsóknina aldrei.
Hann dvaldi hér á landi rúma 5 mán-
uði en hélt til Svíþjóðar í lok apríl.
Ólafur vildi engu svara um það
Nemendur ásamt Margréti Þorkelsdóttur, 85 ára, sem kenndi þeim að gera
sauðskinnsskó. DV-mynd Sigrún
Þemavika á þjóðlegu
nótunum á Jökuldal
hvort ráðuneytið hefði óttast for-
dæmi ef Króatanum hefði verið veitt
leyfi en sagði: „Það hefði getað breytt
máhnu gagnvart Svíþjóð, bæði ef
honum hefði verið neitað eða dvalar-
leyfi hans hér samþykkt."
Króatinn fékk dvalarleyfi í Svíþjóð.
Biskupsstofa veitti í samráði við
Hjálparstofnun kirkjunnar mannin-
um atbeina þegar hann dvaldi hér á
landi. Honum var útvegaður sama-
staður í Krísuvíkurskóla.
Umræddur maður er frá Vojvodina
sem áður var sjálfstjómarhérað í
Júgóslavíu. Héraðið er nú á valdi
Serba en þar búa Ungverjar, Króatar
og Serbar.
Samkvæmt upplýsingum DV var
mál mannsins endurupptekið í Sví-
þjóð en þaðan kom hann til íslands.
Lögfræðingur, prestur og unnusta
mannsins unnu að því að útvega
honum dvalarleyflð ytra. Vojvodina
var tahð hættusvæði og því fahist á
umsókn hans.
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
„Það vom 10-12 ára nemendur hér
í Skjöldólfsstaðaskóla sem tóku þátt
í verkefninu. Þjóðháttahópurinn
kynnti sér tóvinnu og var farið með
honum í gegnum aht ferhð, þ.e. nem-
endur tóku ofan af, kembdu og
spunnu og spreyttu sig á jurtahtun.
Þá gerðu þeir sauðskinnsskó og það
var elsti íbúi á Jökuldal, Margrét
Þorkelsdóttir, sem kenndi þeim þá
hst, Margrét verður 85 ára á þessu
ári,“ sagði Stefanía Sveinbjömsdótt-
ir, skólastjóri á Skjöldólfsstöðum.
Nemendur þar og í Brúarásskóla
unnu að merkilegum verkefnum í
vetur sem lauk með sýningu í maí.
„Við ákváðum þetta verkefni til að
auka samstarf og samkennd milh
skólanna og til að nemendur kynnt-
ust betur þessum þrem sveitum sem
standa að skólunum tveim á Skjöl-
dólfsstöðum og Brúarási," sagði Guð-
björg Kolka, skólastjóri á Brúarási,
en sá skóh er fyrir börn úr Jökulsár-
hhð og Hróarstungu og 13-14 ára
nemendur á Jökuldal.
Nemendur skiptust í nokkra hópa
eftir verkefnum. Eldri drengimir á
Brúarási vom með samgöngur og
landnýtingu. Þeir skoðuðu gamla
ferjustaði og rannsökuðu áhrif
Öskjugossins 1875. Þá var og starf-
andi ferðaþjónustuhópur. 10-12 ára
börn á Sköldólfsstöðum ásamt 13-14
ára börnum af Jökuldal, sem stunda
nám í Brúarásskóla, tóku fyrir
byggðina á Jökuldalsheiðinni og þá
einkum Sænautasel.
Ferrafi
H tfð
fliViR
^ DEH-670 GEISLASPILARI m/útvarpi
ÉS Verð: 42.900 stgr.
Inniheldur m.a.:
ARC útvarpsmóttakara
með 24 stöðva minni
flö Kristaltœran hljóm sem fœst með 8 „times
oversampling” og 1 bita D/A breyti
flð 2x25 W eða 4x15 W magnaraútgang
flD Hótalarastilli (Fader)
fl& RCA-útgang
flö Þjófavörn
öö Litabreyti ó takkaborði
flð LW/MW/FM stereo
Hágœða hatalarar
á verði frá 4.600 kr. stgr
Frabœrir magnarar
á verði frá 11.000 kr. stgr.
ISETNING
VERSLUNIN
KE-1730 UTVARP/KASSETTA
Verð: 19.900 stgr.
Inniheldur m.a.:
flö 2x8,5 W magnaraútgang
flö 24 stöðva minni
flö „Auto/Reverse” (sjálfvirk skiptihg milli hliða)
öö Hágœða tónhaus
flö Sjálfvirkan „loudness”
flö Tœkið er á sleða
flö LW/MW/FM stereo
H Þar
HLfOMBÆR
■RFISCÖTU 103-SÍMI625999